Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 1
Skrifstofa iFramsóknarflokksins er í Edduhúsinu, Lindargötu 9A, in. hseð, sími £066. íbúð í nýju húsi fyrir 10 kr., ef heppnin er með. Nú líður að því að dregið verði í hinu glæsilega happdrætti Framsóknarmanna. 40. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 24. maí 1956. I blaðinu í dag: Þingkosningar í Austurríki á bls 6. Kröfupólitík, ábyrgðarleysi, of- stæki og kreddufesta réðu því að Sósíalistafl. sagði sig úr lögum við aðra íslendinga, eftir Áka Jako’os- son á bls 7. 114. blað. Framboðsfresturinn útrunninn - val þjóðarinnar eftir: Eina tækifæri þjóðarinnar m áratugi til þess að mynda samhenta vinstristjórn Umbótamenn eru i mikfum meirihluta með þjóðinni. - VIII sá meirihluti efla völd íhalds !ins eða víkja því frá og mynda umbóta- stjórn, sem vinnur að hag almennings? Slíkt tækifæri býSur samstaða Alþýíuflokksins og Framsókmarflokksins, en enginn veit, hvenær þaí kemur næst, ef þa<5 er ekki notat$ nú Framboðsfrestur var útrunninn í gærkveldi, og nú sjá kjósendur til fulls um hvaða flokka og menn er að velja í kosningunum 24. júní. Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa nú birt öll framboð sín, en kosningasam- starf þeirra er eins og kunnugt er í því fólgið, að þeir bjóða hvergi fram hvor gegn öðrum í neinu kjördæmi, held- ur styðja hvor annan. Bragi Sigurjónsson í kjöri í A-Hún. Flokkarnir hafa boðið fram í öllum kjördæmum landsins, 22 ein menningskjördæmum, ö ivimenn- ingskjördæmum og Reykjavík, þar sem .átta kjördæmakosnir þing- menn eru. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins í þessum kosningum eru sem fyrr af ölíum stéttum, bænd- ur, verkamenn og embættismenn. Þeir eru á öllum aldri, en það mur, vekja athygli, að flokkurinn velur nú til framboðs allmarga unga menn, og aðra, sem ekki hafa verið í kjöri áður. Eru miklar líkur íil þess, að nokkrir þessara ungu manna muni ná kosningu. Tímamótakosningar. Margt bendir til þess, að kosn- ingar þær, sem fram fara 24. júní, muni vaida tímamótum í íslenzk- um stjórnmálum. í nær tvo ára- tugi hefir sérhagsmunaflokkurinn, sem kaliar sig Sjálfstæðisflokk, ihaft óhugnanlegai mikil áhrif á stjórn landsins og mótað stefnuna einkum í efnahags- og fjárhags- málum á þessum tíma. Þessi völd Sjálfstæðisflokksins hafa þó ekki byggzt á því, að hann hefði mikið kjósendafylgi á bak við sig, held- ur hefir svo borið við, að það hefir farið minnkandi með hverj- um kosningum, sem næst í öfugu hlutfalli við vaxandi völd hans. Vöid Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili byggjast eingöngu á því, að vinstrisinnaðir umbóta- nienn hafa verið sundurþykkir í mörgum flokkum og ekki borið gæfu til þess að sameina kraft- ana til átaka. Við þessar kosn- ingar hefir í fyrsta sinn verið gerð alvarleg tilraun til þessa. Með bandalagi Framsóknarflokks ins og Alþýðuflokksins, sem hafa við tvennar síðustu kosn- ingar haft atkvæðafylgi á bak við sig til þess að ná hreinum meirihluta á alþingi, er þjóðinni í fyrsta sinn gefið færi á að skipa sér í fylkingu til þess að mynda hreinan meirihluta og ríkisstjórn vinstri sinnaðra um- bótamanna en knésetja um leið sérhagsmunamennina, sem ráðið hafa efnahagsmálum þjóðarinnar um langt skeið með þeim afleið ingum, sem nú blasa við hvers manns augum. Báðir flokkarnir hafa fórnað nokkru af sérmálum sínum til þess að ná þessari samstöðu og keppa sameiginlega að þessu marki, og gefa þjóðinni það tækifæri, sem hún hefir spurt um og beðið eftir í mörg ár. Taekifæri þjóðarinnar. í síðustu kosningum höfðu þess- ir flokkar ekki samstöðu, og því var engin von um, að þeir mundu ná meirihluta á alþingi og geta myndað stjórn saman. Samt sem áður veitti þjóðin þeim sameig- inlega kjörfylgi til slíks meiri- hluta. Hvaða ástæða er til þess að ætla, að einmitt nú, er samstaða þeirra skapar slíka; möguleika, (Framhald á 2. síðu). llllllllllllllllHlllllltllllliiiiiliiiiÉiiiiiiyiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini I Kosningaskrifstofa | \ í dag opna Alþýðuflokkurinn i i og Framsóknarflokkurinn kosn- i | ingaskrifstofu í Turnerhverfi i í við Keflavíkurflugvöil. Verður i Í skrifstofan opin alla virka daga i i frá kl. 10—10 og sunnudaga i | frá kl. 2—6. Aiþýðuflokksmenn § | og Framsóknarmenn á Keflavik* 1 | urflugveili og nágreimi hafið i | samband við skrifstofuna og i = veitið lienni alla þá aðstoð og \ \ upplýsingar sem þið getið. i ? r. iiiiiiiiii n lllllllllllllllllllHl■ll■ll■lll|||||||||||l||||||| iuiiiir Þing SÖF hefst í Bifröst á föstudagskvöidið ke i Sambandsþing ungra Framsóknarmanna hefst að Bif- röst í BorgarfirSi n. k, föstudagskvöld kl. 8,30. Stendur þingið fram á helgi. Þess er vænzt að allir þingfulltrúar mæti þegar við þingsetuna. Upplýsingar um þinghaldið og ferðir að Bifröst frá Reykjavík vejtir skrifstofa flokks ins í Edduhúsinu víð Lindargötu. Siníóníuhljómleikarnir á Norðurlandi merkilegur menningarvioburður Hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á Norðurlandi um hvítasunnuna tókust með ágætum og eru hinn merkileg- asti viðburður í menningarlífi þjóðarinnar. Þetta eru fyrstu sinfóníuhljómleikar í sveit á íslandi, og er þess von að fleiri fari á eftir. í gær var sagt hér lítillega frá hljómleikunum í Mývatnssveit. Þeir voru vel sóttir og kom fólk lar.gt að. Jón Gauti Pétursson, odd viti, ávarpaði sveitina, þakkaði komuna og Jón Þórarinsson, fram kvæmdastjóri hljómsveitarinnar svaraði. í kaffiboði sem kirkjukóra samhand sýslunnar hélt hljómsveit inni ávarpaði Páll H. Jónsson, for- maður sambandsins, sveitina. Hljómsveitin lagði af stað flug- leiðis frá Reykjavík að morgni ann ars hvítasunnudags. Illa leit þó út með flugveðrið og var óttazt, að förin yrði að farast fyrir. Úr þessu rættist þó. Frá Akureyri var haldið til Mývatnssveitar á bílum, og síðan aftur til Akureyrar um (Framhald á 2. síðu). Boöað til almennra kjós- endafunda á Snæfellsnesi Bragi Sigurjónsson Alþýðuflokkurinn hefir ákveðið, að Bragi Sigurjónsson, ritstjóri á Akureyri, verði í framboði fyrir flokkinn í Austur-Húnavatnssýslu við kosningarnar í sumar. Fram- sóknai’flokkurinn býður ekki fram í sýslunni heldur styður framboð Alþýðuflokksins þar, og hefir Framsóknarfélag A-Húnvetninga samþykkt einróma stuðning við framboð Braga. Ólafur Þ. Kristjáns- son t kjöri í Vest- mannaeyjum ■Hliiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiin I (Fundur i Félagi Fram-Í jsóknarkvenna 1 Framsóknarkonur í Reykja-1 § víb. Munið fundinn í kvöld, = 1 sem hefst á venjulegum stað | 1 kl. 8,30. Rætt verður um kosn f f ingaundirbúninginn. Skorað f i er á félagskonur að fjöl- f I menna. i ,|llll■lllll■■lllll■l■lllllll■IIMIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllllll•i „Ekki vanzalaust að leggja nafn Heim- dallar við slíka sam- komu“ Heimdallur fór í sögufræga sjó- ferð til Vestmannaeyja um Hvíta sunnuhelgina og var þingmaður- inn Jóhann Þ. Jósefsson eins kon ar yfirfararstjóri leiðangursins, en honum var stefnt til Eyja til að taka þátt í Hvítasunnufagnaði ungra Sjálfstæðisinanna í Eyjum. Á Hvítasunnudag komu Ileim- dellingar og nokkrir heimamenn úr Eyjum saman til samkomu- halds í samkomuhúsinu og hafði Ingólfur ráðherra flogið tii Eyja (Framhald á 2. slðuj Pétur I Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- ---- flokkurinn halda á morgun al- menna kjósenda- fundi á Snæfells- nesi á þessum stöðum: Ilellissandi í dag og Ólafsvík 25. maí. Fundirn- ir hef jast kl. 8,30 síðd. Frummæl- endur á þessum fundum verða Pét ur Pétursson, skrifstofustjóri, frambjóðandi Al- þýðuflokksins í sýslunni, dr.Krist inn Guðmundsson utanríkisráðhr. og Emil Jónsson al- þingismaður. Næstu fundir verða að Breiða- bliki 26. maí kl. 2 síðd. og í Grafár- nesi 26. maí kl. 8,30 síðd., og að síðustu í Stykkis- hólmi 27. maí kl. 8,30 síðd. Frummælendur á þessum þrem seinni fundum Emil verða Pétur Pét- ursson, frambjóð- | andi í sýslunni, séra Sveinbjörn I Högnason, prófastur, og Benedikt Gröndal, ritstjóri. Dr. Kristinn Alþýðuflokkurinn hefir ákveðið, að Ólafur Þ. Kristjánsson, kennari í Hafnarfirði, verði í framboði fyr- ir flokkinn í Vestmannaeyjum við kosningarnar í sumar. Framsókn- armenn bjóða ekki fram í kjör- dæminu heldur styðja framboð Alþýðuflokksins. 24 myndir seldar á sýningu Austmanns Aðsókn á sýningu Hafsteins Aust manns, sem haldin er í Listamanna skálanum um þessar muadir, hefir verið ágæt. Valur og Akranes leika í kvöld á íþróttavellinum Meí5 Val leika þrír af þekktustu knattspyrnu- Hiönnum félagsins, þeir Albert GuÖmundsson, Ellert Sölvason og SigurÖur Olafsson. í kvöld kl. 8,30 fer fram á íþróttavellinum afmælisleikur Vals í meistaraflokki og leika Valsmenn þar við Akurnes- inga. Mikla athygli mun það vekja, að í liði Vals leika þrír af þekktustu knattspyrnumönnum Vals, þeir Albert Guð- mundsson, Ellert (Lolli) Sölvason og Sigurður Ólafsson, og þótt þeir hafi lagt knattspyrnuskóna að mestu á hilluna, er áreiðaniegt að marga fýsir að sjá þessa ,,gömlu“ kappa á vellinum aftur. Ein breyting verður á liði Akur- nesinga frá því er það lék við Reykjavíkurliðið á dögunum. Guð- mundur Sigurðsson leikur vinstri bakvörð í stað Benedikts Vest- mann, en aðrar stöður verða eins sbipaðar. ’ Lið Váls er hins végar þántíig ákiþað talið frá' mafk- manni að vinstra útherja. Björg- vin Hermannsson, Magnús Snæ- björnsson, Sigurður Ólafsson, Sig- urhans Hjartarson, Einar Halldórs son, Árni Njálsson, Ægir Ferdin- andssoh, Hilmar Magnússon, Gunn- ar'Gunharsson, Albert og EÚert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.