Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 7
T í M I N N, fimmtmdagimi 24, maí 195C. 7 Kröfupóiitík, ábyrgðarleysi, of stæki og kredduf esta réðu því að Völdio sem kjósendur fengu SósÉsteiaflokknum vegna trausfs á Einari og Sigfósi félki í hendur Brynjélfi Bjarnasyni, hins „innhverfa og of- stækisfulla kreddumeistara“ Áki Jakobsson gerir upp reikningana við leiðtoga kommúnista - kallar að- farir Ilamiibals misnotkuii á Alþýðusambandinu 1 *' ölla forðaðist að taka á sig nokkra Áki Jakobsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, og ábyrgð. Þessari stefnu sinni hefir um langt skeið miðstjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, hefir Brynjolfur baiafö fram með feiki- , ... J . . . , , . , , . „. legum krafti, enda hefir hann gert upp reikmngana við foringja kommumsta í grein, sem notig fulls atfylgis Einars 0]geirs- hann birtir í „Neista“, blaði Alþýðuflokksins í Siglufirði, en|Sonar, og hefir hver sá, sem lýsti Áki sagði sig úr kommúnistaflokknum 1953 og er nú í fram- sig andvígan verið stimplaður boði fyrir Alþýðuflokkinn í Siglufirði. Er þetta í fyrsta sinn,' l'ætndegur maður, sem hefði orð- sem Áki kemur opinberlega fram eftir að hann sagði sig úr Vn/"r Rr!S!!STaiií’rif™' kommúnistaflokknum eftir mikil átok við Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason. góða áróðorsaðstöðu gegn öðrum flokkum. Þessi mál- efnaaðstaða flokksins, ásamt því ofstæki og kreddufestu, I sem Brynjólfi Bjarnasyni er j í blóð borin, varð þess vald-, andi, að Sósíalistaflokkurinn sagði sig raunar úr lögum við aðra íslendinga og tók engan þátt í því að leysa vandamál íslenzku þjóðarinn- ar. Brynjólfi Bjarnasyni líkaði þessi þróun málanna vel, hann vildi ekki að Sósíalistaflokkurinn iæki nokk- urn þátt í lausn vandamála þjóð • félagsins, heldur héldi sig í and- stöðu við allt og alla og framar með hana skrifaða og flutti hana af blöðum. Mér þætti vænt um að Brynjólfur vildi birta ræðu þessa, til þess að margir fyrri samherjar mínir og vinir hér í Siglufirði fengju að sjá hvernig málatilbú.i- aði Brynjólfs gegn mér var hátt- að. Annars var innihald ræðu þess- arar í stuttu máli það að slá því föijtu, að ég væri andvígur stefnu flokksins á flestum sviðum og væri yfirleitt. bæði svikari og flugumað- ur í Sósíalistaflokknum. Þó held ég að hann hafi ekki notað þessi ljótu orð, en meiningin var sú. Ræðu sinni lauk Brynjólfur með þbssum orðum um mig, sem ég man orðrétt: „ Slíkum manni get- ur flokkurinn ekki sýnt neinn trúnað. Slíkum manni getur flokk- urinn ekki falið nein trúnaðar- störf“. Að töluðum þessum orðum flutti Einar Olgeirsson tillögu um að kjósa Brynjólf Bjarnason í nefnd til þess að stinga upp á frambjóðendum til alþingiskosn- inganna 1953, og virtust þá örlög mín, sem frambjóðanda Sósíalista- flokksins ráðin. fyrir Sósíalistaflokkinn eða Alþýðu bandalagið, en upplýsir, að hann hafi haft til yfirvegunar að fara fram utanflokka. Barnalegt tiltæki Hannibals og Einars Um brölt Hannibals og kommún- ista mcð Alþýðusambandið segír Áki þetta: „. .. Hið svokallaða Alþýðu- bandalag er ekki annað en nafnið tómt. Hannibal Valdimarsson treystir sér ekki til þess að fara fram aftur í sínu gamla kjördæmi, ísafirði, og á ekki kost á öðru kjör- dæmi, sem hann telur öruggt, að geti tryggt honum þingsetu. í þess- um vandræðum sínum rekst hann í fangið á þeim Brynjólfi og Einari Olgeirssyni, sem hafa þungár áhyggjur út af afdrifum Sósíalista- fiokksins í kosningunum. Þessi gagnkvæmu vandræði og ótti verða til þess, að þess- um mönnum dettur í hug að í grein Áka kemur m. a. fram: ★ Að Einar og Brynjólfur eru einvaldsherrar í flokkn- um og brjófa miskunnarlaust á bak aftur mótspyrnu, eins og fyrirmyndirnar í RússSandi. ★ Að ofstæki og kreddufesta Brynjóifs Bjarnasonar eins og Brynjólfur kallaði það, Ég er á þeirri skoðun, að þessi neikvæða afstaða Brynjólfs sé, þegar öllu er á bötninn hvolft, sprottin af kjarkleysi og vanmátt- arkennd. Ég var sá, sem helzt andmælti stefnu Brynjólfs og vildi láta Sósíalistaflokkinn vera jákvæðari og frjálslyndari í starfi sínu, þann- ig að hann legði fram sinn skerf réðu mestu um að flokkurinn rak sítelit neikvæðajti] lausnar vandamála þjóðarinnar. stefnu, miðaSa við áróðúrsaSstöðú en ekki gagn þjóðarinnar. Að Sigfús Sigurhjartarson og Áki Jakobsson vildu sveigja stefnu flokksins á aSrar brautir, en eftir and- lát Sigfúsar gekk Brynjölfur á iagið ög hrakti Áka úr trúnaðarstörfum. A3 skýringin á Alþýðubandalagsbröffinu er hræðsla kommúnistaforingjanna og Hannibals við slæma víg- sföðu í pólitíkinni. Og áð hinn „innhverfi, ofstækisfulli kreddumeisfari" kommúnista, Brynjólfur Bjarnason, hefir í æ ríkara mæli mótað skoðanir og athafnir Eiriars Oigeirssonar. Brynjólfur o g Einar Skoíánaágreiníngur í upphafi greinarinnar rekur Áki Jakobsson að ýmsir eldri stuðnings menn hans í Siglufirði hafi látið sér koma á óvart framboð hans fyrir Alþýðuflokkinn, og minnir á, að hann hafi ekki gert opinber- lega grein fyrir því, hvers vegna hann sagði skilið við flokkinn liaustið 1953. En ástæðan hafi ekki verið deila við siglfirzka sósíalista lieldur skoðanalegur ágréiningnr við Brynjólf og Einar. Síðan segir Áki frá á þessa leið: „Samvirk stjórn" Einars og Brynjólfs „... Þeir Brynjólfur og Einar hafa einir algerlega markað stefnu Sósíalistaflokksins á undanförnum árum og töldu sig ekki þurfa að hafa samráð við aðra í ,því efni. Völd þeirra í flokknum hafa mátt sín meira en flokksþing og mið- stjórn flokksins og liver sá, sem hreyfir andmælum gegn skoðun- um þeirra og vilja, er talinn and- vígur flokknum. Meðan Sigfúsar Sigurhjartarsonar naut við, sáu l>eir Brynjólfur og Einar sór ekki annað fært en að taka tillit til hans skoðanalega og þorðu heldur j ekki eins til við þá menn, er voru j þcifn ósammála. En þegar Sigfús \ féll frá, breyttist þetta og sneru þeir Brynjólfur og Einar sér bá að því með oddi og egg að iryggja sér álger víirráð í flokknum og ýta þeim til hliðar, sem kynnu aö verða þeim einirver þröslculdur á þeirri braut. Ráðstafanir voru gerð ar af hálfu þeirra til þcss að hafa áhrif á skipun flokksþings, hverjir yrðu kosnir í flokksstjórn, mið- stjórn og framkvæmdanefnd flokks ins eða ráðnir við blað flokksins. Leituðust þeir Brynjélfur og Ein- ar við að hafa þá menn eina í þessum störfum, sem þeir töldu sig geta treyst að fylgdu þeim að málum, ef í oddá skærist“. ÁbyrgtSarleysi, oístæki og kreddufesta „Ég hafði lengi verið mjvig óánægður með stefnu þeirra Bryn- jólfs og Einars 'ög var raunar ekki einn um það, t. d. vorum við Sig- fús heitinn Sigurhjartarson oft. sammála. Ég taldi þá marka ílokkn um neikvæða stefnu, sem einkersnclist af óraunsæi og skrumi, sem kom fram í því a‘ð bera fram.vanhugsað- ar kröfur, sem þeir töldu að tryggðu það, að flokkurinn yrði ekki kvad.csur tii þess að standa við orð sín, en hefði Þessari viðleitni minni var svarað með hinum mesta ofsa af hálfu1 Brynjólfs. Ég var talinn hafa ann-; arleg sjónarmið og flokksfjand- samleg og vera yfirleitt hættulcg- ur maður“. Átök 1951 og 1952 Síðan rekur Áki aðgerðir Bryn- jólfs til að bola honum úr mið- stjórn á flokksþinginu 1951 og til áð bola honum úr framboði, en þeim v.iðskiptum lauk með snarpri orðasennu og lýsti Brynjólfur því yfir að hann mundi ekki framar tala við Áka og við það hefir hann staðið, segir Áki. Þessa yfirlýsingu gaf Brynjólfur haustið 1951. Enn urðu greinir með foringjunum og Áka 1952, m. a. út af forsetakjör- inu. En síðan var framhaldið þetta: Brynjólfur kemur heim frá Rússlandi í bardagahug „Þetta haust var haldinn flokks- stjórnarfundur Sósíalistaflokksás í Reykjavík. Brynjólfur Bjarnason var nýkominn heim frá Rússlandi, er fundurinn hófst. Mig minnir að hann hafi það sumar setið 19. þing kommúnistaflokksins rússneska, enda var hann í miklum bardaga- hug. Hann hélt á fundinum ýtar- lega og hvassa ræðu um mig og hafði svo mikið við, að hann var Þeir þurftu ekki aS spyrja aðra ráða, hérna megin járntjalds Áki og Sigfús Þeir hömluðu gegn einræði Brynjóifs, en eftir fráfall Sigfúsar færðist Brynjólfur ■ aukana. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Brynjólfur flutti ekki tillögu um að reka mig úr Sósíal- istaflokknum að lokinni ræðu sinni. Ég hef ekki getað komizt að annarri niðurstöðu en þeirri, að hann hafi brostið kjark til þess. Síðar á flokksstjórnarfundinum svaraði ég Brynjólfi, en þá þegar reis Einar Olgeirsson á fætur og lýsti því yfir, að allt væri rétt, sem Brynjólfur hefðí sagt um mig. En eftir fundinn var engum blöð- um um það að fletta, til hvers Brynjólfur var settur í uppástungu nefndina. Þar barðist hann með hnúum og hnefum gegn því að ég yrði í kjöri og sagði að það skyldi aldrei verða“. Þessu réðu einvalds- kóngarnir eins og ö(Jru Áki rekur síðan áframhald þess- ara viðskipta, en niðurstaðan varð að framboðsmálum réðu einvalds- kóngarnir eins og öðru í flokkn- um, en Áki kveðst hafa látið kosn- ingabaráttuna 1953 afskiptalausa. Um haustið 1953 var svo háð flokksþing. Áki kveðst hafa forð- azt deilur við Brynjólf þar, en Brynjólfur hafi hins vegar bolað sér burt úr miðstjórn. Andstaðan gegn pólitík Brynjólfs og Einars hafði þá kostað Áka þingsetu, brottvikningu úr framkvæmda- nefnd og öðrum starfsnefndum mið stjórnarinnar, og síðan sætið í miðstjórninni. Þá voru framkvæmd fyrirmæli Brynjólfs. Um þetta leyti sagði Áki sig úr flokknum. Áki segir þeessu næst, að hanr hafi ekki hirt um að rekja þessa sögu fyrr af því að hann hafi ekki verið þátttakandi í pólitískri bar- áttu. En nú sé sagan birt og verði menn að dæma það skref, er hann hafi stigið, í ljósi hennar. Áki lýsir tilhæfulaust með öllu, að hann hafi nokkru sinni léð máls á framboði reyna að hagnýta sér aðstöðu sína í Alþýðusambandi ís- lands til þess að fleyta sér yfir kosningarnar. Mér finnst tiltækið barnalegt, auk þess sem hér er um að ræða mis- notkun á Alþýðusambandinu, sem kemur mjög í bága við fyrri stefnu Sósíalistaflokks- ins um pólitískt óháða verka- lýðshreyfingu". Fyrirbærií Einar Olgeirsson og „kreddu- meistarinn innhverfi“ Einar Olgeirsson hafði komið til Siglufjarðar og kallað Áka þar svikara. Áki svarar nú Einari, minnir á að hann hafi tekið þann kost að svara gagnrýni á stefnu flokksins með því að hjálpa Bryn- jólfi til að bola sér úr áhrifastöð- um, ræðir síðan um Einar og póli- tíska 'sögu hans. Farast Áka orð á þessa leið: „Annars er Einar Olgeirsson und arlegt fyrirbrigði í íslenzkum stjórnmálum, sem hægt væri að ! skrifa langt mál um. Það ætla ég ■ekki að gera. Þó get ég ekki látið hjá líða að segja hér nokkur orð ! um hann, fyrst hann gerðist svo ! djarfur að takast ferð á hendur i til Siglufjarðar til að lýsa mig svikara fyrir fullu húsi. Þegar Kommúnistaflokkurinn var stofn- aöur, var Einar Olgcirsson einn af stofnendum hans. Gáfur hans, glæsileiki og kraftur var það, sem gaf þeim flokki möguleika til að rótfesta sig í ísL stjórnmálum. Brynjólfur Bjarnason var þá eins og hann hefir ætíð verið, inn- liverfur, ofstækisfullur kreddu- nieistari, sem aldrei hefði getað skapað flokk um sig. En Brynjólf- (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.