Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 11
T IIVII N N, fimmtudaginn 24. maí 1956. Við þetía glímir unga fólkið: Fimmtudagur 24. maí Rogatianus. 145. dagur ársins. Fulif tungl kl. 14,26. Árdegis- flæði kl. 5.03. Síðdegisflæði kl. 17,22. — Sjónvarpið er alls ekki biiað. Það er bara ekki í sambandi! pm ÉÉ-tlfl llRllSlltilll Úrvarpið í dsg: anó sónötu nr. 1 í Es-dúr eftir Hay- 8.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tcnleikar: Danslög (plötur). 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónieikar (pl.): „Dauði og líf“, (Mors et vita), kvartett nr. 1 op. 21 eftir Jón LeiCs. 20.50 Bibiíulestur: Sr. Bjarni Jónss. 21.15 Einsöngur: Aksel Schiötz syng- ur lög eftir dönsk tónskáld. 21.30 „Svartfugl“; XII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Baskerville-hundurinn"; III. 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía í C-dúr eftir Balakirev. 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 8.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Harmoníkulög. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Breiðfirðingakvöld: a) Erindi: íslenzk ævintýrakona. b) Upp- lestur: Kafli úr Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. c) Kór- söngur: Breiðfirðingakórinn í Reykjavík syngur. d) Upplestur úr bókinni Breiðfirzltir sjó- menn, Ilákarlalega, frásögn Ilermanns Jónssonar, skipstj. e) Kveðjuorð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Ingólfur Da- víðsson magister talar um mat- jurtasjúkdóma. 22.30 „Lögin okkar“. 23.15 Dagskrárlok. Útvarpið á laugardaginn: Kl. 12.50 Óskalög sjúklinga. Klukk- an 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga. kl. 19.30 tónleikar: Boston Promenade hljómsveitin leikur létt lög. 20.30 Upplestur: „Kirkjuþjónn- inn“, smásagá eftir Somerset Maug- liam, í þýðingu Brynjólfs Sveinsson- ar (Klemenz Jónsson leikari les). KI. 20.40 leikur Vladimir Horowitz á pí- dn, og Kathlcen Long leikur stef og tilbrigði í a-móll eítir Ramaeu. 21.00 Leikrit: „Gamii bærinn" eftir Niels Th. Mortensen, í þýðingu Ragnars Jóhannessonai;. — Leikstjóri: Indriði Waage. Kl. 22.10 Danslög af plötum og kl. 24,00 da'gskráriok. Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldfir fund kl. 8,30 í kvöld í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. — Flutt verður erindi er nefnist: Vesok 2500. Ennfrerisur leikið á hljóðfæri. Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund í barnaskólanum í kvöld kl. 8,30. Barnavinafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinnj-í kvöld kl. 8,30 í kenn- arastofu Miðbæjarskólans. Nr. 77 Lárétt: 1. slá í skárum, 6. fugl, 8. bera við, 9. fljót í Afríku, 10. ádrátt ur, 11. umdæmi, 12. óhljóð, 13. til fatnaðar, 15. löngunin. Lóðrétt: 2. hamar, 3. fangamark (ísl. blaðamaður), 4. langur og hlykkjótt- ur gangur, 5. karlmannsnafn, 7. lama með þunga, 14. var rúmfastur. Lausn á krossgátu nr. 76: Lárétt: 1. ófrið. 6. Jón. 8. sjö. 9. dyr. 10. rýr. 11. auð. 12. ill. 13. urð. 15. gráir. Lóðrétt: 2. fjörður. 3. ró. 4. Indriði 5. askar. 7. kríla. 14. rá. Laugardaginn 19. maí sl. voru gef- in saman í hjónaband af séra Ósk- ari J. Þorlákssyni, Svanhildur Sigur jónsdóttir, Suðurgötu 77, Hafnarfirði og Þorvarður S. Guðmundsson sjó- maður, Hringbraut 71, Reykjavík. Á hvítasunnudag voru gefin sam- an í hjónaband að Laugavatni af sr. Ingólfi Ástmarssyni, Védís Bjarna- dóttir íþróttakennari Bjarnasonar skólastjóra og Vilhjálmur H. Páls- son íþróttakennari frá Ilúsavík. — Heimili brúðhjónanna veröur á Húsavík. Skipadeild SIS Ilvassafell ér í Reykjavík. Arnar- fell er í Halmstad, fer þaðan til Len- ingrad. Jökulfell fór á hádegi í gær frá Akranesi til Leningrad. Dísarfell fer í dag frá Rauma áleiðis til Aust fjarðarhafna. Litlafell losar á Norður landshöfnum. Helgafell er í Kotka. i Galpgarben iosar á Króksfjarðarnesi. | Karin Cords losar á ísafirði. H.f. Eimskipáfélag íslands j Brúarfoss fór frá Reyðarfirði 22.5. i til London og Rostock. Dettifoss er í Reykjavík. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss fór ft-á Reykjavík 22.5. ti lThorshavn, Leith og Kaúpmannahafnar. Lagar- foss er í Rvík. Reykjafoss kom til Antwerrpen 21.5., fer þaðan til Rott- erdant og Reykjavíkkur. Tröllafoss fer frá New York 28.5. til Rvíkur. Tungufoss fer frá Hamina á morg- un til íslands. Helga Böge var vænt- anleg til Reykjavíkur í gær. Hebe fór'frá Gautaborg 19.5. til Reykja- víkur. Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi er væhtanlegur tU Reykja víkur kl. 17,45 í dag frá Hamborg og Kaupmannahöfn. í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Lgiis staða, ísafjaröar, Kópaskers, Patreks fjarðar, Sauðárkróks og Vestrnanna- eyja (2 ferðir). Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Fiateyr- ar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Loftleiðlr h.f. Edda er væntanleg kl. 9 í dag frá New York, flugvélin fer kl. 10,30 áleiðis til Osló og Luxemborgar. — Einnig er Hekla væntanleg frá Ham borg, Kaupmannahöfn og Bergen. Flugvélin fer kl. 20,30 til New York. Á hvítasunnudag opinbcruðu trú- lofun sína ungfrú Erla Sigríður Gunnlaugsdóttir, verzl.mær, Vallar- götu 19, Keflavík og Jakob Kristjáns son, húsasm.nemi, frá Stöng x Mý- vatnssveit. Nýlega opinberuðu trúlofun sína á Akureyri ungfrú Lilja Hallgríms- dóttir, símamær og Baldur Frímanns son, bifreiðastjóri, Akureyri. t * "*.t ix n nn /'k in tt n xt n tt t t ■ H l\ i 1 \ F K | 1 g gl i’ii I I I 1 i 1 KJ JL JLV \/ i A M-J ± 1 KJ AOL V/ Landspróf í ensku fór fram föstudaginn 18. maí. Fyrst var nemendum gert að snúa af ensku á íslenzku nokkr um lesköflum, en siðan að svara þessum spurningum: 1—4 Segið frá ófullkomnu sögnunum, hverjar eru þær og hvers vegna heita þær svo? 5 Sýnið stigbreytingu þessara lýsingarorða og myndið einnig atviks- orð af þeim: bad, hot, pretty, noble, comfortable. 6 Skrifið þessar raðtölur á ensku: fjórði, níundi, tólfti, átjándi, tutt- ugasti og fimmti. 7 Hvað þýða þessar óreglulegu sagnir og hvernig eru kennimyndir þeirra: grow, hide, eat, speak, leave, feel, lie, lay, give, fall (sbr. see, saw, seen — sjá). 8—9 Hver eru ábendingarfornöfnin? 10 Hvernig er þessi setning í þolmynd: Nancy wrote this book? Þriðji hluti enskuprófsins var svo enskur stíll. TA '*■ T ■»-*. /N -m». Jr^. -w-T wr 4r yw w -W~T m -r m~m w w w -r , A I\l II S P K I 1 It I I VI H IXI / 14 í I x a. a. i k/ jl jl«. w jb. jl jl jlu x. i M-á Jtm. S. I. þriðjudag var íslenzkuprófíð, og voru verkefnin þessi: 1 Greinið í orðflokka undirstrikuðu orðin í eftirfarándi málsgreinum: Þeim var ég verst, er ég unni mest. Fyrir neðan heiðina gengu ærnar alltaf sjálfala. Þetta fer sem að líkum lætur. Hann spurði, hvort hjón- anna hefði rangt við í spilunum. 2 a) Greinið tölu þessara nafnorða: skilaboð, dyr, fólk, tíðindi. b) Ritið orðið tré í þágufalli fleirtölu og eignarfalli fleirtölu með greini. Af- marlcið greininn með striki. c) Finnið samsettar tíðir í eftirfarandi málsgreinum og segið, hvað þær heita: Ég hélt, að þú hefðir alltaf haft gaman af að tefla. Þetta mun Þóröi áreiðanlega vel líka. d) Ritið kennimyndir veiku sagnanna, sem leiddar eru af þátíðarhljóðskiptum þessara sterku sagna: brenna, bíta. e) Greinið hætti sagnanna í þessari málsgrein: Líklega gera engir ráð fyrir, að þið trúið þessu. 3 a) Sýnið dæmi um þrjár ólíkar breytingar, sem hljóðið a hefir tekið samkvæmt hljóðvarpslögmáli. Segið nafn hljóðvarpsins í hverju dæmi. b) Orðmyndunargreining: rekstur, dofna, ódugnaður, andstreymi. 4 Greinið í setningarhluta: Eflaust sástu, að ei var gott iðjuleysið skógai-hjóna. 5 Skrifið upp eftirfarandi málsgrein, afmarkið setningarnar með löð- réttum strikum og segið, hvað hver þeirra heitir: Sú ræktarsemi, sem þjóðin bar til fornlaganna og varð henni hug- stæðust eftir að þeim var glatað var ekki sprottin af því að þau hefðu tryggt henni fullan frið og réttvísi. 6 a) Með sér skriðu djúpa dregur, dynur í slögum þyngsla megnum. b) Méð sér djúpa skriðu dregur, dynur f o. s. frv. c) Djúpa með sér skriðu dregur, dynur í o. s. frv. d) Meö sér djúpa dregur skriðu, dynur í o. s. frv. e) Djúpa dregur með sér skriðu, dynur í o. s. frv. f hvaða afbrigðum vísubrotsins er stuðlasetningin rétt og í hverjum röng? Rökstyðjið öll svörin. 7 Skýrið eftirfarandi orð og orðasambönd: lungur, strindi, fjörlöstur, brími, hrund, darraður, öglir, beggja skauta byr, að bregða sýslu, að bera einhvern ráðum. 8 Sé ég hendur manna mynda/meginþráð yfir höfin bráðu,/þann er lönd og lýði bindur/lifandi orði suður og noxður. Meira tákn og miklu stærra/meginband hefur guðinn dregið./sveiflað og fest, með sólarafli/sálu fyllt og guðamáli. a) Úr hvaðá kvæði er þessi vísa, hver orti það og hverjum er það til- einkað. b) Hvaða tvo þræði á skáldið við með orðunum, sem feitletr- uð eru? 9 a) Hvað á Halldór K. Laxness við, þegar hann segir um Rósu í Sumar- húsum: „Bráðum var sigurinn unninn. En hún var ekki glöð, glaður er enginn, sem vinnur stóra sigra í heimsstyrjöld"? b) Hvers konar veiðum lýsir Davíð Stefánsson í kvæðinu Á Dökkumiðum? 10 a) Lýsið greinilega viðbrögðum Þórðar Kárasonar, er bera átti hann út úr Njálsbrennu. b) Hvernig lýstu Gunnlaugur og Hrafn skáldskap hvor annars fyrir Ólafi Svíakonungi? í gær fór svo fram prófið í ísienzkum stíl. Ritgerðar- efni, sem nemendur máttu veija um, voru þessi: 1) Notkun vatnsafls á íslandi í nútíð og framtíð. 2) Er æskilegt, að ísland verði ferðamannaland? 3) Bernskustöðvar mínar. J r o s E P

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.