Tíminn - 25.05.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.05.1956, Blaðsíða 1
Skrif stofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu, Lindargötu 9A, III. hæð, sími 6066. íbúð í nýju húsi fyrir 10 kr., ef heppnin er með. Nú líður að því að dregið verði í hinu glæsilega happdrætti Framsóknarmanna. 40. árg. f blaðinu í dag: Um Victor Hugo, bls. 4. Reykjavík, föstudaginn 25. maí 1956. 1 Vettvangur æskunnar bls. 5. Erlent yfirlit, bls. 6. Um Sigfús á Geirlandi, bls. 7. Minnig Þorst. Þ. Þorsteinssonar, bls. 8. 115. blað. Fyrsti kjósendafundurifiii í Reykjavik: tuðningsmenn A-listans boða til f undar n.k. (iriðjudag Stuðningsmenn A-listans í Reykjavík vio kosningar þær, sem nú fara í hönd, efna til almenns kjósenda- fundar í Gamla bíói næst komandi þriSjudagskVöid, 29, maí, kl. 9 síSdegis. Ræðumenn verða þessir: Haraldur Guðmundsson, alþingismaður Hermann Jónasson, alþingismaður Eggert Þorsteinsson, alþingismaður Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður Eysteinn Jónsson, ráðherra Hér er um að ræða fyrsta almenna kjósendafund- [ inn, sem stuðningsmenn framboðslista í Reykjavík boða til. Nánar verður sagt frá fundinum næsta sunnudag. Þiog S.U.F. hefst að Bifröst í Borgarfirði í dag Sambandsþing ungra Framsóknarmanna hefst að Bifröst í Borgarfirði kl. 8,30 í kvöld. Forsetí Sambands- ins, Þráinn Valdimarsson, setur þingið. Síðan verður kosið í nefndir og nefndarstörf hefjast. Eftir hádegi á morgun flytur Hermann Jónasson, formaður Framsókn arftokksins, ræðu á þinginu. Horfur eru á að þetfa þing verði fjölmennt. Upplýsingar um ferðir á þingstaðinn eru veittár í skrifstofu Framsóknarflokksins í Eddu- húsinu. Kariakór Rvíkur fagnað á geysiíjöl- mennu íslendingamóti í Höfa Ágætir dómar um kórinn í dönskum bSöftum Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn í gær. íslendingafélagið í Höfn efndi til íslendingamóts í gær- kveldi til þess að fagna Karlakór Reykjavíkur, en það var síðasta kvöld kórsins í Höfn. Mótið var haldið í hinum stóru sölum Stúdentasambandsins í Höfn, sem voru þéttskipaðir. 10. þing S.Í.B.S. á ReykjaEundí: órglæsilegur árangur hefir náðst í baráttunni við iliaveikina Starfið að Reykjahmdi, seni miðast við að styðja sjúka til sjálfsbjargar, hefir verið heillaríkt Frá þingsetningunni í gær Förmaður félagsins, Höberg Petersen, setti mótið og bauö gest- ina velkomna, einkum kórinn. Sveinn Björnsson, íormaður kórs- ins, svaraði og lét í ljós gleði EÍna yfir því að vera kominn á íslend- ingamót i Höfn, því að kórféiagar minntust enn hinna ánægjulegu sönghátíða með íslendingum í Höfn árin 1935 og 1937. Mikill söngur. Eftir þetta hóf stjórnandi kórs- ins, Sigurður Þórðarson, upp tón- sprotann og kórinn hóf sönginn, ásamt einsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Stefáni íslandi, en Fritz Weisshappel lék undir. Kór- ínn söng með - hléum nær tvær klukkustundir. I hléi færði dansk- ur drengjakór kórnum söngkveðju. Akranes sigraði Val5-2 f afmælisleik Knattspyrnufé- lagsins Vals, sem fram fór á f- þróttavellinuni í gærkveldi fóru leikar þannig að Akurnesingar sigruðu Val með fimm mörkum gegn tveim. Nánar verður sagt frá lelknum í íþróttasíðu blaðs- ins á morgun. Tilheyrendur hylltu kórina og aðra söngvara ákaflega. Kórinn lauk (Framhald á 2. síðu). Víða finna Þjóðvarn- armenn f yfeisoienn Frambjóðandi Þjóðvarnar- flokksins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu fór nýlega ásamt öðrum forystumönnum flokksins til Grindavíkur til þess að freista að koma fóttim undir flokksfylgi þar. Hittu þeir mann einn að máli þar og ræddu við hann um stund. Sögð'u þeir honum mikiar trölla- sögur af fylgi flokksins i sýslunni og kváðu undirtektir alls staðar hinar ágætustu þar sem þeir hefðu komtð. Þó væri einn skuggi á þessu enn. f Grindavík væri fylgi flokksins heldur lítið og þyrfti um það að bæta. Þó kvaðst frambjóðandinra vita með vissu um eina fjölskyldu, sem stæði fast með Þjóðvarnarflokknum. Jæja, sagði heimamaður. — Hvaða fjölskylda er það. Fram- bjóðandinn kva'ðst- ekki muna nafn á heimiltsföðiir en nefndi hins vegar býli það, sem fjöl- skyldan ætti heima á. — Jæja, það getur verið, sagði heimamaður. -— Þar hefir enginu búið síðustu úraUiguta. Iiiösm.: Svcinn Særauridsson Frá setningarathöfn 10. þings S. I. B. S. a'ö' Reykjalund'. Fulitrúar hlýöa á setningarræðuna. Að ofan til hægri: Maríus Helgason, sem verið hefir forseti Sambandsins siðast liSin tíu ár, setur þingið. Laust eftir kl. 2 í gær hófst tíunda þing Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga aS Reykjalundi. Fundarstjóri var tilnefndur Þórður Benediktsson og flutti hann kveðju frá Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni, en hann var kosinn heið urpfélagi S. í. B. S. þann 11. maí síðast liðinn. Maríus Helga- son forseti S. í. B. S. flutti þingsetningarræðu þar sem hann rakti í stórum dráttum sögu berklaveiki og berklavarna á íslandi. alvöru að draga úr veikinni og á síðustu tuttugu og f imm árum, hef ir baráttan gegn henni gengið bet og verið árangursríkari, en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Væri það frábæru starfi lækna, hjúkr- unarkvenna og sjúklinga sjálfra að þakka. Aldrei jafn bjart framundan. Þá ræddi Maríus framtíðarhorf- ur og taldi að aldrei hefði verið bjartara framundan í þessum mál- um. Þó bæri að varast of mikla bjartsýni og baráttunni yrði. hald ið áfram unz fullur sigur ynnist. Hann sagði, að berklarannsóknir þær, sem fram héfðu farið hér á landi, hefðu verið áhrifaríkar og vakið heimsathygli. Þá taldi Maríus, að með skipun sérstaks berklayfirlæknis, hefði (Framhald á 2. síðu). Maríus kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði, að þó að engar óyggj- andi heimildir lægju fyrir um berkladauða hér á landi til forna, væri þó ýmislegt, sem benti til þess, að margt nafnkunnra manna og kvenna hefði orðið hvíta dauð- anum að bráð. Sennilegt væri einn ig, að plágur þær og hallæri, sem yfir landið gengu, hafi nær út- rýmt berklaveiku fólki um stund- arsakir. Fyrstu lög um berklavarnir. Fyrstu lög um berklavarntr voru sett af Alþingi árið 1903. Með þeim voru héraðslæknar skyldaðir til að skrásetja alla berklaveika menn og konur. Árið 1908 var Heilsuhælissjóður stofnaður og þremur árum seinna var hann orð- inn 30 þús. kr. Þá var ráðist í bygg ingu heilsuhælis að Vífilsstöðum og var hornsteinn lagður 31. maí 1909. Vífilsstaðahælið tók svo til' starfa rúmu ári seinna, eða 5. sept. 1910. Nokkru seinna var hafist handa um byggingu heilsuhælis- ins að Kristnesi og rúmaði það 75 sjúklinga. Einnig starfrækti Kven- félagið Hringurinn hæli fyrir berklasjúklinga í Kópavogi,. sem síðar var notað fyrir holdsveikis- sjúklinga. Tímamót. Árið 1921 setti Alþingi enn lög um berklavarnirnar, sem marka tímamót i baráttunni. Þar vari sjúklingum séð fyrir ókeypis hæl- isvist og lögboðið að s.júklingar með smitandi berklaveiki dveldu á heilsuhælum. Samt sem áður dró ekki úr útbreiðslu veikianar og dauðsföllum r af völdum heunar næstu árin. Árið 1925 varS dáaar- talan hæst, eu eítir 1989 fér %rk Þórður Benediktsson ræðir við tvo þingfulltrúa. Eldflaugar minnka gildi herstöðva úti um heim Ameríska blaðið Observer í New York-fylki birtir ritstjórnar- grein nýlega utn íslenzk varnar- mál og er þar skýrt frá ákvörðun Alþingis og nokkrar vangaveltur um gildi Keflavikurstöðvarinnar. En síðan segir blaðið: Mikilvæg- ur þáttur í varnarkerfi okkar eru herstöðvar í öðrttm löndum. Eng- inn óvinur gctur hrakið okkur úr þeim. En efíir því sera tintnr líða muni vinir okkar boita íVliiif. um sem erfiit verður að stauda í gegn. En serc betur ier geta eldflaugar, sem fara heimsálfa í milli og langfleygar sprengjuflug vélar framstöðvar þessar æ minna virði fyrir öryggi hins frjálsa heims.______________________ Skipstjórinn skaut brytann til bana Kaupmannahöfn 22. maí. — f gær gerðist sá atburður um borð í sænska skipinu Hemsö á sigiingu undan Gotlandsströnd, að skip- stjórinn skaut brytann á skipmu með skammbyssu og fór kúlan í gegnum höfuðið. Skipstjórinn er sænskur, 37 ara gamall, Gunnar Sjö að nafni, en brytinn var dax-isk- ur, 28 ára, írá Alaborg og hét Knud Möller. íftir verknaðiun, sem, gerðist undir þiljum, hljóp skipstjórinn, som var ölvaður, upp á þilfar og hrópaði, að hann hefði drepið brytann. Alicfn skipsin-s tók stjórnina í .s'mar hendur og gerði lögreglu í landi aðvart. Kona hins myrta bryta var farþegi með skip- inu. Skipið kom stðan til Visby og þar tók lögreglan skipstjórann til yfirheyrslu. Hann játa<ii-um- svifalaust. Sagðist hafa lent í rifrildissennu við brytann og misst siiórn á skapi sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.