Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunmidaginn 27. maí 1956. Framboð Framsóknarflokksins (Framhald af 1. síðu.) Alþ'ýð'uílokks sé hafnað á þeim grundvelli. Kæran síyðst ekki við stjórnarskrá né íöggjöf En er nú kosningasamstarí eða cosningabandalag með þeim hætti, ;em Framsóknarflokkur og Alþýðu .lokkur hafa stofnað til óheimilt? í kosningalögum finnast engin ákvæði, sem þvílíku kosningasamstarfi séu til fyrirstöðu. Engin slík ákvæði eru heldur í stjórnarskránni. í stjórnarskránni, 31. gr. d. lið ægir aðeins: Allt að 11 þingmenn ,il jöfnunar milli þingflokka, svo ið hver þeirra hafi þingsæti í sem 'yllstu samræmi við atkvæðatölu úna við almennar kosningar." Auð sætt er, að þarna er átt við þing- ilokk eftir kosningar og heildarat- j ívæðatölu þá, sem hann hefur' 'engið í þeim. Engu skiptir hvaðan jau atkvæði eru fengin. Kjósendur íru algerlega frjálsir að því að ikipa sér undir merki þess stjórn- nálaflokks, er þeir vilja. Engu vartSar þótt svo og svo margir kjós-1 indur þingflokks þess, er uppbót- irsæti á að hljóta, hafi áður fylgt iðrum stiórnmálaflokkum 'að mál- um. Ekkert ákvæði fyrirfinnst í pá átt, að þeir þurfi að hafa skilið formlega við sinn fyrri flokk eða skilið við hann ákveðnum tíma fyrir kosningar. Við ekkert annað ;r að miða en atkvæðatölu þá, sem jiingílokkur fær í kosningum. Þa'ð ;r samkvæmt skýrum bókstaf stjórnarskrár og kosningalag. Því á t. d. Alþýðuflokkurinn að fá ippbótarþingsæti í samræmi við ;ölu þeirra kjósenda, sem greiða xambjóðendum hans og framboðs- istum atkvæði í komandi kosning- im. Það er á einskis manns færi, hvorki landskjörsstjórn armanna né annarra, aö draga þá kjósendur í dilka og segja að svo og svo marg- ir séu komnir frá öðrum flokkum, t. d. frá Framsókn arflokknum. Með því að greiða Alþýðuflokknum at- kvæði játast þeir undir merki hans í þeim kosningum, sem um er að ræða. Engu varðar 'þótt þeir hafi fyrirfram bund izt um það samtökum, né þótt t. d. heil flokksfélög Framsóknarmanna geri hjá sér samþykktir um að greiða Alþýðuflokksframbjóðanda atkvæði, því að frjálsræði kjósandans er fyrsta boðorð kosningalaganna. Sú skoðun, að kosningabandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks sé óheimilt og eigi að skoðast sem ainn flokkur, af því t. d. að svo cnargir af fyrri kjósendum Fram- sóknarflokksins greiði nú Alþýðu- flokknum atkvæði, hlýtur að byggj- ast á" því áliti, að kjósendur séu einskonar eign flokka sinna, — í þessum flokki eigi þeir að vera, úr því að þeir hafi eitt sinn í 'hann gengið. Slíkur hugsunarhátt- ur er auðvitað í algerðu ósamræmi við bókstaf og anda kosningalag- anna. Við skýr f ordæmi er að styðjast - m. a. bandalagið 1937 En hér eru annars langar rök- ræður óþarfar. Við skýr fordæmi er að styðjast. Það hefur oft átt sér stað í undanförnum kosning- um að nokkur samvinna hafi ver ið milli flokka í einstökum kjör- dæmum. Aldrei hefur þó slíkt kosn ingabandalag verið jafn greinilegt sem í alþingiskosningunum 1937 á milli Sjálfstæðisflokksins^ og Bændaflokksins. • Það kosninga- bandalag, sem þá átti sér stað, sýnist í eðli sínu að engu leyti frá brugðið kosningabandalagi Alþýðu ílokksins. :og Framsóknarflokksins. Um það kosningabandalag fórust t. d. Morgunblaðinu orð á þessa lund, er það skýrði frá framboðum flokkanna, sbr. Morgunblaðið 20. maí 1937. „Eins og kunnúgt-er, hafa Sjálf stæðisflokkurinn og Bændaflokk- urinn samvinnu í ýmsum kjördæm ¦um. Þannig bjóða þeir fram sinn manninn hvor í 3 tvímennings- kjördæmum Árnes- Eyjafjarðar- og N-Múlasýslum. Þá hefir Sjálf- stæðisílokkurinn engan í kjöri í 4 einmennings'cjördæmum Dala- Stranda- V-H'ánavatns- og A- Skaftafellssýslum og munu kjós- endur flokksins í þessum kjördæm um styðja frambjóðendur Bænda- flokksin3. Á sama hátt munu kjós- endur Bændaflokksins í ýmsum kjördæmum styðja frambjóðendur Sjáifstæðisflokksins, eða þar sem Bændaflokkurinn heíur ekki sjálf ur frambjóðendiir." Svo náið var þetta samstarf, að í tvímenningskjördærnum þeim, sem frambjóðendur voru sinn ai hvorum flokki — Sjálfstæðisflokkn um og Bændaflokknum —¦ þá voru þeir valdir á sameig'inlegum fundi sbr. Morgunblaðið 4. maí 1937. Á sumum þingmálafundum sýn- ist hafa verið litið á Sjálfstæðis- flokk og Bændaílokk sem einn flokk, að' því er ræðutíma varðaði, sbr. MorgunblaSið 27. maí (Frá- sögn af Egilstaðafundi). Við þetta kosningabandalag hafði landskjörstjórn ekkert að at- huga. Bændafiokknrinn og Sjálf- stæSisflokkurinn höfðu þá hvor sinn landslista í kjöri og var út- hlutað uppbótarsætuin. Þáverandi landskjörstjórn, en í henni munu tveir af núverandi landskjörstjórn armönnum hafa átt sæti, var vissu lega ljóst að þetta kosningabanda- átti sér stað. í skýrslu Hagstofu íslands um alþingiskosningarnar, en hún fær skýrslur frá landskjör stjórn, sbr. 131 gr. kosningalaga, segir svo á bls. 13 neðst: „Milli Sjálftæðisflokksins og Bænda- flokksins var opinber samvinna í flestum kjördæmum. í þrem . af i tveggja rftanna kjördæmunV buðuj því aðeins fram einn af hvorum J flokki og í 4 kjördæmum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði' engan frambjóðenda (í Dala- Stranda- Vestur-Húnavatns- og Austur-Skaf taf ellssýslu) * studdi hann Bændaflokksframbjóðand- ann." Á þessum tíma voru Sjálfstæðis- menn vissulega ekki þeirrar skoð- unar, að kosningabandalag ætti að- eins að hafa einn landslista og fá uppbótarsæti i samræmi við sam- anlagða atkvæðatölu bandalags- flokkanna. Skoðun Sjáiístæðis- manna 1953 Enn voru þeir á sömu skoðun 1953, en þá kom írarri á Alþingi frumvarp til breytinga á kosninga- lögunum nr. 80 frá 1942 og í frum varpi þessu var gert ráð fyrir sér- stakri tegund kosningabandalaga. Frumvarp þetta varð ekki útrætt, en okkur þykir rétt að bendá á nokkur atriði, sem komu fram af hálfu andmælenda frumvarpsins — Sjálfstæðismanna. Jón Pálma- son alþm. segir svo: „Það er ekk- ert því til fyrirstöðu samkvæmt núgildandi kosningalögum og okk- ar stjórnarskrá, að einn flokkur bjóði ekki fram á móti öðrum, eins og átti sér stað á ísafirði og í Vestur-Skaftafellssýslu, og það bandalag er í alla staði löglegt og getur staðizt." (Alþt. 1953 C. d. 397.) Magnús Jónsson alþm. segir svo: „Það hefir verið á það bent hér og tekið fram t. d. af hv. þing- m. A-Húnvetninga, að það væri auðvitað eðlilegt og ékkert við því að segja, að flokkar hefðu með sér bandalög við kosningar, ef þeir ganga hreint til verks og velja á- kveðinn frambjóðanda hver í sínu kjördæmi, þeir geta skipzt á um það. Einn flokkurinn hefir fram- bjóðanda í þessu kjöedæmi og ann ar í hinu. Það væri eðlilegur máti til að fá fólkið til að fylkja sér um einn ákveðinn frambjóðanda." (Alþt. 1953 C. d. 405) Síðar segir sami maður: „Það verður aldrei gengið framhjá því, að þetta frum varp er ástæðulaust að því leyti til, að flokkar geta nú haft með sér bandalög með því að ganga hreint til- verks og ákveða fyrir- fram skiptingu frambjóðenda í ein stökuni kjördæmum og styðja þar báðir eða allir sama manninn. Það liggur fyrir með þeirri skipan, sem nú er, og þar er ekki verið að reyna að. beita neinum blekk- ingum." (Alþt. 1953 C. d. 408) Enn segir sami maður: „Ég hefi skýrt frá því, sem allir vita, að það er ekkert því til hindrunar nú í dag, að flokkar geti gert þetta með þeim eðlilega hætti að koma sér saman um ákveðna frambjóðendur í einstökum kjördæmum." Alþt. 1953 C. d. 442.) Þessi skoðun talsmanna Sjálf- stæðismanna, sem enginn andmælti á þingi sýnir réttilega, hvaða skiln ing þingmenn hafa haft á þessu efni. Eins og áður er sagt, verður ekki séð að kosningabandaíagið 1937 sé í nokkru verulegu frá- brugðið kosningasamstarfi Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins, því að auðvitað gæti það ekki skipt máli, þótt Alþýðufl. hefði nú boðið fram í nokkrum kjördæm- um, sem Framsóknarflokkurinn býður íram í. Fraoiboð í Reykja- vík og Árnessýsíu . Þá er komið að þeirri ástæðu kæranda, að í Árnessýslu og Rvík hafi flokkarnir boðið fram sam- eiginlega lista. Hér verður fyrst og fremst rætt um framboðslista Framsóknar- flokksins í Árnessýslu, enda býður Framsóknarflokkurinn ekki fram í Reykjavík. Framboðslisti flokksins í Árnes- sýslu er borinn fram af Fram- sóknarmönnum. Fylgir skrifleg yfirlýsing meðmælenda listans um það, sbr. 3. mgr. 27. gr. kosninga- íaga. Ennfremur skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda á listanum, að þeir hafi leyít að setja nöfn sín á hann, sbr. 2. mgr. 27. gr. kosn- ingalaganna. Af meðferð kosningalagafrum- varpsins á Alþingi 1933 er ljóst, að ekki var til þess ætlazt, að fram- bjóðendur þyrftu með öðrum hætti að sanna fylgi sitt við flokk eða veru í honum, því að niður var fellt það ákvæði, sem upphaf- lega var í frumvarpinu, að flokks- stjórn skyldi um þetta gefa skrif- lega yfirlýsingu, sbr. Alþt. 1933. En auk þess hefir flokksstjórnin lagt fram landslista þar sém á eru nöfn allra frambjóðenda flokks ins, þar á meðal nöfn allra þeirra, sem eru á framboðslistanum í Ár- nessýslu og tekið fram, að fram- boðið sé fyrir Framsóknarflokk- inn, sbr. ákvæði 1. mgr. 28. gr. kosningalaganna. Af framansögðu leiðir, að allir þeir, sem eru á fíamboðslista flokksins í Árnes- sýslu verða í þessum kosningum að teljast tilheyrandi Framsókn- arflokknum, enda er hæpið að landskjörstjórn eigi um það úr- skurðarvald, sbr. 31. gr. kosninga- laganna. Samkvæmt þessú' teljum við framboðslista flokksins í Árnes- sýslu að öllu leyti ógallaðan og Iöglegan framboðslista Framsókn- arflokksins. Ef landskjörstjórn samt sem áð- ur kynni að líta svo á, að listi þessi væri gallaður og stæði í vegi fyrir lögmæti kosningabandalags eða kynni að valda því, að sá listi yrði úrskurðaður utanflokka, vilj- um við óska þess, að landskjör- stjórn veiti flokknum tækifæri til að gera nauðsynlegar lagfæringar á listanum, sbr. 38. gr. kosninga- laganna. Otvíræður réttur til að hafa landslssta Þegar litið er til framangreindra raka, þá er augljóst að Fram- sóknarflokkurinn á ótvíræðán rétt til að hafa landslísta í kjöri og krefjumst við því þess að fram- lagður listi verði úrskurðaður gild- ur og merktur samkvæmt ákvæð- um 39. gr. kosningalaganna. ndkiörstiórn brestur heimild til aö bæta skilyrðum um framboð við kosningalögin Nokkor atriði úr greinargerð Alþýðu- f lokksins út af kærumálum íhaldsins - Umboðsmaður Alþýðuflokksins gagnvart landkjörstjórn. GuSmundur í. Guðmundsson sýslumaður, lagði í gæi* fram greinargerS út af kærumálum SjálfsfæSisflokksins og er öll- um atriðum kærunnar andmælt og vísað á bug og þess kraf- izt, að Alþýðuflokknum verði úthlutað uppbótarþingsætum samkvæmt samanlögðu atkvæðamagni þeirra manna og lista, er flokkurinn býður fram, svo sem til er ætlazt í kosn- ingalögunum. í greinargerðinni eru þessi afriði m. a. „Því er haldið fram, að á með- al frambjóðenda Alþýðuflokks- ins séu Framsóknarmenn og að á meðal frambjóðenda Framsókn arflokksins séu Alþýðuflokks- menn. Auk þess er því haldið fram, að í 3. sæti lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík hafi verið skipað eftir úrslitum prófkosn- inga á meðal Framsóknarmanna í Reykjavík. Hvað sem sannleiks gildi þessara fullyrðinga líður, þá virðist hún enga þýðingu hafa fyrir málið. Kosningalögin gera enga kröfu til þess, að fram- bjóðendur séu í þeiin flokki, er þeir bjóða sig fram fyrir og þau hreyfa engum andmælum gegn því, að frambjóðendur séu í öðr- um flokki en þeir bjóða sig fram fyrir. Ekki verður komi'/t hjá því að líta svo á, að skilyrði þess. að ákveSið framboð verði talið ákveðnum flokki og öðrum ekki séu tæmandi upptalin í kosninga lögunum. Landkjðrstjórn brestur heimild tii að bæta þar við nýj- um skilyrðum, em það myndi hún gera, ef hún gerði athuga- semdir við framboðin á þessuni grundvelli. Þessi athugasemd Sjálfstæðisflokksins styðst því ekki við lög." Landkjörstjórn brestur heimild til að skipa mönnum í flokka. „Krafa Sjálfstðisflokksins íil landkjörstjórnar gengur í raun- inni út á það, að annað hvort úr- skurði landkjörstjórn, að allir frambjóðendur Framsóknarflokks- ins skuli teljast frambjóðendur Al- þýðuflokksins eða gagnstætt eða þá að landkjörstjórnin ákveði, að frambjóðendur þessara tveggja flokka tilheyri einhverjum nýjum flokki. Til alls þessa brestur land- kjörstjórnina gersamlega heimild. Það er vitað um alla frambjóð- endur á landslista Framsóknar- flokksins, að þeir og meðmælend- ur þeirra hafa lýst því yfir, að þeir bjóði sig fram fyrir Fram- sóknarflokkinn. Skv. 3. málsgr. 27. gr. brestur landkjarstjórn alger- lega heimild til að telja nokkrum öðrum en Framsóknarflokknum þessa frambjóðendur og atkvæði þeirra. Það er og vitað, að allir þeir frarnbjóðendur, sem eru á landslista Alþýðuflokksins hafa á- samt meðmælendum þeirra lýst því yfir, að framboðin séu fyrir Alþýðuflokkinn og þess vegna á Alþýðuflokkurinn heimtingu á, að honum og honum einum verði tal- in atkvæði þeirra. Með áritun sinni á landslista hefir stjórn Alþýðu- flokksins staðfest skv. 28. gr. kosn ingalaganna hverjir frambjóðend- ur flokksins séu og með því að þeir fullnægja allir.ákvæðum 27. gr. laganna er það ekki á valdi landkjörstjórnar að breyta neinu þar um." Engar lagagreinar tilfærðar. „Krafa Sjálfstæðisflokksins til landkjörstjórnar er því tvímæla- laust sú, að landkjörst.iórn þver- brjóti ákvæði 27. gr. kosningalag- anna með því að hafa að engu yfirlýsingar frambjóðenda og með- jmælenda og ákvæði 28. gr. með því áð taka á landslista frambjóð- endur, sem flokksstjórnirnar neita að viðurkenna sem sína. Hér er til þess ætlazt, að frambjóðendur Séu sviptir þeim lögverndaða borg- aralega rétti að ráða sjálfir fyrir hvaða flokk þeir séu í kjöri og flokksstjórnir þeim rétti að ráða, hvaða frambjóðendur flokkurinn viðurkennir. Að öllu þessu athug- uðu e rvel skiljanlegt, að umboðs- maður Sjálfstæðisflokksins vitnar ekki í neinar lagagreinar máli sínu til stuðnings." Greinargerðin er miklu ýtarlegri en rúm brestur til að rekja efni hennar nánar. Kjósendafundur (Framhald af 1. síðu.) A-listans með því að fjöf- menna á fundinn og fylkja þar liði gegn íhaldinu, sem nú beitir öllum hugsanleg- um ráðum gegn umbótaflokk unum. Reykvíkingar, fjölmennið á fundinn. Laxness íframboði — segir danska kommúnistabla^i^ Danska kommúnistablaðið hefur þær fréttir að færa lesendum sín- um í fyrradag, að Halldór Kiljan Laxness sé í framboði fyrir Alþýðu bandalagið í Reykjavík og taka önnur blöð þetta upp og birta frétt ina: Laxness kandidat til altinget, og mynd af skáldinu með. Ekki eru Danir þó öruggir um að Laxness verði kosinn og segir eitt danska blaðið um fréttina í Land og Folk: Det synes dog at fremgaa af medd- elelsen at Laxness staar temmfligt langt nede paa kandidatlisten. Til- efni fréttarinnar er að Laxuess er 16. maður á listanum, e'ða með öðrum orðum rúsínan í pylsuend anum. Bandaríkjastjórn vísar Sobolev úr landi New York, 24. maí. — Banda- ríkjastjórn hefir krafizt þess að Sobolev aðalfulltrúi Rússa hjá S. Þ. hverfi úr landi ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sínum. Or- sökin sé sú, að hann hafi beitt hótunum og haft í frammi annað ósæmilegt athæfi í sambandi við rússneska sjómenn, sem dvöldu um tíma í New York og hugðust sumir leita um landvist þar, en flestir þeirra hurfu síðan heim, að því er Bandaríkjastjórn telur fyrir hótanir frá Sobolev. Áður hafði tveim starfsmörinuni Rússa við S. Þ. yerið vísað úr landi fyrir sömu sakir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.