Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 6
TIMINN, sunnudaginn 27. maí 1956. Útgefaitdi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. - Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 232». Prentsmiðjan Edda h.f. ¦*-"¦¦? f ^-.^ ¦o^/^i^. ^ *m * Bolabrögð í síað málef nabarátíu OJALDAN eða aldrei d hafa flokksforingjar jpinberað eins greinilega og nú, hvernig þeim er mnanbrjósts, pegar klögumeistarar Sjálfstæð isflokksins fara fram á að land- 'íjörstjórn geri það, sem þeim tékst ekki sjálfum: Komi í veg Fyrir að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái meiri Muta í kosningunum í sumar. Þáð sem ekki er hægt með mál- efnabaráttu úti á vettvangi þjóðmálabarát.'.annar á nú að framkvæma með atfylgi e;nbætt ismannanefndar, í skjóii laga- bókstafa, sem reynt er að teygja sins og hrá*.t skinn til sð dylja ofbeldisherferð þá, sem hafin Atferli Sjáifstæðisforingj- anna er meira en lilraun til of beldisverka á þcim andstöðu llokkum íhaldsins, sem það ótt- ast mest. Það er um leLð háska- leg árás á iýðr.'sðið í landinu og réttlæti í opinberu lífi. ÞAÐ VÆRI furðulegt fyr- irbæri í lýðræðislandi, ef nefnd embættismanna hefði á valdi sínu að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkar gætu háð sameiginlega baráttu í kosning um til að koma fram ákveðnum og umsömdum málum. En kæra íhaldsins miðar að því, að fyrirbyggja slíka samstöðu ílokka.' , _ Ef hún væri tekin til greina, mundi hótun um aðgerðir em- bættismanna ríkisins sífellt verða þröskuldur í vegi eðlilegs isamstarfs og sameiginlegrar málefnabaráttu. Þannig væri með valdboði að ofan reynt að viðhalda- glundroða í stjórnmál- um landsins og fyrirbyggja, að samhentur meirihluti myndist. HEILINDI ÍHALDSINS í ymálinu eru svo þau, ofan á allt annað, að nú vill það fordæma aðra fyrir það, sem það sjáift gerði 1937. Andstöðuflokkar „breiðfylkingarinnar' reyndu aidrei að beita hana neinu of- beldi. Hún féll á eigin máleína- fátækt, en fékk að njóta þess atkvæðamagns, sem báðir flokk Höftin, sem íhaldið stjórnar B' JLÖD Sjálfstæðisflokks- ins leggja nokkra iherzlu á það um þessar mund- ir að hræða fólk með höftum og og bönnum, sem yfir muni dynja síðar, eftir að Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn hafa tekið við stjórnartaumunujn úr hendi strandkapteinsins. Þau segja fátt um höftin sem í gildi eru og lúta stjórn Sjálf- stæðismanna. Þau tala um frjálsa verzlun, en í reyndinni ríkja öflug gjaldeyrishóft, og hinar svo nefndu frjálsu vörur eru háðar mjög strangri gjald- syrisskömmtun bankanna. L:m- sóknir um gjaldeyri tU innfluín- ings hrúgast upp, og líti3 geng- ur að leysa úr bejðnum. Leyfis- veitingar eru af skornum skammti, enda litlir sjóðir að vísa á. Fyrir atbema Sjálfstæð- ismanna bitnar gjaldeyrisskort- urinn á ýmis konar nauðsynja- varningi til framleiðsiu og verk legra framkvæmda. Girðingarefni fyrir bændur fæst ekki, og neita fullírúar SjálfstæðLsflokksins sífellí að veita leyfi. Vörubílar fást. ekki arnir hlutu í kosnmguhum, Hinn óheiðarlegi málflutniEg ur íhaldsins nú sést líki mæta- yet þegar borin eru saman orð íhaldsþingmanna við umræður um kosningabandalög á þmgi fyrír fáum árum og kíerumál þcirra nú. Seglum er ekið ei'tir vindi. Allt er miðað við eilt og hið sama: -að halda í vöid og aðstöðu, hvað sem það kostar. SÉRSTAK hlutverk í þess- um leik fara kommimisrar og þjóðvarnarmenn með. Blað þjóð- varnarliða lýsti því yfir í fyrra- dag, að „allir andstöðuilokkar hræðslubandalagsins" hefðu sameinast um kæruna, og skömmu áður hafði Þjóðviljinn skýrt frá því, að kæran væri í undibúningi. En frá íhaldinu sjálfu hafði ekkert heyrst. Þegar á hólminn kemur er það Sjálfstæðisflokkuriun einn, sem stendur að kærunni, en að baki hans standa hinir nýju banda- menn og reyna að fylgja eftir með gjainmi í blöðum og á mannfundum. Þarna fóru saman áhugamál þessara f lokka. Kærumálin eru til þess gerð að reyna að viðhalda glundtoðanum og sundrunginni og fyrirbyggja samstæðan meirihiuta um- bótaflokkanna. Til þess að ná því marki taka höndum sam an íhaldsmenn, kommúnistar og þjóðvarnarliðar. íhaldið ffer fyrir fylkingunni, en hinir standa að baki þess. *frflilM»r --"..¦ FURDULEGT væri, ef svona máltilbúnaður hlyti þann stimpil opinberrar nefndar, sem um ér beðið. En rétt er að minna á, að þjóðmálabaráttan verður áldrei flutt • inh fyrir veggi neinnar embættismanna- nefndar. Hún verður háð úti meðal fólksins, um gjörvallt landið. Mál íhaldsins og banda- manna þeirra er tapað í þeirri baráttu. Fólkið í landinu er æðsti dómstóll í stjórnmálabar áttunni. Undan dómsúrskurði þess kcmst íhaldið ekki, hvern- ig sem það lætur fyrir þessar kosningar. úr hendi mannanna, scm ætl- uðu að gefa allan bílainnfiuin- ing frjálsan fyrir nokkrum mánuðum. Byggingarefni fæst ekki flutt inn éins og 'þarí þrátt fyrir allt taiið mn at- hafnafrelsi og lausn húsnæð- isvandræða. Það byggingar- efni, sem til er, hverfur í stór byggingar á borð við Morgun- biaðshöilina. Þeir, sem fjár- ráðin hafa, kaupa upp birgðir, en þeir fátækar| verða að sæta óhagstæðari kaupum á tímum vaxandi dýrtíðar. Til skamms tíma fékkst íhaldið ekki til að láta úti leyfi til nauðsynlegustu framkvæmda úti á landi, svo sem hafnar- gerða. ÞANNIG er umhorfs, hvar sem litið er. Höft og bönn og vandræði undir handarjaðri frelsislietjanna. Mörgum finnst þessi afstaða undarleg. En í rauninni er hún það ekki. Sjálf- stæðisflokkurinn vill hafa höft og bönn ef hann hefir aðstöðu í bönkum og opinberum nefnd- um og í ríkisstjórn til að ráða því, hvernig þeim er beitt. Það ar allur galdurinn. Konungur dýranna og gagnrýnendurnir Ævintýri, sem gerðist austan járn tjaldsins mikla í Evrópu ÆVINTÝRI ÞETTA heitir í raon- inni „Sagan um það, hvernig gagn- rýnin blómgaðist í ríki konungs dýr- anna" og er eftir Jiri Marek, tékk- neskan rithöfund, sem jafnframt er framkvæmdastfóri tékkneska kvik- myndaframieiðendasambandsins. Æv- intýrið var birt nú fyrir skömmu í . vikuritinu ; „Literarni Noviny" í Prag, en það blað ræðir listir og stjórnmál. Ævintýrið er háð um hina lög- leyfðu gagnrýni, eða eins og tígris- dýrið. (sem Ljón konungur útnefnir opihberan rannsóknara) kemst að orði: gagnrýni, með réttu tilliti til þess, sem er hægi." — Hér er eitt dæmi af mörgum um þá storma, sem herja á huai manna þar eystra, eftir játningar og ákærur á 20. flokksþinginu í Moskvu. (Ævintýrið er hér endursagt eftir Manchester Guardian). f ríki því, sem Ljón konuhgur ræður yfir, hefir margt yerið sagt að undanförnu um nauðsyn þess að opna állar dyr fyrir gaghrýn- inni. En slíkt er ævinlega tii þess fallið að rugla menn í ríminu, ekki þá, sem gagnrýna (því að þeir eru ætíð óábyrgar skepnur) heldur hina ábyrgu embættismenn, sem hljóta að horfa með kvíða; til slíkra aðgerða. Opna ailar dyri ja, því ekki það? En hver er þá nógu sterkur og snöggur til að skella í lás þegar sú rétta stund er runn- in upp? Af þessum ástæðum lag'ði Ljón konungur höfuðið í bleyti og hugs- aði mikið og méð því hanh er" uþp- lýstur einvaldi (með réttu tilliti til þess, semer hægt) gaf hanii út tilskipun um að gefa skyldi gaum að gagnrýninni. Aparnir, sem gátu bent á hæfni Sína að klifra, buðu sína aðstoð. En Ljón konungur hafnaði henni. Jafnvel spörvinn bauð að ijá lið, en hver getur trúað spörva fyrir þeirri stjórnardeild, sem á að gæta gagnrýninnar? Hann er sí- masandi, en á þessum stað er þörf á varúð í orðum. Ogfleiri dýr voru dæmd óhæf af ýmsum ástæðum. „Nei, nei," sagði Ljón konung- ur," að því leyti, sem undir vort vald heyrir, verður athugun á gagn rýninni aðeins falin þeim dýrum, sem virðing er borin fyrir, og hafa skynsemi til þess að taka á vanda- málum." Tígrisdýr, úlfur, refur. Þess vegna útnefndi hann tígris- dýrið, úlfinn og refinn, tii þess að athuga nákvæmlega allar opinber- anir um óánægju og gagnrýni og til þess að meta ástæður. Eftir þessa ákvörðun, sem var viturleg og spratt af umhyggju hans fyrir velferð þegnanna, fékk Ljón kon- ungur sér lúr. Þetta gerðist líka allt saman eftir hádegismatinn. Tígrisdýrið settist nú að á út- völdum stað, sem mörg dýr fóru um á leið til vatnsbóls, og þar beið það eftir þeim, sem fyrstur yrði á vettvang. Vitaskuld voru dýrin hikandi. En eftir endurtekn ar yfirlýsingar um að enginn skyldi hika að láta í ljósi skoðun sína, gekk gasellan fram. „Afbragð", sagði tígrisdýrið. „Og þú skait ekki vera feimin, vin- kona, heldur segðu mér án ótta og með tilliti til grundvallaratrið- anna: Hvað er eiginlega að?" „Vandræðin eru þau," sagði ga- sellan, „að beitlönd okkar eru of langt frá þessum stað. Við erum hálfan daginn að rölta á milli. Hvers konar framleiðni er það nú, spyr ég stundum sjálfa mig? Nú höfum við oft kvartað um þetta, en allt hefir komið fyrir ekki. Hvers konar umhyggja fyrir hin- um vinnandi lýð er nú þetta, má ég spyrja? „Satt segir þú, alveg satt. Beiti- löndin eru of langt í burtu. Þú mundir þá leggja til, skilst mér, að við færðum þau nær. En hér nærlendis eru nú sléttur zebradýr- anna. Þá mundi spretta upp sú nauðsyn, að flytja þau lengra á burt. En þú hlýtur þó að viður- kenna að zebradýrin.... Æ, æ, óttalegt vandræðamál ætlar þetta að verða. En bað skal verða leyst, ekki þarftu að efast um það." , Og. gasellan þakkaði tígrisdýr- inu og það horfði á hana með ljó.ma í auga. Og um leið og hún gekk út. úr skrifstofunni, stökk það, á hana og át hana. , „Maður verður að haga sér með tilliti til þess, sem er hægt," muldr aði tígrisdýrið í barm sér, og sleikti á sér þófana. Eitt lítið lamb. „Jæja," sagði úlfurinn við lamb ið, sem kom á skrifstofuna tii hans til að láta í ljósi álit sitt. „Segðu mér nú hreinskilnislega frá öllu saman. Þú getur varla gert þér í hugarlund, hversu mikilvægt það er að vera hreinskilinn og segja frá öllu undanbragðalaust. Ella verður ekki hægt að framkvæma réttlætið. Og þú þarft ekkert að óttast, þetta er bara í milli vina." Lambið var ákaflega uppveðrað og sagði nú í öllum atriðum frá rangindum, sem það hafði verið beitt. Það taldi upp alla óvinina: Refinn, hlébarðann og tígrisdýrið. En það sleppti úlfinum, af aug- ljósri. ástæðu. Ekki má ganga of langt, sagði það við sjálft sig. Og úlfurinn hlustaði og var djúpt snortinn. „Að hugsa sér, að svona fallegt lítið lamb skuli eiga svona marga óvini, þetta sem ekkert er nema fallegur hvítur ullarkúfur — og líkleg^. mjúkt undir tönn í þokkabót — og lifi samt í eilífum ótta. Hvar endar nú þetta," sagði úlfurinn með vandlætingarsvip. „Nei," bætti hann við og sneri sér að lambinu, „þetta er ekkert líf, og ég skal bæta úr fyrir þér." Og það gerði hann. Til þess að ótti litla lambsins við óvini sína kveldi það ekki lengur, át hann það. Þekkingin fyrst. En refurinn tók á móti sendi- nefnd af kanínum, sem komu til að kvarta yfir héranum, og svo tók hann á móti sendinefud úr hæ>asna húsinu, en þar voru allir hræddir. Hann ræddi lengi við nefndirnar og samtalið var allt vinsamlegt og í anda einingar og hvergi varð þess. vart að hann notaði slægðina til þess að hlunnfara þá, sem kvört uðu og gagnrýndu. ; Nei, síður en svö. hann gerði þá játningu og gagnrýni á sjálfuin sér, að hann vissi allt of litið um lífið í hænsnahúsinu því að í raun inni kynntist maður ekki vanda- málunum af sögusögn annarra. þau þyrftu að kanna á staðnum. Innan ] tíðar hafði refúrinn þyngst um þrjú kíló. Skýrsla lögð fyrir kóng. Svo var það dag nokkurn, að Ljón konungur mundi allt í einu eftir, að hann hafði ákveðið að opna dyr fyrir gagnrýninni og hann kailaði hina útnefndu rann- sóknara fyrir sig. „Jæja, hvernig ganga störfin?" spurði hann. „Samvirkt", svöruðu þeir. „Þa'ð gleður mig að heyra." sagðl hanri. „En hvað um kvartanirnar?" „Þæreru í athugun," hvíslaði 'tígr- isdýrið lotningarfullt. „Þær. eru margar," andyarpaði refurinn. „Maður veit ekki á hverju á að byrja.". „Öldungis rétt", sa'gði úlf urinn. „En við gerum það sem vfð getum." „Já, einmitt þetta var það, sem ég hafði í huga í byrjun". Og Ljón konungdr var harla ánægð- ur. „Kvartar nokkur tvisvar, má ég spyrja?" „Nei, aldrei," sögðu allir þrír í kór. „Þannig á það líka að vera.'f sagði Ljón konungur. „Og bókið nú, niðurstöðuna," sagði hann við storkinn, sem var ritari hans: „Hin sérstaka deild, sem átti að taka tii meðferðar kvartanir og gagnrýni, hefir náð sérlega miklum árangri. Er yður, rannsóknarar, þörf á lið- styrk?" „Nei, yðar hátign," sagði tígris- dýrið. „Fjölskylda mín aðstoðar mig dálítið." Og Ljón konungur lagðist fyrir aftur, enda var þetta rétt eftir há- degisverðinn. „Ég er bara kóngur, og ég geri það sem ég get," sagði hann við sjálfan sig. Og svo sofnaði hann. Krabbameinsleitarstöð tekur til starfa í Reykjavík í haust Frá a'ðalfundi Krabbameinsfélags Islands Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn ný- lega. Flutti formaður félagsins próf. Níels Dungal ýtarlega skýrslu um starfsemi félagsins og deilda þess á síðasta ári. Auk víðtækrar fræðslustarfsemi og útgáfu Fréttabréfs, hefir félagið á hendi skráningu krabbameina á fslandí og eru miklar vonir tengdar við hana í fræðilegu tilliti. Þá hefir félagið nýlokið undir- búningi stofnunar krabbameins- leitarstöðvar í Reykjavík og mun stöðin hefja starfsemi sína með haustinu. Verður almenningi nánar greint frá tilhögun starfseminnar síðar. Einnig vinnur félagið nú að undtrbúningi víðtækra rannsókna á lifnaðarháttum landsmanna í því skyni að varpa ljósi á orsakasam- band milli lífskjara manna og krabbameins. Félagið á von á heimsókn þriggja heimsþekktra lækna, er lengi hafa starfað á sviði krabbameinsrann sókna og krabbameinsbaráttu. Munu þeir verða hér í júlí byrjun, fiytja hér erindi og vera félaginu ráðgefandi um ýmislegt er varðar krabbameinsbaráttuna hér á landi. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður er próf. Niels Dungal, rit ari Alfreð Gíslason læknir og gjald keri Hjörtur Hjartarson verzlunar stjóri. Aðrir í stjórn eru: Bjarni Snæbjörnsson læknir, Friðrik Ein- arsson læknir, Gísli Jónasson skóla stjóri, Guðjón Gunnarsson fulltrúi, Gunnar Möller lögfræðingur og frá Sigríður J. Magnússon. Starfandi deildir félagsins eru f Reykjavik, Hafnarfirði, Vestmanna eyjum og á Akureyri. , i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.