Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.05.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudagiim 21. maí 1956. y - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Hræðslan vilS vaxandi íylgi bandalags umbóiaf lokkanna. - Eina leiðin ti! að sigrast á ghmdroð- anuiir. - Áðeins bandalag bænda og launafólks getur ieyst efnahagsmálin á réttlátan hátt. - I íiSm utanrikismálum er valið milli íslenzks málstaðar annars vegar og amerískrar eða rússneskrar leppstefnu hins vegar. - 24, jpní verður þjóðin að kveða niðnr ghmdroðann og leppstefnurnar með glæsilegum sigri bandalags AlfsýSuflokksins og Framsóknarflokksins. Ef menn lesa stjórnmála- greínárnar í Morgunblaðinu, Vísi, Þjóðviljanum, Útsýn og Frjáisrí þjóð, munu þeir fljótt komast að þeirri niðurstöðu, að árásum og áróðri þess- ara blaða er fyrst og fremst beint gegn bandalagi Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins. Morgunblaðið og Vísir minnast nú tæpast á kommúnista eða þjóðvarnar- menn, og í málgögnum komm úista og þjóðvarnarmanna er ekki minnst á íhaldið, nema til málamynda. Öll skamma þessi blöð hinsvegar banda- lag umbótaflokkanna, eins og þau frekast geta. Ástæðan fyrir því, að Sjálf stæðismenn, kommúnistar og þjóðvarnarmenn eru þannig orðnir einskonar bandamenn í kosningunum, er næsta augljós. Hún staf- ar af óttanurn við sívaxandi fylgi bandalags umbótaflokk anna. Þær vonir hafa brugð- þeim algerlega, að banda- laginu yrði misjafnlega tek- ið af fyígismönnum flokka þess. LÞvert á móti er því hvarvetna fagnað af þeim, enda ailtaf vitanlegt, að samstarfið myndi ekki stranda á liðsmönnunum, ef fovingjarnir bæru gæfu til koma sér saman. Til viðbót- ar koma svo nýir menn, sem áður haf a fylgt öðrum flokk um, og lýsa fylgi sínu við bandalagið. Þessar staðreynd ir valda hinum sameiginlega ótta, er nú einkennir æsi- skrifin í málgögnum íhalds- ins, kommúnista og þjóð- varnarroanna. En æsingaskrifin munu reynast tilgangslaus. Fólkið mun ekki láta hræðsluskrif .í Mbl., Þjóðviljanum eða Frjálsri þjóð ráða gerðum sín- um. Það ætlar ekki að láta þessi blöð meta stjórnmála- ástandið fyrir sig, eins og í- haldsmenn vilja láta erlenda hershöf ðingj á meta nauðsyn hersetunnar. Fólkið ætlar að leggja sitt eigið mat á málin. Þessvegna verður málstaður bandalags umbótaflokkanna sigurvænlegri með hverjum degi. Þjóðin vill losna vi$ glundrooann Hvað veldur hinu vaxandi fylgi bandalags umbótaflokk- anna, sem hræðsluskrifin í Mbl., Þjóöviljanum og Frjálsri þjóð vitna svo glöggt um? Framar öðru er orsökin sú, að þjóðin vill losna við þann glundroðá, sem hefir einkennt íslenzkt stjórnmála- líf seinustu áratugina. Mönn- um er ljóst, að þessi glundroði staf ar af því, að hér hefir ekki verið hægt að mynda neina samhenta ríkisstjórn, því að samstæðan meirihluta hefir vantað, og hinar ýmsu stjórn- ir því orðið að styðjast við sundurleita flokka. Þessvegna hefir aldrei verið fylgt neinni markvissri stjórnarstefnu. Af- leiðingarnar háfa orðið þær, að upplausn og ringulreið hafa mótað ' efnahagslífið, unz svo er nú komið, að alger stöðvun framleiðslu og fram- kvæmda bíður framundan. Þetta ástand vill þjóðin lækna. Það verður hinsveg- ar ekki læknað, nema henni takist að skapa samhentan þingmeirihluta, sem nú er búið að vanta hér um tutt- ugu ára skeið með þeim af- leiðingum, sem að framan er lýst. Slíkan meirihluta getur þjóðin skapað nú með því að efla bandalag umbótaflokk- anna, en ekki á neinn annan veg. Slíkur meiríhluti verður ekki skapaður með því að efla Þjóðvarnarflokkinn eða kommúnista, því að hvorug? ur þessara flokka getur feng ið nema örfáa þingmenn. Sjálfstæðisflokkinn vantar líka svo mikið til að fá meirihluta, að fyrir því eru engar líkur, enda allt annað æskilegra. Bandalag umbóta flokkanna hefir hinsvegar fyllstu líkur til að fá hrein- an þingmeirihluta, þar sem Framsóknáfflokkurinn hefir möguleika til að vinna 6 ný þingsæti ; (Barðastrandar- sýslu, Skagaf jarðarsýslu, Eyjafjarðatsýslu, Seyðis- fjörð, V.-Skaft. og Árnes- sýslu) og Alþýðuflokkurinn hefir einnig mikla mögu- leika til að bæta við sig bæði kjördæmasætum og uppbót- arsætum. Með eðlilegri fylg- isaukningu eiga þessir flokk ar að geta öruggiega fengið traustan þingmeirihluta. Þetta gerir þjóðin sér orðið ljóst. í fyrsta sinn um tuttugu ára skeið, býðst henni hér tækifæri til að binda endir á glundroðann og skapa traust- an þingmeirihluta. Þessvegna boðar bandalag umbótaflokk- anna ný og merkileg tímamót í íslenzkum stjórnmálum. — Þessvegna fjblgar þeim kjós- lendum stöðugt, er skipa sér i undir merki þess, en lætur hræðsluskrifin í Mbl. og Þjóð- viljanum ekkert á sig fá. HvaS bföur framundan, ef meirihluti næst ekki? Enn kunna að vera til ein- hverjir Ipeij: menn, er varpa fram spurningunni um það, hvað taki hér við, ef svo fer einu sinni erín, að ekki verður til neinn samstæður meiri- hluti eftir kpsningarnar. Þess um mönnum fer þó áreiðan- lega fækkandi, því að svo aug- ljóst er, hvað þá muni í vændum. Það, sem þá tekur við, er ekkert annað en áframhald sama glundroðans og rikj; hefir seinuski tvo áratugina, en hann verður þá enn hættulegri en hann hefir verið hingað til vegna þess, Búnaðarbanki Islands er eitt glæsilegasta tákn þeirrar umbótastefnu, er hófst til valda í landinu meS fyrsta samstarfi Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1927—31. Fram a'o' þeim tíma hafði landbún- aðurinn búið við algeran lánsfjárskort og Siálfstæðisflokkurinn hafðj barist með hnúum og hnefum gegn því að landbúnaðurinn fengi sér- staka lánsstofnun. Forkólfar hans sögðu m. a., að það myndi gera bænd- ur að ölmusulýð! Með stofnun Búnaðarbankans og lánadeilda hans, voru mörkuð tímamót í sögu íslenzks landbúnaðar. Næst afurðasölu- lögunum, er voru sett af samstjórn Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins 1934—37, hefir starfsemi Búnaðarbankans og deilda hans, átt meiri þátt í eflingu landbúnaðarins seinustu áratugina en nokkuð annað. að ástandið í efnahagsmál- um verður stöðugt geigvæn- Iegra. Margföld reynsla er fyrir því, að vandi efnahags- málanna verður ekki leystur með Sjálfstæðisflokknum og samstarf milii hans og bandalags umbótaflokkanna er því útilokað. Þessu hefir verið greinilega yfirlýst al forustumönnum beggja um- bótaflokkanna. Á samvinnu kommúnista er ekki að treysta hér fremur en ann- ars staðar, en þeir hafa ráð Alþýðubandalagsins í hendi sér, a. m. k. enn sem komið er. í Þjóðvarnarflokknum er ekkert lið, enda alíar lík- ur til að hann velti út úr þinginu. Utanþingsstjórn gæti orðið bráðabirgðalau n á glundroðanum og sundur- lyndinu í þinginu, en hún yrði svo veik, að ekki mætti vænta neinnrar forustu af henni. Það er þetta geigvænlega viðhorf, sem blasir framund- an, ef þjóðin fylkir sér ekki nógu fast um bandalag um- bótaflokkanna og trýggir því öruggan þingmeirihluta. — Þetta er þjóðinni líka að verða Ijósara og Ijósara. Þessvegna eykst bandalagi umbótaflokk anna stöðugt fylgi, eins og hræðsluskrif andstæðinga blaðanna bera svo glöggt með sér. Lausn efnahagsmálanna Fleira kemur svo að sjálf- sögðú til greina, sem eykur og styrkir sigurhorfur banda- lags umbótaflokkanna. í fyrsta lagi ber þar að nefna stefnu þess í efnahagsmálun- um og utanríkismálunum. Þjóðinni er ljóst, að rót- tækri lausn í efnahagsmál- unum verður ekki frestað lengur. Hún hefir þar um það að velja, hvort heldur skuli íáta flokk millilið- anna ráða þeirri lausn eða bandalag umbótaflokk- anna, er eiga megin fylgi sitt meðal bænda og launa- fólks. Engin vinnandi mað- ur þarf að efast um það hvorum þessara aðila megi betur treysta í þessum efn- um. Flokkur milliliðanna mun að sjálfsögðu miða úr- ræði sín við það, að hagur gróðamanna og milliliða verði sem bezt tryggður. Það fjónarmið mun hann setja ofar öllu öðru, sbr. ummæli Ólafs Thors, að einkahags- munir komi fyrst, flokkks- hagsmunir svo og þjóðar- hagsmunir síðast. Bandalag umbótaflokkanna mun hins vegar að sjálfsögðu miða úr- ræði sín við það, að tryggja sem bezt hagsmunj hins vinnandi fólks, launafólks og bænda. Það mun gera sitt ítrasta til að tryggja það, að þetta fólk verði ekki áíram hlunnfarið af millilið unuin og afætunum, eins og óhjákvæmilega hefir leitt af stjórnarþátttökum Sjálfstæð isflokksins seinustu 18 árin. Þær staðreyndir, sem hér hafa verið raktar, gera það tvímælalaust að verkum, að meðal launafólks og bænda fjölgar þeim nú stöðugt, er ætla að efla bandalag um- bótaflokkanna, svo að það fái nægilegt bolmagn til að leysa þessi höfuðmál þjóðarinnar. Öðruvisi geta kjósendur ekki heldur stuðlað að heilbrigðri lausn þeirra. Leppríkisstefnan Þá er það viðhorfið í utan- ríkis- og varnarmálunum, sem hefir mjög stutt að fylgis- aukningu bandalags umbóta- flokkanna að undanförnu. Þjóðin stendur nú frammi fyrir þeirri uggvænlegu stað reynd, að stærsti flokkur hennar, er af undirferli og loddaramennsku kennir sig við sjálfstæði landsins, hef- ir nú endanlega og augljós- lega gengið erlendu valdi á hönd. Hann hefir markað sér þá stefnu, að erlendum hershöfðingjum skuli gefið sjálfdæmi um það, hve lengi skuli leyfa hér hersetuna, en slíkt myndi þýða það, að hún héldist hér um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þessa stefnu hafa forkólfar flokksins markað honum vegna þeirra f járöflunarmöguleika, er hersetan skapar ýmsum gróðamönnum og milliliðum. Til þess að gera þessa stef nu sem ísmeygilegasta, er nú rekinn sá áróður, að þjóðin megi ekki trúa á landið og hér muni skapast eymd og kreppa, ef herinn sé látin fara. Það á m. ö. o. að hræða þjóðina til að láta landsrctt- indi af hendi. Hverjum einum má vera ljóst, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef á þessa stefnu væri fallist. Þjóðin yrði brátt svo háð hernaðarvinnunni, að hún yrði efnalega ósjálf- bjarga og þannig háð því, er Bandarikin vildu fleygja i hana hverju sinni. Um Banda ríkin má vissulega margt gott segja, en eigi að síður hefðu beztu menn íslendinga til lít- ils barist fyrir frelsi og sjálf- stæði þj óðarinnar, ef hún ætti að verða amerísk leppþjóð strax á öðrum tug hins ný- stofnaða lýðveldis. Amerísk lepprikisstaða er sannarlega allt annað en eftirsóknarverð. Það sannar reynslan frá Mið- og Suður-Ameríku. Að sönnu hefir auðstéttinni tekist að búa vel um sig í þessum lönd- um, en almenningi er þar hald ið ófrjálsum og kjör hans hin bágbornustu. Og álit þessara þjóða er á lægsta stigi. (Framhald a 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.