Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 5
T í ftj IN N, þriðjudaginn 29. maí 1956. Sönaður, sem hefur stutt þá mörgu, er hafa byggt sér hús á undanförnum árum VerðSaunaritgerð gagnfræðaskólanemenda um Ofnasmiðjuna, sem hefir starfað i 20 ár Framkvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar í Reykjavík bauS einni deild Gagnfræðaskólans við Hringbraut í stutta heimsókn í verksmiðjuna í vetur til að kynnast þar vinnuháttum og fram- leiðslu. Skólastjóri og smíðakennari skólans voru í fylgd með nemendum. Heimsókn þessi þótti takast vel og vera nemend- unum holl og kærkomin tilbreytni frá hversdagsleikanum. Allt var athugað með sér-1 stakri athygli og sýnilegum ] áhuga, e. t. v. enn frekar vegna þess, að allir áttu að g'era ritgeró um fyrirtækið og l^eimsóknina. Hafði forstjór- irtn heitið verðlaunum fyrir beztu ritgerðirna. Þegar þar að kom, reyndust nær allar frásagnirnar glöggar og skil- merkilegar og bentu til, að vel hefði verið tekið eftir. Hlutu týeir nemendur verðlaun og fíeiri þó viðurkenningu. Til gamans birtist hér önnur verðlaunaritgeröin, efti Karl H. Proppé. Ofnasmiðjan íslenzkur iðnaður hefir eflzt mjög á undanförnum árum. Áþreifánlegt og ánægjulegt dæmi þess, er Ofnasmiðjan h.f. Hún hefir verið stafrækt í tæp 20 ár, (verður 20 ára í haust) og þó hún hafi átt við ýmsa örðugleika að striða á köflum, t. d. vegna gjaldeyr- ishafta, þá virðist mér hún nú starfa með miklum blóma, og má nefna, að hún fullnæg- ir t. d. eltki eftirspurn á vösk- um, en þeir eru eitt af því f jölmarga, sem framleitt er í' verksmiðjunni. 1 Hægt er að koma með teikningu af vöskum, sem einstaklingar óska eftir að fá eftir síhu höfði, og eru þeir svo smiðaðir eftir henni. Eru þeir úr ryðfríu stáli, og eftir sænskri fyrirmynd. Stundum hefir sjálfur vaskurinn verið fluttur inn tilbúinn, en um- gjörðin, (vaskborðið) smíðuð í Ofnasmiðjunni h.f. Persónu- legt álit mitt er það, að smíða eigi alla hluta vasksins hér heima, því að bæði skapar það aukna atvinnu, og sparar gjaldeyri fyrir utan, hvað það er skemmtilegra, þegar öll vinnan er íslenzk. Ég held einnig, að vaskarnir yrðu ekki síður góðir framleiddir hér, ef dæma mætti eftir þeim, sem ég sá í verksmiðjunni, þegar nemendur bekkjar þess, sem ég er í, skoðuðu hana fyrir nokkru. Eiginlega hefði ég átt að byrja á því að tala um mið- stöðvarofnana, sem verk- smiðjan dregur nafn sitt af, en ég byrjaði á að tala um stálvaskana vist vegna þess, hvað þeir eru gljáandi og á- berandi á.að sjá, þegar komið er inn í verksmiðjuna. Norsk fyrirmynd Ofnarnir eru smíðaðir eftir norskri fyrirmynd, og er stór- fenglegt að sjá framleiðslu þeirra stig af stigi. Plöturnar eru settar í þrýstivél, sem beygir þær á þrjá vegu. Vélin er þannig, að það er stórt járnblað sem gengur upp og niður í rauf og beygir plöt- urnar eins og þær væru blikk, enda er það hvorki meira né minna en 100 smálesta þungi, er blaðið fer niður i raufina. Svo er þarna önnur þrýstivél, sem býr til fallega kanta á ofnhliðarnar. Sú vél hefur mikinn þrýsting. Síðan fara ofnarnir í nokkurs konar þvingu, og úr henni í afar sniðuga rafmagnsvél, sem „punktar“ hliðarnar fastar með rafmagnsstraum. Næst eru svo „stútarnir1 logsoðnir á, og ofninn settur í vatn. í vatninu eru ofnarni fyiltir með lofti, og merkt við þau göt, sem finnast kunna, og sem síðan eru rækilega soð- in saman. Ég er hræddur um, að húseigendum þætti það ekki sérlega skemmtilegt, ef það yrði nú allt í einu vatns- flóð í „fínu stofunni“, vegna leka á miðstöðvarofninum, blautir gólfdúkar og teppi, svo að ekki sé fleira nefnt, en þeir þyftu ekki að vera hræddir um það, ef þeir vissu um þær varúðarráðstafanir, sem ég gat um. En þetta er nú útúrdúr. Að lokum eru svo ofnarnir málaðir með þeim hætti, að þeim, er dýft ofan í ker fullt af málningu, og látnir þorna. — Þess má geta, að Ofnasmiðjan h.f. fram- leiðir allt gas sjálf með kem- iskum efnum. Þó ég hafi nú gert ofnum og vöskum nokkur skil, þá er hægt að segja margt fleira um famleiðsluna, t. d. að Ofnasmiðjan h.f. getur fram- leitt 20—30 ofna á dag eða í stórt hús. Hver fermetri veg- ur um 11 kg. og kostar 120— 130 krónur. Eitt árið komst framleiðslan á ofnum niður í 25000 m2, en nú eru fram- leiddir um 550 m2 á viku, eða um 270 smálestir á ári. Fram- leiðslugeta á ári hverju er um 40.000 m2 af ofnum, og 1500 stykki af vöskum, og auk þess ýmislegt fyrir sjúkrahús. Öll framleiðslan á síðasta ári nam 4 x/2 milljón króna. Ofnar og vaskar hafa nú verið nefndir, en þar með er ekki sagt, að ekki sé fram- leitt fleira, nei, síður en svo því fyrir utan þá eru fram- leiddir millihitarar, upp- þvottavélar, þveglar úr ryð- fríu stáli, með elementi í botn- inum, mjög svo álitlegir, og því engin furða, þótt þeir líki vel. Sniðugasti hluturinn var, frá mínu sjónarmiði, skóla- borð og stóll, sem hægt var að hækka og lækka eftir vild. Starfsmenn eru 34, sá elzti þeirra búinn að vera þar í 13 ár, en auk þeirra eru 6 manns á skrifstofunni. Fram kvæmdastjóri er Sveinbjörn Jónsson, en verkstjóri er norskur maður, Leif Sanni. Gosull Nokkurs konar systurfyrir- tæki eru, Vefarinn h.f., og einangrunarverksmiðja sem framleiðir gosull. Vefarinn h. f., framleiðir úr íslenzkri ull, jútgarni, sem vex í Indlandi og Belgísku Congo, og baðm- ull, dregla 70 cm. breiða, sem mikil eftirspurn er eftir, og víða má sjá í þekktum bygg- ingum bæjarins. Á síðasta ári voru framleiddir 16.000 metr- ar af 70 cm. breiðum dregli, eða álíka vegalengd eins og frá Reykjavík til Reykja- lundar. Aðal hráefni gosullarinnar Laxnessum Gerplu í Tékkóslóvakíii: „Á yfirborðbu er efnið sótt til víkinga aldar, en verkið er beizk ádeila á fáránleika stríðsins" Halldór Kiljan Laxness rithöfundur var nýlega í Tékkp- slóvakíu og sótti rithöfundaþing landsins. Nýlega birti blaS tékknesku samvinnufélaganna stutt viðtal við Laxness eftir dr. Veetvicka, en hann kom hingað til lands á s. I. vori ásamt fleiri fulltrúum tékkneskra samvinnumanna til viðræðna við íslenzka samvinnumenn. í viðtalinu við Laxness er m. a. kom« izt svo að orði: Svo vel vildi til að ég átti þess kost að hitta Halldór Kiljan Lax- ness snöggvast heima í föðurlandi hans. Þegar fundum okkar bar nú saman á ný í gistihúsi í Prag, bað ég hinn mikla rithöfund að svara nokkrum spurningum mínum um starf sitt og um rithöfundaþingið. er hraungjall, sem með ýms- um aðfgerðum er breytt í gosull, sem er mjög góð ein- angrun vegna loftsins, sem hún inniheldur. Margt fleira mætti segja um hina merku starfsemi Ofnasmiðjunnar h.f. og syst- urfyrirtækja hennar, sem hér verður ekki rakið frekar. Lýk ég því þessari frásögn minni með því, að óska henni góðs gehgis og langra starfsdaga, því að neyddist hún til að hætta starfsemi sinnf, væri mjög stórt skarð rofið í ís- lenzkan iðnað. Karl H. Proppé. "RAÐSrorAN Við ræddum um tékkneskar bók- menntir og þá fulltrúa þeirra, sem kunnir eru á íslandi, Capek og Hasek. Við ræddum um bækur hans, sem svo margir lesendur hér í Tékkóslavíu þekkja. Vert er að veita því athygli að ein fyrsta þýðning hinnar frægu skáldsögu Sölku Völku á erlent mál var ein- mitt á tékknesku. Hér hafa einnig komið út aðrar bækur Laxness, svo sem íslandsklukkan, Sjálfstætt fólk, Atómstöðin og leikritið Silf- urtunglið var frumsýnt hér eftir | páskana, en áður hafði það verið sýnt í Helsingfors og Moskvu. Eg ræddi við Laxness um nýj- ustu bók hans, Gerplu, sem hann vann að í fjögur ár. Það lifnar yfir Laxness. Hann kvaðst gleðjast yfir því að lesendur gerðu sér ljóst að í þeirri bók tali hann til nú- ! tímans enda þótt atburðirnir ger- ist á elleftu öld. „Allan tímann meðan ég var að skrifa bókina stóð tuttugasta öldin mér fyrir hug- skotssjónum“, sagði skáldið. Á yfirborðinu er efni þessa verks sótt í sögu víkingaaldarinnar, en í raun og veru er það beizk ádeila og napurt háð um fáránleik stríðs- ins. Menn sem eyða ævinni í það að berjast langt frá ættlandi sínu fyrir framandi konung komast loks að raun um að konungurinn bregst þeim, að stríðið sem átti að gefa lífi þeirra þýðingu er sjálft út x hött. Sfúturinn „soðinn" á ofninum. — Höf. ritgerðarinnar tók myndina. Fiskur fyrir útlendinga og okkur sjálf HÚSMÓÐIR IIEFIR komið að máli við blaðið og rætt fisksölu- mál. Henni fórust orð á þessa leið: „Böðin hafa birt myndir frá fiskiðnaðarsýningunni í Forum í Kaupmannahöfn, þar sem sýning- argestir eru að skoða allskonar lostætt fiskmeti í fallegum og að- laðandi umbúðum. Og þetta eru íslenzkar sýningarvörur. Skraut- legir palckar, í hæfilegri stærð, eru þar teknir upp úr kæliköss- um, tilbúnir að fara á pönnuna að kalla má. Þessa vöru seljum við til annarra landa og þykir hún hið mesta hnossgæti. Hefir líka orðið mikil framför í verk- un og pökkun fisks á undanförn um árum. Það er að segja að því er varðar útlendan markaö. En á innlendum markaði'situr við hið sama. Er varan of góð fyrir íslenzkar húsmæSur. Við erum mikil fiskveiðiþjóð, veiðum meira af fiski en aðrir og borðum líka mikið af fiski, kunn-1 um vel til að verka hann og mat- reiða. En það er engu líkara en þróunin í fiskverkun og innpökk- un líafi alveg farið fram hjá fisk verzlununum íslenzku. Þar sjást ekki þessir fallegu pakkar, sem gleðja augu erlendra kaupenda. Hér er á boðstólnum saltfiskur, sem útendingar vilja ekki o. s. frv. Hvað á þetta að þýða? Er þessi vara of góð fyrir íslenzkar húsmæður? Auðvitað er hún það ekki. Þessi vara á líka að vera á boðstólum í fiskbúðum, og hún ætti einnig að vera til í almenn- um matarbúður, sem kælikerfi hafa. Það er ekkert meira að verzla með hraðfrysta fiskpakka í almennri matvörubúð en hvað annað. Mér finnst til dæmis að SÍS ætti að fara að verzla í kjör- búðinni með fallegu fiskpakkana, sem voru sýndir á dönsku sýning- unni í Kaupmannahöfn. Fiskbúðir á eftir tímanum FlSKBÚÐIRNAR sjálfar eru sérstak Umtalsefni. Eg ætla ekki að leggja þar orð í belg að sinni nema að lýsa þeirri skoðun að þær eru langt á eftir tímanum um aðstöðu og þjónustu við fólk- ið. Þá má undarlegt kallast, að ekki skuli vera hægt að skipu- leggja fisksöluna hér í borginni betur en gert er.. Gefst e. t. v. tækifæri til að minnast á það frekar síðar.“ Sjávarútvegsmál (Framhald af 4. síðu.) við öðru að búast, þar sem aðeins lítill hluti fiskibátanna er búinn. umræddum tækjum. Útgerð síld- veiðiskips er ekki hefir4eitartæki, er ólíkt áhættusamari en þess skips, er tækið hefir. Markið 'er því, að hvert eitt og einasta siíd- veiðiskip verði útbúið góðum léit artækjum. Tæki er reynst hafa vel kosta niðursett um kr. 50.000,007 MARGAR IIUGMYNDIR háfa kcjm ið fram varðandi það, spursmáL á hvern hátt bezt væri, hð. ijá $i|d- inni úr djúpinu. ; . - !ú “}ýý Ég tel, að allt bdndí til þess,:;að bezta veiðarfærið sé súurpunót;þg hringnót að líkri gerð og þier; • er nú eru almennt notaðar. Þó ber brýna nauðsyn til að stækka Jiær allverulega, dýpka og lengja. ®iað er gefið að stór nót hlýtur- að gefa belri raun en lítil. Síldarútgerð landsmanna er það stór liður í þjóðarbúskapnum, að það má einskis láta ófreistað til að efla og treysta útgerðina. Steindór Hjaltalín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.