Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 7
T í M I N N, þriðjudaginn 29. maí 195G. Kvöidmynd frá Ki kjubæjarklausti i. Takmarkið er a strá vaxa í ár en í Áyeityframkværmiir og sandgræðsla bæedanna á Kirkjubæjarklðtistri smm, hver árangnr næst þegar atorka og framfarahugur er ríkjandi - í landnámu segir: „Maður hét Ketill hinn fífiski, son Jór- unnar mannvitsbrekku, dóttur Metils flatners. Hann fór úr Suðureyjum til ísiands og var vel kristinn. Hann nam land milii Geirlandsár og Fjarðarár fyrir ofan Nýkoma, Ketiil bjó þá í Kirkjubæ. Þar höfðu áður setið Papar og máttu eigi þar heiðnir menn búa.“ Og síðar segir Landnáma: ,,Hild- ir vildi færa bú sitt í Kirkjubæ og lézt hvggja að þar mundi mega heiðinn maður búa. En er var kominn nær að tún- garði, þá varð hann bráðdauöur og liggur í Hildishaugi.“ Ef trúa má þessari sögu hefir aldrei búið heiðinn maður í Kirkjubæ, eða Kirkjubæjarklaustri, eins og síðar var kállað. Kirkjubæjarklaustur er bannig 'laridnámsjörð og hefir alla tíö verið höfuðból. Þar var lengi sýslu mánnssetur og nú er þar verzlun- arstaður næstu sveita. Þar er lækn issetur og prestssetur og gistihús. Loflskeytastöð var reist þar árið 1922 og við það minnkaði einangr un sveitanna miili sanda og var þá hægt að hafa samband við umheim inn. Nú er verið að reisa myndar- legt samkomuhús á Klaustri og síðan 1940 hefir Sláturfélag Suð- urlands starfrækt þar sláturhús. Við keppum a3 því að fá fleiri strá tsl að vaxa. Þó að Kirkjubæjarklaustur hafi um aldaraðir verið höfuðból, hófst þó vegur þess fyrir alvöru á bú- skaparárum sæmdarhjónanna Lár- usar Helgasonar og Elínar Sigurð- ardóttur konu hans. Þau höfðu byrjað búskap í Múlakoti á SíSu, ■en fluttu þaðan að Kirkiubæjar- klaustri. Þau Klausturhjón, Elín og ’ Lárus eignaðist firrim syni. Tveir 'þeirra eru á Klaustri, Valdimar og Siggeir. Valdlmar sér um sím- stöðina og miðunarstöð Slysa- varnafélagsins. Síggeir er bóndinn. „En við erum allir í búskapnum“, segir hann. Hann er kvæntur Soffíu Kristinsdóttur frá Miðengi í Grímsnesi. Siggeir hefir látið fé- lagsmál allmikið til sín taka. Hefir m. a. átt sæti í stjórn Kaupíélags SkaítfellLnga um margra ára skeið ; og var lengi útibússtjóri félags- j ; ins, eftir að það fluttist frá Skaft- j i árósi að Klaustri, en það var árið | 1938. Siggeir er greindur maður Siggsir Lárusson i og traustur eins og þeir bræður ! allir og einn mesti bústólpi sveit- j ar sinnar. j 'T — Hvernig var unihorfs hér á Kirkjubipjarklaustri þegar þú i manst fyrst eftir? — Ég fæddist í Múlakoti og var ! j tveggja ára, þegar foreldrar mínir j fluttust hingað. Pabbi keypti jörð- ina af ríkinu, en hér hafði áður verið sýslumanrissetur. Guðlaugur , Guðmundsson sýslumaður bjó hér ' áður, en hann ilutíist íil Akur- j j evrar og sýslumaður Vestur-Skaft- : fellinga hefir setið í Vík í Mýr- j dal síðan gamlá húsið, sem hér j er, var búið að byggja. Það var i alln tíð kalt og mesti hjallur, en j pabbi lót hlaða torfi að hliðunum j og á eftir várð það' hlýrra. — Hvernig var rneð jarða- bætur á þeim árum? — Verkfæri voru af skornum : skammti og helzt engin nema ristuspaöar og skóflur. Vinnubrögð 1 in voru að rista ofan af íorfbrot- um og börðum. Síðan var þetta jafnað út og þakið aftur. Seinleg og erfið vinna. — Hvenær var rafstöðin reist? — Hún kom árið 1922. Þá var er.ginn sími kominn, en ég fór suður og var eitt sumar í loltskcyta stöðinni í Reykjavík til að læra. Sama ár kom svo loftskeytastöðin hingað. Það var bindandi starf að starfrækja stöðina. Það varð að hlusta þrisvar á dag og maður mátti varla skreppa bæjarleið. Það var aðallega skipt við Reykjavík, og einstöku sinnum við Vestmanna eyjar. Bergur bróðir minn, sem e-r yngstur okkar var fljótur að læra loftskeytafræðina og hann var ekki nema tólf ára, þegar hann tók alveg við stöðinni. Valdimar lærði líka og var loftskeytamað- ur á skipum í mörg ár. Árið 1940 reistum við nýja rafstöð. Bergur bróðir minn setti hana upp, en túrbínuna smíðaði Sigurjón Björns son frá Svínadal. Hún cr meist- araverk og það hefir ekki þurft að líta á hana síðan. Nýja raf- stöðin er stór, eða 145 hestöfl. Sama ár og hún var reist, byggði Sláturfélagið sláturhús og frysti- hús í sambandi við það. í rafstöð- inni er sérstök vatnstúrbína, scm knýr frystivélarnar og mun það vera eina vatnsknúna frystivél hér á landi. Á víöavangi FlóftabandalagiS Alþyðublaðið birti nýlega grcin, þar sem bent er á að rétta nafnið á Alþýðubandalag- inu sé Flóttabandalagið. Þar er | fyrst rakið, þegar kommúnistar | breyttu nafninu á flokki sínum | úr Kommúnistaflokki íslands í j; Samciningarflokk alþýðu — | Sósíalistaflokkinn. Það var gert P til að fela hina réttu stcfnu jj flokksins, en þó var haldið I áfram að dýrka Stalin og hrópa | húrra fyrir glæfraverkum hans. | Alþýðublaðið segir síðan: „En mitt í öllum húrrahróp- | unum komu svo alþingiskosn- | ingarnar 1953. Kommúnistar stórtapa fylgi. Hrunið nálgast j| það, að fjórði hver kjósandi hafi 1 þá snúið við þcim baki, þegar | tillit er tekið til fjölgunar á | kjörskrá. Nú var ekki gott í efni. Kommúnisminn á íslandi var á hröðu undanhaidi, brátt fyrir öll húrrahrópin. En ólán þeirra reið ekki við einteyming. Austur í Moskva er goðinu Stalin steypt af stalli sem ægi- ; lcgasta böðli og harðstjóra allra j; iíma. Atburðir þessir fóru eins og | fjallhá flóðbylgja um víða ver- E öld og hvolfdi sér yfir komm- I únista allra landa, svo að þeir li vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hér á íslandi fóru kosningar li í hönd. Hraður og skipulagslaus flótti greip um sig í gervöllu Moskvaliðinu. Allt í grænum sjó. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn lagstur á brúarvæng, stýrið bilað og neyðarkaljiið: Stalin, Stalin, mikli Stalin, orðið máttvana | eins og músartíst. Þegar svona var komið birt- | ist sjálfur skipherrann, Bryn- j! jólfur Bjarnason uppi á stjórn- palli og gaf þær fyrirskipanir, að björgunarflekinn skyldi sett- ur á flot. Að því búnu flúði allur kommaskarinn yfir á flckann. Síðastur kom gamli maður- inn, eins og góðum skipstjóra sæmdi, með Iög og skilríki kommúnistaflokksins undir hendinni. Og nú situr liann við stjórn mitt á meðal þessara skipbrots- manna sinna, sem nú kalla sig Alþýðubandalagið, og framund- an eru blindsker kosninganna. Þannig er nú komið fyrir flokknum, sem gefur út Þjóð- viljann. Hann býður heldur hvergi fram að þessu sinni. Hann hcfir orðið að dulbúast eins og sakamaður á flótta und- an réttvísinni. Sósíalistaflokkurinn hræðist dóm kjósendanna og fer þess vegna huldu„höfði. Hann er á flótta. Alþýðubandalagið er því FLÓTTABANDALAG í raun og sannleika". Bandamannasaga Bjarna Ben. Bjarni Benediktsson hefir undanfarið birt eftir sig í Mbl. nafnlaus skrif, er hann hefir kallað Bandamannasögu. Skrif þessi eru langtum lélegri en þau, sem Bjarni hefir áður lát- ið' fara frá sér. Svo grálega hefir óttinn við bandalag um- bótaflokkanna leikið Bjarna, að hann er hættur að g'eta skrifað sæmilega blaðagrein, er hann gat þó gert oft áður, því að upplagi er hann bæði greind ur og ritfær. Nú eru skrif hans rugl og' þvættingur, sem jafnvel er fyrir ncðan virðingu Mbl. að birta. Fyrir andstæðingana er því fátt æskilegra en að Bjarni haldi þessum skrifum áfram og sýni með því, hvernig hon- um er innanbrjósts. 9 — Það var fyrir tíu árum að við settum dælustöð í Skaftá og hófum að dæla vatni upp á sand- inn. Hann var mjög laus í sér og fyrst í stað var enginn árangur sjáanlegur. En jarðvegurinn þétt- ist smátt og smátt og nú er sand- urinn að verða gróinn, nema þar sem flugvöllurinn er. Síðustu árin hefir ánni Stjórn einnig verið veitt á sandinn og það hefir orðið til góðs. Sandurinn er um eitt þús- und hektarar og það er mikill mun ur að sjá hann svona gróinn. Það má segja að með seinni áveitunni hæfist tangarsókn á sandauðnina. Stjórn öðrum megin og dælustöð in í Skaftá hinum megin. Við kepp- um að því að fá fleiri strá til að vaxa í ár en árið á undau. Þetfa sagSi Siggeir á Klaustri. Auk þess að vinna að rœktun hinna uppblásnu sanda hafa þeir einnig rktað skóg í hlíðinni fyrir ofan bœ- inn. Þar eru nú þegar milli 30—40 þúsund trjáplöntur. Á hverju ári er bætt við 2—3 Eins og áður er um getið, er læknissetur á Kiaustri. Úlfur Ragnarsson er þar læknir. Þar býr einnig prestur sóknarinn- ar, Gísli Brynjólfsson. Kaupfé- lag Skaftfellinga hefir reist þar myndarlegt verzlunarhús og Vilhjálmur Valdemarsson veitir kaupfélagsútibúinu for- þúsundum í viðbót og trén ungu dafna vel í hlíðinni og prýða staðinn. Enn mætti skrifa langt mál um Kirkjubæjarklaustur, sem er orðið samgöngumiðstöð hér aðsins, ekki sízt síðan flug- völlurinn var tekinn í notkun. stöðu. Allf bendir til þess að á næstunni f jölgi fólki og byggð aukist á Klaustri. Þar er fram- farahugur og atorka ríkjandi og menn sem þar ráða dug- mikiir og ótrauðir. Mætti land vort eignast sem fiesta slíka. Sv. S. Þetta er dælustöðin, sem Klausturbræður byggðu við Skaptá. Með hennt er vatninu dælt upp á Stjórnarsand og þar eru eitt þúsund hektarar örfoka sands að verða grasi gróin engi. — Hér er eiunig eína gistihúsi'ó hér um slóðir. Kvenær var þa'd' reist? — Það var árið 1938. Oft hefir verið hér margt fólk að sumrinu j til. í fyrrasumar komu fáir, enda bílum ófært austur eftir að brúna tók af Múlakvísl og Skálm. Nú cr verið að brúa Skálm og brúin á Múlakvísl er fullgerð. Kaupfélagsútibúið á Kiaustri. Vilhjálinur Valdemarsson er þar útibússtjóri. — Hvað segir þú um áveituna á Stjórnarsandi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.