Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 3
ALP\z)ui3l,a±jiÐ Dr. Oettker’s Bökunardropar. Citron, Vanilli. Möndlu. Dr. Oetker’s Búðingsefni. Citron, Vanille, Möndlu, Rom, Cakao. Khöfn, FB., 17. ágúst. Sacco- og Vaasetti-málið. Yfirklór. Frá Boston er símað: Hæsti- réttur Bandarikjanna hefir iýst yf- jr því, að ásakanir verjanda í Sacco- og Vanzetti-mál inu, um fyrir fram ákveðinn dóm í und- jrrétti, séu ósannaðar, og réttlæti ekki að málið verði tekið til rann- sóknar að nýju. Vantrausttillaga i írska pinginu Frá Dyblinni er símað: Þing- menn verklýðsflokksins í írská þinginu hafa borið fram van- trauststillögu á Cosgravestjórn- ina, en hún var feld á atkvæði forseta þingsins, er skar úr um hana. Auðvaldiö spáir hrakspám. Frá París er símað: Blöðin hér álíta, að tímar erfiðleika og vand- ræða muni bráðlega renna upp fyrir ráðstjórninni rússnesku, og byggja spádóma sína á pvi, að bændur muni taka sendimönnum stjórnarjnnar illa, er peir innan skamms fari að krefja pá um uppskeruna til lúkningar erlend- um skuldum. Khöfn, FB., 18. ágúst. Sacco og Vanzetti. Kapólska kirkjan gengur i lið með þeim. Frá Berlín er símað: Páfinn hefir gert ráðstafanir til pess að frelsa Sacco og Vanzetti. Dómur hæstaréttar Bandarikj- anna fellur i dag. Frá Boston er símað: Úrskurð- ur hæstaréttar í Sacco- og Van- zetti-málinu fellur á morgun. Skógareldar í Frakklandi. Frá Paris er símað: Skógar- eldar herja strendur Frakklands við Miðjarðaihiafið. TiLraunir til pess að hefta útbreiðslu skögar- eldsjns hafa mistekist og virð- íst hann óviðTáðanlegur. Verziunarsamningur. Frá París ér símað: Þjóðverjar og Frakkar hafa gert með sér vexzlunarsanming og hefir hann verið undirskrifaður af báðum að- iljum. Aðalatriði samningsins er, að hvor pjóðin um sig lofar hinni mestu ivilnunum. Frá Kína. Frá Shanghai er símað: Norð- urherinn hefir tekið Pukow og situr nú um Nanking og hefir hafið skothríð á hana. Brezkir pegnar fiýja til herskipa Breta á Yangtse Kiang ánni. (Nanking ér ein af stærstu borgunum í Kína, íbúatala yfir 900 000.) Frá bæjarstjórnarfundi i gær. Skóianefndin hefir ákveðið, að í leikfimikenslustundum barna næáta vetur verði peim m. a. kendar almennar umferðareglur. Nefndin befir heimilað Ól. Þ. Kristjánssyni esperantokennara áð nota kenslustofu í bamaskóla’n- um að kvöidlagi til esperanto- kenslu næsta vetur á sama hátt (og í vetur, er leið>. Byggin garnefn din hefir leyft Sænsk-íslénzka frystifélaginu að reisa frystihús með tilheyrandi byggingum á leigulóð við Ingólfs- stræti og Sölvhólsgötu. Grunn- stærðin á verða 2I66V2 fermet- er. Verður pað stærsta húsið í borginni. Byggingarieyfisgjaldið er yfir 2 púsund kr. A rafmagnsstjófnarfund i 9. p. m. skýrði borgarstjörinn frá pví, að Sveinbjörn Jónsson lögfræð- ingur befði höfðað mál gegn Reykjavíkurbæ og gert pær kröf- ur, að viðurkendur yrði eignar- réttur hans o. fl. á öllum vatns- réttjndum í Soginu fyrir landi Bíldsfells og að afsal Guðmund- ar Þorvaldssonar frá 12. júlí 1917 til Reykjavíkurbæjar fyrir vatns- réttindum í ánni verði dæmt ó- gilt. Borgarstjóra var 'falið að sjá um, að haldið Verði uppi vörn- um í málinu og að allar nauð- synlegar ráðstafanir verði gerð- ar til að fá skorið úr um réttindi Reykjavíkur yfir vatnsafli Sogs- ins. Stefán Jóh. Stefánsson mun verða verjandi málsins fyrir bæj- arfélagið. Franski ræðismaðurinn hefir sent bæjarstjórninni tiikynningu um, að Franska spííalanum verði lokað 1. okt í haust. Jafnframt lá fyrir tilboð tii bæjarféiagsins um leigu á sjúkrahúsinu fyrir púsund kr. á mánuði, Fjárhags- nefndin lagði til, að sjúkrahúsið verði ekki tekið á ieigu, nema áður verði gerðar á pví pær um- bætur, að pað sé í sæmilegu, not- hæfu standi. Áður hafði verið talað um kaup á eignum pess- um, og spurð-ist St. J. St. fyr- ir um pað. Borgarstjórinn svar- aði pvi pannig, að eigendumir hefðu ekki viljað ganga að til- boði pví, er gert hefði verið fyr- ir bæjarins hönd. Þvrfti og laga- heimild til að selja lóðina, en seint gengi að fá hana sampykta í franska pinginu. Kvað hann ráð- stafanir hafa verið gerðar tii pess að koma sjúklingum peím, sem í sjúkrahúsjnu eru, annars staðar fyrir. Tillaga fjárhagsnefndar var sampykt með samhljóða atkvæð- um. Reykjavíkurbær á gamaimenna- hælissjóð, sem borgarstjóri segir að muni verða orðinn um 90 pús- und kr. um næstu áramót. Þenna sjóð sampykti méiri h’utinn í bfæj- arstjórninni, peir sjö, er viðstadd- ir voru (K. Z, Bj. Ól.t G. Ás, H. Ben, J. Ásbj, J. Ól. og P. H.) að viðhöfðu nafnakalli, að heim- ila borgarstjóra að lána eiliheim- ilinu ,,Grund“ jafnóðum og pað iáti reisa nýtt eliiheimili. Veitist lán petta til 40 ára og sé afborg- unarlaust fyrstu 10 árin, en greið- ist síðan með jöfnum ársgreiðsi- um. Ársvextir séu 5 af hundraði. Jafnaðarmennirnir greiddu at- kvæði gegn tillögu pessari og Ól. Fr. fiutti fyrst svohljóðandi til- iögu: ,,Bæjarstjórnin ákveður að fresta að taka ákvörðun um, hvort Iána skuii gamalmennahæl- jssjóð bæjarins, par til rannsak- að hefir verið og gerð áætlun um bæjarrekið elliheimili." Sú tiliaga var feld, og voru jafnaðarmennimir einir með hennj. Um petta mál Urðu nokkrar um- ræður. St. J. St. benti á, að með pví að lána gamalmennahælissjóð- inn væri stigið varhugavert spor. Þá væru ekki líkíndi td, að neitt yrði úr pví á næsta mannsaldri, að bærinn kæmi sjálfur upp eili- heimili. Ella gæti hann t. d. not- að fé sjóðsins til pess að kaupa Franska spítalann og gert síðan úr honum eiliheimiU. Ól. Fr. benti ,m. a. á, að elliheimilisdvöl gam- almenna á ísafirði er mun ódýr- ari en áður var, síðan bæjarfé- Iagjð par kom sjáift upp elli- heimiii. Ágúst Jósefsson minti á, að sá hefði verið tilgangur bæj- arstjórnarinnar með stofnun jgam- almennahælissjóðsins, að bærinn kæmi sjálfur upp eigin elliheim- ili. Væri og ófært að ráða mál- inu til lykta þsgar þriðjungur bæjarfuiltrúanna væri fjarvarandi — Röksemdir Knúts með lánveit- ingunni voru alleinkennilegar, einkum sú, að aimenningur álitiL eiliheimili fremur psirra eigið, ef einstaklingar ættu pað, heldur en éf pað væri eign bæjarfélagsins.. Erindi hafði borist frá Jóni Leifs, þess'efnis, að 'haim býðst til að koma hingað vorið 1930 með 60 til 70 manna hljómsveit,. ef ríki og bæjarstjórnir kosti för- ina, og fái sömu aðiljar pað fé, sím inn kemur. Meiri hlutinn í bæjarstjórninni vildi ekki sinna boðinu.-St. J. St. uppiýsti, að Jón Leifs hefði sent öllum bæjar- •tjórnum á iandinu tilboð petta. Væri meining hans, að ríkið og bæjarféiögin öil sameinuðust urn máiið. Vildi Stefán, að það yrði athugað nánar í sameiningu við hina aðiijana, alþingishátiðar- nefndina og aðrar bæjarstjómir á iandinu, en að bæjarstjóm Reykja- víkur yrði ekki fyrst til að bregða fæti íyrir kornu hijómsveitarinn- ar. Vei gæti ég trúað, sagði hann, að Jón Leifs láti eftir sig liggja pað listaverk árið 1930, sem þjóð- arfrægð verði að. Lagði hann til, að frestað yrði fyrst um sinn að ákveða svarið við erindi hans. — Knútur mælti í móti og fleiri í- haldsmenn, og Jón Ói. kastaði fram dylgjum um söngstjórn Jóns Leifs. Jafnframt. hampaði hann í sambandi við gamaimennahælis- sjóðslánið sömu vitieysunni um bæjarstjórn ísafjarðar og AlpýÖu- fiokksmenn þar eru margbúnir að kafreka ofan í íhaldið par vest- ur frá, um óheppilega fjármála- stjóm, sem hann hélt vera, p. e. kaupin á kaupstaðarlóðunum, sem eru hyrningarsteinn undir hagsæld bæjarbúa í framtíðinni. St. J. St. og Ój, Fr. sýndu fram á vitleys- ur Jóns, sem hann hafði lapið upp úr „Mgbh" og „Vesturlandi". Jafnframt sýndi St. J. St. fram á ósanngirnina í dylgjum hans um Jón Leifs. Játaði J. ól. að lokum, að óparft væri að haida uppi svöium fyrir isafjarðarkaupstað. — Frestxmartillaga St. J. St. var feld. Greiddu Alþýðuflokksmenn- irnir einir atkvæði með heirni, en hinir móti. Síðan var tillagan um að neita tilboði Jóns Leifs sam- þykt með aíkvæðum íhaldsmanna gegn atkv. Ól. Fr. og St. J. St. Samþykt var við Síðari umræðu að leggja vatnsæðina í Skúla- götu. Að lokum minti Ól. Fr. borg- arstjórann á, að enn er ekki far- ið að lýsa upp kirkjuklukkuna og spurði, hvort ekki yrði bráð- um gerð gangskör að pví. Póstar. Vestan- og norðan-póstar íara héðan á sunnudaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.