Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 4
Vísindamenn hafa nu sannaö, að tvíbur- ar deyja oft af sama sjúkdómnum Dæmi-eru til þess, að tvíburar séu hálf- systkini - Margt bendir til þess, að þeir lúti sörnu örlögum - Yísindameiin um allan heim velta þessu fyrir sér ★ ★ ★ Rannsóknir hafa leitt það vegar ekki enn sönnuð; og algild í Ijós, að tvíburar geta auðveltl- regla. lega átt sinn hvorn föðurinn. Tveir menn hafa verið dæmdir til að greiða meðlag með sömu tvíhurunum. Blóðrannsóknir, er nýlega hafa farið fram í Dan- mörku hafa sannað, að einn mað ur gæti auðveldlega verið faðir annárs tvíbura, en ekki hins, enda eru dæmi til slíks. Slíkt hefir aðeins einu sinni komið fyrir í Danmörku, en hins vegar hefjr slíkt gerzt nokkrum sinn- um í Svíþjóð. Ekki hefir heyrzt, að slikt hafi gerzt hér á landi. ★ ★ ★ TVIBURAFÆÐINGAR eru mjög sjaldgæfar og eins og eðlilegt er, eru þær hlutfallslega misjafnlega margar í hinum ýmsu löndpm. Til dæmis verður ein tví- burafæðing á móti 71 venjulegri fæðingu í Danmörku. f Noregi er hlutfallið ein á móti 82, í Svíþjóð hins vegar ein á móti 66 og í Bretlandi ein á móti 100. Eigin- leikar til að eignast tvíbura eru arfgengir bæði hjá körlum og kon- um. Tvíburafæðingar verða m. a. á þahn hátt, að tvö egg frjóvg- ast næstum því samtímis — þó geta 6 dagar liðið á milli. ★ ★★ EINEGGJA tvíburar eru nokkuð sjaldgæfir og verða þeir jafnan líkari hvor öðrum en þeir tvíburar, sem verða til á annan hátt. Þeir verða til dæmis alltaf sama kyns. Mikið hefir verið rætt um, að eineggja tvíburar muni lúta sömu örlögum og bendi margt til, að svo sé. Til dæmis verða slíkir tvíburar, sem eru skildir hvor frá öðrum og þroskast við ákaflega misjöfn skilyrði, ætíð mjög líkir á allan hátt. Það hefir komið fyrir, að tvíburar, sem ekki einu sinni vissu um hvorn ann an, dóu sama dag. Einnig fcefir það oft komið fyrir, að tvíburar, sem uxu upp við mjög misjöfn skilyrði, annar við velsæld, en hinn mjög bág kjör, fengu sama sjúkdóminn, sem dró þá báða til dauða. Vís- indamenn í mörgum löndum hafa margir rannsakað ýtarlega örlög tvíbura, vegna þess að af þeim má mikið dæma um, hvern þátt arfgengi eigi í þroska og lífi mannanna. í Bandaríkjunum eru slíkar rannsóknir komnar lengst, en eng- in fullgild lausn hefir þó fengizt á þessum málum og enn er ekki vitað með vissu, hve arfgengi er ríkt og hvort það lýtur vissum lög- málum. Eitt er víst, að slíkir tvíburar fá miklu oftar sömu sjúkdóm- ana heldur en til dæmis önnur systkini þeirra, jafnvel þó að öll lifi i sama umhverfinu og búi við sömu kjör. Til að rannsaka hinr. andlega skyldleika hjá tvíburum þessum hafa vísindamenn eink- um tekið til meðferðar glæpa- hneigð þeirra og afbrot, ef ein- hver eru. Slíkar rannsóknir eru frekar auðveídar viðfangs, enda hefir verið mikið unnið að þeim upp á síokastið. Þýzkir vísindamenn hafa sannað, að ef annar þeirra tvi- bura, sem fæddir eru af sama eggi, hefir drýgt einn eða fleiri glæpi, þá séu 80 af hudnraði hinna tvíburanna einnig glæpa- menn. ★ ★ ★ RANNSÓKNIR ÞESSAR hafa sætt mikilli gagnrýni, og þó að þetta hafi verið sannað um glæpina, segja erfðafræðingar, að ekki megi taka slíkt sem algilda reglu. Á okkar dögum hafa foreldrar cngar áhyggjur út af því að eign- ast tvíbura. Á miðaldum var hins vegar álitið, að ef hjón eignuðust, tvíbura, væri það fullgild sönnun' þess, að e’ginkonan hefði verið i manni sínuni ótrú, þar sem annar tvíburanna hlyti að eiga annan • föður. Eins og fyrr er sagt, er [ þetta fræðilega mögulegt og hefir jafnvel komið íyrir, en ákaflega sjaldan. Menn á miðÖIdum voru' svo sannfærðir um, að betta væri reyndrn, að ekkert var íal;ð sjálf-! sagSara en að bera annað barnið út til að forða írekari hneyksli. I ★ ★ ★ MUN VERRA hneyksli þótti það fyrrum, ef kona eignað- ist þríbura, svo ekki sé talað um fjórbura. Glæpurinn var þá orð- inn mun stærri og fiskisagan flaug víðar og mannorð vesalings kon- unnar varð það slæmt, að aldrei varð úr bætt. Þó voru uppi raddir um að róttlæta þennaín ,,glæp“ og láta þessar konur njóta sann- mælis. Á miðöldum var sögð sú saga, að greifaynja nokkur í Hol- landi vildi sleppa konu nokkurri við refsingu fyrir að fæða þríbura. Greifaynjan átti svo að hafa sagt, að hún hefði eitt sinn eienazt 365 börn, sem öll voru vel skcpuð, aö því undanteknu, að öll voru þau örsmá. Slíkar sögur eru ekki sagð- ar í dag, því að nú þykja það c-ngin scrstök tíðindi, þó að kona eignist fleiri en eitt barn og það- an af síður talið, að hún hafi verið manni sínum ótrú vegna þess arna. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiimitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiii!iiiimiiiiii FBX-SO Nál og þráftur næstu kynslótSa. Höfum aftur fengið hið margeftirspurða FIX-SO fata- lím. Óafgreiddar pantanir út á land verða sendar jafn- skjótt og ferðir falla. — Kaupmenn og kaupfélög, geriö pantanir yðar sem fyrst. ÉSLENIKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. I Sími 82943 — Laugavegi 23. I mmmmmmmmiimmmmmmmiiiiiiimmmmimiiimiiimmiiimiiiiiiiiiiimmimmmiiimiimmmmmm ★ ★ ★ EINKUM HAFA vísinda- xnenn haft augastað á þeim tvíbur- um, er orðið hafa til af sama egginu, því að arfgengið ætti þá að vera það sama hjá þeim báð- um. Ef gáfur þeirra væru mis- jafnar gæti það ekki stafað af því, að þeir hefðu ekki hlotið sömu gáfur í vöggugjöf, breyting- in hlýtur þá að vera utanaðkom- andi. Það er nú sýnt og sannað, að tvíburar, fæddir af sama eggi, pg hafa alizt upp saman og við rojög svipuð skilyrði, hafa mis- jafnt gáfnafar. ★ ★★ HIN YTRI skilyrði hafa þannig án nokkurs vafa breytt meðfæddum hæfileikum annað hvort til hins betra eða verra. Einnig hafa menn rannsakað, hvort slíkir tvíburar hljóta sömu sjúkdómana, þó að þeir hafi alizt upp við misjöfn skilyrði. Slíkt hefir. oft komið fyrir, en er hins Jaröarför eiðinkonu minnar og systur okkar Guðnýjar Þorvaldsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. júní og hefst með hús- kveðju að Öidugctu 5, kl. 1 eftir hádegi. Þeim, sem viidu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Minn- ingarsjóð Hvítabandsins eða Styrktarsjóð Starfsmannafélags Reykja vfkurbæjar. Ólafur Þórarinsson og systkini hinnar látnu. Faðir minn, Jórt Sigurðsson frá Sfapa, lézt að Farsóttarhúsinu í Reykjavík 29. þessa mánaðar. F. h. aðstandenda, Hreiðar Jónsson. T í M I N N, fimmtudagurinn 31, maí 1956, Þýzku knattspyrnumennirnir við komuna til Reykjavíkur. — Fremst á myndinni er fararstjórinn, Rusch, og Gísli Sigurbjörnsson, en hann hefir frá fyrstu tíð verið aðalhvatamaður að hinum gagnkvæmu skiptum þýzkra óg íslenzkra knattspyrnumanna. Þýzka úrvalsliðið frá Ber- fin leikur við Fram í kvöld Fram styrkir Ii5 sitt með Rfkarði Jónssyni og Gunnarí Guðmannssyni Þýzka úrvalsliúið frá Vestur- Berlín kom ti! Reykjavíkur í fyrra kvöld og fyrsti leikur liðsins verð ur í kvöld við gestgjafana Frain, setn styrkja lið sitt með tveimur leskmönnum, Ríkarði Jónssyni frá Akranesi, sem uin árabil lék með Fram, og Gunnari Guðmannssyni, KR. Alls mun þýzka liðið leika fjóra leiki hér. Hinir þýzku leikmenn eru 18 frá 10 félögum í Berlín, auk þess er fimm manna fararstjórn og þjálf- ari. Aðalfararstjóri er Rusch, en þjálfarinn heitir Söebech, og er þekktasti maður Þjóðverjanna. Biaðamönnum gafst í gær kost- ur að ræða við þjálfarann, en hann var mjög þekktur leikmaður um árabil, lék t. d. 10 landsleiki fyrir Þýzkaland á árunum 1923— 1931 og 104 úrvalsleiki með Berlín. Hann er nú 56 ára að aldri. Söe- bech sagði, að þetta úrvalslið frá Berlín væri ekki hið sterkasta, sem Berlín gæti stilJt upp. Leikmenn- irnir eru allir mjög ungir, á aldr- inum 19 til 23 ára ,en nokkrir hafa þó mikla reynslu að baki, þó frekar sé bai'gt að líta á þetta sem leikmenn morgundagsins. Fimm menn í liðinu hafa leikið með úrvalsliði Berlínarborgar, þeir Rudolph, Lange, Fader, sem leika með liðinu í kvöld og auk þess Schiiler og Keiser. Hins vegar sagði þjálfarinn að í liðinu væru tvímælalaust beztu knattspyrnu- menn Berlír.ar meðal yngri manna. Söebech sá leik þann, sem Akur- nesingar léku við úrvalslið Beriin- ar er þeir voru í kcppnisferð í Þýzkalandi. Sagði hann, að Akur- nesingar hefðu verið fljótir og haft góða knattmeoferð, en hins vegar hefði nokkuð skort á að samleik- urinn væri nógu góður. Eins og áður segir verður fyrsti leikur liðsins í kvöld kl. 8 við styrkt Fram-lið og verða liðin þann ig skipuð talið frá markmanni að vinstra útherja. Annar leikur þýzka liðsins verð- ur við Akurnesinga á laugardag kl. 4. Þriðji leikurinn á mánudags kvöld við úrvalslið KRR og síð- asti leikurinn á miðvikudagskvöld við úrvalslið suð-vesturlands Guðmundur G. (3) FRAM Karl Karlsson (1) Gunnar (2) Dalberg (4) Haukur (5) Réynir (6) Ríkarður (8) Guðmundur Ó. (10) Bergmann (7) Dagbjartur (9) Gunnar (11) • König (11) Taube (9) Lange (7) Klcin (10) Fader (8) Schmiege (6) Zöllnes (5) Janzon (4) Rudolph (3) Schimmölíer (2) Wolff (1) BERLÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.