Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 12
Veðri3 í dag: Hitian á nokkrum stöðum: 1 , Suðvestan kaldi. Skúrir. áO. árg.__________________ Frá Flateyri við Önundarf jörð Mynd þessi er frá Flateyri viS ÖnundarfiörS. UnniS er að vinnslu sjávar- aflans í frystihúsinu. Sjá grein og myndir um Flateyri á 7. síðu blaðsins Kosningarnar á Italín: StalíR-máliö olli stórkost- lep fylgistapi kommúnista Jafnaðarmannaflokkur Nennis vann stórsigur vegna þess að hann hafnaði samstöðu við • ! 1 *J> « . alþjóðakommúnismann í fréttum frá Róm segir, að sýnilegt sé, að úrslit nýafstað- inna kosninga hafi djúptæk áhrif inn á við og út á við. 91% atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttar síns og hefir mjög sjaldan verið jafn almenn þátttaka í ítölskum kosning- umv Miðflokkarnir bættu verulega við atkvæðamagn sitt, en stærsta'sigurinn í þessum kosningum vann þó flokkur vinstri jafnaðarmanna undir stjórn Nennis. Vann flokkurinn mestmegnis at kvaiði frá kommúnistum, sem stór töpuðu. Er þetta þakkað fyrst og fremst því, hve Nenni hefir ver- ið óháður Rússum og heimsvalda stefnu þeirra. Hið mikla tap kommúnista stafaði fyrst og fremst vegna takmarkalausrar undirgefni þeirra við Rússa og ekki sízt vegna Stalín-málsins, sem hefir gert þá að athlægi um aiia Ítalíu. Barnið dáið Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, féll barn út um glugga í Eski- hlíð 18. — Barnið meiddist mikið á höfði og lézt í Landsspítalanum í fyrrakvöld. Vegna breytinga á kosningalög- gjöfinni tapa miðflokkarnir nokkrum fulltrúum þó að þeir hafi bætt við sig mörgum atkvæð um. Óiiægt með samstarf. Stjórn kristilega demókrata- flokksins hafði gefið yfiriýsingu um það fyrir kosningarnar, að | flokkurinn myndi ekki vinna með nýfasistum og þaðan af síður með kommúnistum og flokk Nennis, nema því aðeins, að Nenni og i hans flokkur sliti með öllu sam- starfi við kommúnista. Nú er hiris vegar málum svo háttað víða, að með öllu er óhugsanlegt fyrir kristilega demókrata að fá meiri- hluta í bæjarstjórnum, nema með samstarfi við jafnaðarmannaflokk Nennis. Grikkir á Kýpur vinmæiasi viS Tyrki Báðir aðiiar hvetja bæði þjóðarbroiin tii að hætta vígum og illdeilimi Nicosia, 30. maí. — í gær kom enn til átaka milli eyjar- skeggja af grísku og tyrknesku þjóSerni. Brezkur her kom og skakkaöi leikinn. Hafa hermenn unnið að því að girða týrkneska hlutann af til að forða frekari átökum. Foringjár grískumælandi manna og; manna af tyrkneskum ættum á Kýpur komu saman á fund í dag í Limasol til að ræða um leiðir til að koma í veg fyrir frekari illindi. Tóku margir til máls á fundi þessum og luku upp einum rómi, að bráðnauðsyniegt yæri að; koma í veg fyrir það í skyndi, að Kýpur oúar bærust á banaspjótum. Tunga og þjóðerni ættu ekki að skipta neinu máli. Fornuelend ur grískra manna á eynni liafa iýst yfir, að þeir ætluðu að gefa Tyrkjmn í Limasol ailstórt lahiis svæði, ætti gjöf þessi að vera vináttuvottur grískra maniia á Kýpur. Tilkynnið þátttöko í Frá 70. aðalfundi KEA: kappróðri og sundi Sjómannadagsráð beinir því til reykvízkra skipshafna og sjó- manna, sem ætla að taka þátt í kappróori og sundi n. k. sjómanna dag 3. júní, að tilkynna þátttöku sína sem fýrst til sjómannadags- ráðs. oau'ðburíur gengur vel Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi. Um síðustu helgi var hér hið versta veður, stórstormur með krapahryðjum. Jörð er nú mikið farin að grænka. Sauðburður stend ur yfir og gengur vel. K.G. 1,3 iniiljón greiddar til íélagsmanna ; af viðskiptnnum árið 1955 | í gærkvöldS minntusi menn 70 ára afmælis ins með veglegu hófi að Hóteí KEA Akureyri í gær. — 70. aðalfundi KEA lauk síðdegis í dag. Fundurinn samþykkti tillögu frá stjórninni um endurgreiðslu til félagsmanna af viðskiptum ársins 1955, og nemur sú upp- hæð 1,3 milljónum. ,, , . ,, og neytenda í héraðinu og voru A fundinum voru rædd ymis mal gergar nokkrar ályktanir þar að er varða hagsmum framleiðenda jýtandi Seyðfirðingar vilja ung an athafnamann á þing Klapplið íhaldsins mætti á fundi Hannibals. Enginn kjósandi á SeytSisfirtSi treysti sér til a<$ taka undir meÖ kommúnistum Alþýðubandalagið hélt fund á Seyðisfirði í fyrrakvöld. Ræðumenn voru Hannibal Valdimarsson, Sigríður Hannes- dóttir og Lúðvík Jósepsson. Fundurinn var allvel sóttur og sérstaklega voru áberandi margir Sjálfstæðismenn á fundin- um, sem klöppuðu ákaft. Bernharð Stefánsson, alþingis- maður átti að ganga úr stjórn KEÁ, en hann var endurkjörinn. Aðrir í stjórn eru: Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn, formaður, Eiður Guðmundsson , á Þúfnavöllum, Björn Jóhannsson, Laugalandi og Brynjólfur Sveinsson, menntaskóla kennari, Akureyri. Annar aðalend- urskoðandi var kjörinn Ármann Helgason kennari. 1 stjórn menn- ingarsjóðs var endurkjörinn, Bern harð Stefánsson, alþingismaður og Brynjólfur Sveinsson, menntaskóla kennari, var kjörinn í stjórn sjóðs ins í stað Hauks Snorrasonar, rit- stjóra, sem er fluttur frá Akur- eyri. (Framhald á 2. si5u). Hannibal talaði í eina klukku- stund og tíu mínútur og eyddi mestu af ræðutímanum íil að skamma fyrri samstarfsmenn sína í Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum. Þrem mínútum eyddi hann í að tala um íháldið og þjóðvörn, og sagði, að þeir flokk- ar skiptu ekki höfuðmáli í þessum kosningum. Enginn fundarmanna talaði með kommúnistum, en á móti töl- uðu Björgvin Jónsson, kaupfélags- stjóri, og Alþýðuflokksmennirnir séra Erlendur Sigmundsson, Þor- steinn Guðjónsson og Ingólfur Jónsson. Séra Erlendur ræddi sér staklega um kommúnista og sýndi fram á óheilindi þeirra og óþjóð- hollustu. Mikill sóknarluigur. Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn standa einhuga sam an um framboð Björgvins Jóns- sonar, og allir frjálslyndir um- bótamenn á Seyð isfirði, sem fer stöðugt fjölgandi, eru ákveðnir í að losa sig við hel- tök íhaldsmanns- ins á öllu athafna lífi staðarins og senda í staðinn ungan athafna- mann á þing. Erlendar fréííir í fáum orðum □ Togliatti, foringi ítalskra kommún- ista er nú á heimleið frá Júgóslav- íu, þar sem hann ræddi viö Titó einvaldsherra. Var hann heldur fá- orður við blaðamenn er hann fór frá Beigrad í dag. □ Titó leggur upp í Moskvuför sína á laugardaginn kemúr. □ Brezkt fyrirtæki hefir sagt upp 2800 manns og koma sjálfvírkar vél ar í staö verkamannanna. □ 6 manna nefnd frá æðsta ráði ráð- stjórnarríkjanna kemur í opinbera heimsókn til Bretlands í sumar. Gerðy jafntefii s Osló í gær barst skeyti frá Oslo írá flokki taflmanna úr Taflfélagi Sam vinnufélagsins Hreyfils. Tefldu þeir á tíu borðum við sporvagna- stjóra og gerðu jaíntefli. Taflmennirnir munu halda íil Kaupmannahafnar og tefla við sporvagnssfjóra þar í borginni nú fyrir helgina. Björgvin Emð þér á kjörskrá? , - kæruf restur að renna út Framsóknarmenn eru minntir á, að 3. júní er útrunn- inn kærufrestur vegna kjörskrár. Komið á skrifstofuna í Edduhúsinu og fullvissið yður um að nafn yðar og kunningja yðar, sem þér vitið að fylgja A-listanum, hafi ekki fallið út af kjörskrá. Þeir, sem fá nú í fyrsta sinn kosningarétt og menn fluttir til hæjarins á síðasta kjörtímabili, eru sérstak- lega minntir á að athuga kjörskrána. Hverfisstjórar Ef þið hafið ekki fengið hverfabækurnar, þá vinsam- lega komið á kosningaskrifstofuna strax í dag. TrúnaUarmenn Látið ekki dragast lengur að hafa samband við skrif- stofuna. Sjálíbo'Sali'Sar Látið skrá ykkur til vinnu á kjördegi. Komið og vinnið í frístundum. VitiS þér Qm stuSningsmann, sem verSur fjarstaddur á kjördegi? Látið þá skrifstofuna vita þegar í stað. Síinar kosr.ingaskrifstofunnar eru: 82436 5535 5564 Verzlimarfrelsi Sfálfsíæðismenna í íramkvæmd Efni til framleiöslu á máin- ingu er nö ekki tii í iandinu Öll málning er framleidd innanlands, en hráefnið inn- fluít og er það á frílista. Vegna skorts á þessu hráefni eru hin innlendu iðnfyrirtæki, sem framleiða málningu, að því kcmin að stöðvast. Nú fer í hönd sá tími, að menn þurfa að mála timburhús ufan og glugga og þök á stein- húsum, ef verja á húsin fyrir skemmdum, en þá vanfar málninguna vegna skorts á hráeíni, sem þó hefir veríð á frílisfa í mörg ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.