Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 3
ALÝÞÐUBLAÐIÐ Verzlunarráfiherra BoIsít, kouiDD iil KaDpm.Iiafnar. Khöfn 3. apríl. Verzlunarráðherra hins rússneska sovjet-lýðveldis, Krassin, er kom- inn til Khafnar. yillsherjarverkjalt i frakkianði. Khöfn 3, aprít. Frá París er símað að verka- lýðurinn í Frakklandi ætli að gera allsherjarverkfali í 24 klukkustund- ir 1 maí, til þess að sýna vilja verkalýðsins á því að framleiðslu- tækin verði gerð að þjóðareign. Orói í New York. Khöfn 3. apríl. í New York er hafnarverkfall. Heimastjórn íra. Khöfn 3. apríl. Brezka þingið hefir samþykt heimastjórnarlögin fyrir írland. Múeoza í „IslaDdi". Island kom hingað á laugar- daginn frá Khöfn og Edinborg. Fór sóttvarnarlæknirinn fram að skipinu og átti tal við menn á skipsfjöl, sem kváðu inflúensu all illkynjaða hafa komið í skipið með farþegum frá Englandi. Yar skipið þegar sett í sóttkví, og voru þeir, sem veikir voru á páskadag- inn, fluttir í land og settir í sótt- varnarhúsið. Voru það þessi: Þrír skipverjar, Ól. Jóhannesson konsúll og Garðar sonur hans, S. Einars- son, kona Steingr. Jónssonar, Emil Strand, Mr. Hadden, Mr. Grey, Plygenring, Jón Esphólin, Árni Jónsson. Ennfremur voru þessir farþegar með skipinu: Matthías Ólafsson ráðunautur, Jón Björns- son kaupm., Borgarnesi, Þórður Thoroddsen læknir og frú, Helgi Hafliðason kaupm. af Siglufirði og frú, Meinholt kaupm. og frú, ung- frú Lárusdóttir (?), frú Ingibjörg Ahrens og dóttir hennar, ungfrú Guðrún systir Guðm. Kamban, Steingr. Jónsson verkfr. með frú og dóttir (frúin veik), ungrúrnar Bjarnadóttir (?), Wancke og Hjör- dís Johanssen, Egil Jacobsen kaup- maður, Haukur Thors og frú, A. P. Bendtsen og írú og tveir synir, Marius Christensen, Briem (bú- fræðingur?), S. Eyjólfsson, Einar Benediktsson skáld, Haraldur Árna- son kaupm., Þorl. Gunnarsson for- stöðum. Fólagsbókbandsins, Magnús Blöndahl heiidsali, Ewald konsúll og frú, Funk verkfræðingur, Lúð- vik Einarsson, Jón Brynjólfsson, G. Kristjánsson, Ben. Thorarensen, Jónas Jónasson, Haarseth og frú, Jón Sigurðsson og frú, ungfrú Guðmunda Nielsen, Aage Vestskov, Buch, J. Högnason, E. Högnason, T. Högnason, Borgfjörð, ungfrú Ólafía Einarsd., Jón Porbergsson fjárræktarm. og G. Jónsson. Alls um 70 farþegar. Mannslát. Á laugardaginn var andaðist hér í bænum, eftir langa og þunga legu, Guðmundur Eyjólfsson stud. jur. Hann var að eins tvítugur að aldri, hinn mesti efnispiltur og námsmaður mikill. Las í fyrra undir tvo bekki mentaskólans og tók stúdentspróf með ágætri ein- kunn, muu hann þá hafa lagt helst til mikið að sér. Er hin mesta eftirsjá að því, þegar svo ungir menn hverfa héðan, án þess að fá tækifæri til þess, að beita kröftum sínum til góðs fyrir þjóð- félagið. s Ruhr-verkfallið. Khöfn 3. apríl. Frá Berlín er símað, að verk- fallið í kolanámunum í Ruhr-hér- aði í Þýzkalandi hætti í nótt [laug- ardagsnótt fyrir páskaj. Sðngjélagið ,Jragi“. »Par sem sönglist dvín er dauðans riki dumbs á strönd í klakastirðri þögn; sóllaus æfi söngnum fyrir viki, söngs við hljóma vekjast andans mögn. Oft var þögult fyr á jökulfoldu farg er enn, sem þú bezt vinnur á; hrind þvi, sönglist, losa menn frá moldu, meinvætt deyfðar, sprota þínnm slá«. Stgr. Th. Svo heitir nýstofnað félag eitt hér í bænum. Stofnfundur þess var 21. f. m. og viljum vér geta þess að nokkru. í verkmannafél. „Dagsbrún" eru margar nefndir, er hafa hin ýmsu störf til meðferðar milli félags- funda. í þessu sambandi viljum vér sérstaklega geta þeirrar nefndar, sem kölluð er „fræðslunefnd". Henni er ætlað að færa ýmis- r konar skemtanir og fróðleik inn á fólagsfundina, svo sem fyrirlestra 0. fl., í einu orði að efla andlegt líf meðal félagsmeðlima. Fræðslunefndin hefir nú, með nokkrum áhugasömum fólagsmönn- um, gengist fyrir stofnun söngfé- lags innan verkm.fól. Dagsbrúnar, og hefir hún oröið svo heppin, að henni hefir tekist að ráða sem aðstoðarmann og kennara hr. Pétur Lárusson, sem flestum, ef ekki öllum Reykvíkingum er kunnur sem sérstakur dugnaðar og hæfi- leikamaður á þessu sviði. Það hefir þegar sýnt sig, að Dagsbrún á all-álitlegum söng- kröftum á að skipa, og virðist mikill áhugi meðal félagsmanna fyrir þessari nýju hreyfingu. Söngfélagið Bragi er þegar skip- að 30 mönnum, og er búist við því, að margir fleiri verði með, sem ekki hafa haft tækifæri til að mæta á fyrstu æfingum. Fé- lagið hefir keypt vandað hljóðfæri og er þegar tekið til starfa. Félagið ætlar framvegis öðru- hvoru að láta til sín heyra á fund- um í Dagsbrún, gefa félagsmönn- um kost á að heyra gamla kunn- ingja frá yngri árum, kunningja, sem þeim þykir vænt um og sem vakið geta skemtilegar endurminn- ingar frá löngu liðnum timum. Þér ungu menn í Dagsbrún, látið eigi þetta tækifæri ónotað, og fylkið ykkur undir merki sðng- fólagsins „Braga“. K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.