Alþýðublaðið - 22.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.08.1927, Blaðsíða 2
A L P V Ð U B L .a ±) 11) AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA j ALPÝBUSLAIIISI ! kemur út á hverjum virkum degi. } Aígreíösla i Alpýðuhúsinu við j Hvertisgðtu 8 opin írá ki. 9 árd. ! til k). 7 siðd. í Skrifstoía á sama staö opin kl. t 912 —101 3 árd. og kl. 8—9 síðd. < Simars 988 (aigreiðslan) og 1294 } (skriístoían). < Verðlagt Áskriftarverö kr. 1,50 á | ' mánuði. AuglýsingarVerðkr.0,15 í < hver mm. eindálka. ) Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan t j (i sama húsi, sömu simar). ,Hugsjónir‘ íhaldsins. íhaldsmenn hér á landi hafa oft haldið því á lofti, að þsir væru frjáislyndir. Þeir hafa ekki viljað láta bera sig saman v'ið erlenda íhaidsflokka, sem staðnir hafa verið að hinu mesta óréttiæti og rangindum. Sumir íhaldsmenn hér hafa jafnvel viljað skifta um nafn á fiokki sínúm og kenna hann við umbætur og frjálslyndi. En þeir, sem öháðir eru og gefið hafa gaum ísienzkum stjórn- málum, hafa þózt fejá glögg merki þess, að stefna íhaidsins ætti ekk- ert skyít við frjálslyndi eða um- bætur. Það er og vitað, að í íhaklsblöðunum gætir sjaldan rétt- lætis eða umbötaáhuga. Það er einnig kunnugt, að margir úr hópi ihaidsmanna, og það Safnvei sum- ir foringjar þeirra, sem mest be.r á, hafa rent hýrum augum til Mussolini ojk ógnastjórnar hans og þózt þar finna fyrirmynd flokksstarfsemi sinni hér. En nú hefir birzt grein í aðal- flokksblaði íhaldsiuanna, sem tek- ur af ailan vafa í þessu efni. Er það ritstjórnargreinin í , Morgun- blaðinu" 18. þ. m., sem nefnist „Atvinnufrelsi og vinnufriður“. Grein þessa verður að álíta framtíðarstefnu íhaldsins í verk- iýðsmálum, og er hún þess verð, að íslenzkir verkamenn gefi henni fullan gaum, því að þar er greini- iega tekið af skarið. I grein þess- ari er það skýrt og ákveðið tekið fram, að íslenzka löggjafarvaldið eigi að taka sér til fyrirmyndar þá afturhaidssömustu og hatröm- ustu löggjöf í garð verkamanna, sem sett hafa verið í svo nefndu lýðfrjáisu landi. Er hér átt við hin illræmdu brezku „tukthús- lög". Eins og kunnugt er, hafa brezk- ir ihaidsmenn uni tvo þriðju þing- manna i neðri málstofunni. Á seinni árum hefir þótt mikið bóia á því, áð í flokki brezkra íhalds- manna væri mikiis ráðandi klíka mjög afturhaidssamra manna, Sem á ensku er befnd Die Hards. Þessi afturhaldssama klíka hefir gersamlega kúgað vjðsýnni í- haldsmenn til hlýðni við sig, og meðal annars komið því "til leið- ar, að „tukthúslögin" voru sam- þykt í brezka Jnnginu. En jressi illræmdu lög, sem að vonuín hafa vakið ákveðna mótspyrnu allra jafnaðarmanna og verkamanna, Vanzettl. Samkvæmt símfregnum var á- kveðið að fresta aftöku þeirra Sacco og Vanzetti þar tii í dag, en aftakan fer þó varla fram í ■dag, ef má’lið er komið tfyrir hæstarétt Bandaríkjanna. svifta verkalýðinn að íniklum mun áhrifum til þess að koma fram kröfum sinum um betri Iaun og bætt kjör, auk þess sem lögin skerða stórlega samtakamátt og stjórnmálaafskifti verkalýðsins. En hverjum þeim, sem Öhlýðnast iög- um þessum, skal miskunnarlaust •varpað í ,,tukthús“, og er það á- lit rnargra, að byggja verði fjölda nýrra „tukthúsa" í Bretiandi, þeg- ar tekið veröi að framkvæma Iög þessi tii hlítar. Fjöldi frjálslyndra manna í Bretiandi utan jafnaðarmanna- flokksins og margir beztu leið- togar frjálsiynda flokksins hafa drengilega barist gegn þessan þrælalöggjöf. En afturhaldssöm- ustu og þröngsýnustu ihaidsmenn- (irnir í Bretlandi knúðu lög þessi í gegn um þingið með ofurkappi. En nú hafa íslenzku íhalds- mennirnir kastað grímunni og svarið sig í ætt við afturhalds- sömustu klíku brezkra auðkýfinga. Það er gott fyrir íslenzkan verka- lýð og jafnaðarmenn að þurfa ekki lengur að vera í vafa um það, hvers er að vænta af ís- Ienzka íhaldinu, ef það fær ó- hindrað að ráða. Óskabarn þess, ríkislögreglan, kemur þá vafalaust fljótt t-il sögunnar í annari end- urbættri útgáfu. Gerðardómur í vinnudeilum, sem skýjaður verður að mestu leyti af íhaldsmönnum, verður þá lögleiddur. Verkföll verða bönnuð með iögum. Stjórnmálaþáttlaka verklýðsfélag- anna verður skert með laga-' ákvæðum, en flokkur verklýðs- brjóta verður styrktur til þess að kúga stéttarbræður sfna. Þetta er ástandið, sem íhaldið vill skapa, eftir skýrum yfirlýs- ingum „Morgunbiaðsins". Þetta er „vinnufriðurinn", sem íhaldið vill varðveite. En aftur á móti finst íhaldinu - sjálfsagt, að haldið sé í það skipulag, það „frelsi" og þann „vinnufríð", sem fóiginn er í því, að fjöldi verkamánná bjoði fram Saeeo. Milljónir manna bíða með eftir- væntingu eftir öllu þvj, sem ger- ist í þessu máli. Myndin hér að ofan er af þeim félögum. vinnu sína, en fái ekki að vinna, — að örfáir atvinnurekendur, sem oftast líta eingöngu á verkakaup- ið sem einn þátt af framleiðslu- kóstnaði, sem nauðsynlegt sé að lækka sem mest, — að þeir á- kveði verkalýðnum kaup og kjör og ráði því, hvort verkamenn fá að vinna eða ekki. Þetta eru „hugsjónir“ ihaldsins. Sjiikrasjéttr i Banmðrka. I. Sögalegt yfirlit. Khöfn, í júlí 1927. Sjúkdömar, eymd og volæði hefir fylgt mannkyninu frá vöggu þess, og mun að líkindum fylgja því til enda veraldar. Lítið vita menn þó um það, hver kjör verið hafi volaðra, sjúkra, haltra og blindra á lieiðnum tíma. Senni- lega hefir hver orðið að bjarga sér eftir beztu föngum eða leita á náðir nánustu ættingja og vina, og getur vitanlega ekki hafa ver- ið að tala um neina hjálp í lík- ingu við það, sem nú á sér stað og vér þekkjum. En með út- breiðslu hinnar kristnu kirkju á Norðurlöndum kemst nokkur breyting á hagi þessara olnboga- barna, og Adam af Bremen, er var uppi á 11. öld, segir að Ans- gar hafi látið byggja mörg sjúkra- (hús í 'Danmörku og víðar á Níorð- urlöndum. Telja menn líklegt, að' fótur sé fyrir þessu, en engar sönnur þykjast menn 'þó hafa fyr- ir því, og fj'rsta sjúkrahús í Kaupmannahöfn er í sögur fært 1261 og er nefnt Sct. Jörgens Gaard eða öðru nafni Pesthúsið. Þessi miðalda sjúkrahús voru þó að sjálfsögðu ekki í neinni likingu við sjúkrahús vorra tíma. Munu þau heldur hafa líkst elli- heimilum, eins og þau tíðkast nú, nema vitanlega þó miklu ófull- komnari. Oft vrnr viðurværi og vist bágborin í þessum sjúkra- húsúirt, og oftast voru k'arlmenn til hjúkrunar í stað hjúkrurvar- kvenna. Þó er hjúkrunarkvenna getið á þessum tíma. Hið fyrsta eiginlega sjúkrahús í Danmörku var Friðriks Hospital, sem tekið var til notkunar 31. marz 1757. ftíftaki þess var ríkissjúkrahúsið seinna. Allir stærri kaupstaðir í Dan- mörku höfðu á miðöldunum fá- tækraheimili, kölluð Kjerlinge- gaardei Helligaandshusé og Sct, Jörgens Gaarde. Hið síðast nefnda vár aðallega ætlað holdsveikum mönnum. Stofnanir þessar voru góðgerðafyrirtæki og lifðu mest á samskotafé og sníkjum og höfðu sérréttindi áð því leyti. Heilagsandahúsið, er var í Kaup- mannahöfn og einna 'stærst slíkra sjúkrahúsa eða elliheimila, hafðí leyfi til þess að biðja gjafa eða sníkja á öllu landinu. Seinna hafði það leyfi til þess áð selja synda- lausnarbréf og hafði af því mikl- ar tekjur, er fóru til reksturs- þess. Seinna var þö leyfi þetta' takmarkað, svo að selja mátti slík bréf að eins á hvítasunnu, þar sem páfi nú sjálfur þarfnaðist þessarar tekjugreinar til þess að reisa fyrir Péturskirkjuna í Róm, enda bárust fyrirtæki þessu líka gjafir úr öllum áttum. Meðal ann- ara tekjugreina þessara stofnana má nefna hina Svo nefndu „Hel- ligaands Bedere" [Heilags-anda- beiðendur]. Þeir ferðuðust um Iandið á vegum fátækrastofnan- anna og báðu öimusu. Þessir betlarar höfðu í íör með sér svín og höfðu þau svo nefnda bæna- klukku til aðgreiningar frá hin- um „veraldlegu“ svínum, og til þess að vekja meiri' eftirtekt á starfsemi þeirra. Menn urðu þó smóm saman leiðir á þessum si- feldu sníkjum, og fór svo, að Kristjón II., sem þó hafði áhuga á því að bæta hag fátækra og sjúkra, bannaði _þessar sníkjur., Lögðust svo mörg af þessum fá- tækrahúsum niður, en eignir þeirra runnu til elliheimilisinsVar- tov, sem enn starfar í Kaup- mannahöfn. Eins og áður er sagt, var vist- in í þessum Sjúkrahúsum léleg og eru margar heimildir fyrir því.. Hreinlæti var af skornum skamtí. og læknishjálp eigi síður. Menn höfðu á þessum tínrum mikla trú á vatni til lækninga, er náði há- marki sínu í lok 18. aldar. Bezta trú höfðu menn þó á Jónsmessu- nótt til þessara vatnslækninga. Einkum voru það þó efnaðri stétt- írnar í höfuðstaðnum, sem söttu þær, og var þar þá svall mikið. Smám saman rénaði þessi trölla- trú á helgi vatnsins og lækninga- kraft þess, og áttu hinár viðtæku framfarir í heilbrigðismólum all- an þátt í því. Árið 1863, 19. sept., er Kom- munehospitalet tekið til notkunar, og er þá talið eitt af fullkomn- uslu sjúkrahúsum í Evrópu. Þóttu það tíðindi þá, að sjúkrahús þetta hafði vatnssalerni, sém mun hafa verið sjaldgæft á þeim ttma, —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.