Alþýðublaðið - 22.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1927, Blaðsíða 3
ALPVt)U£SuAiJiÐ 3 Dr. Oettker’s Bökunardropar. Citron, Vanilli. Möndlu. Dr. Oetker’s Búðingsefni. Citron, Vaniile, Möndlu, Rom, Cakao. Þegar á miðöldunum finnast skiíríki fyrir pví, að menn hafi haft allan hug á að komast hjá opinberri hjálp frá sveitasjóðum eða ölmusu. í gömlum skrám um félagsskap verkamanna og /ðnrek- enda, sem á þessum tíma nefnd- ust gildi og seinna Haandværker- laugene, finnast fastar reglur um hjálp eða styrkveiting til ,,bræðra'‘ eða ,,systra“ innan íélaganna í sjúkdómum, vinnuleysi og til greftrunar. í félagsskap bakara í Kaupmannahöfn (1403) finnast á- kvæði um þetta. Deyi félagi, hafa ,,bræðumir“ skyldu til pess að vaka yfir líkinu nóttina eftir and- látið, síðan að bera það í kirkju og annast útförina. Yrðu einhverj- ir félagar ekki við þessum ákvæð- um, voru þeim öæmdar háar sekt- ir, 'og var þetta oft góð tekju- lind fyrir félögin. Yrði einhver félaganna veikur, höfðu hinir vinnandi félagar þá skyldu á höndum að sjá fyrir honum á meðan á sjúkdóminum stóð. Er hann svo varð heill heilsu aftur, bar honum þó skylda til að end- urgreiða styrkinn. En dæi hann, féll endurgreiðslan niðuT í „guðs- þakkaskyni við hinn framliðna bróður*1. Þó það sé fróðlegt að lesa um, hvernig 'verkamenn reyna að hjálpa hverir öðrum á þessum tímum, þegar félagsskapur var enn þó svo að segja öþektur og öfullkominn, leyfir fúmið ekki að farið sé lengra út í þá sálma. Þess skal þó getið, að menn reyndu að bjarga sér á þessu sviði öllum vonum framar. Það var á þeirra tíma mælikvarða ekk- ert smáræði, sem verkamenn og iðnrekendur lögðu af mörkum til félagsskapar síns, sem mest fór til hjálpar þurfandi bræðrum og systrum. Mikið kom inn í sektum fyrir ýmsar vanrækslur, en menn urðu þó einnig að greiða fast gjald til félagsins, oft 1 mark á dag, auk styrks til sjúkra og fá- tækra, og það er eftirtektarvert, hve fast þeir halda að því marki, að koma á föstu fyrirkomulagi fyrir allri hjálp til stéttarbræðra sinna. En margir voru þó ekki í neinum félagsskap af ýmsum á- stæðum, og höfðu því ekki annað að flýja til, er eitthvað ábjátaði, en opinbert fé eða liknsemi ná- ungans. Árið 1861 iagðist þsssi félags- skapur niður, og töldu þó ýms- ar iðngreinir 4000 félaga. Oft munu þó einstök félög hafa att erfitt uppdráttar, því að í mörg horn var að líta. Og upp af þess- um félagsskap, þessu „bröiti" hinna vinnandi stétta, spruttu sjúkrasjóðir og það sem vér nú köllum fé’agsmál. Læknir nokkur, L. I. Brandes próf. (yfirlæknir við Almannasjúkrahúsið, dáinn 1894), tók nú að berjast fyrir sjúkra- sjoðum sem meðali til þess að útrýma fátæktinni. Hafði hann kynt sér þessi mál á Frakklandi og barðist nú ótrauður fyrir þeirn. Hann er talinn hvatamaður sjóð- anna, enda gerði hann stofnun þeirra að lífsstarfi sínu. Skal ég í næstu grein lýsa þessum sjóð- um, eins og þéir eru nú, enda hafa þeir haf’t mikla þýðingu fyr- ir heilbrigði verkamanna. Þorf. Kr. [Framhaldið ætlar höf. að senda blaðinu með næstu ferðum.] Hástuðlun. Fullkomið rim. IV. Bending. Aukum dygðir; að eins þá andinn göfgi saínar; vísar öllum viti sá veg til gæfuhafnar. G. G. E^Ieisd sfisnskeyti. Khöfn, FB., 20. ágúst. Sacco- og Vanzetti-málið. Dómendur þeirra vita upp á sig skömmina. Frá Boston er símað: Hæsti- réttur Massachusetts hefir synjað þess, að máli þeirra Sacco ^g Vanzetti sé áfrýjað. Búast menn við því, að verjendur þeirra reyni enn til þrautar að fá hæstarétt Bandarikjanna til þess að skerast i málið, en alment er álitið, að slík tilraun muni misheppnast. Sagt er, að Vanzetti sé orðinn sturlaður. Hræðslan við Rússa. Frá Paris er símað: Blaðið „Le Matin“ birtir bréf, 6em það segir að farið hafi milli þjónustumanna. rússneska utanríkisráðuneytisiös, og beri þau með sér, að ráð- stjórnin rússneska hafi í vor reynt að koma því til leiðar, að uppreisn yrði hafin S Marokko. Khöfn, FB., 21. ágúst. „Illur á sér iíls von.“ Frá Lundúnum er símað: Lög- reglan í París og Lundúnum hefir sett öflugan lögregluvörð við sendisveitarskrifstofur Banda- ríkjanna í þessum borgum. Frá New-York-borg er símað: Lögreglan í Bandaríkjunum hefir gert enn öflugri variiðarráðstaf- anir en áður til þess að hindra spellvirki af hálfu þeirra, sem haft hafa í hótunum út af Sacco- og Vanzetti-málinu. Móímælakröfur. Frá Boston ex símað: Verjenda- nefnd Sacco og Vanzetti hvetur til þess, að verkalýðurinn um heim allan gangist fyrir mótmæia- verkfalli í öllúm löndum og krefj- ist þess, að Sacco og Vanzetti verði náðaðir skilyrðislaust. Einveldissýning. Frá Berlín er símað: Rivera, einræðismaður á Spáni, ráðgerr ir að kaila saman þjóðfund í september, á þeim degi, er fjögur ár eru liðin síðan stjórnlagarofið fór fram. Stephan G. Síephansson. Þankann særir þrautaband, þagnar hörpustrengur. Bráðum átt þú, Isaland! ekkert skáldið lengur. Öl. V. Mikil eftirsjá er að St. G. St., en nokkur góðskáld á þá íslenzka þjóðin eftir á lífi, sem betur, fer. (Jm daginn og veglnn* Næturlæknir er í nótt ’ÓIafur Þorsteinsson, — sem er kominn heim aftur—, Skólabrú 2, simi 181. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 8% e. m. í dag og þrjá næstu daga. Þenna dag árið 1647 fæddist Denin Papin, franskur hugvitsmaður, er gerði tilraun með smiði eimskips snemma á 18. öldinni. Prófastar í Eyjafirði hefir séra Stefán B. Kristinsson á Völlum í Svarfað- ardal verið settur fyrst um sinn. Nýtt Engeyjarsund. Guðný Jóhannesdóttir, Lauga- vegi 54, synti í gær frá Engey að steinbryggjunni á 1 klst. og 13 mín. Verður sagt nánara frá því síðar. Árni Sigurðsson frikirkjuprestur er kominn heim aftur úr austurferðinni. C. Jinarajadasa hinn indverski, varaforseti guð- spekifélagsins, — sá, sem getið var um hér í blaðinu um dag- inn —, kom í gær með „Goða- fossi“. Hann ffytur erindi í kvöld kl. 8V2 stunrhdslega. Fétegsmenn einir fá aðgang. Kappróður var í gær milii Islendinga og Prjéoanimskelð fer fram hér í Reykjavik i haust, eins og undanfarin ár. Kent verður að prjóna á prjónavélar, þar á meðal á hinar heims- frægu Claes-prjónavélar, sem ég hefi umboð fyrir ag alþektar eru hér á landi. Kenslan hefst íðari hluta septembermánaðar, og stendur yfir til ára- móta, og ef til vill lengur. Hverjum nemanda eru ætlaðar 120 kenslustundir, en þeir geta fengið skemri tima eða lengri, eftir þörfum og samkomulagi; einnig má það vera eftir ástæðum nemenda, hve margar kenslustundir þeir taka á degi hverjum. Námskeiðið leggur til vélar þeim, er þurfa en nemendur leggja til band og eiga vinnu sina sjálfír. Frú Valgerður Gisladóttir hefir á hendi yfirumsjón með kensl- unni, eins og að undanförnu. Þeir, sem hafa i hyggju, að nota þetta tækifæri til að læra að fara með prjónavél, geri svo vel og tilkynni þátttöku sína eða sendi um- sóknir í verzlun rnína sem fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.