Alþýðublaðið - 23.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1927, Blaðsíða 2
ALPVÐútíLAöíÐ k jALÞÝÐUBLAÐIÐ f < kemur út á hverjum virkum degi. > í Aigreiðsla i Alpýðuhúsinu við [ < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ! J til kl. 7 síðd. [ ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 1 91 '2 —101 ’s árd. og kl. 8 — 9 siðd. [ < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; I(skrifstofan). [ Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ hver mm. eindálka. r J Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan [ ii sama húsi, sömu simar). Fortíðarskuggar. Það er í raun og veru ekki svo langt síðan heimsstyrjöldin 1914 —18 var háð, og þó virðast þessi ógnaár svo fjarlæg, ef við lítum tii baka. Við munum þau eins og vonda martröð einhvern tíma, endur fyrir löngu. Og mennimir, sern iéku þar aðalhlutverkin, virð- ast okkur nú hafa verið einhver tröll aftan úr grárri fomeskju. Nöfn þeirra, er þá voru á hvers manns vörum, viröast hú skugg- ar úr fjarlægri fortíð, ef éitthvað verður til þess að minna okkur á þau. Fyrir skömmu brá lyrir einum af þessum skuggum. Þáð var þegar blöðin fluttu dánarfregn þýzka hershöfðingjans von Hoff- manns. Á styrjaldarárunum var hann hátt settur hershöfðingi og nafn hans mjög á lofti. Síðan varð hljótt um hann, eins og fleiri stærðir frá þeim tímum. Sagt er, að Napoleon hafi ein- hverju sinni látið þau orð falla, að sá væri beztur herforingi, sem reíknaði réttast — með öðrum orðum sá, er gerði sig sekan í fæstum mistökum. Hvort Hoff- mann hefir verið einn af þeim, sem réttast reikna, er mér ekki kunnugt, enda skiftir það níinstu máii. En hitt er víst, að fáir eða enginn hafa fundið jafnmörg mis- tök hjá herstjórninni þýzku á ó- friðarárumim og flett ofan af þeim jafn-hlífðarlaust og hann. „Stríð giataðra möguleika“ nefnir hann heimsstyrjöldina — séða frá þýzkum sjónarhól — í bók, er hann 'reit og út kom fyrir nokkrum árum. Sú bók vakti geysiiega athygli á Þýzkalandi og víðar. Hún er'hörö og óvæg gagn- rýni á yfirharstjóm Þjóðverja á Etríðsárunum. Að dómi Hoffmanns vofu hershöfðingjarnir miklu, Mo'.tke, Falkenhayn og Luden- dorff, ekki einu Sinni meðalmenn; þeir voru bannsettir klaufar og grasasnar. Yfirleitt . lítur Hoffmánn með djupri fyfirlitningu á , hersnil!i“ ÞjóÖverja, eins og hún kom fram i styrjöldinni. Þjóðverjum var í lófa lagi.ö að vinna úrslitasigur á vesturvigstöðvunum þógar, í á- gústmánúöi 1914. En yfirhershöfð- inginry kfoltke, var ekki stöðu sinni vaxinn. Haustið 1914 og aftur sumarið 1915 hefðu Þjóðverjar getað lam- ið her Rússa sundur og saman. En Falkenhayn kunni eklo' að nota aðstöðu sína. Svo kom byltingin j RússLandi Aftur Var Þjóðverjum opnuð leið til fullkomins sigurs. Tveir mögu- leikar voru fyrir hendi. Annar var sá, að gera bandalag við Rússa, og bíða þess, er verða vildi á vesturstöðv.unum, — hugsa ekki um annað en að halda í horfinu þar fyrst um sinn. Hinn var sá, að Iáta Rússa elga sig, draga all- an heraftann vesfur á bóginn og láta sverfa til stáls. Ludendorff tók þann hinn síðarf kostinn, en þó að eins hálft og hikandi. Hann dró ekki nátjgan herafla vestur, og þar að auki var áhlaupinu rnikia vorið 1918 il'a stjórnað. Ludendorff hélt áfram sóknir,n;, segir Hoffmann, þangað til her- inn var gerþrotinn að kröftum. Þá voru Þjóðverjar neyddir til að biðja umv vopnahlé. Varnar- laust og þjakaÖ til dauða var Þýzkaland ofurselt köldu hatri Englendinga, logandi hefndar- þorsta Frakka og vitfirringu Wil- sons. Eins og sjá má af því, er hér hefir verið sagt, Yær herkunnáttan og hersnillin prússneska, er svo mjög hefir verið dáð, slæma út- reið KJá Hoffmann. "Eigum við að taka hann trúanlegan? Eða sann- ast á honum hið fornkveðna, að „eftir á koma ósvinnum ráð í hug“ ? En nafn Hoffmanns er ekki fyrst og fremst tengt viö herstjórn Þjóðverja eða orrustur í heims- ófriðnum. Kunnastur er hann frá friðarsamningum þeim, er fóru fram snemma á árinu 1918 rnilli Þjóðverja og ráðstjórnar-Rúss- lands, og sem enduðu með frið- inum í Brest-Litovsk. Þar var Hoffmann æðsti maður af hálfu Þjóðverja, en Trotski af hálfu Rússa. Byltingin rússneska var þar stödd á örlagaríkum vegamótum. Ráðstjórnin hafði setið að völdum að eins fáa mánuði. Þjóðin var lörnuð og uppgefin eftir hálfs fjórða áfs ægilega styrjöld. Og nú var ekki annað sjáanlegt, en að her Þjóðverja ’myndi vaða vfir landið, kæfa byltinguna í fæðiln'g- unni og endurreisa böðulveldiö ’ gamla, er ’leitt háfði eymd og hörmungar yfir land og þjóð. Hér var úr vöndu að ráða. Vandinin var enn meiri vegna þess, að for- ingjar byltingaflokksins rússneska Skiftust í þrent tim það, hver leið skyldi valin. Nokkrir — og þar á meðal Trotski og Bucharm — vildu hvorki sernja frið né halda stríðinu áfram. Þeir vildu láta fýsa yfir því, að striðinu væri lokið, gefa hernum heimfararleyfi og láta -þar við sitja, án þess að gera nokkurn friðarsamning. Aðrir vildu haida áfram stríðinu undir fána byltingarinnar, -r ekki éinungis til vmrna",. heldur einn i g til sóknar. Og enn aðrir — Lén- A. T. Fdler, ríkisstjóri í Massachusetts. Hann hefir sýnt mikla hlutdrægni í máti Saccos og Vanzettis. Hann er fylgispakur þjónn ameríska auð- valdsins og eiga Vel við s'íka per- sónu þessi orð séra Hallgríms; ,Sannleik,a engum sinti meir. Svo dæmdi a,lt, sem befiddu þlei!r.“ in, Sinovjeff o. fl. — vildu sem$a frið við Þjóðverja. Sú varð og niðurstaðan. Eins og ástatt var, var það ekkert létt verk, sem Trotski tókst á hendur, er hann fór til Brest-Litovsk sem friðsemjari af Rússa hálfu. Hoffmann var ekkert lamb að feika sér við. Hann var hrokafullur og þóttist hafa í öll- um höndum við Rússa. Enn þá var enginn bilbugur á Þjóðverjum í styrjöldinni og Rússum voru settir harðir kostir. En úr þvi, sem komið var, leysti Trotsky starf sitt ágætlega af hendi, og framkoma hans öll var hinu unga lýðveldi til söma. Þetta viður- kennir Hoffmann og dregur enga dul á, að í Trotsky hafi hann fundið mótstöðumann, sem öll á- stæða var til að sýna fulla virð- ingu. Hann segir um þennan andstæð- ing sinn meðal annars: Trotski var vafalaust mikilhæf- asti maðurinn í hinni nýju stjórn. Hann var duglegur, laginn, og fnamkoma hans öll bar vitni um menningu. Hann var atorkumaður og mæiskur vel. Hann virtist vera maður, sem vissi upp á hár, hvað hann vildi, og sem var líklegur til að neyta allra vopna til þess að ná markinu. Trotski vildi ekki beygja sig fyrir afarkostum Þjóðverja. Samn- ingunum var slitið og hann kali- aður heim. Nú hófst áköf barátta innan byitingaflokksins rússneska, en Þjóð\'erjar bjuggust til árásar á Petrograd. En Lenin hafði þó sitt fram, og 2. marz 1918 var frið- arsamningurinn undirskrifaður í Brest-Litovsk af Hoffmann fyrir hönd Þjóðverja og Tschitscherin af hálfu Rússa. Bofimann og junkaramir prúss- nesku höfðu, að þvi er sýndist, unnið mikinn sigur. Og jafnaðar- menn á Þýskalandi og annars staðar tóku- -að ásaka byltinga- mennina rússnesku um svik. Én Lenin var hinn rólegasti. Hann vissi það, sem bæði junkarar og jafnaðarmemt gengu duidir. Hann vissi, að hervaidið þýzka var á ,,vegi til grafar“. í nóvember sama ár varð þýzki herinn að gefast upp, og með honum var veldi Hoffmanns og junkaranna lokið. Nú hrundi í rústir það miðalda- skipulag, sem meðal margra synda hafði Brest-Litovsk-friðinn á samvizku sinni. 15. — 8. — '27. —rn—. Niels Bukh. Fimleikasýningin i gærkveldi. 1 gærkveldi kl. 71/2 sýndi Niels Bukh fimieikaflokka sína á í- þróttavellinum. Sýningamar tók- ust ágætlega, og margt það', er flokkarnir sýndu, var betra en sést hefir hér nokkurn tíma áður, t. d. dýnuæfingar piltanna og handstaða þeirra í staðæfingun- um og margt fleira. Stúlkumar gerðu einnig margar prýðilega fagrar æfingar, og öll var fram- koma þeirra svo leikandi létt, að unun var á að horfa. Áhaldaæf- ingar þeirra voru aftur á móti ekki sérstaklega merkilegar, og standa stúlkur „1. R.“ þar sjálf- sagt langtum framar. En danzar þeir, er þær sýndu, voru mjög fagrir, og þyrftum við nauðsyn- lega að læra þá og æfa, sérstak- lega af því, að lögin, sem þær dönzuðu eftir, eru 'flest alþekt hér. Annars virðist það ekkert vafa- mál, ef miðað er við okkar ástand, að piitarnir skara lengra fram úr okkur en stúlkurnar gera. Verða sjálfsagt áhöld nokkur um þennan fíokk og flokk Björns Jakobssonar. Stjórn Niels Bukhs var aðdáanlega örugg og viss, og yfir ailri sýningunni var ákveð-- inn þjóðlegur blær, enda er það löngu viðurkent, að starfsemi Bukhs miðar ekki eingöngu að því að skapa íimleikamenn, held- ilr jafnvel miklu fremur að ,þvíc að skapa heilbrigðan, nugsandi og starfhæfan lýð. Og þetta er þaö fyrst og fremst, eem gerir Niels Bukh þann mikla mann og menn- ingarfrömuð, sem hann er. V. S. Nafnið Denis Papin, franska hugvits- mannsins, rangprentaðist í smá<- igrein í blaðinu í gæt. Þá átti og á 2. s., 2. d„ 13.—12. 1. a. n. að standa: flokkur verkfallsbrjöta. Hitt má þó til sanns végar færa um pá, að þeir séu jafnframt verklýðsbrjótar, sem hjálpa til að troða á verklýðnum og réttindum hans. Séra fngimar Jónsson á Mosfelli er staddur hér í 'boíginni. - -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.