Tíminn - 14.10.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, sunnudaginn 14. október 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Samstarf um viðreisn 'Á MEÐAN Sjálfstæðismenn á þingi þrefa um kjörbréf nokkurra þingmanna og reyna að endurvekja deilu, sem var útrædd og útkljáð fyrir kosningar í vor, hlað- ast efnahags- og framleiðslu vandamál upp við fætur þjóð arinnar og krefjast úrlausn- ar. Þar eru stærstu verkefni Alþingis. En hinir fyrstu fund ir þess hafa minnt þjóðina á, hversu foringjalið Sjálfstæð- isflokksins er í rauninni utan gátta í daglegu erfiði lands- manna. Þeir láta á þinginu eins og nægur tími sé til að þrasa um lítilfjörleg flokks- hagsmunamál þeirra, eða tóm til aö vorkenna þeim sár indin yfir fallinu úr ráðherra stólunum. En almennt mun litiö svo á, að til þess hafi þingið nú hvorki thna né j."áð. Önnur og mikilvægari verkefni kalli að. Með málþóf Inu hafa foringjarnir reynt að flytja stjórnarandstöðuna úr Morgunblaðshöllinni inn S þingsalina. Það er óglæsi- leg byrjun. Andspyrna af því tagi einkennist af meiru en f,hörkunni“ nafntoguðu. Hún er líka óábyrg, sniðin eftir þeim ,;hagsmunum okkar“, íiem flokksforinginn lýsti á landsfundinum í vor. Á MEÐAN þetta sjónarspil íer fram í þingsölum munu ílestir óbreyttir liðsmenn þar og allur þorri almennings í landinu reyna að gera sér grein fyrir útlitinu í dag um ieið og menn reyna að læra af reynslunni og forðast mis tök liðins tíma. Nú blasir það við hverjum heilskyggnum manni, að allt, sem gerzt hef- ír í efnahags- og framleiðslu málunum síðustu mánuðina staðfestir fullkomlega, að það var rétt stefna að reyna :nýjar leiðir í stjórnmálum Sandsins á s.l. vori. Allt það, sem nú er komið fram um á- standið sannar, að þessi mál eru algerlega óviðráðanleg meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefir tök á því að ráða stefn- unni. Gróða- og klíkusjónar- mið flokksforustunnar og eðli .".eg tortryggni vinnustétt- anna eru tvær andstæður, sem ekki verða leiddar sam- an. Alþýða manna þðttist hafa sannreynt það, að svik- ist mundi aftan að öllum heilbrigðum ráðstöfunum til að hafa hemil á dýrtið- inni eða draga úr ofþensl- unni. Enda blöstu dæmin við allra augum. Svo blygðunar- laust var íhaldið orðið undir það síðasta, að forustulið þess gerði sér sérstalcan leik að því að svíkjast aftan að því litla fjárfestingareftir- liti, sem vernda átti þjóðina fyrir ofþenslunni. Morgun- blaðshöllin er minnisvarði um sviksemi og gróðasjónar- mið íhaldsins, sem einskis svifst þegar hagsmunir þess eru annars vegar. Þessi marg endurtekna reynsla og sífelld ur fjandskapur ráðandi í- haldsklíku í garð samvinnu- f élaga almennings sann- færði sífellt fleiri umbóta- menn um nauðsyn þess, að leita nýrra úrræða í stjórn- málum og freista þess að sameina þau öfl, sem vilja efla heilbrigt viöreisnarstarf í framleiðslumálum, og jafn- framt tryggja alþýðu manna réttlát og lífvænleg kjör. FRAMUNDAN er reynslupróf þess samstarfs, sem stefnir að almennri viðreisn og nýj- um stjórnarháttum. Það er sameiginlegt álit allra, sem að því standa, að ekki verði til frambúðar búið í haginn fyrir framleiðslu og framfar- ir nema haldist öflug sam- vinna ríkisvaldsins og vinnu stéttanna. Þar ríki gagn- kvæmt traust. Löng reynsla er fyrir því, að einhliða ráð- stafanir ríkisins, sem ekki njóta stuðnings og skilnings almennings, ná ekki tilætl- uðum árangri. Lærdómur stjórnmálanna síðustu miss- irin, og niðurstaða rann- sókna á efnahagsþróun þjóð- félagsins að undanförnu, er, að hér sé rík þörf samstarfs vinnandi fólks um langa framtíð, samstarf um við- reisn og aukið efnahagslegt réttlæti, samstarf um að verja þjóðfélagið fyrir ásókn óþjóðhollra eiginhagsmuna- afla, sem náð hafa undir sig óeölilegri aðstöðu í þjóðlíf- inu á undanförnum árum. Nasser og Ólafur SAMKOMULAG um grund- '/allaratriði í Súez-deilunni 7ar stærsta mál heimsblað- anna í gær. Eftir langt þóf og nokkurn stríðsundirbún- úng, birti til og skynsemi og hófsemi fengu að ráða. Með samkomulagi utanríkisráð- Iierra Breta, Frakka og Egypta á fundunum í New York, má telja víst, að málið próist til friðsamlegrar lausn ar, og forustumenn lýðræðis- þjóðanna geti snúið sér að oðrum og mikilvægari verk- afnum í samskiptum þjóð- anna. ‘TAFALAUST verður þesum tíðindum fagnað um allan frjálsan heim. Á einum stað virðist ánægjan samt ekki ó- blandin. Hvorki Morgunblað- ið né Vísir gátu með einu orð um þessi tíðindi í gær. Öðru vísi var meðan lakast gekk að ná saman endunum í deil- unni. Þá voru stríðstilburðir í þessum blöðum. Nú var þögn. í augum Morgunblaðs- manna var málþófsræða eft- ir Ólaf Thors stærri atburður en Súez-samkomulagið. Þetta er dálítið sýnishorn af vinnu- brögðum íhaldsins. Öll mál, jafnvel stærstu atburðir í samtímasögunni, eru sett á eiginhagsmunavogina. Með- an hægt var að tala úm ófrið arhættu var Súezdeilan jafn- Staldrað viS á norsku bókasýningunni, sem lýkur í kvöld Gestír virðast hafa mestan áhuga fyrir gömlu meistunmum En unga kynsíó'Sin á íslandi hefir fengift tækifæri til að kynnast hinni ungu skáldakynsíóíS Nor^maima Sú var tíðin að norskar bókmenntir áttu miklum vinsældum að fagna á íslandi. íslenzkir lesendur þekktu og lásu höfunda eins og Ibsen, Björnson, Kielland, Lie ásamt mörgum fleirum. Einnig yngri höfundar voru mikils metnir, Bojer, Undset — og meistarinn Hamsun. Verk norsku skáidanna höíðu frjóvg- andi áhrif á íslenzkar bókmenntir, höfimdar eins og Gestur Pálsson og Þorgils Gjallandi lærðu margt af hinum norsku samtíðarmönnum sínum og fleiri mætti eflaust nefna til. Og auk þess að þessar bókmenntir voru góð lesning alþýðu manna freistuðu þær hinna ágætustu þýðara: Matthías þýddi Brand Ibsens, Einar Benediktsson Pétur Gaut, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi hefir gert snilldarþýðingar á sumum beztu verkum Hamsuns og Magnús Ásgeirsson þýddi með ágætum ljóð Nordahls Grieg og fleiri norskra skálda. Hin síðari ár virðist vegur eru líka ágætar bækur handa þeim norskra bókmennta hafa verið í sem fáfróðir eru um norska ljóð- nokkurri rénum hérlendis og er | það mjög miður farið. Ber þar ef- laust margt til, bæði hefir áhugi manna dreifzt við aukin tækifæri til að kynnast bókmenntum ann- arra erlendra þjóða og eins hafa menningartengsl Norðmanna og íslendinga verið minni en skyldi. En norska bókasýningin, sem nú er haldin í Listamannaskálanum veitir hið ákjósanlegasta tækifæri til að rifja upp gömul kynni og knýta ný vináttubönd. Það íæki- færi ætti enginn að láta ganga sér úr greipum, sem á annað borð hirð- ir nokkuð um menníir og ntenn- ingu þessarar nánustu frændþjóð- ar okkar. nsr: iMorsK lyrilck gjennom íusen Sr í tveimur bindum, það er úrval úr norskum ljóðum frá upphafi vega og allt fram til stríðsloka. Einnig er hér úrval úr ljóðum yngri kynslóðarinnar, Den unge lyrikken, og hefir Paal Brekke, eitt hið nýtízkulegasta af ungum I skáldum norskum tekið þá bók saman. Þessar bækur eru án efa j handhægur vegvísir þeim, er ganga i vilja um urtagarð norskrar ljóð- | listar en þekkja lítt til staðhátta. | Stórmeistarar listarinnar j Fyrir enda salarins gegnt dyrum | heíir stórmeisturum norskrar rit- listar verið búið öndvegi. Þar tróna gömlu meistararnir — de fire store — og margir aðrir: Hamsun, þalk- berget, Undset, Duun, Hoel, allir þessir og margir fleiri skipa þarna heiðurssess. Og síðast en ekki sízt (írainhalii á 3. siðu) Heimsókn á bókasýninguna Það var rysjótt veður, stormur og rigningarsvaglandi, þegar undir- ritaður kom á bókasýninguna. Samt voru nokkrir viðskiptavinir staddir í Listamannaskálanum íklæddir regnkápum og öðrum vatnsverjum. Sumir voru að verzla, aðrir létu sér nægja að skoða bæk- urnar. Og þarna á sýningunni ber sannarlega margt fyrir augu. Þar eru samankomnar á að gizka 1800 bækur frá flestum helztu bókafor- lögum Norðmanna, enda getur þar að líta flestar tegundir bókmennta allt frá skáldritum til orðabóka og allt þar í milli. Frá opnun norsku bókasýningarinnar. Norski sendiherrann, Torgeir Anderssen-Rysst, rseöir við forsetafrúna. En vonlaust er að telja upp allt það, sem þarna er markvert að sjá, slíkt yrði aðeins dauð nafna- þula. Við skulum því reika með sýningarborðunum og hyggja að því, sem fyrir augu ber á stöku stað. Á skotspónum Svipazf um í Listamanna- skálanum Næst dyrum eru ferðabækur. Þá kemur upp úr kafinu, að Norð- menn eru ferðalangar miklir og hafa víða farið. Hér segir af ferð- um þeirra um heimskautahéruð og I krókstigu frumskóganna, um víð- I áttumikið hafið og endalausar eyði- I merkur undir brennandi sól. Þetta ! eru girnilegar bækur þeim, er fræð ast vilja um framandi lönd og þjóð- ir og svo þeim, er útþrá bera í brjósti og eygja hamingju sína í íjarlægum heimsálfum. Margt ljóðabóka er á sýningunni, enda hafa Norðmenn löngum átt góð ljóðskáld. Nægir að nefna kunnugleg nöfn, eins og Wilden- vey, Olaf Bull, Örjasæter, Nordalil Grieg því til sannindamerkis en allir þessir og margir fleiri eiga verk sín þarna. En einnig eru á sýningunni verk fjölmargra ann- arra höfunda, sem síður eru þekkt- ir hér um slóðir, enda margir yngri ’en þeir, sem áður eru taldir. Hér an á forsíðunni og stóra letrið ekki sparað. Hún átti þá að þjóna undir herstöðvastefnu Sjálfstæðisflokksins. En samningarnir þóttu nú ékki frásagnarverðir í fyrstu lotu. Þá varð myndin af Nasser að víkja fyrir uppljómuðu and- liti Ólafs Thors. Guðmundur í. Guðmundsson mun senn taka við embætti utanríkisráðherra. . . .Hefir hann nú náð sér að fullu eftir veikindin í sumar. . . . Er nýkominn til landsins eftir hressing- ar- og hvíldardvöl erlendis. . . .Ekki er ósennilegt, að flugvélin frá varnarliðinu, sem lenti á Keflavíkurvegi fyrir skömmu, verði seld íslendingum... .Hún mundi góð viðbót við inn- lendan flugflota. . . .Sennilegt er að unnt reyndist að gera við hana hér heima .... Allir rússnesku bílarnir, sem samið er um innflutning á að sinni munu seldir. . . .Virðist ekkert lát á bílaeftirspurn. . . .Gamlir bílar seljast enn á háu verði.. Brezk blöð segja, að fegurðardrottningin íslenzka á Miss World-keppninni í London hafi fallið í grát, er hún var kynnt fyrir dómurunum. . . .Stjórnarandstaða Morgunblaðsins hefir sætt harðri gagnrýni á fundi í innstaráði Sjálfstæðisflokks- ins. . . .Á klíkufundi fyrir nokkrum dögum kom fram megn óánægja margra þingmanna — einkum utan af landi — með heiftartóninn í blaðinu og afstöðu þess til verðfestingarinnar . . . .Það mun nú kunnugt, að Ólafur Thors hafi sjálfur sagt piltum sínum við blaðið fyrir verkum upp á síðkastið 1 fjar- veru ritstjóranna. . . .Skapsmunir Ólafs eiga betur við stjórn- araðstöðu en stjórnarandstöðu, eins og sannast á Mbl. nú um sinn. . . .Enska blaðið Daily Telegraph telur sig vita, að lönd- unarbanninu í Bretlandi verði brátt aflétt skilyrðislaust.... Telur blaðið að brezka stjórnin ætli að heimila innflutning á íslenzkum fiski fyrir 100 millj. króna. . . .Forráðamenn Þjóð- leikhússins og gagnrýnendur blaðanna munu nýlega hafa skipzt á skoðunum á fundi.... íslenzkir vélaviðgerðamenn, sem farið hafa til starfa um borð í rússnesku skútuna, sem hér liggur sífellt með bilaða vél, munu ekki yfir sig hrifnir af tækninni þar um borð. . . .Hijótt hefir verið um tilraun til fiskveiða með landnót, sem gerð var á Snæfellsnesi í sumar . .. .Telja ýmsir þó, að þar sé athyglisvert nýmæli.... .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.