Tíminn - 28.10.1956, Síða 2
2
T f MI N N, sunnudaginn 28. október 1956.
I |ííngsályktunarí:IIlögu á Alþingi er Iög$ höí-
uíáhersla á endurbyggingu héra^sskólans og
eflingu Snorrasaíns, en bollalagt um sumar-
notkun feygginga á aíhyglisverðan hátt
ITalldór E. Sigurðsson þingmaSur Mýramanna og Benedikt
Gröndal, landkjörinn þingmaður, hafa lagt fram á Alþingi
tiliögu um að fela ríkisstjórninni að láta gera framtíðaráætlun
um skipan Reykholts og endurbætur þar í samrærni við sögu-
helgi staðarins. Reykholtsskóli í núverandi mynd verður sett-
ur í 25. sinn í dag í hinu myndarlega skólahúsi, er Guðjón
Samúelsson teiknaði af miklum stórhug, en nú þarfnast
endurbóta.
Greinargerðin
Tillaga þessi er fram komin í j
tilefni af þeim tímamótum í nú
tímasögu Reykholts, að skólabygg-'
ing staðarins og þar með Reyk-
holtsskóli í núverandi mynd eiga
25 ára afmæli með vetrarkomu á
þessu hausti. í aldarfjórðung hefur
þessi mikli sögustaður verið eitt
af myndarlegustu skólasetrum fs-
lendinga, og Norðmenn hafa sýnt
hug sinn til staðarins með því
að senda þangað Snorralíkneski
Wiegelands. En hver á framtíð
staðarins að vera? Hvað þarf enn
að gera í Reykholti?
Staðarlegt í Reykholti.
í fyrstu kann svo að virðast,
sem vel hafi verið að þessum sögu
; stað hlúið. Þa rer myndarlegt heim
að líta, reisulegar og fagrar bygg-
ingar, Snorri í hlaði, trjágarður í
skjóli skólans og umhverfi allt
búsældarlegt. Snyrtimennska og
menningarbragur einkenna stjórn
og umgengni á staðnum.
Borgfirðingar og þáverandi
menntamálaráðherra unnu mikið
þrekvirki, er skólahúsið í Reyk-
holti var reist á árunum 1930—31.
Byggingin var mikil á þeirra tíma
vísu og salarkynni skólans báru
mjög af híbýlum almennings. Þar
voru vistarverur rúmgóðar, upp-
hitaðar með hverahita og lýstar frá
rafstöð, sem reist var í samvinnu
við tvo grannbændur. Þegar leik-
fimisalur var fullgerður og skól-j
inn formlega vígður, var hátíð í
héraði, raunar sótt af stórmenni og
gestum víða að.
Húsið þarfnast endurbóta
25 ár er ekki langur aldur fyrir i
byggingar, en tækni í húsasmíði
var ekki hin sama hér á landi 1931
og nú. Hin fagra bygging Reyk-
holtsskóla hefur illa staðizt tímans
tönn. Nú brýzt regn inn í húsið,
svo að einn fegursti salur þess er
ónothæfur og húsmunir íbúa varla
óhultir fyrir skemmdum. Aðbún-
aður skólans og inbú svara illa
kröfum tímans, og fimleikahúsið
er svo óþétt, að þar verður stund
um kennslufall vegna veðra. Það
er kominn tími til meiri háttar
viðgerðar og viðbyggingar í Reyk
holti.
Þegar slíkar breytingar verða
gerðar, þarf að hugsa til sumar-
notkunar skólahússins og skipu-
leggja han í aanda staðarins. Er
hægt að hafa sumrheimili fyrir
rithöfunda, listamenn og fræði-
menn í Reykliolti? Er hægt að
halda þar orlofsnámskeið fyrir
verkamenn, iðnaðarmenn og bænd
ur landsins? Er hægt að taka þar
á móti æskufólki og koma því í
snertingu við fortíð og menningar
arf þjóðarinnar?
Hvernig er hægt að auka veg
Snorrasafns, sem einnig á 25 ára
afmæli á þessu hausti? Það hefur
enn ekki náð því upprunalega
marki, að verða fullkomið safn
Snorra-bókmennta.
Skipulagning er nauðsyn
Byggð hefur aukizt umhverfis
Reykholt og gróðurhús komið til
sögunnar. Þar þurfa að risa kenn
arabústaðir, og er því ástæða til
að hyggja að skipulagi umhverfis
ins. Teikningu vlðbygginga, sém
þörf er til að bæta úr miklum
þrengslum í nemendaíbúðum og
endurnýja fimleikasal og tré-
smíðastofur, þarf að vanda mjög.
Skólinn var byggður í fögru og
sérkennilegum stíl Guðjóns Sam
úelssonar, og er sjálfsagt að þeim
svip verði haldið óskertum á
gamla húsinu og frekari bygging-
um.
Af öllu þessu má Ijóst vera,
a ðhér eru ærin verkefni til úr
lausnar, og er eðlilegt, að fyrsta
skrefið verði gaumgæfileg íhug-
un á framtíðarskipan staðarins.
Háskólasetning
(Framh. af 1. síðu.)
unni, en nauðsyn bæri einnig til
að efla kennslu við skólann í stærð
fræði, eðlis- og efnafræði. f þessu
sambandi benti rektor einnig á
nauðsyn þess að hraða 'byggingu
náttúrugripasafns á háskólalóðinni,
en það gæti orðið öllum íslenzk-
um náttúruvísindum sannkölluð
lyftistöng. Sótt hefði verið um fjár
festingarleyfi til byggingarinnar
undanfarin þrjú ár en það ekki
fengizt, en nú stæðu vonir til að
það fengist á næstunni.
Sameining háskólabókasafns
og Landsbókasafns.
Rektor ræddi einnig um bóka-
safn háskólans og nauðsyn þcss að
efla það. Undanfarna áratugi hefur
háskólinn sjálfur staðið allan
straum af rekstri þess, og engan
styrk hlotið af hálfu ríkisins, og
mun það einsdæmi um ríkisháskóla.
Hann kvað bezta úrræðið að sam-
eina Háskólabókasafnið Landsbóka
safni, enda stæði fyrir dyrum að
reisa bókasafnshús á lóð háskólans,
og tryggja síðan safninu góð fjár-
ráð.
Rektor kom víðar við, en hér
hefur verið rakið, og var ræða hans
öll hin athyglisverðasta.
Ávarp til nýstúdenta.
Að ræðu rektors lokinni söng
dómkirkjukórinn enn, en síðan á-
varpaði rektor nýstúdenta. Hann
gat þess í upphafi máls síns að
nú væri skólinn settur í 46. sinn,
en fyrst var hann settur í neðri-
deildarsal Alþingis 17. júní 1911,
af Birni M. Ólsen, rektor. Rektor
sagði það álit hinna hæfustu manna
að æska vorra daga væri mun bráð
þroskaðri en æskan fyrr á dögum
— líkamlega og þá væntanlega
einnig andlega. Reyndist þetta rétt,
taldi hann athugunarvert, hvort
menn ættu ekki að ljúka stúdents-
prófi fyrr en nú tíðkast. Meðal
aldur íslenzkra stúdenta er nú 20
ár, en víðast í grannlöndum okkar
er hann 18 ár. Fyrir bragðið eru
íslenzkir menntamenn of lengi
bundnir við nám sitt og koma síðar
til starfa en skyldi. Rektor kvaðst
ekki vilja vera að leggja nýstúd-
entum neinar lífsreglur, þeir hefðu
ugglaust fengið nóg af þeirri vöru
hjá fyrri skólameisturum sínum, en
að lokum máls síns hvatti hann þá
til að leggja sem mesta rækt við
nám sitt og stunda það sem hverja
aðra vinnu, slíkt gæfi jafnan bezta
raun.
Þá afhenti hann nýstúdentum
borgarabréf sín og bauð þá vel-
komna í samfélag háskólaborgara.
Að lokum var þjóðsöngurinn
sunginn.
Háskólastúdentar eru nú 744 tals
iriS eh vé'rið getur áð sú tala breyt-
ist nokkuð er á veturinn líður Þar
af innrituðust í haust 178 nýstúd-
entar í skólann.
Ungverjaíaiíd
(Framh. af 1. síðu.)
götum og brúm. Rússneskur her-
afli frá Tékkóslóvakíu og Rúss-
landi hraííar för sinni til Ung-
verjalands.
Nagy myndar nýja stjórn.
í dag tilkynnti Nagy um mynd-
un hinnar nýju stjórnar sinnar.
Mesta athygli vekur, að hann hef-
ir rekið úr hinni gömlu 15 ráð-
herra, sem sjálfsagt hafa verið
taldir stalínistar. Hins vegar hefir
hann leitað til annarra flokka og
þá fyrst og fremst Smábænda-
flokksins, sem fyrir 10 árum var
stærsti flokkur þjóðarinnar, en
kommúnistar tröðkuðu niður. Ko-
vacs, sem eitt sinn var helzti for-
ingi flokksins, er landbúnaðarráð-
herra. Hann var handtekinn af
Rússum 1947 og fluttur til Rúss-
lands. Þaðan slapp hann í fyrra.
Tildi, sem fyrrum var forsætis-
ráðherra, er nú innanríkisráðherra.
Hann slapp úr fangelsi í vor. Báð-
ir voru þessir menn dæmdir fyrir
föðurlandssvik.
Þrátt fyrir þessa undanláts-
semi, sem títóistinn Nagy sýnir,
til þess að reyna að sætta þjóð-
ina við stjórn sína, er það skoð-
un ýmsra, að það sé vafasamt,
hvort hún dugi til að friða upp-
reisnarmenn. Þeir telji varasamt
að treysta loforðum hennar, þar
sem hún sé nú algerlega undir
hæli rússneska hersins. Breyt-
ingin hafi komið of seint og sé
of lítil segja fréttamenn. Útvarp
ið í Búdapest birtir enn stöðug-
ar áskoranir til uppreisnarmanna
um að gefast upp og er liótað á
víxl hörðustu refsingum eða lof
að sakaruppgjöf. Virðast þessar
áskoranir lítil áhrif hafa.
Ölvun vit5 akstur
Blémaibtiðk Résin eínir ti! f jölbreyttr
ar sýningar á pottablénmm i dag
Blómaverzlunin Rósin í Vesturveri efnir til mjög fjöl-
breyttrar sýningar á pottablómum 1 húsakynnum sínum í dag.
Hefir verzlunarstjórinn, Ringelberg garSyrkjumaður, undir-
búið sýninguna vel og safnað til hennar fjölbreyttu úrvali
pottablóma, sem ræktuð hafa verið hér, aðallega í gróður-
húsum í Hveragerði.
Loftleiðaflugvél á Renfrew-flugvelfi
Nýlega hófu LoftleiSir áætlunarflug héðan fil Glasgow og hafa viðkomu
á Renfrew-flugveili. Mynd þessi var teksn þar s. I. laugardag, er LoftleiSa-
menn voru boðnir þar velkomnir. Á myndinr.i sjást talið trá vinstri:
Nicholas Crasg, uirsboðsmaður Loftleiða í New York, R. W. Orme, fulltrúi
Loftleioa í London, Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri, Sigurður Helga-
son, varaformaður stjórnar Loftleiða, Kristján Guðlaugsson, form. stjórn-
ar Loffíeiða, Allan McLean, borgarstjóri í Paisley, Sigurður Magnússon,
fulltrúi, og Bolli Gúnnar.sson, stöðvarstjóri.
(Framhald af 12. bR5u.)
að félögunum sé skylt að krefja
tryggingartaka um eigi minna en
30% af upphæð skaðabóta, sem
þau hafa orðið að greiða fyrir slík
tjón, en eftir sem áður hafa þau
heimild til að krefja um endur-
greiðslu á allri upphæðinni. Er
ástæða til að ætla, að bifreiðar-
stjórar muni síður valda tjóni af
„stórkostlegu gáleysi", ef það kost
ar þá sjálfa fjárútlát, heldur en
ef tryggingarfélögin bera allan
skaðann.
Ölvun og slysfarir.
Ölvun við bifreiðarakstur hefir
valdið mörgum slysum og er mjög
alvarlegt afbrot. Áhrifamesta að-
ferðin til þess að fækka þeim brot-
um er sennilega sú að svipta þá
menn, sem gerast sekir um slíkt,
ökumannsréttindum ævilangt. Er
því lagt til í 2. gr. frv., að svo
verði gert. Þar er enn fremur lagt
til, að hert sé á ákvæðum laganna
um ökuleyfissviptingu, þegar um
mjög vítaverðan akstur er að ræða,
þó að ölvun bifreiðarstjórans sé
ekki um að kenna. í þessu sam-
bandi skal vakin athygli á því, að
í 2. málsgr. 39. gr. bifreiðalaganna
segir svo:
„Hafi maður verið sviptur öku-
leyfi eða réttindum til að fá það
í lengri tíma en 3 ár, þá getur
dómsmálaráðherra, er 3 ár eru lið-
in frá sviptingunni og sérstakar á-
stæður mæla með því, ákveðið,
að honum skuli veitt ökuleyfið á
ný eða rétturinn til þess að öðlast
það, enda séu færðar sönnur fyrir
því, að viðkomandi hafi verið nind
indismaður um neyzlu áfengis, frá
því hann var sviptur ökuleyfinu.
Slíkt leýfi má þó aðeins veita einu
sinni sama manni.“
Ekki er lagt til í frv. þessu, að
breyting verði gerð á því lagaá-
kvæði, sem hér hefir verið vitnað
tli.“
.4i»gfiýsI35 í Tiafii»MiiEisa
Á sýningunni munu verða 50—
60 tegundir blóma, raðað vel niður
svo að sýningargestir geti gengið
meðal þeirra. Við hvert blóm verð-
ur nafn þess, og ýmislegar aðrar
upplýsingar að fá þar um potta-
blóm. Blaðamenn litu inn í'verzl-
unina í gær, og var þar urn auðug-
an garð að gresja. Ingólfur Davíðs
son, grasafræðingur, lýsti ýmsum
blómum. Sagði hann, að nú væri
heppilegur tími til að koma sér
upp pottablómum.
Þarna voru nokkrar nýjar teg-
undir, og vekja sérstaka athygli
mjög falleg tveggja ára gúmmí-
tré, og fleiri nýstárlegar og fall-
egar jurtir í pottum.
Ringelberg verzlunarstjóri er
Hollendingur, ,en hefir starfað hér
á landi í sjö ár, og er alkunnur
sem snjall blómaskreytimaður og
kunnáttumaður um ræktun og með
ferð blóma. Hefir hann unnið gagn
merkt starf hér á landi á þeim
vettvangi. f Rósinni angar blóma-
breiða í dag. Engin blómasala fer
þar fram í dag. Sýningin er opin
frá kl. 2—10 síðd.
tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitic(iii:;ir«iii2Si9«
| JÓLIN |
I nálgast I (
| Drengjaföt frá NONNA er til- jj
| valin jólagjöf.
i Drengjaföt frá 6—14 ára.
| Matrósföt frá 3—8 ára. I
I Matróskjólar frá 4—8 ára.
I Barnaúlpur frá Heklu 2—14 ára =
| Ullarsokkar — Sportsokkar |
§ Kvensokkar, ull, crep, nyloni
| Karlmanna ullarsokkar =
| TWINK heimapermanent. I
Æðardúnssængur. I
I Sendum í póstkröfu.
| N O N NI |
I Vesturgötu 12 — Sími 3570. i
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiinii
skákmótsies í dag
Undanrásum í hraðskákmóti
Taflfélags Reykjavíkur lauk í fyrra
kvöld, og úrslitakeppni fer fram í
dag kl. 2 í Þórskaffi. Tekur rúss-
neski unglingameistarinn, sem hér
er, þátt í þeirri keppni.
FIó$ í BorgarfiriSi
(Framhald af 12. síðu).
hrossa, sem stóðu í djúpu vatnl
á hólma úti í Hreðavatni. Sótt-
ur var bátur langt að til bjargar
og menn, sem fóru með bátnum
gátu rekið hrossin af hólmanum
til sunds og stuggað þeim á sund
inu til lands þar sem stytzt var.
Margir bflar urðu að láta fyrir
berast beggja vegna við flóðið,
sem náði að mestu frá Dalsmynni
niður að hraunkanti. Stór olíu-
flutningabíll ætlaði að brjótast
yfir svelginn, en komst með
naumindum upp úr flóðinu heim
að bæ einum á leiðinni og lét
þar fyrirberast, það sem eftir
var nætur. Margir bifreiðarstjór-
ar óðu djúpt til að kanna vatnið
á veginum er þeir komu að far-
artálmanum og komu margir
blautir .og hraktir til húsa til að
bíða eftir því að flóðið sjatnaði.
A-þýzkir stódentar
(Framh. af 1. síðu.)
viðbúnaði valdhafanna til að bæla
niður uppþot. Öll leyfi í her og
lögreglu hafa verið afturkölluð
fyrst um sinn. Tékkneska stjórnin
sat á fundum í allan dag og ræddi
ástandið. Einnig þaðan berast
fregnir um ókyrrð meðal almenn-
ings.