Tíminn - 04.11.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.11.1956, Blaðsíða 6
1 T f MIN N, sunnudaginn 4. nóvember 1956« Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.)« Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Fokið í öll skjól KOMMÚNISTAR grípa fegins hendi atburðina við Miðjarðarhaf til að leiða at- hygli frá ástandinu handan járntjalds. Þeir reyna að rugla fólk í ríminu með þvi að tala um þessi tíðindi í éömu andránni, reyna að nota fruntalega árás á Egyptaland sem yfirbreiðslu á margra ára kúgun og harðstjórn í leppríkjunum. Þótt atferli stórveldanna í Egyptalandi veki andúð og leiða í brjósti frjálshuga fólks, er þaö engin skýring né afsökun á margra ára grimmdarstjórn komm- únista í leppríkjunum, né rétt .læting á pólitísku fræðikerfi, sem öll sagan hefur afhjúp- að og umbylt á síðustu árum. Allt síðan leiðtogar Rússa hófu hófu sjálfir að opinbera grimmdaræði Stalins og þar með ferlegasta blekkingavef mannkynssögunnar, hefur ógnarmynd kommúnismans blasað við öllum, sem á ann- að borð vilja sjá og heyra. Hún hefur í rauninni ekki verið hóti betur farin en risa likneskið af Stalin, sem al- menningur í Búdapest felldi af stalli og dró um göturnar til merkis um hatur og fyrir- litningu. Uppreisn fólksins í Ungverjalandi og hræringarn ar í Póllandi og víðar handan járntjaldsins felldu síðustu leifar grímunnar af ásýnd heimskommúnismans. Það sannast á kommúnistablöð- um á Vesturlöndum þessa dag ana, að díalektísk kredda, orðaleikir og hugtakafalsanir duga ekki harðsvíruðustu kommúnistaleiðtogum til að skýra atburðina. Hafa þó þessi fræði stundum reynst kommúnistum þægilegur reið skjóti þegar þeir hafa þurft. að vera á flótta undan aug- ijösum staðreyndum um stjórnarfarið í austurvegi og hruni kennisetninganna. Nú er líka fokið í þetta skjól. Svo stórkostleg eru þau sönn unargögn, sem nú eru dag- lega dregin fram í dagsljós- ið. Gagnvart þessu er her- hlaup Breta, Frakka og Gyð inga í Egyptalandi engin raunabót fyrir kommúnista þótt þeir reyni að grípa slíkt hálmstrá. Sá atburður er sem stendur harðasta deilumál, meðal lýðræðisþjóðanna. En svartnætti einræðisins og kúgunarinnar er enn á ný að hvelfast yfir þjóðirnar i austri, eftir þá litlu skímu dögunar, sem sást á glugga í Ungverjalandi, og í aðalstöðv um heimskommúnismans hreyfir enginn hönd né fót til varnar. Skipulagið er ekki sniðið til þess. ALMENNIN GSÁLITIÐ um vestræn lönd hefur ver- ið svo einróma að fordæma miskunarleysi kommúnism- ans að undanförnu, að komm únistaleppunum, sem enn tolla í trúnni, hefur illa verið vært. Þannig þóttist mið- stjórn danska kommúnista- flokksins þurfa að gera ofur- iítið hreint fyrir dyrum sín- um hér á dögunum er upp- reisnin í Ungverjalandi stóð sem hæst. Hún birti formlega álitsgerð og hafði í frammi til burði til að skýra atburðina, og fór þá alveg eins og Þjóð- viljinn í leiðaranum fræga nú í vikunni: Tókst að komast hjá því að nefna Rússa og heimsveldisstefnu þeirra Ungverskum leiðtogum var kennt um allt saman. í ljósi fregnanna fyrr í vikunni töldu dönsku kommúnista- foringjarnir þó rétt að lýsa stuðningi við brottkvaðn- ingu erlends hers úr leppríkj - unum, en hvernig þeir snúast við aukinni hersetu Rússa er óljóst. Vel má vera að þeir manni sig betur upp en Þjóð- viljinn, sem kallar það þó „alvarlegan atburð“ í gær að rússneskur her skuli sækja inn í Ungverjaland, jafn- framt því sem reynt er að nota Súezmálin til að milda allt útsýnið. En hvernig sem orð kunna að falla þar og hér, eru rétttrúnaðarmenn kommúnismans nú svo ánetj - aðir í vef blekkinga og heimskulegra fullyrðinga á undanförnum árum, að úr því sleppa þeir ekki. Fyrir vestræna kommúnista er eng in önnur leið til en að viður- kenna mistök sín, afneita of- beldiskerfinu og snúa sér að heiðarlegu starfi heima fyrir að framförum og viðreisn. SJÁLFSTÆÐISmenn eru sjóðandi heitir í umræðum á Alþingi. Af framkomu þeirra má öllum ljóst vera, að þeir eru uggandi um veldi ilokks síns í framtíðinni. Hat- ur þeirra til hinnar nýju ríkisstjórnar virðist tak- markalaust. Hinir gjörhugulli menn Sjálfstæðisflokksins reyna þó að haga orðum sínum þannig að út líti, sem þeir beri þjóðarhag fyrir brjósti, en vantreysti því, að stjórn- :ínni takist að gera það, sem gera þarf. Segja ekki beinum orðum að þeir vilji torvelda það. Hinsvegar fór svo fyrir Broshýr ásýnd Nagys hefir stundum haft róandi áhrif á ungverska alþýðu Þegar Ingólfur sprengdi af sér lokiS Leynist harka og þjóft- ernisstolt á bak við gó"ð- legt andlit gamals komm- únistaforingja? Maðurinn, sem er á oddin- um í sfjórn Ungverjalands á þessum miklu örlagatímum, er þrekvaxinn, heldur góð- legur og broshýr stjórnmála- maður, sem heitir Imre Nagy, 60 ára gamafl, reyndur kommúnisfi og hefir í ýmsa aðra raun rafað á lífsleiðinni. Nú eru líka þáttaskil í lífi hans. Verður hann leiðtogi í frelsisbar- áttu Ungverja, eða verða gömul tengsli við Moskvu yfirsterkari? Ekki verður um það ráðið að svo stöddu. En þess eru nokkur merki, að Nagy hafi eflst og vaxið í eld- sldrn síðustu vikna og e. t. v. muni honum auðnast að verða talsmað- ur þjóðar sinnar gegn erlendu kúg- unarvaldi áður en lýkur, þrátt fyrir allt. Bóndasonur frá Kapsovar Nagy er fæddur árið 1896 og er bóndasonur frá Kapsovarhéraði. Foreldrar hans voru kalvínistar. Ungverjar eru flestir kaþólskir, en talsverður minnihluti er áhang- andi Kalvínskenninga í trúmálum. Um uppvöxt Nagys er ekki mikið kunnugt á Vesturlöndum. Eftir ein hverja skólagöngu varð hann lær- lingur hjá járnsmið einum, og stundaði síðan vélvirkjanám. Þegar heimsstríðið fyrra brauzt út, var Nagy kvaddur í austurrísk-ung- verska herinn. Hann særðist á í- tölsku vígstöðvunum, og er liann hóf aftur að taka þátt í bardög- um, var hann fangaður af Rússum, sem sendu hann til Síberíu í stríðs fangabúðir þar. Þegar keisara- stjórninni rússnesku var steypt af stóli, snerist Nagy til fylgis við bolsévikka. Var þá handtekinn af hvítliðum, eftir skærur nokkrar, en tókst að flýja. Þegar Nagy kom heim til Ungverjalands varð hann boðberi kommúnisma og bylting- ar og gerðist brátt fylgismaöur hins kunna byltingarforingja Bela Kun, sem stjórnaði Ungverjalandi í 133 daga árið 1919. En þegar bylt.ing Bela Kun mistókst og for- inginn flýði til Rússlands (þar sem Stalín lét drepa hann árið 1938), fór Nagy til Parísar. Hann undi ekki lengi þar, hélt heim, var handtekinn af mönnum Horth- ys einvalda Ungverjalands (1920— 1944), en slapp líka úr þeirri fanga vist og hélt þá til Rússlands, gerð ist rússneskur borgari, las land- búnaðarvísindi í Moskvu og var um hríð bústjóri á samyrkjubúi í Síbiríu. Imre Nagy — hvaS býr á bak við brosiS Áróðursmaður fyrir 5talín Þegar seinni heimsstyrjöldin brauzt út, var Nagy kvaddur til óróðursstarfa fyrir Stalín. Varo hann þá ritstjóri Uj Hang (Nýir tímar) í Moskvu, og seinna stjórn aði hann útvarpssendingum til Ungverjalands, sem nefndar voru í höfuðið á Kossuth, írelsishetju Ungverja, er stjórnaði írelsisbar- áttu þeirra 1848—1849. Rússar kæfðu hana með grimmd og harð- íylgi. ' Nagy fylgdi í fótspor hins sig- ursæla Rauða hers 1944, eins og fleiri kommúnistaforingjar, tilbú-, inn að taka við þeim völdum, sem Rússar vildu af hendi láta. í fylgd með honum var Ernö Gerö og Mát- hyas Rakosi, og hafa allir síðan mjög komið við sögu, og hinir tveir fyrrnefndu verið aðalumboðs menn stalínismans í Ungverjalandi allt fram að uppreisninni síðustu. Árið 1944 kom Nagy fram á sjón- arsviðið heima fyrir sem bátttak- andi í bráðabirgðastjórn þeirri, er Rússar settu á laggirnar í Debrecc en í desember 1944, og átti að heita samsteypustjórn kommúnista, bænda og sósíaldemókrata. Frjáls ar kosningar voru svo haldnar ari seinna, og komu kommúnistum harla óvænt, því að lýðræðisöflin hlutu þá yfirgnæfandi fylgi (bændafiokkur 2.688.161 atkv., jafnaðarmenn 821.566, kommúnist- ar 800.257). En Rússar sáu til þess, að öll ráðherraembætti, sem mest völd fylgdu, lentu í höndum kommúnista. Nagy varð landbún- aðarráðherra og stjórnaði upptöku jarðeigna og sameignarskipulag- inu með harðri hendi, var þá sjálf ur nefndur „kúlakkinn" aí almenn ingi vegna þess, hve hann var í góðum holdum og sællegur ú.tlits. Seinna varð hann innanríkisráð- herra og stjórnaði þá fyrir Rússa ógnaröld þeirri, sem leiddi 'til handtöku forustumanna bænda- flokksins 1947 og svlpti foringja bændaflokksins, Ferenr Nagy (þeir eru ekkert skyldir) öllum vcldum og hrakti hann í útlegð. Tvær ásýndir Út á við hafði stjórn Ungverja- lands tvenns konar ásýnd. Annars vegar var harðneskjulegt og lymskulegt yfirbragð Mathyas Ra- kosi, sem hóf að uppræta alla mót spyrnu. gegn kommúnistum og rífa niður leifar af skipulagi ann- arra flokka, hins vegar broshýrt og góðlegt andlit Imre Nagy, sem átti að halda uppi þeirri trú, að allt væri með felldu í Ungverja- iandi. Hann hélt „sanngjarnar“ ræður á fundum, kenndi búnaðar- vísindi við háskólann í Búdapest, skrifaði bók um guðfræði og sýndi umburðarlyndi í trúmálum, er einkadóttir hans giftist mótmæl- endapresti. í samtölum á kaffihúsum borg- arinnar hafði hann á sér góðlegt (Framhald á 8. síðu.) Ingólfi Jónssyni fyrrverandi ráðherra 1. nóv., að hann hitn aði meira en hann þoldi og sprengdi af sér lokið svo of- an í hann sá. Hann sagði þá orðrétt í umræðum um verð- festingarfrv.: „Það verður að finna önnur ráð til þess að koma hæstvirtri ríkisstjórn frá völdum en þau ein, að hún fái hvergi lán“. í þessum orðum hins fyrr- verandi ráðherra Sjálfstæð- isflokksins speglast hugar- far flokksins. í þeim er ský- laus yfirlýsing um vilja til skemmdarverka. Þarna hafa menn það svart á hvítu, að Sjálfstæð- isflokksfulltrúinn telur að ráða þurfi að leita til þess að koma í veg fyrir að ríkis- stjórnin geti útvegað lán, — en meira þurfi þó meö en þeirra ráða einna. Hvaða lán er hér um að ræða? Auðvitað lán til togara- kaupa, lán handa Búnaðar- bankanum og Fiskveiðisjóði, lán til rafvæðingar landsins o. s. frv. Lán, sem taka þarf, taæði erlendis og innan lands. I. J. dregur ekki dul á að lánstrausti ríkisins eigi að spilla. En meira þarf að gera, segir hann, en að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin fái nokkursstaðar lán. Svo tak- markalaus er illviljinn, hatr ið og ofstækið, sem í ljós kom þegar Ingólfur sprengdi af sér lokiö. Hver hugsandi maður, sem ekki er haldinn þessu of- stæki, hlýtur að sjá að svona stjórnmálabarátta er neðan við allar hellur. Á SKOTSPÓNUM Nú er ýmsum orðið ljóst, til hvers Morgunblaðið bjó til fréttina um að íslenzka ríkisstjórnin hygðist viðurkenna austur-þýzku stjórnina. . . .ÞaS skýrSist í umræðum á AI« þingi, er Ingólfur Jónsson sagði. ....... .Það verður að finna önnur ráð til þess að koma hæstvirtri ríkisstjórn frá en þau ein, að hún fái hvergi lán. .. .“Uppspuna Morgunblaðsins var stefnt gegn lánstrausti þjóðarinnar erlendis. .. . Sím- fregnin fi! útlanda átti að vinna gegn lánsmöguleikum í Vestur-Þýzkalandi. .. .Með þessum aðgerðum hefir ófræging- arstríð íhaldsins komizt á nýtt stig. . . .Olíuskip Sambandsins og Olíufélagsins mun væntanlegt til íslands í fyrsta skipti fyrr en búizt. var við. .. . hreinsun tók skemmri tíma en ætlað var . . . skipið flytur olíufarm frá Svartahafi til íslands Gæru- sala á þessu ári mun hafa gengið greiðlega.... kaupendur eru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Finnar....í undirbúningi mun vera námskeið hér í Reykjavík í tilbúningi síldarrétta . . . .með sýnikennslu. . . .íslenzkir blaðamenn gera nú orðið víðreist til að afla efnis fyrir blöð sin .. . Morgunblaðið hefir fréttaritara vestan hafs til að skrifa um forsetakosningarnar . . . .Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans fer vestur um haf í dag og mun fylgjast með kosningunum fyrir blaðið . . . .Innan skamms fer hópur blaðamanna til Evrópu í boði Loftleiða. . . .Safn stuttra sagna eftir Indriða G. Þorsteinsson mun væritanlegt á bókamarkaðinn með vorinu. . . Ný Ijóða- bók eftir Davíð mun koma út fyrir jélin... .1 undirbúningi er bók, sem heitir „10 ár á Litla Hrauni“. .. .það er fangavörður, sem ritar.... seinna bindi af „Öldinni sem leið“ kemur senn út undir ritstjórn Gils Guðmundssonar. . . . Nýjasta sagan eftir Laxness mun væntanleg í marz. . . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.