Tíminn - 04.11.1956, Síða 8

Tíminn - 04.11.1956, Síða 8
3 Sextug: GuSfimia Stefánsdóttir í Vogura i Mývatussveit Hún Guðfinna í Vogum er sextug. Hún er fæd4 að Múla í Aðaldal 5. nóv. 1896. Foreldrar hennar voru ftefán Jónsson, elsti sonur Jóns Hinrikssonar, skálds á Helluvaði og Guðfinna Sigurðardóttir, Magnús- sonar bónda á Arnarvatni um lang- an aldur. Foreldrar hennar fluttu að Örnólfsstöðum í Reykjadal og bjuggu þar til hárrar elli. Þar ólst Guðfinna upp í stórum systkina- hópi, og fór eigi að heiman nema t,l að vinna fyrir sér, fyrr en hún giftist vorið 1915 Jónasi Pétri Hall- grímssyni bónda í Vogum. Settu þau saman bú þar af litlum efnum, en eignuðust 9 börn, sem þau ólu öll upp og komu til manns. Mátti segja að þar ætti heima gamla mál- tækið: „blessun eykst með barni hverju“. Mann sinn, Jónas Pétur missti Guðfinna 5. des. 1945. Voru þá elstu börnin flutt til Reykjavíkur og Akureyrar, en hún hefur búið síð- an með yngri systkinunum hinu mesta blómabúi. Hafa á því tíma- bili öll hús verið byggð upp, úr steinsteypu og eru hin vönduð- ustu. Grjóti rutt úr hálfgerðu hrauni og það gert að véltæku túni. Ilefur jafnan verið fjölmennt heim ili hjá henni og hún veitt því hina beztu forstöðu, bæði með kappi og forsjá. Börn hennar eru Ólöf Val- gerður húsfreyja á Akureyri, gift Torfa Vilhjálmssyni, Jón vélsmiður í Reykjavík, giftur Þóru Eiríksdótt- ur; Stefán bílstjóri í Reykjavík, giftur Aðalheiði Hannesdóttur; Sigurgeir, ógiftur heima; Þorlákur ógiftur heima; Friðrika ógift heima, Iiristín, ógift heima; Hallgrímur bílstjóri í Vogum, giftur Hjördísi Albertsdóttur, og Pétur trésmiður í Reykjavík, giítur Valgerði Stein- grímsdóttur. Enn er fjölmennt heimili hjá Guðfinnu á sumrum, er barnabörn- in dvelja hjá ömmu sinni. Þrátt fyrir allar heimilisannir hefur Guð finna tekið þátt í félagsstarfsemi. verið hinn bezti félagi í kvenfélagi og kirkjukór Reykjahiíðarkirkju og stundum verið formaður hans. — Sendar verða henni hugheilar ham ingjuóslcir á sextugsafmælinu, því hún er um allt hin mesta ágætis- kona. P. J. DÁNARMINNING: Bolli Sigtryggsson, Sunnudaginn 21. október s. 1. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Bolli Sigtryggsson bóndi á Stóra-Hamri, rúmlega sjö- tugur að aldri, eftir langvarandi vanheilsu. Við fráfall hans hverf- ur af sjónarsviðinu einn af hinum kunnari Eyfirðingum, vinsæll mað- ur og vel metinn, glaður og góður f jlagsmaður og hvers manns hug- ljúfi. Fæddur var hann að Stóra-Hamri í Eyjafirði 21. janúar 1884 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar hans voru: Sigtryggur Jónasson og Rann veig Jónsdóttir frá Ytra-Laugalandi líalldórssonar. Voru þau bæði af nerkum og mikilhæfum ættstofni homin langt í ættir fram. Faðir Bolla, afi og langafi, bjuggu allir á Stóra-Hamri, og með nokkrum iíkindum má rekja föðurætt hans í beinan legg til Auðuns Þórólfs- sonar landnámsmanns í Saurbæ. Bendir það til, að ætt hans hafi unað sér vel í Eyjafirðinum, enda stóð gæfa forfeðra hans þar jafnan styrkum fótum. Bolli ólst upp með foreldrum sínúm og tók ungur að aldri við búi af þeim á hálfri jörðinni, þeg- rr faðir hans andaðist árið 1907. Haustið áður, hinn 4. nóvember, hafði hann kvænzt eftirlifandi konu sinni: Guðrúnu Jónsdóttur, sem reyndist honum hinn bezti förunautur á lífsleiðinni. Eru börn þeirra: Eyþór Bolli, starfsmaður hjá Mjólkursamlagi KEA, Akur- eyri; Bryndís, kona Eiríks Skapta- ronar bónda á Stóra-Hamri og Jón Ragnar bifreiðastjóri á Önguls- stöðum. Þau Bolli og Guðrún bjuggu sam fleytt á Stóra-Hamri um þrjátíu éra skeið, eða til ársins 1937, er börn þeirra tóku við. Á þessum ár- um byggði hann steinsteypt íbúð- arhús á jörðinni og gerði margvís- logar fra.mkvæmdir aðrar, enda var hann stakur iðjumaður og féll sjaldan verk úr hendi. Ekki lagði hann heldur árar í bát, þótt hann léti af búskapnum, því að alla stund síðan hefir hann verið sívinnandi, einkum að liúsa- byggingum, sem hann var laginn við og hafði yndi af. Enda þótt hann lærði aldrei smíðar, hafði : hann til þeirra mikið upplag -6g J var hagur til hvers er hann tók höndTmTtiL' Um mörg 'ár var hann verkstjóri við vegagerð í sveitinni bóndi, Stóra-Hamri og fórst það einkar vel úr hendi. Greind hans og verkhyggni kenndu honum brátt góð tök á öllu, er hann reyndi við. Þannig lærði hann t. d. bókband af sjálfum sér, og batt til margra ára allar lestr- arfélagsbækur í Munkaþverársókn fyrir lítið gjald, og mun það vera orðið allmikið bókasafn, sem hann hefir þannig bundið í hjáverkum sínum frá heimilisstörfum, sem mörgum mundi hafa þótt vera ær- in fyrir Enda þótt Bolli væri þannig góð- ur verkmaður og sívinnandi, skorti hann þó aldrei tíma til félagsmála þeirra, sem hann var kvaddur til, og vann hvað eina, sem honum var á hendur falið með einstakri trú- mennsku og lifandi áhuga. Þannig var hann lengi í stjórn Lestrarfé- lags Munkaþverársóknar, sá um fjárhag þess, valdi bækur þess og batt þær, eins og áður er getið. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun ungmennafélagsins Ársól 1918, formaður þess um skeið og ávallt einn af ötulustu starfsmönn- um þess. Og það var einkennandi fyrir allt viðhorf hans til lífsins, að úr því félagi gekk hann aldrei, þótt árin færðust yfir og hárin tækju að grána. Hann undi sér hvergi betur en með ungu fólki, og unga fólkið undi sér engu síður vil með hon- um þessum samvinnuþýða og glað- lynda manni. Lengst og bezt vann hann þó að safnaðarmálum Munkaþverár- kirkju. Rúmlega tvítugur að aldri tók hann við forsöngvarastarfi í kirkjunni árið 1905 og skömmu síð ar einnig í Grundarkirkju og gegndi hvoru t.veggja starfinu um langt árabil. Einhverja lítils háttar tilsögn mun hann hafa fengið í org- elleik, en numið hann þó mest af eigin æfingu vegna þess yndis, sem hann hafði alla ævi af sönglist. Hann hafði iðulega söngæfingar og sparaði enga fyrirhöfn til þess, að söngurinn mætti takast sem bezt. i Var þetta á þeim árum, þegar sam- göngur voru ekki jafngreiðar og nú, og menn urðu að leggja það á sig að fara fótgangandi langan veg til æfinga í lítt hituðum húsum Jafnan voru þó þessir fundir vel sóttir, því að söngstjórinn kom öll- utn í gött skap með fjöri sínu ög gleði. v "Þói'að'aðriri tœkju við orgahleik- arastarfinu, átti hann þó síðar T í MI N N, sunnudaginn 4. nóvember 1956. Samræmdar aSgerðir við ref aeyðingu á ölliim Reykjanesskaga Fjáreigendafélag Reykjavíkur hefir forustu um samtök yfirvalda og bænda Fjáreigendafélag Reykjavíkur hefir haft forgöngu um samræmdar aðgerðir til refaeyðingar á stóru landssvæði til verndar sauðfjárbúskap bænda. Hefir bitvargur verið að- gangsharður að undanförnu og þykir sýnt, að ekki dugi minna en samræmd sókn til að halda honum í skefjum. í greinargerð um þetta mál, sem Fjáreigendafélagið hefir birt, segir á þessa leið: Refurinn hefir löngum verið ís- lenzkum bændum og bústofni þeirra þungur í skauti, Um aldamótin unnu bændur á Re.ykjanesskaganum úrslitasigur á refnum. Svo að fyrstu tugi ald arinnar var refur mjög fáséður hér um slóðir og gerði lítinn sem engan skaða. Nú hetur þetta tekið breytingum til hins verra, refur veður nú uppi um allar jarðir, og veldur miklu tjóni .á sauðfé, þó tilfinnanlegast um sauðburðinn og framan af sumri. Miklu fé hefur að undan- förnu verið varið til útrýmingar á refum. — Grenja hefur verið leit að á vorin og sum unnin, sem fund ist hafa. Á haustin hefur verið eitr að í afréttarlöndin á víð og dreif. Þrátt fyrir þessar aðgerðir virðist refum ekki fækka og tjón af hans völdum var mjög tilfinnanlegt s. 1. vor og sumar. Nokkuð mun hafa skort á að refaeyðingarnar hafi ver ið framkvæmdar nógu skipulega, með þeim afleiðingum að rpfir hafa nokkur hætta. Menn eru því strang lega varaðir við að snerta ekkert matarkyns, sem þeir finna út á víðavangi. Bein eitraðra, dýra eru banvæn í mörg ár. Hrafnar, Veiði- bjöllur, Fálkar og fleiri fuglar éta eitrið og bíða bana af. Fuglar fljúga stundum langt frá eiturstaðnum áður en þeir drepast.Dýr, sem bíða bana af eitri eru einnig eitruð, og getur því verið hættulegt að snerta þau. j Eitur hreinsað burt. Á útmánuðum verður allt eitur hreinsað af afréttum og það grafið í jörð til frekara öryggis. — Þrátt fyrir það þótt allar varúðar sé gætt við meðferð eiturs, er það þó alltaf hættulegt. Það er því sameiginleg áskorun allra þeirra, sem að eitrun- inni vinna, beint eða óbeint, til allra, sem leið eiga um afréttar- lönd og heimahaga í landnámi Ingólfs, að forðast að snerta á hvers konar rifjum af fuglum eða öðrum dýrum, og að brýna fyrir börnum og unglingum, sem um svæðið fara, að slíkt getur verið eitrað og ban- vænt. Af illri nauðsyn verðum við að eitra fyrir refinn, sem annars myndi eyða ailri sauðfjárrækt á Reykjanesskaga. Við skulum sam- einast um að gera refaeitrunina hættulausa með skynsamlegri og góðri umgengni. ASför borgaríógeta Vegna auglýsingar borgarfóget- ans í Reykjavík daganna 25 til 27. okt. um sölu á húseign minni Lindargötu 50, þá vil ég að gefnu tilefni taka það fram, að skattkrafa tollstjórans, sem auglýst var upp- haflega í Lögbirtingarblaðinu var vegna fyrirtækis þess, sem ég er framkvæmdarstjóri fyrir, þær aug- lýsingar eru því ekki samhljóða auglýsingum dagblaðanna. Hér eru því brögð í tafli og fógeti hefir ekk ert leyfi til að selja húseign mína fest í grenjum, sem ékiu 'hafa.fyrir kröfú tóllstjórans. 'Þetta þrætu mál hefúr tekið eitt ár. Hinsvegar áJ fyrirtækiÖ nægar eig’nir til að gera fjárnám í ef á byrí-ti að halda til tryggingar nokkur þúsund króna skuld. En það sem er mest athyglis vert í þessu öllu er það, að fógeti virðist hafa áberandi áhuga fyrir því að selja ekki minna en heila húseign og eignarlóð fyrir nokkur þúsund krónur til lúkningar gjöld- um sem annar aðili á að borga. Slíka græðgi, sem felst í því að ætla að selja griðastað hvers borg- ara, hús manns og heimili fyrir nokkrar krónur, verður að stöðva með breyttri löggjöf, ef aðför fó- geta er lögleg, fyrr en annað er reynt. fundist fyrr éh of sei’nt eða eklki, Aldrei hefur verið eitrað skipu- lega á öllu fjárskiptasvæðinu. Fundur að frumkvæði Reykvíkinga. Vegna þessara aðstæðna boðaði Fjáreigendafélag Reykjavíkur til fundar með öllum oddvitum, bæjar stjórum, sveitarstjórum og refa- skyttum á fjárskiftasvæðinu, sem afmarkast af Ölfusá og Sogi að austan og Hvalfirði að vestan, og var fundurinn haldinn í Reykjavík 14. okt. s. 1. — Á fundinum var ákveðið að beita sér fyrir samræmd um aðgerðum til refaeyðinga. í framhaldi af þessum ákvörðunum var ákveðið að eitra fyrir ref á öll afréttarlönd fjárskiptasvæðisins frá Hvalfjarðarbotni vestur á Reykja- nestá. — Eitrun er þegar hafin og verður henni haldið áfram enn um hríð. Aðailega er eitruð rjúpa, hún er auðkennd með því að sníða af henni hægri vænginn. Fiskur er einnig eitraður og kjötstykki, smá og stór og í einstaka tilfeilum kinda hræ. Oftast eru það hræ kinda, sem refur hefur drepið. Af hinni víðtæku eitrun stafar meir eftir að eiga góðan hlut að söngmálum Munkaþverársóknar, þegar stofnaður var þar kirkjukór, því að þá var hann um mörg ár formaður hans og gekk ötullega í því að hann héldi reglulegar æf- ingar, og leiðbeindi sjálfur við sönginn. Var það mikils virði fyrir söngflokkinn að hafa-þennan ósér- hlífna áhugamann í broddi fylk- ingar fyrir starfsemi sinni. Auk þessa var Bolli langa hríð meðhjálpari í kirkjunni, formaður sóknarnefndar, fjárhaldari og safn aðarfulltrúi og sótti stundum kirkjulega fundi. í hvert skipti, sem eitthvað þurfti að hlynna að kirkjunni, vann hann það verk annað hvort sjálfur, eða sá um að það væri gert. Þannig starfaði hann að því með lifandi áhuga að láta fegra kirkjuna fyrir hundrað ára afmæli hennar árið 1944, og var sjálfur byrjaður á að klæða hana að utan með asbesti og járni, er hann lagðist banaleguna. Var honum ekki um annað meira hugs- að síðustu ævistundirnar en að því verki yrði farsællega lokið. Bolli hefði getað sagt með sáima skáldinu forna: „Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: Göngum í hús drottins" Hann sá ekki eftir neinu starfi í þágu þeirrar stofn- unar. Hann var hugsjónamaður og valmenni. Eyfirðingar kveðja hann með virðingu og þökk. — B. K. Eitthvert skynsamlegt mat verð- ur að ráða því hvað þessir herrar telja sig mega selja fyrir kröfum sínum áður en svo langt er gengið. Hvort hin háu uppboðslaun af sölu á húseignum ráða þessum að- gerðum eða gamall hefndarhugur, það læt ég ósagt. Borgarfógetaembættið er virðu- legt embætti en fógetinn er ekki friðhelgur, sízt ef það er rétt að hann hafi prósentur af öllum upp- boðum í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur. Eg vildi að þe.ssi orðsending yrði borgarfógeta ekki óþægilegri en auglýsing hans hefur orðið mínu heimili. • Eg vona að þessari aðför borgar- fógeta að mér verði ekki til þess að varpa skugga á það straust. sem fyrirtæki og einstaklingar um land alit hafa sýnt mér í sambandi við atvinnurekstur minn í nærfeilt 20 ár. 1 Reykjavík, 1. nóv. 1956. Björgvin Frederiksen. 1 Imre Nagy Krúsjeff ákvað að reyna að friða títóista með því að upphefja í gröfum sínum þá Rajk (drepinn af Stalín 1947) og Bela Kun (drep inn af Stalín í Moskvu 1938). Radd ir um afnám stjórnar, sem stydd- ist við erlendan her og óbærilegt skriffinnskukerfi, fóru að heyrast meðal ungra menntamanna. Milc- oyan flaug til Búdapest og stakk upp á því að Rakosi færi sér til hressingar suður á Krím. í júlí settu Rússar Ernö Gerö til æðstu metorða í stað Rakosis, og hon- um var skipað að ávinna sér traust Títós. Gerö fór í Kanossagöngu íil Bel grad, en þegar hann kom heim aftur, var Búdapestborg í upp- námi. !lafnskjótt brauzt uppreisn- in út. Nú var þörf á broshýru og góðlegu andliti fremur en nokkru sinni. Nóttina, sem Gerö kallaði á rússneska herinn, var Nagy sótt- ur og settur í forsætisráðherrastól á ný. Að þessu sinni virtist hann vera of seint á ferð. En e. t. v. nógu snemma til þess að eiga enn tækifæri til að sanna, að jafnvel kommúnistum er ekki alls varn- að. Næstu daga reynir á, hvort Nagy er maður til að taka á móti Rússum, hvort hann lætur slag standa og heldur fast á málstað Ungverja við sitt hlutskipti, og þjóðar sinnar, eða hvort hann beyg hann átti að vera íákn „þjóðfylk- jir sig og horfir á járntjaldið falla ingarinnar“ svonefndu. Nagy réð- á nýjan leik. ist hart gegn efnahagsmálastefnu '___________________________________ Rakosis, kallaði hana ganga brjál-1 semi næst, kvað alltof mikla á-' herzlu hafa verið lagða á þunga- iðnað, en of litla á neyzluvarning fyrir almenning. Þetta var Malen- kovslínan, og Nagy var kallaður litli Malenkov. En þegar Malenkov féll, leið ekki á löngu unz ásýnd Rakosis birtist á ný í Búdapest. I Nagy var sagður „hjartabilaður“ og sagði af sér í febrúar 1955. Ra- kosi hélt innreið sína í stjórnar- ráðið og var nú harðsvíraðri en nokkru sinni fyrr. Hreinsun Rajks og Bela Kun Pólitískir sviptivindar gengu yfir Ungverjaland með vaxandi ör- birgð, og urðu að stormi þegar (Framhald af 6. síðu) yfirbragð samningamannsins, og lét í það skína, að e. t. v. mætti finna heppilegri leið til að fram- kvæma kommúnisma í Ungverja- landi en þeir notuðu, Rakosi og rússneskir yfirboðarar hans. Þrátt. fyrir þetta slapp Nagy þegar ógn- arstjórn Stalíns greip í taumana í Ungverjalandi 1947 og lét drepa Laslo Rajk utanríkisráðherra og fjölda annarra háttsettra kommún- ista, sem ekki voru taldir nægi- lega traustir fylgismenn Rússa og Rakosis. Nagy notaSur 1953 Rússar óttuðust þegar árið 1953, eftir dauða Stalíns og uppþotin í Austur-Berlín, að til meiri tíðinda kynni að draga í leppríkjunum. Þá var slegið undan í bili í Ung- verjalandi. Rakosi, sem öll þjóðin hataði, var kvaddur til Moskvu, en Nagy settur upp á stjórnarstól. Hin broshýra ásýnd átti að sætta TRICHLORHREINSUN (ÞURR HR tlNBUN ) BJ0RQ SÓLVALLAGOTU 7A * SÍMI 3237 BARMAHLÍ€ G

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.