Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 8
8 jVHnmng: Hnsfreyjan frá Sanrbæ, § Kairín Grlinsdóiiir ' F. 18.10 1875 -D. 3.9.1956 Eitt aí því bezta, sem auðnan veitir í þessu lífi, er að kynnast góðu fólki, þekkja það og eiga samleið með því. Katrín Gríms- dóttir var ein af þeim konum, sem öllum þótti gott að þekkja og því betra, sem lengri urðu kynni. Katrín fæddist á Vatnsenda í Flóa 18. okt. 1875. Foreldrar henn sr voru hjónin Kristín Gissurar- dóttir og Grímur Einarsson. Seinna keyptu foreldrar hennar Syðri-Reyki í Biskupstungum, og þangað flutti fjölskyldan. Það þótti í mikið ráðist að kaupa þessa jörð þá, en það blessaðist allt i búskap þessara hjóna. Þau urðu betur efnum búin og heimilið ann- ólað fyrir þrifnað og reglusemi, og þóttu heimilishættir þar um margt betri, en þá almennt gjörð- ist. Af 13 systkinum komust 10 til fullorðins ára. Alltaf var mikið kærleikssamband milli Katrínar og systkina hennar. Katrín ólst upp að hætti þess tíma og tíðaranda, sem var í heiðri hafður fyrir og um síðustu aldamót. Hún vann að öllum störfum heimilisins úti og inni, og kunni vel til allra verka. Árið 1902 giftist Katrín Gísla Jónssyni frá Stóradal og fluttist norður sama vor. Þau fóru ekki strax að búa ungu hjónin, því sá sorglegi atburður gerðist, að hús- móðirin í Stóradal dó frá 3 ungum börnum. Tók þá Katrín að sér að ejá um heimilið og móðurlausu börnin, þar til árið 1906, en þá var faðir barnanna líka dáinn. Heim- ilið var þá leyst upp og börnin tekin í fóstur af einum ættingja sínum, Pálma Jónssyni á Ytri- Löngumýri, föður Jóns Pálmason- ar alþingismanns á Akri. Pálmi var föðurbróðir barnanna, en kona Iians var ömmusystir þeirra. ." Alltaf bar Katrín sáran harm í huga vegna þess að hafa þurft að skilja við þessi foreldralausu börn, því öll urðu þau henni svo kær. En liún var svo lánsöm, að með henni og þeim slitnaði aldrei vináttu- samband, og mikið var hún glöð yfir að vita, að þau öll voru vel gefin, lánsöm og góðir þjóðfélags- þegnar. Árið 1906 hófu þau Katrín og Gísli búskap á hálfri jörðinni Stóradal. Síðar fluttu þau að Þór- ormstungu í Vatnsdal, en árið 1925 keyptu þau jörðina Saurbæ í Vatnsdal, og bjuggu þau þar, það sem þau áttu eftir að dvelja í sveit, en þá tók einkasonur þeirra, Grímur, við jörðinni. Á þeim tíma, sem þessi hjón hófu búskap, var allt viðhorf til lífsins ólíkt því, sem nú er í þjóð- félagi voru. Aðdrættir til heimil- anna voru þeir, að farið var í kaup- staðinn, sem kallað var, einu sinni til tvisvar á ári. Þá varð að kaupa allt til ársins í einu, svo ekki var gott að vera gleyminn. Heimilis- st.örfin voru mikil og margbreyti- leg. Þá var allt unnið á heimilinu. Því var sagt, að það þyrfti að koma ull í fat og mjólk í mat og svo var líka gert. Smjörið var strokkað, skyrið hleypt, ostar gerðir, kaffið brennt og malað, brauð hnoðuð og bökuð, fiskurinn barinn. Ullin unn in frá fyrstu hendi, þar til hún var komin í föt á fólkið utast sem innst. Skórnir voru gerðir í hönd- unum á alla, hvað þá annað. Það var ekki mikið um hvíldartíma að ræða, hvað þá frídaga. En á þessu heimili fór allt vel fram. Hin hóg- væra, prúða og skyldurækna kona vann öll sín verk' með skapfestu 'og stillingu. Á 70 ára afmæli Katrínar skrifaði frú Hulda Á. Ste- iansdóttir skólastjóri meðal ann- ars: „Katrín er mikilhæf skapfestu og dugnaðar kona. Hefir hún alltaf verið með fremstu húsfreyjum. Hún átti því láni að fagna, að geta byggt upp með manni sínum gott og traust heimili. Mikla alúð lögðu þau hjón við að vanda upp- eldi barna sinna, vildu þau allt leggja í sölurnar til að búa þau sem bezt úr garði. Katrínu hefir alltaf verið ljóst, hve dýrmætur arfur gott uppeldi er. Nú nýtur hún ávaxtanna af sínu góða upp- eldisstarfi, því öll börnin bera virðingu fyrir henni og keppast við að sýna henni umhugsun og ástúð.“ Þetta framanskráða skrifar frú Hulda m. a. Þau Katrín og Gísli áttu 5 börn, er upp komust. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sína. Þau hafa átt miklu barna- láni að fagna því öll börnin hafa verið gott og vel gefið fólk. Kat- rín var mikil trúkona, bænin var henni styrkur í vanda og erfið- leikum lífsins, en bænir sínar bar hún einnig fram með gleðinni og voninni, er hún bað fyrir börn- um sínum, og þá var munað eftir barnabörnunum að bera þau á bænarörmum. Sannarlega var hún amman góða, sem allt vildi gott gera og öllu fórna. Enginn lifir svo langan ævidag, að hann geti verið alveg laus við sorgir og áhyggjur, og þungbært mun þeim hjónum hafa verið, er Kristín dóttir þeirra missti heils- una í blórna lífsins og varð árum saman að dvelja á sjúkrahúsi. Um nokkurn tíma batnaði heilsa henn ar það, að hún gat dvalið á heim- ili sínu, en nú aftur hefir hún um margra ára skeið legið á sjúkra húsum með litla batavon. Fyrir 18 árum kynntist ég Krist ínu, er við lágum á sömu stofu í Landsspítalanum. Þá varð til vin- ; áttusamband á milli okkar, sem | aldrei hefir rofnað síðan. Það hef- ! ir verið lærdómsríkt að þekkja Kristínu í öll þessi ár og sjá og heyra, hve hún ber sinn kross með mikilli stillingu og þolinmæði. Kristín er mjög vel gefin fróð og minnug. Hún hefir sannarlega erft hina góðu eiginleika sinna vel gefnu foreldra. Það var í júní í 1937 sem Kristín varð vegna sjúk i dóms síns fyrst að fara á spítala. í sama mánuði misstu þau Katrín og Gísli tengdason sinn, Jóhannes Þorsteinsson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, góðan og vel gefinn mann. Hann var giftur elztu dótt- ur þeirra, Önnu, sem tregaði mann sinn mjög ásamt tveim ungurn dætrum þeirra. Eftir að þau hjónin, Katrín og Gísli fluttu alfarin til Reykjavík- ur, áttu þau heimili með Önnu dóttur sinni, og var þeim öllum mikils virði að vera hvert með öðru og hvert fyrir annað. Nú hefir Katrín kvatt, og að von um er hennar sárt saknað af eig- inmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og vinum. Öllum mun finnast tómlegt að sjá auða sætið. Blessuð sé minning hinnar mætu konu. Guðrún Jóhannsdóttir. Skólasijorar og keimarar, sem skip- aSir hafa verið frá L september Menntamálaráðuneytið hefir skipað eftirgreinda skólastjóra frá 1. september 1956 að telja: Knút Þorsteinsson við barna- skólann í Höfn í Hornafirði, Sæmund Bjarnason við barna- skólann 1 Hrísey, Ólaf Jónsson við barnaskóla Súðavíkur. Þá hafa þessir verið settir skóla stjórar um eins árs skeið frá 1. september 1956 að telja. Kristinn Jónsson við barnaskól ann í Grenivík, Pálmi Ólason við barnaskóla Þórshafnar, Árni Stef ánsson við heimavistarbarnaskól- ann í Breiðdalsskólahverfi, Gunnar Benediktsson við barna- og mið- skólann í Hveragerði. Hinrik Bjarnason við vistheimilið í Breiða vík, Auðunn Bragi Sveinsson við heimavistarskóla Haganesskóla- hverfis, Njáll Þóroddsson við barna skólann í Dyrhólaskólahverfi, Helgi Jónasson við barnaskólann í Svalbarðsstrandarskólahverfi, Þórir Hukur Einarsson við barna- skóla Tálknafjarðar, Hróðmar Margeirsson við barnaskóla Staðar skólahverfis, Skagafirði, Jóhannes Björnsson í Ytri-Torfustaðahreppi Stefán Jónsson í Austur-Landeyja- skólahverfi, Anna Sigurjónsdóttir í Rípurskólahverfi. Þá hafa eftirgreindir kennarar verið skipaðir í stöður frá 1. sept- ember 1956 að telja: Ragnheiður Ólafsdóttir við barna skólann í Kópavogi, Hróðmar Sig urðsson við barnaskólann í Hvera gerði, Sigurður Jónsson við barna og unglingaskólann á Patreksfirði Gunnar Klængsson, Sigríður Arn laugsdóttir, Elínborg Aðalbjarnar dóttir vi'ð Kennaraskóla íslands. Helgi Seljan Friðriksson við barna- og unglingaskólann að Búð- areyri, Reyðarfirði, Ástrún Valdi marsdóttir við skóla gagnfræða- stigsins í Reykjavík, Benedikt Guð jónsson við barnaskólana i Reykja vík, Valgeir Vilhjálmsson við barna skólann á Djúpavogi, Sigurlaug Jónsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík, Gísli Kristjánsson við barnaskólann í Borgarnesi, Auður Jónasdóttir við barna- og unglinga skólann í Höfn í Hornarfirði, Sig urður G. Flosason og Ragnheiður Guðmundsdóttir við barnakólann á Dalvík. •viJií' m '■i Þá hafa þessir verið settir kenn arar frá 1. september 1956 að telja: Þorbjörg Bergþórsdóttir við barnaskólann á Blönduósi, Helgi leirsson við héraðsskólann að Laug arvatni, Kristín Jóhannesdóttir við barnaskóla ísafjarðar, Sigurður Óli Brynjólfsson við gagnfræða- skólann á Akureyri, Finnur Hjör- leifsson og Sigurður Guðmundsson við liéraðsskólann að Núpi í Dýra- firði, Alfreð Eyjólfsson við barna skólann í Vestmannaeyjum, ívar Björnsson við unglingadeild barna skólans í Kópavogi, Ingi Helgason við gagnfræðaskólann á Siglufirði Vilhjálmur Haraldur Vilhjálmsson við barnaskóla Víkurskólahverfis í Vestur-Skaftafellssýslu, Jón Kjart ansson yið barna- og unglingaskól ann á Drangsnesi í Strandasýslu, Friðgeir Margeirsson við miðskól ann á Sauðárkróki, Anna Sigur karlsdóttir við barna- og unglinga skólann á Eyrarbakka, Anna S. Gísladóttir við Húsmæðraskóla ísafjarðar, Björn Jóhannesson, Guðbjartur Gunnarsson, Guðmund ur Jónasson, Hólmfríður Árna- dóttir, Ingólfur Guðmundsson, Ing <(lfur Pálmasort, Sigurbjög Val- mundsdóttir, Indriði Gíslason við skóla gagnfræðastigsins í Reykja vík, Ágústa Guðjónsdóttir, Bryn- dís Víglundsdóttir, Halldóra Þór- hallsdóttir, Haukur Magnússon, Jens J. Hallgrímsson, Reynir G. Karlsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Bára Guðmundsdóttir við barna- skóla Reykjavíkur, Ingunn Guð- mundsdóttir við heimavistarbarna- skólann að Ljósafossi, Ingólfur Þór arinsson við barna- og unglinga- skólann á Patreksfirði, Kjartan Ólafsson við barnaskóla Hafnar fjarðar, Hörður Lárusson við mið skólann á Selfossi, Emil Emilsson við barna- og unglingaskólann að Gerðum í Garði, Björgvin Jósteins son og Sigríður Valgeirsdóttir við Kennaraskóla fslands, Arnþrúður Björnsdóttir við barnaskólann í Vestmannaeyjum, Erlingur Magn !i , '.i' L'( Q' /U . : v :! TÍb “%'<!■ Viirniúv; i ‘ > 1 i T f M IN N, sunnudaginn 2. desember 1956. vMiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiimiúimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiúiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiuiia Uppboð | . I 'H Opinbert uppboð verður haldið í Lækjarbúg í Blesu- 1 | gróf, miðvikudaginn 12. desember n. k. kl. 1,30 e. h. | | eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík. Seld veröa 1 | fjögur óskilahross: Rauð hryssa 4—6 vetra, rauður | | hestuf 4—6 vetra, ljósmoldóttur hestur um 2 vetra, I | hringeygur með svartan lokk í tagli og faxi, og rauð- | | blesótt hryssa. Þrjú hin fyrsttöldu eru ómörkuð, en I § mark á hinu síðast talda er sýlt hægra. i 11 Greiðsla fari fram við hamarshögg. a § Borgarfógetinn í Reykjavík j| Íllllllllllllllllílllllllllill!lllll!ll!ll!lllimillllllll!lll!lllll||||llll!lllllll|g||||||||||!l|||||||||||||||||||l|||||||||||||||||||||| ússon viö vistheimili fyrir drengi í Breiðivík, Sigríður Jónsdóttir við héraðsskólann í Reykholti, Snorri Jóhanesson við barnaskólann í Lax árdalsskólahverfi, Kristmundur Jóhannesson við barnaskólann í Tj örnesskólahverfi, Tryggvi Ey- jólfsson við barnaskólann í Rauða sandsskólahverfi, Sævar Sigur- björnsson við barnaskólann í Hjaltastaðaskólahverfi, Sesselja Jónsdóttir við barnaskólann í Tunguskólahverfi, Sigurður Krist- jánsson við Iðnskólann í R eykja ví'4, Kristján Guðmundsson við barna- og unglingaskólann á Brúar landi í Mosfellssveit, Guðfinna Guðbrandsdóttir og Valdís Hall- dórsdóttir við barna og miðskólann í Hveragerði, Ari Gíslason við barnaskólann í Fljótshlíðarskóla- hverfi, Sigrún Bergþórsdóttir og Aðalheiður Gunnlaugsdóttir við banraskólann í Skilmanna- Leirár- og Melaskólahverfi, Ólöf Vern- harðsdóttir við skóla gagnfræða stigsins í Reykjavík, Torfi Guð- brandsson við heimavistarbarna- skólann að Finnbogastöðum í Ár- nesskólahverfi, Guðmundur Klem enzson við barnaskólann í Bólstað arhlíðarskólahverfi, Ari V. Ragn arsson við barnaskólann í Eiða- skólahverfi, Sigríður Haraldsdótt ir við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík, Elín Sigurvinsdóttir við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík Ingibjörg Stephensen við barna- og miðskólann í Hveragerði, Krist björg Kristjánsdóttir og Þorbjörg Finnbogadóttir við gagnfræðaskól ann á Akureyri, Ragnar Júlíusson og Hákon Tryggvason við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík, Þorbjörg Kristjánsdóttir við barna skóla ísafjarðar, Steingrímur Þor steinsson við barna- og unglinga- skólann á Dalvík, Dagný Þorsteins dóttir við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, Þorvarður Örn- ólfsson við Kennaraskólann í Reykjavík, Guðrún Erlendsdóttir við barnaskólann í Grindavíkur- skólahverfi, Björn Birnir við barnaskóla Reykjavíkur, Oddgeir Kristjánsson í Vestmannaeyjum, Jóhann Daníelsson við barna- og unglingaskólann á Ólafsfirði, Bjarni Vilhjálmsson við Kennara skóla íslands með hálfri kennslu- skyldu og að hálfu við skóla gagn fræðastigsins í Reykjavík, Björg vin Sigfússon í Skriðdalsskóla- hverfi, Snæbjörn Pétursson í Fjalla skólahverfi, N-Þing., og Möðrudal I í N.-Múl., Kristján H. Ingólfsson við barna- og unglingaskólann að Búðum í Fáskrúðsfirði, Þórir Hjartarson við Sauðanesskólahverfi Erla Njálsdóttir við barnaskólann á Hvammstanga, Brynjar Halldórs son við barnaskóla Axarfjarðar skólahverfis, Gíslrún Sigurbjörns- dóttir við gagnfræðaskólann á Akranesi, Stefán Jónsson við barna skólann í Svínavatnsskólahverfi, A-Ilún., Stefán Halldórsson við barnaskólann í Hólaskólahverfi, Ekag., Stefán Gestsson í Fellsskóla hverfi, Guttormur Sigurbjörnsson og Ilörður Rögnvaldsson við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík. Hólmfríður Sigurðardóttir við barnaskólann í Dalaskólahverfi, V- Barð., Egill Áskelsson við barna- skólann í Grenivík í Grýtubakka- hreppi. Þá hafa þessir farkennarar ver ið settir frá 1. september 1956 að telja: Rannveig Guðmundsdóttir í Þor kelshólsskólahverfi, V-Hún, Ingi- mar Elíasson í Kaldrananesskóla hverfi, Strand., Hjördís Kristjáns Lokið námskeiði íðnaðarmálastofnnn- arinnar 1 Nýlega lauk 5 daga námskeiði Iðn- aðarmálastofnunar íslands í reikn- ingshaldi og fjárhagsáætlanagerð iðnfyrirtækja. Námskeiðið sóttu um 80 bókhaldarar og forstöðu- menn 60 iðnfyrirtækja og stofn- ana. Voru meðal þátttakenda menn úr öllum landsfjórðungum. Fyrirlesarar voru þeir Svavar Pálsson, lögg. endurskoðandi og kennari við Laga- og hagfræðideild Háskóla íslands og T. Bak-Jensen, danskur ráðunautur í gerð fjárhags áætlana. Guðrún Á. Símonar (Framhald af 7. síðu). hljómsveit undir stjórn Johnny Gregory, sem er kunnur hljóm- sveitarstjóri í Bretlandi. Öll lögin, nema Little things mean a lot, oru sungin við íSt lenzka texta. i í upphafi var ætlunin að plöt- urnar yrðu eingöngu gefnar út fyr ir íslenzkan markað,: en gagnrýn- endur H.M.V. voru sVo hrifnir af rödd Guðrúnar, raddsviði, túlkun og dramatískum krafti, að forrráða menn þessa heimskunna fyrirtæk- is ákváðu að gefa plötunrnar út fyrir heimsmarkað, og fyrstu fjög ur lögin á hæggenga plötu. Er þetta enn einn nýr og mikil vægur sigur fyrir Guðrúnu, því aldrei fyrr hafa plötur íslenzks söngvara, með erlendum lögum og íslenzkum texta verið gefnar út fyrir heimsmarkaðinn. Þessi ákvörðun, hins mikla hljómplötufyrirtækis, H. M. V. er einstæð viðurkennig á söng Guðrún ar. Með söng sínum inn á þessar plötur hefur hún sannað óvenju lega fjölhæfni í list sinni, og sýnt aö hún er jafnvíg á óperusöng, suðræn dægurlög og hin drama t-ísku lög okkar eigin tónskálda. Þótt Guðrún sé enn erlendis, bjóða íslenzkir tónlistavinir hana velkomna heim til starfa. þegar hún kemur, og nýju plöturnar hennar, sem nú eru komnar í hljóðfæraverzlanir munu verða þúsundum íslendinga til ánægju ekki aðeins næstu daga, heldur um langa framtíð. Musikant. dóttir í Bárðdælaskólahverfi, S> Þing., Rögnvaldur Jónssoní Akra skólahverfi, Skag., Þorsteinn Geirs son í Mýraskólahverfi, A-Skaft., Þorsteinn Pétursson í Andakíls skóalhverfi, Borg., Sveinbjörn Magnússon í Vindhælis- og Engi hlíðaskólahverfi, A-Hún, Bjarni Á. Jónsson í Hosskólahverfi, Alexand er Jóhannsson í Skarðsskólahverfi Skag., Gunnar Einarsson í Skefil- staðaskólahverfi, Skag., Dagný Karlsdóttir í Geithellnaskólahverfi Björn Kristjánsson í Sveinastaða- og Torfalækjarskólahverfi, A-Hún. Þá hefir forseti íslands, skv. til- lögu menntamálaráðherra, skipað þá Guðna Guðmundsson kennara við Menntaskólann í Reykjavík og I-Iarald Matthíasson kennara við Menntaskólann að Laugarvatni báða frá 1. júlí 1956 að telja. Menntamálaráðuneytið 28. nóv- 1956. '5 '4,7' Wr! h í'flT'í ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.