Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 6
T í MIN N, þriðjudaginn 11. desember 195®» 6 ■■ ‘átfo— Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi við Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Stóra málið stjórnarandstöðumiar SAMKVÆMT fyrirsögn fjallar sunnudagsleiðari Morgunblaðsins, sá síðasti, um Sameinuðu þjóðirnar og Ungverjaland. Og víst er í upphafi máls um þau efni rætt. En greinarhöfundur er þó ekki komin nema rösk- lega aftur fyrir miðju þegar það, sem heitast býr í brjósti, brýzt út, og yfirskyggir ger- samlega hugleiðinguna um t’ramtíð mannkynsins og gildi Sameinuðu þjóðanna. ^Henni er sópað á brott eins og fisi í vorleysingu. Innsta þrá aðalritstjóra og höfundar fossar fram eins og beljandi lækjarstraumur. Það þarf að koma ríkisstjórninni á ís- landi frá völdum. Greinar- korn, sem hefst á almennri hugleiðingu á breiðum grunni, er því undir lokin feilt í stokk eiginhagsmuna og valdastreitu. Bjarna Bene diktssyni er innanbrjósts eins og Kató hinum gamla. Hvað sem öllu öðru líður á að brenna Karþagó. Hann virð- ist nú vera kominn þar í stjórnarandstöðunni, að jafn vel greinum, sem fjalla um alþjóðleg vandamál og sam- búð þjóða í austur- og vestur álfu, lýkur hann með orðun- um: Ríkisstjórnin verður að fara frá. Það er fyrsta hugs- un á morgunstund, síðasta bæn að kvöldi. ÞESSI ENDURTEKNA til- ra,un til að tengja saman hörmungar erlendis og inn- ienda stjórnmálabaráttu get ur varla verið geðfeld, jafn- vel harðsoðnustu Sjálfstæðis mönnum. Með þessu athæfi setja þessir foringjar í raun- inni óverðskuldaðan blett á einlæga samúð fjölda flokks- manna með hinni kúguðu ungversku þjóð. Hvaða leyfi hafa þeir yfirleitt til þess að túlka hana svo, að hún sé bundin valdabaráttunni hér í Reykjavík og ekki látin úti svikalaust nema um leið sé lofað að rísa upp gegn ríkis- stjórninni?. Bréf upp á slíkt hafa þeir áreiðanlega ekki. En hér fer sem oftar, að valda streitumenn gera of lítið úr fylgismönnum slnum. Að vísu eru margir spakir í fylgdinni, en öllu má ofbjóða. Þarna eru heiðarleg viðhorf manna dregin niður í svaðið. Vafa- laust er fjöldi flokksmanna andvígur ríkisstjórninni og stefnu hennar, og fús til að stuðla að því með öllum lög- legum og heiðarlegum ráðum að hún falli fyrr en seinna, en það er efasamt í meira lagi, að þeir, sem þannig hugsa, kæri sig um að eiga nokkurn þátt í tilraunum for ingjanna til að klifra upp í valdastóla á hörmungum og neyð annarra; eða taka þátt í þeim skrípaleik, að bera samúð út á torg og bjóða til kaups fyrir uppsteit gegn ríkisstjórn landsins. ÞAÐ ER VÍST engin til- viljun að uppboðshaldarinn í Aðalstræti færist í aukana á þessu sviði fáum dögum eftir að kunngerðir eru samn ingarnir við Bandaríkin. Þeir sem heyrt hafa þingræður og lesið Morgunblaðsskrif, þurfa víst ekki að efast um, að samkomulagið hefur vald- ið vonbrigðum meðal valda- streitumannanna. Þetta sam komulag gerði að engu í einu vetfangi allar rógssögur Mbl. um að íslenzka ríkisstjórn- in sæti á svikráðum við mál- stað frjálsra þjóða. Það sýndi að hinir ágætu forustumenn Bandaríkjanna tóku ekkert mark á ófrægingarskeytum eða áróðursræðum Morgun- blaðsmanna. Þess verður ekki vart, að þeir hafi snefil af áhuga fyrir því að hjálpa Mbl. í stóra málinu, að koma ríkisstjórninni frá. í miðjum Ungverjalandsbylnum, sem Mbl. þykir tilvalinn til að sópa stjórnarráðið, er þetta mikilvæga samkomulag gert. Ef menn hafa efast um von- brigði Mbl.manna áður, er ástæðulaust að gera það leng ur. Leiðaraskrif, sem hefst með hugleiðingu um alþjóða- mál, en lýkur með ákalli von svikinna manna um hjálp í vonlítilli valdastreitu, er himinhrópandi opinberun á lágkúrulegum hugsunarhætti. ! Mannréttindi og samtímasaga í GÆR var mannrétt- Indadagur Sameinuðu þjóð- anna. Yfirlýsing um helztu mannréttindi var gerð af al- þjóðasamtökunum nokkru eftir stríðslokin, er enn var uppi veruleg bjartsýni um að íriðsamlegar samvistar þjóð anna mundu smátt og snratt þoka mannkyni nær réttlæti 'Og ævarandi friði. í inngangs orðum yfirlýsingarinnar er svo komizt að orði m.a.: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, rétt- lætis og friðar í heiminum. Hafi mannréttindi verið iyrir borð borin og lítilsvirt, þefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvizku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almenn- ings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrels- is og ótta^eysis um einkalíf og afkomu. Mannréttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi. Það er mikilsvert að efla vinsamleg samskipti þjóða í milli. í stofnskrá sinni hafa Sam einuðu þjóðirnar lýst yfir trú sinni á grundvallaratriði mannréttinda, á göfgi og gildi mannsins og jafnrétti Pistlar frá New York: Er hægt að frelsa leppríkin ? Draga Rússar her sinn frá A.-Evrópu, ef vesturvéldin bjótSa tilslakanir á móti? mæri pólitísks frelsis færðust í austurátt, því lengra gætu vestur- veldin fært hin hernaðarlegu landa mæri til vesturs. Með þessu hefir verið átt við það, að vcsturveidin ættu að hafa tilbúnar áætlanir um það undir hvaða skilyröum þau væru fús til að draga allt erlent herlið frá meginlandi Evrópu. Nú- verandi hervæðing Vestur-Þýzka- lands, sem byggist á árásarhætt- unni að austan, yrði óþörf, ef þessi hætta minnkaði. Þessu hefir verið haldið fram, þótt Ijóst væri, að Rússar væru ófúsir til að láta yfir- ráðin yfir leppríkjunum af hendi. Hitt var nefnilega jafn augljóst, að fyrr en seinna myndi skapast upplausnarástand í leppríkjunum, j og það kynni að skapa tækifæri til að fá Rússa til að skipta um skoð-j un. Það tækifæri hefir nú komið. j Það, sem nú þarf að gera, er að, semja þá áætlun, sem áður er| minnst á. Hún getur verið í mörg-j um áföngum — allt frá því að ná til Þýzkalands eins og til þess að ná til Evrópu allrar, sem skap-j aði þá öryggi, er gerði Atlants-! hafsbandalagið óþarft. Þetta ger- ist að sjálfsögðu ekki allt í einu. Núverandi aðstæður skapa hins vegar möguleika fyrir því, að brott flutningi rússneska hersins frá Þýzkalandi og öllum lepprikjunum í Austur-Evrópu, verði mætt með brottflutningi ameríska hersins frá meginlandi Evrópu. Þetta þarf að sjálfsögðu vandlega athugun cg samráð hinna vestrænu þjóða, en vissulega er það mikilvægt, að þær sýni einmitt fullan vilja til alvarlegra viðræðna um öryggis- mál Evrópu, þegar Rússar standa á eins konar krossgötum og eru að ráða það við sig, hvaða stefnu þeir skuli taka. Ef til vill myndu Rússar hafna slíku tilboði. En það gæti samt haft örlagarikustu áhrif, því að það sýndi þá óhrekjanlega, að Rússar kysu heldur að fylgja á- fram stefnu yfirgangs og kúgun- ar en að stuðla að öryggi og frelsi Evrópu. HIÐ MERKA ameríska blað „The Washington Post“ hefir tekið i svipaðan streng. f ritstjórnargrein, sem blaðið birti 25. nóvember, ræð ir það um áðurnefnda grein í ,,The r»bserver“ og snýr sér síðan aðal- lega að Þýzkalandsmálinu. Sú slcoð un kemur þar mjög ákveðið fram, ~ð tdvinnandi sé, að Vestur-Þýzka- land gangi úr Atlantshafsbanda- 1'igínu. ef bað gæti orðið til að trvggja samkomulag um sameinað, frjálst Þýzkaland, er væri óháð öll- um sérbandalögum. Blaðið telur bað einnig geta komið til greina, ‘-ameining Þýzkalands fari fram í áföngum og Austur-Þýzkaland haldi vissri sérstjórn áfram. Slíkt væri ekki óeðlile.gt. þar sem annað stiórnarform hafi þróast þar en í Vestur-Þýzkalandi að undanförnu, og væri kannske hvorki heppilegt né vænlegt til samkomulags að ætla að kollvarpa því öllu í einu. „The Washington Post“ leggur áherzlu á, að Þýzkalandsmálið sé nú hið mikla stórmál, er bíði lausnar. Menn megi ekki binda sig um of við gömul sjónarmið, heldur hafa opin augun fyrir breyttum viðhorfum, ef sinna eigi lausa þessa mikla vandamáls. ÞRÍR MJÖG þekktir blaðamenn I Bandaríkjunum hafa síðan áður- nefnd grein birtist í „The Obser- ver“, gert þessi mál að umtalsefni. Þessir blaðamenn eru Walter Lipp- mann og Marguerite Higgins, er skrifa í „The New York Herald Tribune" og fleiri blöð, og Joseph Harsch, sem skrifar í „Christian Science Monitor" og nýtur mjög mikils álits. Lippmann ræðir þetta í grein, sem hann nefnir „Hungary — Tha Longer View“. Niðurstaða hans er sú, að það sé nú hin stóra spurn- ing, livort vesturveldin geti gert Sovétríkjunum eitthvert það tilboð, sem þau teldu gera sér kleift að draga herlið sitt frá Austur-EvrópU og fallast á sameiningu Þýzka* lands. Við vitum ekki, segir Lipp< (Franihsid á 11. síðu.) 'BéÐsrorAN New York, 2. des. í umræðum um Ungverjalands- málið að undanförnu, hefir að sjálfsögðu ekki sízt verið rætt um, hvað vestrænar þjóðir gætu gert til að leysa hinar kúguðu þjóðir Austur-Evrópu undan oki Rússa. Flestum hefir komið saman um, að þar sé ekki nema um tvær leið- ir að velja. Önnur leiðin sé sú, að leysa þessar þjóðir undan oki Rússa með vopnavaldi, en slíkt myndi óhjákvæmilega leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Und- antekningarlítið er þessari leið því hafnað. Hin leiðin er sú, að Rússar verði fengnir með öðrum ráðum til að draga her sinn úr leppríkjunum, en eftir það myndu þessar þjóðir fljótt leysa sig und- an oki kommúnismans af sjálfsdáð- un. En eru nokkrir möguleikar fyrir því, að Rússar séu fáanlegir til að draga her sinn út leppríkjunum, án þess að vera beinlínis neyddir til þess með valdi? Þessu getur að sjálfsögðu enginn svarað endan- lega nú. Fyrst verður að athuga, hvaða möguleikar eru hér fyrir j hendi. !þAÐ VAR HIÐ mikilsmetna, ó- háða blað „The Observer" í Lon- don, er fyrst hreyfði þessu atriði á áberandi hátt í skilmerkilegri rit- stjórnargrein, er birtist í blaðinu 18v fyrra mánaðar. í grein þessari er komist að þeirri niðurstöðu, að núv. stjórn Sovétríkjanna sé stödd í miklum vanda, þar sem sé upplausn þess heimsveldis í Austur-Evrópu, er Stalin hafi byggt á undirokun lepp ríkjanna. Til viðbótar þessu sé hún sjálfri sér sundurþykk. Þessu geti fylgt mikil hætta fyrir frið- inn, því að veik og sundurþykk stjórn grípi oft fremur til ævin- týralegra úrræða en stjórn, sem er traust í sessi. Hlutverk vestur- veldanna þurfi að vera það undir þessum kringumstæðum að leitast við að beina þróuninni í Sovét- ríkjunum í rétta átt. Til þess þurfi í fyrsta lagi, að endurreisa sam- starf vestrænu þjóðanna og gera hæfilegar öryggisráðstafanir, eins og Bandaríkin hafa gert undanfar- ið. í öðru lagi verði vesturveldiin að draga herlið sitt alls staðar það- an, sem það hefir ekki viðurkennd- an rétt til að dveljast, og er þar sérstaklega átt við Egyptaland. í þriðja lagi beri að hefja viðræður við Rússa um, hvaða tryggingar þeir vildu fá fyrir það að sleppa yfirráðum sínum yfir leppríkjun- um í Austur-Evrópu. ÞVÍ HEFIR OFT áður verið hald- ið fram hér í blaðinu, segir enn- fremur í þessari grein í „The Ob- server", að því ’engra, sem landa- karla og kvenna, enda munu þær beita sér fyrir félagsleg- um framförum og betri lífs- afkomu með auknu frelsi manna. Aöildarríkin hafa bundizt samtökum _ um að efla al- menna virðingu fyrir og gæzlu hinns mikilsrerðustu mannréttindí. 1 sanráði við Sameinuðu þjöðirnar . . . “ ÞAÐ ER fróðlegt að lesa þetta og bera saman við at- burðina, sem eru að gerast í dag. í upphafi var sagt, að kommúnisminn ætti að færa mannheimi jafnrétti og vel- sæld. En hver er reynslan? Þessi orð úr mannréttinda- yfirlýsingunni sýna í einu vet fangi, hvar við erum á vegi stödd. Svartnætti kúgunar og ofbeldis grúfir yfir heilum þjóðum og ógnar tilveru ann- arra. Þar er árangurinn af kommúnismanum síðustu áratugina. Ljósadýrð i Reykjavík. ALDREI HEFIR verið önnur eins ljósadýrð í Reykjavík á jólaföstu og að þessu sinni. Hver gatan af annarri er sett undir marglit ljós og grænar snúrur; þegar litið er eftir endilangri götunni í skamm- degismyrkrinu er eins og hún sé öll tjölduö stjörnudúk. Þetta er falleg og skemmtileg tilbreyting. Raddir heyrast um að þetta sé um of, og „öfgar eins og margt ann- að hjá okkur íslendingum", en ekki get ég tekið undir það. Þetta er yfirleitt einföld ljósaskreyting, og þótt liún sé vafalaust dýr, standa að henni margir aðilar, fyrirtæki og verzlanir við göturn- ar, og varla er þessum aurum verr varið en þeim, sem ganga tii auglýsinga almennt, þvi að auð- vitað er þetta líka auglýsing. Kaupsýslumenn vilja gera sína götu sem fallegasta, og vafalaust um leið leggja nokkuð fram til að færa borgina í jólaskrúða. Er ástæðulaust að vera með ólund út af því. Margir okkar eru svo mikil börn ennþá, þótt slitið hafi barnsskónum fyrir löngu, að jóla- skreytingar lyfta undir stemning- una í skammdeginu, og veitir ekki af. Þetta væri dimmur mán- uður fyrir okkur öll, ef ekki væru jólin. Að ganga undir þessi teikn. VÍÐS VEGAR UM BÆINN er bú- ið að reisa jólatré. Þarna standa þau og bifast í storminum og maður hugsar sem svo: Skyldu þau nú standa af sér ofsaveörið sem Veðurstofan var að lofa okk- ur í nótt? Og hið sama má raun- ar segja um allar jólaskreyting- arnar í miðbænum, sem svífa yf- ir höfði vegfarenda. Standa þær af sér útsynningshryðjurnar, eða kemur allt ciður á götut.a í ein hverri stormhviðunni? Ég segl eins og er, mér er um og ó a3 ganga undir þessi teikn. Sumar bjöllurnar sýnast talsverð mann- virki, og mundi muna um að fá þær í kollinn. En ætla má, að þeir, sem fyrir skreytingunum standa, hafa haft í liuga veðrátt- una og séð svo traustlega um frá- gang allan að festingarnar mundU halda, jafnvel þótt yfir okkur gangi veður eins og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar er heldur blástursamt að sögn út- varpsins. ^ Gelgjuskeið góðra fjárráða. OG SVO LÍÐUR að jólum. Eftir öllum merkjum að dæma verða þessir næstu dagar miklir verzl- unardagar. A. m. k. er mikið á boðstólum, m. a. allskyns varn- ingur, sem erlendis er kenndur við lúxus. Ég hefi samt heyrt kaupsýslumenn segja, að minna sé keypt nú en oft áður á jóla- föstu. Telja þeir að peningaráð manna séu ekki eins mikil og stundum áður, eða menn hafi fest fé sitt í byggingum og fram- kvæmdum, og hafi minna á lausu til að kaupa það, sem augað girn- ist í búðarglugga. Ekki væri að undra, þótt sæist merki um bygg ingaframkvæmdirnar í Reykjavík einhvers staðar í viðskiptalífinu. Það verður víst reynsla hér sem annars staðar, að það er ekki unnt að gera allt í einu. Og f sannleika sagt, er það engintt þjóðarvoði, þótt minna fé fari til jólagjafa að þessu sinni en áður. Það þarf ekki að merkja annað en að þjóðin sé að vaxa upp úr gelgjuskeiði góðra fjárráða, og komast til ráðdeildar og skyn- samlegri varðveizlu fjármuna. —< FrostL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.