Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 9
TfMINN, þriSjtidag!iin 11. desember 195«. 21 •— Þetta er námuhöfuðstað- ur eins og Scranton. — Jújú. En fjölmargar af hinum svokölluðu betri fjöl- skyldum hafa ekkert með nám ur að gera. Sumar þeirra eiga stóra búgarða, aðrar mikið skóglendi. Og sumar hluti í verksmiðjunum; Stálsmiðj- unni, silkiframleiðslunni, — skyrtuverksmiðjunum. Bæjar búar eru líka vel menntaðir. Nýlega sá ég lista yfir þá menn með háskólapróf, sem hafa sezt hér að, og þar var hægt að finna fulltrúa frá hverjum einasta meiri háttar háskóla í Austur- og Miðvesturríkjun- um — með einni undantekn- ingu. Og veizt þú hver hún var? — Yale? — Guð minn góður, nei. Hér úir og grúir af Yale- • mönnum, en ég gat ekki fund- , ið einn einasta frá Harvard. J — Og enginn frá Illinois? í — Jú, það sagði ég. Frá öll- ' um Austur- og Miðvesturríkj-1 unum. 1 — Hver er frá Illinois? — Einhver náungi, sem heit ir Sanders; vinnur hjá raf- veitunni. Árgangur 1922. Eg hefi ekki hitt hann ennþá. — Hver var tilgangur þessa lista? — Ja, þeir eru að hugsa um að stofna háskólaklúbb. Þeir hafa reynt það áður, en tókst ekki, bví að hver sá, sem hafði efni á að vera í klúbb vildi heldur vera áfram í Gibbsville klúbbnum. En nú hafa umsókn ir um upptöku í Gibbsville- klúbbinn borizt í stórum stíl. Umsækjendur vantar eitt- hvað hæli . . . •— Til þess að komast burt frá konum sínum? — Mjög sennilegt; meðal annars. — Og þú hefir ef til vill hugsað þér að ganga í klúbb- inn? — Eg hefi hvorki sagt já eða nei ennþá. Á vissan hátt myndi Gibbsville klúbburinn vera heppilegur fyrir mig, en hinn nýi hefir einnig sína yfir buröi. — Sem fræðslufulltrúi ættir þú að ganga í Gibbsvelle- klúbbinn, en sem „ágætis ná- ungi“ í klúbbinn, ekki rétt? — Eg hefi frétt, að ég get fengið sérlega undanþágu til að ganga í Gibbsville-klúbb- inn þegar í stað. — Einmitt? — Já, sagði hann, — en ég get fengið inngöngu í nýja klúbbinn endurgjaldslaust. — Ertu þá að hugsa um að ganga í hann, sagði Amy. — Nei, í sannleika sagt ekki. — En það er þó öllu heppi- legra fyrir þig að fara í klúbb, sem þú hefir ráð á að vera í, heldur en gerast meðlimur í öðrum, sem allir vita að er of dýr fyrir þig. — Já, þú hefir rétt fyrir þér, sagði Carl. — Og ég get sagt þeim í Gibbsville-klúbbn um . . . — . . . að þú fáir ókeypis meðlimakort í nýja klúbbnum. — Nei, þá halda þeir bara að ég sé að reyna að fá sömu kjör í Gibbsville-klúbbnum. — Og hvað svo? — Eg neitaði. — Ef Gibbsville-klúbburinn vill auðvelda þér inngöngu, er það ef til vill vegna þess, að þeir vilja fá þig í klúbbinn. En það er of dýrt fyrir þig. —- En ef til vill er það of dýrt fyrir mig, að vera ekki meðlimur. —■ Þú varst ekki meðlimur, þegar þeir réðu þig. Alltaf skulu ný vandamál skjóta upp kollinum. En ég get ekki látið mér falla þetta sérlega þungt. Hvað er annars meðlimagjaíd ið í Gibbsville-klúbbnum? — Áreiðanlega tvö hundruð dollara inntökugjald, og svo hundrað á ári. — Ágætt, þá er það vandá- mál leyst. Ef þú getur fyrst haldið nokkra fyrirlestra fyrix borgun, skaltu gerast meðlim ur. — Þeir biðja mig áreiðan- lega um að halda fyrirlestrana þegar ég er orðinn meðlimur. — Og borga þér ekkert. Þeir vilja með öðrum orðum láta þig snara út þrem hundruð- um dollara, og ræna þig svo á eftir möguleikunum á að vinna þér inn dálítla aukaþeri inga. Því meira, sem ég heyri um Gibbsville-klúbbinn, því ver fellur mér við hann. Hvað ætlaðir þú þér annars, þegar við fórum að ræða um Gibbs- ville? — Ja, látum okkur sjá. Allra fyrst, átt þú við? — Já, áður en við byrjuð- um á þessu klúbbatali, sem ég alls ekki kæri mig um. Þrjú hundruð dollara! Við skúíum gera lista yfir þá hluti, sem við þurfum að nota þrjú hundr uð dollara til, og sjá svo, hve neðarlega á listanum klúbbur- inn verður. Tryggingar, tann- læknir, sjúkrasamlag, föt á börnin, sem vaxa upp úr þeim gömlu, sumarleyfispeningar, tíu kjólar handa mér, fern föt handa þér, tekjuskattur, stríðsskattur, ný þvottavél, þegar stríðið er búið. Því leng- ur sem ég tel, því neðar verður klúbburinn. — Þeir vilja líka, að við göngum í frístundaklúbbinn. — Ef við verðum hér enn, þegar stríðinu lýkur, getum ívið farið að tala um frí- stundaklúbb. Það gæti verið nokkur heilbrigð skynsemi fólgin í því. Börnin geta synt þar og leikið tennis. En fyrst skulum við bíða og sjá, hvort við dveljum áfram í Gibbs- ville, þessum mjög svo athygl- isverða bæ. — Það var einmitt það, sem ég sagði. — Ég veit það. Loks erum við komin að aðalatriðinu. Þú varst í þann veginn að trúa mér fyrir því, að íbúar þessa bæjar væru sérlega vel mennt að fólk. — Þeir eru það líka, sagði Carl. — Sennilega hefir þó bærinn Schenectady í New York-fylki þó á að skipa ámóta miklu af sérmenntuöu fólki . . öllum þessum rafmagnsverk- fræðingum, á ég við. En þessi staður er eftirtektarveröur, vegna þess að hann hefir svo margbreytilegar hliðar, og slíku höfum við alls ekki kynnzt. Veizt þú til dæmis hve margar ölgerðir eru í bænum? -— Heill hópur. — Fimm. — Það er heill hópur, ekki rétt? — Það má segja svo. Það sem mér hefir komið til hug- ar er, að staðurinn getur náð langt eftir stríðið. Það verður áreiðanlega stöðnun. Siíkt hendir alltaf eftir styrjaldir. En hún verður ekki jafn slæm og hún yrði, ef kolanámurnar væru hið eina, sem bærinn byggi á, Það verður mikið bruggað um allt landið, lika hér. Og hvað þýðir það? Fyrir okkur, á ég við? Skólar. Stærri skólar og betri skólar, og staða fræðslufulltrúans verður að sama skapi umfangsmeiri og betri. Okkar afkoma verður þannig betri, því að í bæ, þar sem hlutfallstala sérmenntaðs fólks ér svo há, verður upp- eldið ávallt mikilsvert atriði. Ef við byggjum í venjulegum verksmiðjubæ, þar sem meiri hluti fólksins ynni fyrir sér með berum höndunum . . . ja, þú sérð sjálf hvernig það myndi vera. Minni áhugi fyrir skólalærdómi. En háskólaborg arar vilja hins vegar alltaf láta börn sín ganga mennta véginn og það er ekki hægt að koma þeim ofan af því. Þeir munu alltaf sýna fræðslumál- unum áhuga i verki . . . — . . . og munu áreiðanlega álíta sig geta skipulagt betur ’en þú. ; — Þeir um það, ef þeir láta mig samt um það, sagði Carl. | — Þetta er í fyrsta sinn, sem jþú hefir æst þig upp í slíka ' hrifningu af Gibbsville, Hver getur nú verið orsökin? Hefir það búið í þér lengi, eöa kom það skyndilega? — Líklega hvort tveggja. Ég hefi horft í kring um mig, snuðrað hér og þar, farið víða og talað við fólk. En ég held að það hafi verið jarðarförin, sem kom mér af stað. Þetta var náungi, sem aldrei gerði — Líklega hvort tveggja. Ég hefi horft í kring um mig, snuðrað hér og þar, farið víða og talað við fólk. En ég held, að það hafi verið jarðarförin, sem kom mér af stað. Þetta var náungi, sem aldrei gerði neitt sérstakt, aldrei sýndi hið óvenjulega, og sem, eftir því sem ég kemst næst var alls ekkert vinsæll — samt sást þú hvernig jarðarförin var. Sér- lega áhrifarík. Og ég sagði við sjálfan mig: „Ef ég tæki nú upp á því að deyja? Hvemig myndi mér þá verða holað út úr heiminum?" Án tillits til nokkurra sjúklegra hugsana í þessu > sambandi, var þetta ÁNS G. Andvökur, III. bindi, kcmnar í bókaverzlanir. BRÉF OG RITFREGNIR I,—IV. Á óranum 1933—1943 komu út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóbvinafélagsins Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephans- sónar. Þorkell Jóhannesson sá um útgáfuna. Þetta er heildar- útgála af ritum skáldsins í óbundnu máli, alls 1471 bls. nieð sérprentuðum myndum. — Bréf og ritgerðir kosta samtals kr. (, 140,00 heft, kr. 300,00 í skinnbandi. AMPVÖKUR I —01. Nv heildarútgáfa á kvæðum skáldsins, í sama broti og „Bréf og ritgerðir“. Verður alls 4 bindi. Þorkell Jóhannesson býr til prentunar. Þr.iú bindi eru þegar komin út. I. bindi, stærð 592 bls. Verð kr. 82,00 heft, kr. 110,00 í bandi, kr. 135,00 í skinnbandi. II. bindi, stærð 538 bls. Verð kr. 85,00 heft, kr. 112,00 í bandi, kr. 140,00 í skinnbandi. III. bindk stærð 610 bls. Verð kr. 95,00 heft, kr. 125,00 í bandi, kr. 160,00 í skinnbandi. Eriginn íslendingur, sem bera vill það nafn með fullri sæmd, má láta undir höfuð leggjast að eignast og lesa rit Síephans G. Stephanssonar. 0 Bréí og ritger'ðir og Andvökur Stepkans G. Halldór Kiljan Laxness um Stephan G.: „Norræn tunga á einn sinna sterkustu máttarviða í Stephani G. Stephanssyni. Mun ýkjulaust að enginn ein- stakur höfundur hafi auðgað tungu vora í svipuðum mæli sem liann.... Hefir málminni Stephans ekki að- eins verið með afbrigðum sterkt, heldur má svo segja að íslenzk tunga hafi lifað í honum sem einn þáttur persónu hans. Hann var Mídas konungur íslenzkra nú- tíðarbókmennta. Hvert hugtak verður að gullaldarís- lenzku í penna hans. Nánara sarnlíf er eigi hægt að eiga við mál en ljóð hans hin beztu bera vott um. Sköp un nýgervinga fellur honum jafn eðlilega og notkun ritaldannálsins eða hins rammþióðlegasta í máli alþýðu. Þekking hans á smágervasta ilmgróðri alþýðumálsins gegnir furðu, þegar tekið er tillit til þess að skáldið dvelur langvistum í framandi landi . . . Hann var mikið fyrirbrigði þessi íslenzki vökumaður, þessi norræni landnemi í óbyggðum Vesturálfu, og er það oss 1 senn stolt mikið og upphefð að hafa átt hann. Lúður hans sem langspil túlka hið æðsta og háleitasta í eðlisfari hins norræna manns“. Félagsmenn í Bókaútgáfu Menningarsjóðs: Minnizt þess, að þér fáið aukabækur útgáfunnar með afslætti. Eflið yðar eigið bókmenntafélag með því að kaupa Menningarsjóðsbækur til jólagjafa. ■— Reykvík- ingar' Vitjið félagsbókanna að Hverfisgötu 21. BGKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS 0G ÞJÓÐVINAFllAGSINS Q

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.