Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 2
r.í r T f MIN N, sunnudaginn 27. janúar 1957. ’eriö að hefja byggingu nys aupfélagshúss Sölubúð, innréttuð til bráðabirgða i gömlu húsi, verður opnuð á morgun Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn í gær. Lokið er nú að innrétta hér til bráðabirgða sölubúð fyrir Kaupfélag Langnesinga í stað búðarinnar, sem brann um daginn. Verður búðin opnuð á mánudaginn. Þá er og ákveðið að hefja byggingu nýs verzlunar- og skrifstofuhúss fyrir fé- lagið, og verður hafizt handa alveg á næstunni, ef veður leyfir, og er undirbúningi lokið. ________________________ Sölubúð sú, sem innréttuð hefir verið til bráðabirgða, er í svo- nefndu Félágahúsi, sem kaupfélag ið hefir á leigu. Er það gamalt timburhús. Frá æfingu á gamanleiknum „Tannhvöss tengdamamma'. Talið frá vinstri: Brynjóifur Jóhannesson, Emilía Jónasdóttir (tengdamamman) og Þóra Friðriksdóttir. LeikfélagiS frumsýnir leikritlð Tann- hvöss tengdamanna á miSviknáaginn Þett.n er vinsælt gamanleikrit eftir Bretana Philip King og Falkland Cary. Jón Sigur- björnsson er leikstjóri Næstkomandi miðvikudag frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur gamanleik, sem nefnist „Tannhvöss tengdamamma“ (Sailor beware) í þýðingu Ragnars Jóhannessonar, skólastjóra. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson og er þetta fyrsta leikritið,’ sem hann stjórnar. Leikrit þetta er samið af Bretanum Philip King og Falkland Cary. Leikritið hefir verið sýnt við feikilega aðsókn í London og standa sýningar enn yfir þar í borg. Leikritið „Tannhvöss tengda- mamma“ er í þremur þáttum, fjór- um sýningurn og gerist nú á tím- um. Eeikendur. hannesson. Aðrir leikendur eru: Auróra Halldórsdóttir, Árni Tryggvason, Sigríður Hagalín, Nína Sveinsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Leiktjöld eru gerð af Hafsteini Austmann listmálara. Aðalhlutverk skipa Emilía Jónas i Þetta er fyrsta leikritið, sem sýnt dóttir, Guðmundur Pálsson, Þóra ! er eftir þá Philip King og Falk- Friðriksdóttir og Brynjóifur Jó-jland Cary hérlendis. Veglegt þorrablót er byrjaði seemma kvölds og stóS til morgHns Frá frétfaritara Tímans á Reyðarfirði. Árlega er haldið veglegt þorrablót í Reyðarfirði og var það haldið í fvrrakvold og stóð sá mannfagnaður til morguns í gær. Er þessi samkoma ein helzta skemmtisamkoma ársins þar um slóðir og jafnan samankomið fjölmenni. Sá háttur er hafður á, að kosin er sérstök þorrablótsnefnd þorps- búa og tilnefnir íráíarandi nefnd jafnan eftirmenn sína á sjálfri há- tíðinni. í nefndinni eru fern hjón og einn maður ógiftur og sér þetta fólk um fyrirkomulag og undir- býr hátíðahaldið á vetri hverjum og heíir eins árs undirbúníngs- tíma. Að þessu sinni virtist viðra illa til samkomuhalds. Veður var með versta móti, mikil krapahríð og síðar rigning. Um miðnættið var skyndilega komið logn og úrkomu- laust veður og var svo enn, þegar samkomugestir héldu heim iil sín á sjöunda tímanum í gærmorgun. Þorrablótið er annars mikii ■ matar- og kaffiveizla. Þar er flutt- ! ur annáll ársins og síðan geymdur og þar að auki farið með kveðskap og söng, meðan setið er utidir borð ! tim. Enginn yr.gri en 16 ára má ! koma til þorrablótsins en flest | fullorðið fólk, sem að heiman ! kemst, fer þangað. j Itfiégerdir d HEIMILJSTÆKJUM Grímsey (Framh. af 1. síðu). ff Stelna. i Kveikiar* gerð fliótlega til að reyna að koma reyna einhverja bráðabirgðavið-: ■ í veg fyrir frekari skemmdir. j Olíugeymirinn, sem færðist til, stóð á klöpp um 7 metra yfir sjáv- ' armál og nær hundrað metra frá | sjó, en þó gekk brimið upp fyrir hann og færði til, sem fyrr er frá sagt. Grímseyingar njörfuðu þó geyminn niður eftir föngum eftir þaS, og mundi hann áreiðanlega hafa farið í síðari garðinum, ef svo hefði ekki verið gert. ★ ★ KvelUlr I kveikjítre I ngur á kveikjara Stórt verzlunarhús. Híð nýja verzlunarhús, sem nú verður hafin bygging á, verður allstórt, tvær hæðir og er þar ætl- að rúm fyrir sölúbúðir og skrif- stofur félagsins, og að líkindum einnig íbúð kaupfclagsstjóra. Snjólaust að kalla. Veðráttan hefir verið einmuna góð í vetur, og er enn, snjólaust að mestu en nokkurt frost. Heilsu- far er gott og fé er mjög gjaflétt. í kvöld er haldið hér þorrablót. JJ. (Framhald af 12. síðu). Stephensen, og er prentað í Leir- árgarðaprentsmiðju árið 1800. Þá eru sýnd rit frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur svo sem Kvennablað ið og Barnablaðið. Þá skáldsögur eftir konur: „Brynjólfúr Sveinsson biskup“ eftir Torfhildi Þorsteins dóttur Hólm og „Kaupstaðarferð ir“, lítil smásaga, eftir Ingibjörgu ^kaptadóttur. Fyrsta ljóðabókm eftir konu heitir „Stúlka“, höfund ur er Júlíana Jónsdóttir frá Akur eyjum á Breiðafirði. Nýrri bókmenntir eftir konur eru á sýningunni en ekki eru til- tök að sýna aliar bækur, sem konur hafa skrifað á tímabilinu. Mynlist og listiðnaður. Mörg málverk og höggmyndir erí5 á sýningunni, enda af miklu af að taka í þeim efnum. Gerður Heig- dóttir, Gunnfríður Jónssdóttir, Nína Sæmundsdóttir og Ólöf Páls dóttir eiga þar höggmyndir. Mál- verk eru eftir Barböru Árnason, Grétu Björnsson. Guðmundu Andrésdóttur, Júlíönu Sveins- dóttur, Karen Agnete Þórárins- son og Nínu Sveinsdóttur. Mynd- vefnaður er eftir Vigdísi Kristjáns dóttur. Þá er listiðnaður sem vekja mun athygli. I silfursmíði eru sýnd víravirkisarmbönd og stokkaþelti ásamt fleiri munum. Þá er h'and málað postulín, silkibókband og útskurður. Sýning er eins ög fyrr er sagt í bogasal Þjóðminjasafns- ins og er sérlega smekklega fyrir komið. í sýninganefnd eiga sæti Sigríð ur J. Magnússon, Bjarnveig Bjarna dóttir, Guðný Helgadóttir, Soffía Ingvarsdóttir og Valborg Bents- dóttir. Forsetafrúin, frú Dóra Þórhalls dóttir, opnar sýninguna kl. 14 í dag sem fyrr segir. Verður sýning in opin til 3. febrúar. Á kvöldin kl. 8.30 munu kon ur lesa úr verkum sínum, ó- prentuðum. Hefst á mánudag, en þá lesa þær Elinborg Lárus dóttir og Margrét Jónsdóttir. Fréttir frá landsbyi TÖBAKSBIJDIN í KDLASUKDI AVWWóMAimVJWJWrn Mætur bóndi jar<Ssettur Dalvík í gær. — í gær var Þor- steinn Antonson jarðsettur frá Upsum að miklu fjölmenni. Þor- steinn heitinn var alþekktur at- orku og dugnaðarmaður og vin- sæll. PJ. Sæmilegur aíli Dalvíkur- báta Dalvík í gær. — Héðan róa nú þrír þilfarsbátar. Afli hefir verið misjafn en oftast tvær til fjórar lestir í róðri. Bátarnir komu að landi í dag og var afli um þrjár lestir hjá þeim sem mest hafði. PJ. Ógæftir hamla veiíum PatreksfjarSarbáta Patreksfirði í gær: Héðan eru gerðir út þrír bátar, en þeim geí- ur sjaldan á sjó. Haia ógæftir ver- ið miklar undanfarið, en þá sjald- ar. að gefur, hafa bátarnir fengið frá fjórum upp í sjö smálestir hver í róðri. B.Þ. AtSalfundur Framsóknar- félags A-Húnvetninga Blönduósi í gær: — Hér er í þann veginn að hefjast aðalfund- ur Framsóknarfélags A-Húnvetn- inga, og virðist ætla að verða fjöl- mennur, því aö þegar eru margir komnir. Færi er ágætt um ajlt héraðið og á öllum vegum norð- an Holtavörðuheiðar, en þar er mjög þungfært og einnig í Borg- arfirði. í gær voru ívær vörubif- reiðar 14 klukkustundir að kom- ast frá Reykjavík upp í Forna- hvamm. SA. rjrtíu fara frá línunni Hornafirði í gær. — Hér eru alltaf sömu ógæftirnar, og komast bátar vart út. í grer fóru þeir þó, en urðu að fara frá línunni hálf- dreginni, því að snögglega skall á austan veður. í dag hafa bátar ekki komizt út til að draga, þótt allgott veður sé hér inni, því að haugasjór er úti fyrir. Afli virð- ist hins vegar góður, því að bát- arnir fengu í gær allt að 12 skip- pundum á þann hluta línunnar, sem hægt var að draga. AA. Bændaklúbbsfundirnir eru fjölsóttir Akureyri, 26. jan.: Bændaklúbb- ur Eyfirðinga heldur fund á mánu daginn kemur að Hótel KEA að vanda, og þar segir Tryggvi .Tóns- son frá Krossanesi frá námsferð til Bandaríkjanna. Hann var í hópi þeirra, er nýlega ferðuöust vestra til að kynnast landbúnaðar- vélum og öðrum tækjum og við- haldi þeirra. Á síðasta fundi talaði Ingi Garðar Sigurðsson ráðiinaut,- ur Búnaðarsambands Eyfirðinga um fóðrun búpenings. Bændur koma langt að á fundina, sem eru j óformlegir mjög. í þessum sam- j tökum er enginn skráður félags- maður, en opið hús þegar fundir eru fyrir alla þá, sem hafa áliuga á iandbúnaðarmálum. Framsögu- erindi er undirbúið af þar til kvöddum mönnum hverju sinni. PJ. Fóik fer á verííð úr Oræfam Fagurhólsmýri í gær. — Hér er súiólaust að mestu en umhleyp ingar hafa verið miklir og rigning ar. Jörð er þíð og fé létt á fó'ðrum. Allmargt fólk er farið héðan til .vertíðarstarfa bæði til Eyja og ann arra verstöðva suðvestan Inds, bæði konur og karlar. SA Fjölmennt þorrablót uí EgiísstöíSum Egilsstöðum í gær. — Hér er j aðeins grá jörð í byggð en meiri ! snjór á heiðum. Þiðnaði þó í gær j og gerði krapaveður, en í dag er vestanátt og bjart. Flugvél vænt anleg hingað í dag. í gærkveldi var ualdið hér fjölmenntt þorrablót að Egilsstöðum. Var þröngt á þingi þJir sem hér vantar gott samkomu hús. ES Nýr bátur til Raufarbafnar Raufarhöfn í gær. — Hingað er senn væntanlegur nýr bátur, sem þeir Ásgeir Ágústsson og Páll Hjaltalín Árnason eiga, smíðaur hjá Nóa Kristjánssyni á Akureyri. Er hann um 10 lestir að stærð. Hér eru fleiri bátar af svipaðri stærð, en ekkert hefir verið róið undanfarið enda ógæftasamt og mikil atvinna i landi, þar sem 12 —14 hús eru í smíðum og verið að byggja tvær söltunarstöðvar. Snjó laust er og veturinn mjög gjafa léttur á Sléttu. JÁ Bílíært til MötSrudals Grímsstöðum í gær. — Hér á Hólsfjöllum hefir veturinn verið ákaflega mildur, all stormasamt en alveg snjólaust enn. Mjög gjaf létt hefir verið til þessa. Bílfært er jafnt út í Öxnafjörð sem vestur í Mývatnssveit, og einnig austur í Möðrudal, en þar fyrir austan á Jökulsdalsheiðinni er ófæirt, og' eins til Vopnafjarðar. KS Skreppa á þorrablót austur á Fjöll Mývatnssveit í gær. -r- Hér er veðráttan hin sama, snjólaust með öllu. aðeins grátt, svolítið hjarn í lautum. Bílfært um alla vegi, jafnt austur sem vestur. í kvöld er t. d. þorrablót að Víðihóli á Hólsfjöilum, og er ungt fólk leggja af stað héðan á jeppa þang að, og kemur væntaplega heiifr' í fvrrámálið. Þetta er eins og _að skreppa til næsta bæjar, því ^að rennifæri er austur yfir fjöllin. Minkur sést viS Laxá, en næst ekki Mývatnssveit í gær. — Eitthvað hefir orðið vart við mink hér í sveitinni, aðallega neðan vatns ýið I.axá og efst í Laxárdal, en ekki hefir tekizt að veiða neina miijka nú um skeið. Refaveiðar eru ekki stundaðar að ráði hér í sveitinni, enda heíir verið of lítið um snjóa til þess. Allmikil dorgarveiði var hér nokkra tíma um daginn. PJ. Engar samgöngutruflanir á landi nyrðra Akureyri, 26. jan.: Hér er bezta veður í dag og flugvélar á ferð hér yíir meðan bjart er. Vegna hálku varð að sandbera fíugbraut- ina í morgun. Annars er hér eng- inn snjór, aðeins grátt i byggð og heiðar akfærar, bæði austur og vestur. Veturinn hefir verið ein- stakíega mildur og góður það sem af er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.