Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 4
TÍMÍNN, sunnudaginn 27. jahúar 1957. Spánska skáldið Juan Ramón jimenez: Leið skáldsins iiggur um ásíavímu og eillfðarþrá til innri meðvitundar Takmarkií er aí finna fegurci og Ijótiin eru túlkun hennar, segir ljóískáidiS, sem hlaut | NóbelsvertSlaunin 1956 Fyrir skömmu hlotnaðist spánska stórskáldinu Juan Ramón Jimenez, bókmenntaverðlaun Nóbels. Er það í fjórða sinn, sem verðlaunin eru veitt Spánverja. Hinn fyrsti var stærðfræðingurinn, ráðherrann og leikritaskáldið José Eche- geray, er hlaut þau árið 1905. Tveim árum síðar voru verð- laun Nóbels í læknisfræði veitt lækninum Santiago Ramón y Cajal. , . inn. Pio Baroja er nýlátinn, en eft A liý áriS 1922 heiðraði sænskajr jjfa þejr Azorin og Menendez akademían enn spánskt stórskáld, pj(jai Jacinto Benavente. Liðu síðan E* meir en þrjátíu ár. Má það telj- ast ótrúlegt, að eftir dauða Bena- vente skuli engin Nóbelsverðlaun hafa verið veitt Spánverjum. Enda þótt Spánn standi ekki jafnfætis stórþjóðunum að tækni, stóriðju né veraldlegum auði, þá er víst að bókmenntir og andlegar listir hafa verið hér með meiri blóma, það sem af er 20. öld en víða annars staðar. Enda það sem hæfir, ber og vænta má af hinni ævafornu og erfðabundnu menn- ingu. Þjóð fer eigin göíur Þrátt fyrir tilraunir til „evróp- eizacionar“, hefir þjóðin handan við Pýreneafjöllin farið sínar eig- in leiðir og mun leita áfram eftir sínum l'eiðum. Land mótsagna, öfga, auðs og fátæktar, þar sem þær standa hlið við hlið miðöld og nýöld. Og hinn næmi, öri og listhneigði Spánverji er hálfur Don Quijote og hálfur Don Juan. Verk stórmeistaranna hafa litið náð út fyrir hinn latneska heim. Má vera, að hin spánska tunga sé lítt þekkt utan spönskumælandi landa og því lítt þekktar bókmennt ir þeirra og fátt um þýðingar. Er því mjög miður farið. Þegar komið var að 20. öld ná hinar spönsku bókmenntir að blómgast svo, að nánast mætti tala um „aðra gullöld“, segundo Siglo de Oro, og hafa hinar andlegu hræringar sjaldnast verið jafn djúpar og stöðugar. Má tala um þrjár skáldaættir, þar sem höfuð ættanna og áhrifamenn eru þeir Miguel de Unamuno fyrir modernista rithöfundum, José Ortega y Gasset, einn skarpasti hugsuður spánskur á 20. öld og síðan Garcia Lorca, sem er í verkum sínum fulltrúi þriðja liðs- ins. Marga mætti nefna, er koma mjög við sögu á þessu tímabili, svo sem Ijóðskáldið Antonio Machado Azorin og Pio Baroja, sem báðir eru skáldsagnahöfundar og essay- istar. Menendez Pidal, vísindamað- ur mikill og lærimeistari. Valle ínclan, sem í skáldskap sínum fét sér mjög annt um málefni Spánar. Flestir þessara meistara hafa nú vérið lagðir í mold og án þess að þéim væri veittur lárviðarsveigur- ! Numinn hrifningu og fegurðar ! Moguer tók hann ungur að yrkja ! og mála. Flutti hann náttúrunni | lofsöngva í ljóði og litum. Gekk I , ungur í Jesúítaskóla í Puerto de | ! Santa Maria og síðan í Háskólann í Sevilla. Og hann hélt áfram að ; yrkja. Gætti í fyrstu utanaðkom J j andi áhrifa í l.ióðum hans, en Ju- j an Ramón tók brátt að fara sínar eigin leiðir, hreinni, skýrari, per- sónulegri Að loknu háskólanámi hélt hann til Madrid, þar sem hann gerð- ist mjög virkur í samstarfi við hvers konar blöð og tímarit. Skrif Juan Ramón Jimenez Spánverjar hrósa nú tvöföldum sigri, er sá heiður er bókmennt um þeirra nú loks sýndur að veita Spánverja Nóbelsverðlaun og hér er um að ræða hið andalúsíska stórskáld Juan Iiamón Jimenez. UpphafiíS Moguer 1881. Birta, þögn, eilíf- ur friður. Þorpsbúar héldu jól og undir söng jólasálma og í helgi jólahaldsins fæddist Juan Ramón. ‘— Leikvellir hans voru hinar grenivöxnu hæðir, bakkar Rio Jinto, eða fjaran, þar sem Columb- us hafði áður ferðbúið flota sinn. hans í madrilenzka- blaðið „E1 Sol“ vöktu mikla athygli og-.gerðu nafn hans víðfrægt. Mikill persónu leiki, frumleiki í hugsun, næmur fegurðarsmekkur, fjör, hreinn stíll og kímni gerðu hann sigursælan. En ljóðagerðin varð honum brátt hjartfólgnust, þar sem1 hann fær bezt talað sínu hjartansmáli, máli fegurðarinnar, ástarinnar, náttúr- unnar. Gaf hann út stufta Ijóða- bók, þá fyrstu „Ninfeas". Fundum hans bar saman við önnur stórskáld aldarinnar og átti hann að nánum vinum þá Antonio Machado og Garcia Lorca. (Framhald á' 8. síðu). „Kóngurinn í New York“ Charlie Chaplin er að ljúka við nýja kvikmynd, og heitir hún „Kóngurinn í New York“. Sjálf- ur gerir hann kvikmyndahandrit- ið og semur auk þess tónlistina. Stefið úr „Sviðljósum" fór sigur- för víða um lönd, og nú hefir | hann samið annað stef fyrir 1 ,Jíónginn“. Maðurinn, sem syng- ur stefið í mvndinni heitir Lem- my Constantine. Hann er Banda- ríkjamaður, var algerlega ó- 1 þekktur fyrir 4 árum, er hann i j kom til Parísar. En síðan hefir hann mjög komið við sögu í kvik myndum þar, er auk þess vin- sælasti dægurlagasöngvari í Frakklandi þessa stundina. En heima í Bandaríkjunum er nafn hans enn óþekkt. En það verð- ur varla lengi úr þesu, a. m. k. ekki eftir að hann fer að syngja i Chaplinmyndinni. ; }>3>mn!y« .. Gina í onao hjá kaþólskum Kaþólsk blöð eru harðorð um Ginu Loilobrigidu um þessar mundir. Ástæðan er að hún kall- aði saman blaðamannafund hér á dögunum í Róm til að tilkynna þar, að hún ætti von á barni í sumar. Segja kirkjuleg málgögn, að Gina hafi stórlega broiið af sér. Hlutverk móðurinnar ættiað vera hafið upp yfir.skrí-oalæti og augiýsingabrellur, og fær leik- konan bágt fyrir frammistöðuna. íslenzk danskri sýmngir iMynáir Braga Asgeirssonar íistmálara vöktu athygli gagnrýnenda í nóv. s. 1. var í Kaupmannahöfn haldin samnorræn Sýning á grafik (,,svartlist“) að tilhlutan Dansk Grafisk Kuiistner- samfund. en svo nefnist hin danska deild norræna sambands- ins, Nordisk Grafisk Union. Öll fimm norrænu löndirf, Dan- mörk, Finnland, ísland, Noregur og Svíþjóð — áttu áðild að sýningunni, ísland hafði þó þá sérstöðu, að aðeins einn listamaður xslenzkur átti myndir á sýningunni, en hon- um hafði. verið sérstaklega boðin þátttaka í henni. Var það Bragi Ásgeirsson iistmálari. Á skólasýningu I fyrravatur - dvaldist Bragi í Kaupmannahöfn við íramhalds- nám í grafík. Á vorsýningu graf- íska skólans í fyrra voru teknar margar hxyndir eftir Braga, og átti hann. .einn.. um 40% allra mynda, er á sýninguoni. voru. Á sjálfstæðri sýniv.gu, er Bragi efndi til í lCbh. nokkru síðar, yöktu myndir hans allmikla at- hygli. Forstöð.umaður Thorvald- sens-safnsins, Sigurd Schultz, i vakti þ"á fyrstur manha opinber-j lega athygli á steinprentunum (Litógrafíumf hans í-Hstdómi, er birtisþ í „Dagens Nyheder".,, Þar sagði hann m. a.: „Á borði, undir gleri, liggur t. d. steinþrykk í Hvítu bg svörtu; nakiíf íýrifsæta, séð frá hiið,- Þetta er- stóríengleg mynd, sem veldur óróa, en veitir þó um leið fróun vegna ^ áhrifa! híns míkla, áþreifánlega forms og * hins listræna styrks svárts og hvíts; í rauninni ,er þetta samruni listrænna eiginleika, sem í eðli sínu eru alls óskyldir." Á sýnixlgunni' í nóv. s. 1., sem áður getur, áttu 75 norrænir lista- menn fleiri eða færri myndir hver. Var það alménnt álit listdómar- ánna, að hin yngfi kynslóð svart- listarmanna væri í mikilli sókn og bæri sýningin sviþmót þeirra. U.mmæíi gagnrýnenda Skulu hér tilgreind nokkur um- mæli helztu blaðanna um myndir Braga. Jan Zibrandtsen sagði í „Ber- lingske Tidende“ m. a. „Aðeins einn einasti listamaður er hcr frá íslandi. Það er Bragi Ásgeirsson, 2 ára, kjörinn á sýninguna af dönsku sambandsdeildinni. Hann kemur hér fram sem hæfileika- mikill fulltrúi þjóðar sinnar með hinar stóru;- tjáningaríku lítógraf- íur sínar af sitjandi eða standandi módelum . . . það, sem öllu öðru fremur dregur unga norræna lista menn að grafískum listgreinum er það, að þær gera þeirn kleift að ná fram áhrifum í svörtu, hvítu og öði’um litum, sem ekki er unnt að ná á annan hátt, hvorki í list- málun né teiknun.“ Walter Schwartz segir í „Poli- tiken“, að svo virðist sem allar þær fimm þjóðir, er að sýning- unni standa, séu jafnlangt komn- ar í grafískum listum, og að lista- menn þeirra vinni af alvöru og dug.Öll löndin hafi takmarkað tölu Bragi Ásgeirsson 1 þáttakcnda sinna af fremsta megni, en lagt áherzlu á, gæði myndanna. í grein siryii nafn- greinir Schwartz aðeins eixjn lista mannanna og segir: „Fulltrúi ís- lands er aðeins einn, hinn korn- ungi- en stórsnjalli listamaður Bragi Ásgeirssóh.“ í „Sociai Demokraten ritar J. M. N. m. a. „íslandyjá ísland, á hér aðeins einn fulltrúa, Braga Ás geirsson, sem er ungur svartlist- armaður. Tjáning hans í lítógi-af- ískum módelstúdíum er rnjög Aníta Ieikur Anítu I síðustu Martin & Lewis kvik- myndinni, sem heitir „Hollywood or burst“, leikur Aníta Ekberg ásamt þeim Dean Martin og Jerry Lewis, eg Aníta fær nú að leika sjálfa sig. í myndinni er bún blátt áfram Aníta Ekberg, liin fræga kvikmyndastjarna, sem Jerry á lengi að hafa tilbeðið. En það er ekki „happy end“ í myndinni. Lewis fær ekki sína Anítu, enda er hún gift Anthony Steele. Abbott & Costello Abbott & Costello eru farnir að leika í myndum á ný, eftir nokk- urt hlé. Næsta mynd þeirra heit- ir „Dance with me, Henry". — sterk; þróttmikill expressiorlismi, mikill uppreisnarandi." Er kennari hér heima — Bragi Ásgeirsson stundaði I nám í myndlistardeild ijandíða- I og myndlistarskólans í þj-jú ár. j Var hann síðan í önnur þrjú ár i við myndlistarnám í li^taháskólan- ' um í Kaupmannahöfn og Ósló. Síðan hefir Bragi farið rn^rgar i náms- og kynnisferðir unj niörg lönd álfunnar, m. a. um^Spán, ít- i alíu og Frakkland. I Nú er Bi’agi kennari í grafík, steinþrykki og tréristu, við Iland- íða- og myndlistarskólann, -Í! bur^areygmsla • reist á Ðalvík Dalvík í gær. — Fri áramótum hcfir veri'ð unnið hcr. ao. bygg'ngu geymsiuhúss fyrir áburð og ’er eig andi þess Áburðai’verksmiðja. rik- , isins í Gufunesi. , j í gær iosaði Reykjafoss ,32,5 lest, ir áburðar sem liann kom með fr,á jGufunesi. Var áburð.urinn látinn 'í hina nýju geymslu,,,,,, ,, Flugvöllurinn hér, er ný. JuJlr gerður fyrir nokkru. ep ekju,hplir hann verið notaður utan þess að lítil flugvél kom frá Akureyri og lenti nýlega. Snjólaust er nú með öllu og allir vegir færir. PJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.