Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 6
6 T- Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur f Edduhúsi vi3 Lindargötu. Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Talsmenn verstu haftanna ÞAÐ ER RÆTT um að opna — þótt ekki sé nema til hálfs — gættir að leyndar dómi saltfisksölunnar, og leyfa ferskum gusti sam- Ikeppni og framtaks að blása um sviðið. Hverjir eru það 'þá, sem rísa upp og andmæla, og kalla bezt að ríghalda í gamlar venjur og standa fast á gömlu skipulagi? Eru það „haftapostularnir“, sem Mbl. er stundum að skrifa um? Landsmenn vita fullvel, að það fer ónotalegur titring- ur um hjarta íhaldsforingj- anna þegar talað er um að hrófla við saltfiskeinokun- ’lnni. Þetta var enn einu sinni staðfest á Alþingi í fyrradag. Eormaður Sjálfstæðisflokks- irts og höfuð ættarinnar, Ölafur Thors, mælti einn fyrir áframhaldandi einok- un og forréttindum. Á UNDANFÖRNUM ár- um hajfa samvinnufélögin stofnað til samkeppni á mörg um sviðum þjóðlífsins, þar sem áður ríkti kyrrstaða ein okunar. Samvinnutrygging- ar rufu þögnina um trygg- ingakjörin. Fyrir heilbrigða samkeppni eru þessi kjör nú allt önnur en þau voru áður. Iðgjöld hafa lækkað, einka- leyfi hafa verið afturkölluð. En þegar heilbrigt framtak sækir fram, skriða hinir raun verulegu haftapostular í skel forréttindanna og verjast þar. íhaldið í Reykjavík tók 'þann kost að leggja trygg- ingar undir óhagstæðan bæj arrekstur fremur en láta Sam vinnutryggingar njóta fram- taksins og heilbrigðrar sam- keppni. Sjálfstæðisflokkur- inn reyndi líka að halda í ríkiseinokun á brunatrygg- ingarkjörum utan Reykjavík ur. Á OLÍUMARKAÐINUM hafa önnur stórtíðindi gerzt. Samvinnumenn hafa byggt upp dreifingarkerfi um land allt. Afskektir staðir njóta þjónustu, sem áður var ó- þekkt. Tunnuflutningar út- iendu auðhringanna — dýr- ir og óhentugir — eru úr sög unni. Dælustöðvar og stál- geymar hafa risið upp við hafnir, hringinn í kring um land. Aðstaða útgerðar og annars atvinnureksturs hef- ur verið stórbætt með þess- um framkvæmdum. Sam- vinnumenn ráðast svo í eitt mesta stórfyrirtæki, sem gert hefur verið hér á landi, og kaupa nýtízku olíuflutninga- skip, spara þjóðinni margar milljónir, leysa íslenzkan at- vinnurekstur úr viðjum út- lendra skipaeigenda og farm gjalda þeirra. Fyrir atorku, dugnað og framsýni skapar samvinnuhreyfingin sér að- stöðu til að færa út kvíarnar og gera íslenzkt atvinnulíf algerlega óháð útlendum skipaeigendum að þessu leyti á fáum árum. En hverjir eru það þá sem berjast eins og óðir væru gegn því að sam- vinnuhreyfingin, og þjóðin öll, fái að njóta ávaxtanna af þessu framtaki? Eru það kartski „haftapostularnir“, sem íhaldsblöðin eru stund- um að tala um? í s. 1. viku birtust þessir haftapostular þjóðinni í ræðustól á Alþingi, hver um annan þveran. Þar voru Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein og fleiri slíkir tals- menn „framtaks og heil- brigðrar samkeppni“ eða hitt þó heldur. Daginn þann mæltu þeir óspart fyrir aukn um ríkisafskiptum, höftum, boðum og bönnum. ÞEGAR MENN íhuga þessi dæmi — og auðvelt er að grípa mörg fleiri af blöð- um samtímasögunnar — vaknar sú spurning, hvað hafi eiginlega komið fyrir hinn gamla íhaldsflokk Jóns Þorlákssonar; hvað hefir orð ið um stefnumálin, sem í upphafi voru letruð á fána flokksins? Því er fljótsvarað. Ævintýramennska eiginhags munanna hefur á seinni tím •um algerlegí^ ráðSð stefn- unni. Gömul vígorð eru löngu orðin innantómt glamur, sem enginn tekur mark á. í raun og sannleika eru engir meiri haftapostular í þjóðfélaginu en foringjar Sjálfstæðisfl. — En þau höft, sem þeir vilja að gildi, er versta tegund hafta sem til er. Með þeim er ekki stefnt að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu, held ur að verndun sérhagsmuna — útilokun samkeppni. Hvar sem gustur sam- keppni fer að næða um sér- hagsmunina og gróðabrall- ið, er óðara skellt í lás eins og bæjarstjórnaríhaldið gerði 1 tryggingamálunum. Þetta minnir á þá staðreynd, að Sjálfstœðisflokkurinn hefur enga hugsjónastefnu. Allt hans strit er miðað við að halda völdum og opnum gróðalindum. Það er öll hans saga í seinni tíð. Veðurspá og Iífsreynsla FORMLEGRI myndun ríkisstjórnarinnar lauk á laugardegi, en sunnudaginn næsta á eftir fóru Sjálfstæð isforingjarnir með liðssafn- að upp í Borgarfjörð og höfðu mót í Húsafellsskógi. Þá var drungalegt veður. — Bjarni Benediktsson ávarp- aði liðsmenn. Sagði, aö það væri eins með veðrið og stjórnmálin. Nú væri skýja- þykkni vfir Borgarfiröi og vond ríkisstjórn í Reykjavík. En brátt myndi sól skína á héraöið á ný og veldissól þeirra Ólafs aftur ljóma í Reykjavík. Menn gerðu góð- an róm að þessari veðurspá, einkum peningakóngar. Og Morgunblaðið var í kosninga flíkum fram á jólaföstu. — Frá embættistökunni í Washington s. I. þriðjudag. Warren forseti hæstaréttar yzt t. v.( Nixon er yzt t. h. andaríkjanha Aukín framför og upplýsing í Rússlandi greiðir veg bættum sambúíarháttum sagtii forsetinn, og het þeim, sem biggja vildu, óeigingjarnri hjálp Bandaríkjanna Snemma í þessari viku hófst annað k.iörtímabil Eisenhowers forseta Banilaríkjanna, og hann sór embættiseið sinn við hátíð- lega athöfn í Hvítahúsinu. Við það tækifæri flutti liann ávarp til þjóðar sinnar. Eisenliower flytur ekki aftur ræðu við slíkt tækifæri. Jafnvel þótt aldur og heilsa leyfðu honum að þjóna lengur forsetaembætti en þetta kjörtímabil, bannar stjórnarskrá in það. Það er því ástæða til að Ieggja eyru við orðum þessa merka manns við svo liátíðlegt og sögulegt tækifæri. Fullveldið engin verzlunarvara Hann talaði um það hlutverk Bandaríkjanna, að „létta oki ótt- ans og vopnanna af öxlum mann- kynsins". Áheyrendur hans klöpp- uðu honum lof í lófa, er hann sagði: „Búdapest er ekki lengur aðeins nafn á borg, það er héðan í frá nýtt lýsandi tákn þéirrar þrár mannsins að vera frjáls“. — Síðar í ræðu sinni sagði hann: „ . . . Vér metum mikils vináttu- bönd við allar þjóðir, sem eru og vilja vera frjálsar. Vér virðum sjálfstæði þeirra. Og ef þær æskja hjálpar okkar á stund neyðar og hættu, geta þær hlotið hana, án þess að niðurlægja sig, því að vér leitumst ekki frekar eftir að kaupa fullveldi þeirra en selja vort eigið fullveldi. Fullveldi er aldrei verzl- unarvara í meðal frjálsra manna“. Valdastreituhríðin lagðist sí- fellt dimm á glugga Morgun- blaðshallarinnar þótt aðrir landsmenn spókuðu sig í góð viðrum haustsins. SVO LEIÐ árið og það varð loksins Ijóst, að lítill spámaöur hafði talað í Húsa fellsskógi. Það var engra veðrabreytinga von í stjórn- málunum. Við þá lífsreynslu varð veðurspámanni að oröi í blaði sínu 25. þ.m.:.Það . . . er mesti misskilningur . . . að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið mjög hryggur yfir því að yfirgefa ráðherrastóla sína . . . “ Hefði ekki verið betra að orða þetta öðruvísi, en halda samt hinni sönnu merkingu? T.d. svona: „Hart er að veröa að híma undir vegg og hafa verið gæðingur- inn bezti“, eins og þjóðskáldið kvað. En enn má æfa þennan hersöng í liði peningafurstanna fyrir næsta útifund. Klofinn heimur Forsetinn minnti Bandaríkja- menn á, að bótt þeir lifðu við alls- nægtir, væri veröldin öll í meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Hann taldi hinn alþjóðlega kommúnisma ógna heimsfriðinum og vera það afl, sem legði fjötra á einstaklinga og þjóðir, en hann mælti vingjarn- legum orðum til rússnesku þjóðar innar og kvaðst fagna hverju af- reki hennar til aukinnar menning ar og velmegunar, því að þau færðu mannheim nær friði. Hann óskaði þess, að hún fengi að njóta frelsis og uppskera ávöxt erfiðis síns. „í hjarta Evrópu er Þýzkalandi hörmulega sundurskipt og raunar er öll álfan hlutuð sundur; já, all- ur heimurinn sundur skilinn. Það sem skilur er kommúnismi og það afl, sem hann ræður yfir. Við þessar aðstæður er það slcylda Bandaríkjanna“, sagði hann, „að vinna að því að fá frið með rétt- læti í heimi, sem virðir siðalög- mál. Friðurinn, sem vér sækjumst eftir, sprettur aldrei af ótta einum saman. Hann verður að standa föst um fótum í lífi þjóðanna. Það verð ur að ríkja réttlæti, sem allar þjóð ir finna að ríkir og skilja, því að án réttlætis getur veröldin aldrei kynnst öðrum friði en óstöðugu vopnahléi. í gildi verða að vera Fargjöld námsmanna. í BRÉFI frá P. S. er rætt um skatta skipafélaga og fargjöld námsmanna og segir m.a. á þessa leið: „Nýlega las ég í blaði ykk- ar, að Eimskipafélag fslands væri hætt að láta ákveðna tölu far- miða til Menntamálaráðs, til út- hlutunar til námsmanna. Eftir að skattfrelsinu lauk, hafi félag- ið lcippt að sér hendinni. Virðist því, sem farmiðar þessir hafi verið nokkurs konar friðþæging- argjald til þjóðfélagsins, og finnst manni satt að segja. að heidur hafi orðið snöggt um gjaldið er það var afnumið jafnsnemma og skattfrelsið. Eða voru eigendur Eimskipafélagsins svo vissir um, að reikningar þeirra og þjóðfé- lagsins væri svona hníf jafnir? Hvað sem um það er, blasir nú við, að þessi fríðindi til náms- manna, sem lengi hafa gilt og orðið mörgum að liði, eru úr sögunni". Málið endurvakið. ENN SEGIR P. S.: „Líklega ber að skilja þetta svo, að þar með sé úti um ókeypis ferð heim frá námi fyrir námsmenn, eftir langa útivist. En ég get ekki sætt mig við að málinu sé þar með lokið. Ég vil endurvekja það. Ég teldi rétt að athugað væri, hvort lög, sent allar þjó'ðir virð'a, því a<J án slíkra laga getur heimurintt aldrei eignast annað en það auma réttlæti, sem einkennist af misk- unn hins sterka gagnvart hinuna veikburða. Efling Sameinuðu þjóðanna ' „En þau lög, er vér sækjumst eftir, innibinda frelsi og treýsta jafnrétti meðal þjóðanna, hvort sem þær eru smáar eða stórar“. í framhaldi af þessu taldi forset- inn að Bandaríkin yrðu að standa gegn þeim, sem vildu stjórha me3 valdbeitingu; og efla öryggi ann- arra og lina þjáningar annarra þjóða. Ilann hét því, að Banda« ríkin mundu af alefli styðja við« leitni Sameinuðu þjóðanna til að skapa viðunandi sambúðarhætti þjóðanna, og fullyrti, að slíkt tak« mark væri óeigingjarnt og miðað við framtíðarheill alls mannkyns. Ræðu forsetans þefir verið vel tek ið á Vesturlöndum. Fróðlegt er t. d. að sjá ummæli „Manehester Guardian" um efni hennar og stöðu forsetans í heimi samtímans. Blaðið segir m. a. í íitstjórnar* grein s. 1. þriðjudag: ^ Litið til baka Orð Eisenhowers voru háfleyg og ekki hnitmiðuð, en ekkert slíkt skyldi þó dylja fyrir mönnuitt gildi þess, sem sagt var. Til þesg að meta það ættu menn að Iíta 4 ár til baka. Þá lá við þorð a9 (Framhald á 8. síðu.) Eimskipafélagið og önnur skipa« félög, væru ekki til viðtals um ákveðna tölu farmiða fyrir vægt gjald. Yrði hið opinbera þá að inna það af hendi, en fela Mennta málaráði eða ánnarri stofnun úthlutun sem áður. Væri eðlilég- ast að slík úthlutun væri gerð aí þeim aðila, sem hefir með hönd- um námsstyrkjaúthlutun yfir- leitt. Sams konar samningavið- ræður ætti að taka upp við flug- félögin. Þessi fargjöld hafa á liðnum árum orðið mörgu náms- fólki að miklu liði, eins og ýms- um menntamönnum og listamönn um, sem þeirra hafa notið. Er veruleg eftirsjá að því, að þetta fyrirkomulag skuli nú úr sög- unni og sýnist mér einsætt, a3 finna verði einhverja aðra lausn". Námsmenn fá afslátt. í FRAMHALDI af þessu bréfi P. S., þar sem hreyft.er góðu máli, má minna á, að hámsménn fá afslátt af fargjöldum, a. m. k. munu flugfélögin flytja þá heim með einhverjum sérstökum kjör- um. En hitt er rétt, að þau hlunn indi, sem Eimskipafélagið lét í té, eru afnumin og fuku jafn- snemma skattfrelsinu. Er ástæða til að athuga, hvort ekki er unnt að halda þessum ferðastyrkjum áfram árlega, þótt til þess verðl nú að finna aðrar leiðir. - Flnnutl VAÐSromN i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.