Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN; sunnudaginn 27. janúar 1957. SKRIFAÐ 00 SKRAFAÐ Alþingi heíur störf ao nýju — Vinna þingmanna við undirbúning mála — Frumvarpið um sölu og útflutning sjávarafurSa — Yfirsjón Ingclfs Jónssonar — Bíræfni íhaldsmanna í oliumálun- um — Ömurlegur viðskilnaður stjórnar Ólafs Thors í lánsfjármálunum — Efling togaraflot- ans og vanræksla fyrrv. sjávarútvegsmálaráðherra — Faxaverksmiðjan og Háahlíð Alþingi hóf störf sín að nýju á mánudaginn var. Meðal þess, er síðan hefir gerzt þar markverðast, er það, að ríkisstjórnin hefir lagt fram frumvarp um fisksölumálin og umræður hafa farið fram um olíumálin vegna fyrirspurnar frá S j álf stæðism önnum. Aðalstarf þingsins síðan það kom samgn hefir verið fólgið í því að vinna að undirbúningi ýmsra stórmála, sem síðar verða lögð fram. >Iá þar tilnefna end- urskoðun bankalöggjafarinnar og liúsnæðislaganna. Ríkisstjórnin undirbýr nú frumvörp um þessi mál og hefir eðlilega samráð um þau við flokká sína áður en þau eru lögð fyrir þingið. Það hefir verið venja um langt skeið, að þingmenn vinna þannig að und- irbúningi þingmála áður en þau koma formlega fyrir þingið. Þess vegna má ekki dæma þingstörf- in eftir því, þótt iðulega gerist ekki mikið á þingfundunum sjálf um. Þmgmenn eru oft búnir að vinna meginstarfið við undirbún- ing málanna áður en þau koma til meðferðar þar. Þá hefir fjárveitinganefnd að sjálfsögðú hafið vinnu sína við fjárlögin og er þár um margþætt og vandasamt starf að ræða. Af öðrum málum en þeim, scm þegar hafa verið nefnd og verið er að undirbúá, má sérstaklega nefna aukna aðstoð, sem ráðgert er að velta tíl þeirra býla, þar sem ræktun e'r skammt á veg komin. Hér er um mikið nauðsynjamál að ræðá. Framsóknarflokkurinn hef- Ú' æj.Qg gtutt. að þýí á undanförn- um árum, að aðstoð við þessi býli liefir verið aukin, en meira þarf þó til, ef duga skal. Þess vegna fól seinasta flokksþing Framsókn- armanna þingflokki og miðstjórn að beita sér fyrir framgangi þess. Utflutningsmál sjávarútvegsins Eins og áður segir, var í sein- ustu viku lagt fi-am á Alþingi stjórnarfrumvarp um sölu og út- flutning sjávarafurða. Aðalcfni þess frumvarps er að fela þriggja manna nefnd það vald, sem sjáv- arútvegsmálaráðherra hefir nú til að veita útflutningsleyfi og til að liafa eftirlit með útflutningsverzl- uninni. Að ýmsu levti er þó nefnd inni vgitt meira vald til að fylgj- ast með.starfi úlflytjenda en ráð- lierra hefir nú, og til þess að binda útflutningsleyfi vissum skil- yrðum. Með þeirri lagasetnixigu, sem liér er fyrirhuguð, er sköpuð að'- staða til þess að koma fram end- urbótum á fiskverzluninni. ,Tafn- framt á svo þetta nýja fyrir- komulag að geta stuðlað að því að útrýnxa bæði réttmætri og rangri tortryggni, sem a'ð undan- förnu hefir ríkt í sambaxidi við þessi mál. Mikið fer þetta þó að sjálfsögðú eftir því, livernig val útflutningsnefndar og starf henn ar tekst. Það fyrirkomulag, sern hér urn ræðir, er á ýnisan hátt svipað því, sem Norðxnenn hafa komið á hjá sér. Svo virðist, sern Sjálfstæðis- flokkurinn ætli aö laka þessu máli illa. Óttast liann vafalaust um ýms hreiður, sem hann liefir kom- ið upp fyrir gæðinga sína í sam- bandi við fisksöluna. Þessi hreið- ur hefir hann m. a. byggt upp í skjóli þess valds. sem sjávarútvegs málaráðherra liefir haft undan- farið til að veita útflutningsleyfi, en sjávarúivegsmálaráðherra hcf- ir verið úr hópi Sjálfstæðisflokks- ins lengstum undanfarið. Sú Hinn nýi togari NorSfirðinga, Gerpir. Mörg s!ik skip gætu nú verið að koma til landsins, ef fyrrv. sjávarútvegs- málaráðherra hefði ekki verið fullkomlega áhugalaus um endurnýjun og eflingu togaraflotans. reynsla sannar, að það er til bóta að hafa ekki þetta mikla vald í höndum eins manns, er getur not- að það til framdráttar vissum gæð- ingum. Glópska Ingólls Sjálfstæðismenn reyna enn að halda áfram rógsherferðinni gegn Hamrafelli. M. a. gerðu þeir það í þinginu í seinustu viku í sambandi við fyrirspurnir, er þeir gerðu um olíumálin. Þeir riðu þó ekki feit- um gelti frá þeim umræðum frem- ur en fyrri daginn, heldur stend- ur nú hlutur þeirra miklu verr eftir en áður. Það glopraðist nefnilega upp úr Ingólfi Jónssyni, að hann liefði getað meðan liann var við- skiptamálaráðherra, samið um olíufiutninga íil alllangs tíma fyrir 60 shillinga tonnið, en heimsmarkaðsverðið cr ísú 220 shillingar og verða Islendisigar nú að greiða það flutningsgjald fyrir þá olíu, sem Hasnrafell flyt ur ekki. Ingólfur hafði esiga aðra afsökun fyrir því að taka ekki þessu tilboði en þá, að hann hefði ekki viljað gera það vegna Hamrafells, þ. e, að hasm hafi viljað skapa ííassxrafelli aðstöðu til að taka lxærra verð fyrir flutningana en útlendingar buðu! Óhætt er að fulíyrða, að nú muni hlegið um land allt að þess- ari skýringu Ingólfs, þegar menn gera sér jafnframt grein fýiir, hve velviljaðir Sjálfstæðismenn lsafa verið og eru Hamrafells- kaupunum! I Vegna glópsku Ingólfs verða fs- lendingar nú að boi'ga 160 shill- ingum meira fyrir hvert tonn, sem útlend skip flytja tii landsins en þurft hefði, ef Ingólfur hefði tekið umræddu tilboði. Ráðheixa- dómur Ingólfs hefir því .reynst þjoðinni dýrkeyptur, enda furð- aði marga á því á sinni tíð, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki lelja sig hafa öðrum hæfari manni ! á að skipa til þessa starfs. Því furðulega vali réði vitanlega fyrst og fremst óbrigðul þjónustusemi Ingólfs við Ólaf Thors, er taldi sig þurfa að cndurgjalda honum það eins cg um tengdason eða mág væri að ræða. Bíræfni ihaldsforingjanna Umræðurnar um olíumálið voru •jafnfra.mt fróðlegar á fleiri hátt. Þær sýndu það ljóslega, hve mik- inn hagnað Hamrafellskaupin hafa fært þjóðinni. Flutningsgjaldið fyrir hvert tonn af olíss, sem Haxxirafell flytur til landsins, er 60 shill- ingurn lægra en grei'ða þarf er- lendum skipum. Þetta gerir það að verkum, að olíuvexð er nú lægra hér en í nágrannalöndun- um, sem verða að búa við heims- markaðsfarmffjöld, og hefir slíkt ekki gerzt áður. Þá hafa verð- lagsyfirvöldin staðið traustiegar nú gegn verðhækkunarkröfum olíufélaganna en noltkru sinni fyrr og stuðlar það að sjálfsögðu að því, hve hagstætt olíuverðið er nú hér, miðað við önnur lönd. Það sést vel á þessu, hve mik- ið þjóðin tapar nú á því, að Eim- skipafélagið og olíuhringarnir hafa ekki haft framtak til að kaupa olíuskip eins og S.Í.S., en þá væri hún nú óháð heimsmarkaðs- verðinu með öllu. Það sézt einnig á þessu, hve mikið þjóðin hefir grætt á því, að verðlagseftirlitið er nú í traustari höndum en með- an Sjálfstæðismenn gátu ráðið verulega um framkvæmd þess. Það þarf því meira en litla bíræfni til þess hjá forkólfum Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir reyna að gera sér olíumálin að framdrátlarefni. Þar er treyst til hins ítrasta á mátt blekkinganna og dómgreindarskorts almennings. StrandatSar fram- kvæmdir Það kemur alltaf betur og bet- ur í Ijós, hve tínxabært það var af Framsóknarmönnum að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæð- isflokkinn á síðastl. ári og reyna aðrar leiðir til viðreisnar efnahags rnálurn landsnxanna. Svo fullkom- lega var stjórn Ólafs Thors búin að sigla þeim málum í sti'and. Það má nú vera öllum ljóst, livílík stöðvun vofði yfir útflutn- ingsfraxnleiðslu landsinaiina, þeg ar stjórn Ólafs lét af völduni, þar sem þurft hefir að leggja á hinar stórfelldustu álögur til að tryggja áframhaldanrli rekstur her.nar. IHiðstæð stöðvun vofði jaínframt yfir flestum fram- kvæmdum vegna þess, að búið var að éta upp allt fáanlegt láns fé innanlands og utan vcgna ó- taksnarkaðrar og skipulagslausr- ar fjárfestingar. Nær hvarvetna blasa nú við nýbyrjaðar eða hálf gex-ðar byggingaframkvæmdir op- inberra aðila eða einstaklinga, sem hafa stöðvast vegna lánsfjár skorts. Það verður mikið og vandasamt verk að fást við þann vanda, sem gáleysi stjóinar Ól- afs Thors hefir hér skapað. Nokkur dæmi um lánsfjárskortinn Hér skal aðeins nefna nokkur dæmi þess, hvei-nig viðskilnaður stjórnar Ólafs Thors var í þessumj efnum: í Reykjavík einni vantar mörg hundruð millj. kr. til að ljúka þeim íbúðarbyggingum, sem þar eru hafnar. Fjögurra millj. doll- ara lán, sesn tekið var í Banda- rikjunum um áramótin, fór allt til að greiða bráðabirgðaskuld- ir, sem stofnað hafði verið til með framkvæmdum á síðastl. ári af fyrrv. stjórn (rafvæðing dreif býlisins, Ræktunarsjóður, Fisk- veiðasjóður). Marga milijónatugi vantar til að fullgera sements- verksmiðjuna. Frystihús og fisk- verkunarstöðvar eru stöðvaðar víða um land og vantar nxilljóna- tugi til að Ijúka þessum fram- kvæmdum. Ekkert fé er fyrir hendi til að lialda áfram rafvæð- ingu dreifbýlisins. Þi'iggja ára leit að lánsfé til að gera lxina fyrii'huguðu Sogsvirkjun reynd- ist árangurslaus fyrir stjórn ÓI- afs Thors. Ekkert fé er fyrir hendi til hinna fyrirliuguðu tog- arakaupa. Þannig mætti lengi telja. Taumlaus fjárfesting og ill meðferð fjármuna eru aðalorsak- ir þess, hve fullkomið sti'and beið franxundan í þessum efnum, þeg- ar stjórn Ólafs Thors hrökklaðist frá völdum. Á þessum sviðunx bíð- ur núv. ríkisstjórnar hið torleyst- asta starf innanlands og utan, ef ekki á að korna til alvai'legustu stöðvunar og kreppu í þjóðlifinu. Aukning togaraílotans í fyrri viku kom til Norðfjai’ð- ar stærsla og fullkomnasta skip íslenzka togaraflotans. Ef vel hefði átt að vera, hefðu mörg slík skip átt að vera að koma til landsins um þessar mundir. Víða út um land veltur nú afkonxa stórra þorpa og héraða á því, að þangað komi slík skip og skapi þar bætt afkomu- skilyrði. Því miður verður þessu ekki þannig háttað. f öll þau sex ár, sem form. Sjálfstæðisflokksins var sjávarútvegsmálaráðherra eða frá 1949—’53, var ekkert gert til að endurnýja togaraflotann fyrir atbeina þess ráðuneytis, er átti þó fyrst og fremst að hafa foi-göngu um það. Þar ríkti algert áhugaleysi uin þau mál, meðan hverskonar ónauðsynleg fjárfest- ing átti sér stað. Þess vegna verða margir útgerðarsíaðir lit um land að bíða lengi enn, án þess að fá úrlausn í þessum efnum. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að hefjast handa um endurnýjun og aukn- ingu togaraflotans. Hún setti sér það takmark, að aflað verði 15 nýrra togara næstu árin. Þá fyrst rumskuðu Sjálfstæðismenn og báru fram tillögu um kaup á 20 togur- um! Með slíkri sýndartillögu, sem flutt er þegar þeir eru komnir í stjórnarandstöðu, á að bæta fyrir sex ára svefn flokksformannsins. Það tekst ekki. Sex ára svefn formanns Sjálfstæðisfl. varðandi þessi mál, er meira en næg sönn- un þess, hve lítið er að marka skraf íhaldsforkólfanna, þegar þeir eru að lýsa áhuga sínum fyrir eflingu sjávarútvegsins. Faxi og Háahlið Það er auðséð, að það tekur nú að styttast til næstu bæjarstjórnar kosninga. íhaldsmeirihlutinn sem stjórnar Reykjavíkurbæ, er farinn að rumska varðandi ýmis fram- faramál bæjarins. Þannig er hann byrjaður á nokkrum íbúðabygg- ingum, er alveg gleymdist að vinna að tvö fyrstu ár kjörtímabilsins, og nú nýlega samþykkti hann að beita sér fyrir byggingu hrað- fi’ystihúss. Þá eru horfur á, að hitaveita komist í Hlíðarhverfið fyrir kosningar næsta vetur. Vart fer þó hjá því, að kjós- endur átti sig á því, að allar eru þessar framkvæmdir minni í sniðum og síðar á ferð en vera skyldi. Til þess liggja líka aug- Ijósar ástæður. Bæjarstjórnar- meirililutinn lætur sér fyrst og fremst umhugað um að hlynna að hag hinna utvöldu í Sjálf- stæðisflokknum. Faxaverksmiðj- an er eitt dæmið um það, en þar hefir tugum millj. kr. af fé, er nota hefði mátt til þarfra fram- kvæmda, verið fest I brask spekúlanta, sem ætlar að reynast misheppnað með öllu. Ef spekú- lantar þessir væru ekki liáttsett- ir í Sjálfstæðisflokknum, hefðu bænum aldrei dottið í hug að leggja fé í þetta áhættufyrirtæki. Annað dæmi er Háahlíð, þar sem gæðingar Sjálfstæðisflokksins fengu að byggja áður en nauð- synlegustu mælingum var lokið, og á það eftir að valda bænum milljóna útgjöldum, ef bæjar- stjórnarmeirihlutinn verður sá sami áfram. Það er annars ekkert nýtt, þar senx einn flokkur fer lengi með stjórn, að þar þróist sú mis notkun og klíkuskapur, er ein- kennir stjórn Reykjavíkurbæjar. Því eru umskipti orðin þar nauð- synleg. Alveg eins og andstæðing ar íhaldsins geta nú komið sér sam an um að tryggja landinu betri stjórn en meðan Sjálfstæðisfl. tók þátt í henni, eiga þeir að geta komið, sér saman um að tryggja Reykjavík nýja og betri stjórn eftir næstu bæjarstjórnar- kosningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.