Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 2
T í MIN N, föstudaginn 15. febrúar 1917. jórn Francos sætir nú sívax- andi og opinberri andúð á Spáni Mótmæla-„göngur“ í Barcelona og iVSadrid — Eínahagsmálin á heSjarþröm — Áróðursforingi Francos stofnar nýjan flokk - Ðreifibréf send Erlendum fréttariturum á Spáni ber nú saman um það, að þar í landi gæti nú mjög vaxandi ókyrrðar og óánægju með einræðisstjórn Francos, og hann standi nú andspænis mesta vanda í stjórnartíð sinni, vanda, sem vel geti táknað endalok einræðis hans á Spáni. Franco hefir verið einræðis herra — Caudillo Spánar — í 20 ár, og er nú 64 ára að aldri. Hann hefir staðið af sér margan storm á þeirri tíð, en þó eru menn sam- dóma um það, að aldrei hafi hvesst eins og síðustu vikurnar, og mikill vafi sé á, að honum tak- ist að standa þetta veður af sér. Vinsældir hans eru sagðar mjög þverrandi og æ meira verði vart pólitískra agabrota. Hægri gagnrýni. Fréttaritarar benda á, að þessi sívaxandi gagnrýni komi yfirleitt með Franco í borgarastyrjöldinni og hafa síðan stutt hann. Óánægj- an nær alla leið inn í stjórn Franc- os, en þar bíða allmargir ráðherr- arnir óþreyjufullir eftir lausn frá embætti, en hefir verið meinað það. Jarðvegurinn undirbúinn. Ýmsir liópar spánskra mennta manna, sem fjörugt ímyndunar- afl getur ekki einu sinni kallað gagnbyltingarmenn, lialda fundi íil þess að skeggræða um það, sem koma skuli, þegar Franco leggur niður völd, og hvernig bezt sé að undirbúa jarðveg þeirra tíma eða hraða þróuninni í þá átt. Þeir semja greznargerðir, sem sendar eru til leiðandi manna í tandinu, og þar eru þeir eindregið hvattir til að hugleiða þörf lands- ins fyrir frjálslegra stjórnarfar. í einu slíku dreifibréfi er skýrt frá því, að stofnaður hafi verið nýr stjórnmálaflokkur sam- kvæmt lýðræðislegum reglum, þótt allir flokkar nema Falang- istar séu bannaðir. iður áróðursforingi Francos. Einn þeirra, sem stendur að oessu dreifibréfi, er Dionesio Ridruejeo, fyrrverandi áróðurs- foringi Falangistaflokksins (flokks Francos) gamall meðlimur „Bláu deildarinnar“, sæmdur þýzkum járnkrossi, maður um fertugt, sem ekki reynir að dyljast. Breytt af- staða hans hefir áður bakað hon- um fangelsisvist, og ekki ólíklegt, að svo veði enn. Sú slaðreynd, að hann er enn frjáls, er talin vott- ur þess, að hann njóti stuðnings háttsettra embættismanna. Óánægjan magnast óg breiðist út. Þar til um síðustu mánaðamót var ókyrrðin nær eingöngu bund- frá hægri, frá mönnum, sem stóðu in, háskólana, en síðan hefir hun breiðzt út. Fólk á ekki marg- ar leiðir til að láta í Ijós óánægju FRANCO sniði og í Barcelona, og varð þátt- taka brátt mjög almenn. Fólk not- aði ekki sporvagna eða neðanjarð arlest, heldur gekk til vinnu sinn- ar og úr. Strætisvagnarnir og lest- ir voru mannfá. Síðustu dagana hefir þó dregið úr „göngunni". — Franco-stjórnin hefir setið á fund- um þar sem ókyrrðin í landinu er rædd. Kunnur hljómsveitar- stjóri (Framhald af 12. síðu). : báðum daglega og stundum tvisv ir á dag. ihðfangsefni á mánudaginn. Á tónleikum þeim er dr. Smetá- oek stjórnar næst komandi mánu- iagskvöld í Þjóðleikhúsinu verða íingöngu verkefni eftir tékkneska höíunda. Fyrst verður flutt sin- .Tónía eftir J. W. Stanits sem stund im hefir verið nefndur íaðir sin- 'óníunnar. Hann var Tékki en .starfaði í Mannheim í Þýzkalandi og er tónlistarskóli þar í borg ■tenndur við hann. Þá verður leik- :ln nútímatónlist. Serenade eftir Isa Krejci og forleikurinn Nótt í Karlsteinkastala eftir Fiblich. Fib- !lich var samtíðarmaður Dvoráks og er jafnan talinn einn hinna þriggja stóru í tónlistarlífi Tékka á síð- iri hluta nítjándu aldar. Hinir tveir eru Smetana og Dvorák. Síð- ast á efnisskránni er sinfónía í G-dúr op. 88 eftir Dvorák. Jón Þórarinsson gat þess til skýring- ar, að búið væri að tölusetja all- ar sinfóníur Dvoráks að nýju, því að í Ijós hefði komið að hann hefði samið fjórar fullkomnar sin- fóníur áður en þá, sem til þessa hefir verið talin nr. eitt. Dr. Smetácek mun dveljast hér á landi um nokkurt skeið og síð- ar stjórna öðrum tónleikum Sin- fóníuhljórnsveitar íslands. sína. Barcelonabúar fundu upp á því að ganga nær alveg fram hjá opinberum flutningatækjum í 12 daga. Það sem merkilegast var við það „verkfall" var að allur almenn ingur tók þátt í því, jafnt anark- istar og yfirstéttarmenn, verka- menn og atvinnurekendur. Þannig létu Barcelona-búar í ljós óánægju sína með Franco, innan ramma, sem hlaut að teljast löglegur. Það kom ekki til neinna uppþota. Efnahagsmál í öngþveitz. En hvað var fólkið óánægt með? Fyrst og fremst verðlagið og launa kjörin. Verðbólgan fer hraðvax- andi, og fólk er kvíðið. Síðan í jan- úar 1956 hefir framfærslukostnað- ur í Barcelona vaxið um 30%, þar af 20% síðan í ágúst. En atvinnu- rekstur eru líka óánægðir, því að framleiðsluaðstaða þeirra fer versn andi. Minnisatriði í efnahagsmálum. Fréttaritararnir segja, að nokkr ar ískyggilegar staðreyndir um þró unina í efnahagsmálum Spánar megi nefna: Verðbólgan magnast og leggst með fullum þunga á almenning. Gullforðinn er nær eyddur. Hann var 94 millj. 1955. Verðgildi peninganna rýrnar sífellt. Á frjálsum markaði þarf 52 peseta fyrir dollar í dag, en þurfti aðeins 43 í sumar. Peningar í umferð voru 28% meiri árið 1956 en árið 1955. Hallinn á fjárlögunum er 16 milljarðar peseta. Ávaxtaútflutningurinn, sem gef ur meginhluta gjaldeyristekn- anna, minnkar, því að uppsker- an beið hnekki af kuldakasti í febrúar 1956. Þurrkar hafa skaðað vetrar-, Fær S á vegum mjólkur- hveitið, svo að Spann hefir orðið , ,, „ að biðja Bandaríkin um 500 þús. Dlla allgOO lestir af korni. Selfossi í gær. Veðráttan er á- Meiri lijálp frá Bandaríkjunum. gæt þessa dagana, og færð er nú Franco hefir leitað til Banda- orðin allgóð á leiðum mjólkurbíl- ríkjanna um meiri hjálp, beðið anna. Þó skefur við og við í traðir, um að auka efnahagsaðstoðina um' og sums staðar er nokkuð áslétt, 30 millj. dollara fyrri hluta þessa1 en síðustu tvo dagana má heita, árs, og um 130 millj. árin 1957— að greiðfært hafi verið. Þó fara 1958. Efnahagshjálp Bandaríkj- bílarnir aðeins aðalleiðir enn, en anna" hófst 1954 og er nú orðin sleppa öllum krókum, sem þeir 451 millj. dollara, og þar við bæt- fara, þegar gott er. Færð um Krísu ist aðstoð vegna nýbúnaðar hers-' víkurveg er sæmileg. Ekki hefir ins. Franco reynir nú einnig að heyrzt talað um, að reynt verði Dunsan Sandys: Lokið smiði hrezkrar vatnsefnissprengju IVIáttur og eining Atlantshafsbandalagsins hefir fjarlægt stríðshættuna LONDON - NTB, 13. febr. — Um ræ'ður um landvarnamál fóru fram í neðri deild brezka þings- ins í dag. Duncan Sandys land- varnaráðherra upplýsti það við umræðurnar, að senn yrði full- lokið smíði fyrstu brezku vatns- efnissprengjunnar, en eyðingar- máttur hennar jafngildir milljón smálestum af öflugu sprengiefni. MINNI STRÍÐSHÆTTA. George Brov/n þingmaður verka mannaflokksins hóf umræðurnar og gagnrýndi landvarnastefnu stjórnarinnar. Kvað Brown miklu fjármagni hafi verið eytt til einsk- is. Sandys svaraði ásökunum verka mannaflokksþingmanna fyrir hönd stjórnarinnar. Ekki vildi hann ræða mikið um hina væntanlega minnkun í brezka hernum. Sandys kvaðst í því sambandi vilja taka fram, að sú staðreynd að stríðshættan væri nú án nokk Slysavamadeildin Ingólfur í Reykja- vík minnist 15 ára afmælis i dag í dag eru rétt 15 ár liðin síðan slysavarnardeildin „Ing- ólfur“ var stofnuð í Reykjavík, en þá var Slysavarnafélaginu breytt í landssamband og því stofnuð sérdeild í Reykjavík. Hinn 15. febrúar 1942 var, að tilhlutan Slysavarnafélags íslands haldinn fundur í kaupþingssalnum til þess að stofna deildina. Forseti Slysavarnafélagsins, Guðbjartur Ólafsson, stjórnaði fundinum, en Árni Árnason kaupm. var ritari fundarins. Fyrsti formaður deildarinnar var kosinn séra Sigurbjörn Einarsson, sem var það í nokkur ár. Aðalverkefni deildarinnar hefir jafnan verið það að safna fé til slysavarnastarfseminnar og hefir hún, á liðnum 15 árum, alls lagt rúmlega hálfa miljón króna til höf uðstöðva Slysavarnafélagsins, en sjálf haldið eftir 14 teknanna til reksturskostnaðar o. fl., samkvæmt lögum Slysavarnafélagsins, hefir fé þetta einkum safnazt á merkja- söludaginn, 11. maí en einnig á sýningum í Tívólí og á björgunar- sýningum, sem deildin hefir geng- izt fyrir. „Ingólfur“ liefir gengizt fyrir út- varpskvöldum fyrir SVFÍ, látið halda fræðslunámskeið, slysa- varnavikur o. fl. Ennfremur er starfandi björgunarsveit á vegum deildarinnar, sem oft hefir veitt hjálp þegar skip hafa strandað hér í nágrenninu. Þá hefir og stjórn deildarinnar stutt mjög að bygg- ingu björgunarskýlis hér í Reykja- vík. Séra Jakob Jónsson var formað- ur deildarinnar um árabil, en nú- verandi formaður er séra Óskar J. Þorláksson. í tilefni afmælisins gengst slysa- varnadeildin „Ingólfur" fyrir kvik- myndasýningu í Gamla bíói á morgun (laugardag). Þar verður m. a. sýnd hin vinsæla Látrabjargs mynd í þýzkri útgáfu. Formaður deildarinnar mun flytja stutt ávarp á undan sýningunni. urs vafa fjarlægari en fyrr, ætti fyrst og fremst rætur sínar að rekja til aukins máttar og ein- ingar Atlantshafsþjóðanna. ÁRÁS SVARAÐ MEÐ GAGNÁRÁS. Sandys sagði, að trygging og ör- yggi um næstu framtíð væri ef til vill undir því komin, að árásar- ríkin vissu það fyrir fram, að árás yrði skilyrðislaust svarað með gagn árás, þar sem öllum tiltækilegunx eyðingarmætti yrði beitt til að gjör eyða árásarríkinu. TAKA Á SIG HLUTA BYRGÐANNA. Ráðherrann sagði, að Bretar myndu taka á sig réttlátan hluta fjárhagsbyrgðanna í sambandi við hinar sameiginlegu varnir Atlants hafsþjóðanna og brezka stjórnin myndi ráðfæra sig við bandamenn sína í NATO áður en nokkuð væri ákveðið í þessu sambandi. \«n ’0¥‘ HRINGUNUM FRÁ L/ (7 MAFNARSTR A 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||||||||||||||||||||||||||||||||,|||,||,||,||||| I Fermingaföt! Drengjajakkaföt Stakir jakkar og buxur | Kuldaúlpur á börn og i unglinga | Ullarsportsokkar, ullar- | sokkar karla, kvenna og | 1 barna i Kvenskíðabuxur Telpuskíðabuxur Æðai-dúnssængur Twink-heimapermanent § I Sendum í póstkröfu. i Vesturgötu 12 — Sími 3570 I iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiitiitiiiii að opna leiðina yfir fjallið, enda mun vera þar mikill snjór. ÁG Góð fær<S um Þing- eyjarsýslu Húsavík í gær. Lítill snjór er hverju tagi. Það er ekki auðsótt hér í lágsveitum og færð góð á gull í greipar Rússa. vegum. Þó er nokkur þæfingur í Mývatnssveit en gott þegar kemur niður á heiðina eða niður í dal- ina. Ófært er þó yfir Vaðlaheiði, ná gulli úr greipum Rússa. Hér er um að ræða 560 millj. dollara, sem lýðveldisstjórnin flutti til Rúss- lands í borgarastyrjöldinni. En tím inn er naumur. Meðan hann líður ber ráð atburðanna Spán nær og nær stjórnarbreytingum af ein- Mótmæla-„ganga'‘ í Madrid. í byrjun febrúar liófst mótmæla „ganga“ í Madrid með svipuðu og lögðust áætlunarferðir niður fyrir nokkrum dögum, en hafa annars verið reglulegar í allan vet- ur. ÞF Fékk háhyrning á Iínu Vestmannaeyjum 12. febr. Það má segja, að hlaupið hafi á „snær- ið“ hjá Benóný Friðrikssyni, hin- um kunna aflamanni, skipstjóra á Gullborgu, er hann fékk fullvax- inn háhyrning á fiskilínu sína og tókst að innbyrða liann og vinna á honum. Hafði hvalurinn vafið línunni um sporð sér. Áfmæli kunnra borgara í Eyjafirði Akureyri: Erlingur Friðjónsson fyrrverandi alþm., varð áttræður ; fimmtudaginn 7. febrúar. Hann hefir átt heima hér í bæ síðan skömrnu fyrir aldamót og verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags verka manna lengst af síðan 1915 og gegnir starfinu enn. Hinn 8. þ. m. var sjötugur Jónas Rafnar, fyrrv. yfirlæknir á Kristnesi. Hinn þjóð- kunni læknir hefir fyrir nokkru látið af embætti í Kristnesi og flutzt til Akureyrar. Hinn 8. þ. m. varð sjötug Sigríður Jónsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Miklagarði í Eyjafirði. IVfannalát í Húsavík Húsavík: — Sigríður Sigtryggs- dóttir frá Húsavík andaðist í Fjórð ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. janúar s. 1., 74 ára að aldri. Ennfremur andaðist þar nýlega Björg Sigurjónsdóttir einnig frá Húsavík. Hún var 14 ára. — Ný- látinn er í Húsavík Kristinn Tóm- asson, 98 ára. DágótSur afli Húsa- víkurbáta Ilúsavík í gær. — Dágóður afli er hjá þeim bátum, sem róa, en trillubátar eru ekki byrjaðir róðra enn, en munu senn hefja þá, ef gæftir haldast. Menn hér í Húsa- vík eru byrjaðir að leggja hrogn- kelsanet, og hefir þegar orðið veiði vart. ÞF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.