Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 15. febrúar 1957. 7 Guðb Sjötugur í dag: agnússon, íorstjóri Á þessum vetri eru liðin rétt 40 ár síðan Tíminn, landsblað Fram- sóknarflokksins, hóf göngu sína. Úr þjóðlífi og þjóðmálum er margs að minnast frá þessum ára- tugum, og er víst ekki of mælt, að Tíminn og þau samtök er að stofn un hans stóðu, hafi komið þar -nokkuð við sögu. En fyrsti rit- stjóri Tímans, Guðbrandur Magn- ússon, er sjötugur í dag. Guðbrandur Magnússon er fædd ur 15. febrúar 1887 að Hömrum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýsiu. Foreldrar hans voru hjónin Hall fríður Brandsdóttir prests í Ás- um og víðar Tómassonar, og Magn ús bóndi Sigurðsson Bjarnarsonar frá Hrífunesi. Er Guðbrandur af Strandamönnum kominn í móður- ætt en í föðurætt af Skaftfelling- um. Á fjórða ári fluttist Guð- brandur með foreldrum sínum austur til Seyðisfjarðar og ólst þar upp. Um aldamótiin hóf hann prentnám í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði, þá um formingarald- ur. Skapti Jósefsson var þá rit- stjóri Austra, og dvaldist Guð- brandur á heimili hans á námsár- um sínum. Að loknu námi hélt hann áfram starfi í prentiðninni, fyrst nokkra mánuði á Akureyri en fluttist síðan til Reykjavíkur og vann þar við prentverk lengst af til 1914. Árið 1907 var hann við lýðháskólanám í Danmörku. Vorið 1914 hóf hann búskap í Holti undir Eyjafjöllum og bjó þar félagsbúi með séra Jakob O. Lárussyni, en fluttist þaðan aftur til Reykjavíkur haustið 1916, og byrjaði þá á ný á sínu fyrra starfi þar. Þá var það, að stofnað var til útgáfu Tímans í marzmánuði 1917, og tók Guðbrandur að sér rit- stjórn blaðsins eins og fyrr var sagt. Eftir að Tryggvi Þórhallsson tók við ritstjórninni seint á sama ári, var Guðbrandur um hríð starfsmaður í stjórnarráðinu. Eft- ir það var hann kaupfélagsstjóri í kominn i marz 1906. Það ár og nokkuð fram eftir næsta ári er hann við prentstörf í Félagsprent- smiðjunni. Ekki var hann mjög þjóðarvettvangi, en þar mun hann heldur. Fyrrum bárust honutn á þó ekki síður hafa þurft til þess stundum ómjúkar kveðjur frá póli að taka sem í honum bjó. En með tískum andstæðingum. Við því för sinni þangað austur og starfi mega þeir jaínan búast, sem orðs þar um nærri áratug við erfið sk'.l ins brandi beita í ræðu og riti á|stöðugur við prentiðnina á þeim yrði á hafnlausri strönd, sýndi vettvangi stjórnmálanna, eins og árum, því haustið 1907 bregður Guðbranditr að hann var ekki að- hann gerði lengi framan af sevi eins samvinnumaður í orði, held- eða láta þar að sér kveða, sem úr ur einnig reiðubúinn til að standa slit ráðast. Vill þá löngum svojur. Árin 1908 til vors 1914 starfar sjálfur fyrir því verki, er hann fara að stórt er höggvið báðu meg-lhann að prentiðn í ísafoldarprent- taldi almenningi nauðsyn. Reynd- in, og ekki um að sakast. Gu'ö-| smiðju en' flyzt þá austur að Holti ist og Guðbrandur fljótt meðal brandur hefir að vísu átt sér all-jundir Eyjafjöllum og eignazt hinna áhugasömustu kaupfélags- marga andstæðinga um dagana, en I þriðja hluta í búi með æskuvini hann sér til Danmerkur, og er á Valdekilde-lýðháskóla næsta vet- stióra í héraði og utan þess, sem þó hvgg ég að ekki næði um hann m. a. má marka á því, að hann á efri árum af þeim sökum. En var kosinn í stjórn Sambands ísl. víða að andar nú hlýju í hans garð samvinnufélaga og átti þar sæti á frá minningum samferðamanna árunum 1921—26. Auðfundið, er fyrr og síðar. að honum eru margar minningari Nú um sjötugsaldur varðveitir kærar frá kaupfélagsstjórastarfinu Guðbrandur Magnússon enn mikið í Hallgeirsey, um samstarfsmenn af yfirbragði ungmennafélagans þar í héraði og þau viðfangsefni, i fyrjr 50 árum. Hann er enn er þar bar að höndum. | Jéttur á fæti og léttur í lund. Þeg- Eftir að Guðbrandur fluttist til ar hann ræðir hugðarmál sin er Hallgeirsey á árunum 1920—28. j Reykjavíkur á ný árið 1928 áttijáhuginn brennandi eins og fyrr, En árið 1928 var hann skipaður j hann hægra um vik að láta lands- og orðfæri mælskumannsins liggur forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins mál, og þá einkum starfsemi Fram honum enn á tungu. Jafnaidrar og hefir verið það síðan í 28 ár eða rúmlega það. Um sama leyti var hann kosinn endurskoðandi við Landsbankann og hefir verið það síðan lengst af. Árið 1938 var hann skipaður formaður í milli- þinganefnd þeirri í tolla- og skatta málum, er þá tók til starfa. Eins og fram kemur í því, sem stuttlega hefir verið rakið liér að frarnan, hefir Guðbrandur svo sem eigi er ótítt um fjölhæfa áhuga- menn lagt hönd að mörgu um dag! aðarstörf innan flokksins fyrr og ana, og þá einkum framan af ævi. j síðar á þessu tímabili, sem engin Forstaða hins umfangsmikla ríkis- leið er upp að telja. Hann hefir sóknarflokksins, til sín taka, enda munu þar enn kenna eldsál hans mun það á sínum tíma hafa átt frá æskudögum. sinn þátt í því, að hann kaus að___________ gera breytingu á högum sínum.j Ár;g rjtggi Guðbrandur Hann var kosmn 1 miðstjorn Fram Magnússon j alþingishátíðarblað soknarfiokksms a flokksþingmu * Ajdrei hcfjr nokkur mað 1933 og hefir jafnan venð endur-! haft ’eins ríka ástæðu til að kiorm siðan. Þa hefir hann og att. . , ,, ... ,, gleðjast yfir þvi að vera til ems sæti 1 blaðstiorn Tmians alla tið - . ,. . , . (i * 1 - og Islendingurmn a 20. ðldinni. - siðan hun tok til starfa með pvii sniði sem nú er £ uk bess hafa! Þannig huSsaðl Iorltl§1 ung’ sniði, sem nu er. AUk pess naia. mennafélaganna fyrir halfri öld honum venð falm fjolmorg trun- h J fyrirtækis, sern hann enn veitir forstöðu, hefir að sjálfsögðu gert kröfu til mikils hluta af starfs- kröftum hans hina síðari áratugi og nú í seinni tíð er hann lands- mönnum almennt kunnur í því starfi. Samferðamönnum hans, þéim er næstir honum hafa staðið, munu þó verða minnisstæðust störf hans í þágu þeirra þriggja félagsmálahreyfinga, sem hann ungur batt tryggð við og allar eiga honum mikið að þakka: Ung- t. d. ávallt átt mikinn þátt — stundum manna mestan — í und irbúningi hinna fjölmennu flokks- þinga. E11 þótt nokkuð sé nefnt, er hitt þá miklu meira, sem ó- sagt mun verða, af minni háífu og annarra um Guðbrand Magnússon sem samherja og samstarfsmann á því tímabili, sem hér er um að Þannig var lífsskoðun hans enn nær aldarfjórðungi síðar, túlkuð af heitu hjarta. Þeir menn, sem gefist hefir slík sýn, bera jafnan með sér nokkuð af birtu morguns ins inn í heim aftanroðans frá lækkandi sól. Guðbrandur Magnússon kvænti- ist árið 1919 Matthildi Kjartans- dóttur frá Búðum á Snæfellsnesi Hún hefir verið honum góð kona og þau samhent um flest í blíðu ræða.Sú saga væri,ef reynt væri að i °S stríðu.- Börn eiga þau fjögur á segja hana, rneðal annars saga umj^h Þríar dætur og einn son, en ------ ------- .... ., ^mann. sem alltaf var reiðubúinnjannar sonur J)eirra °S ei,s*-a harn> mennafélaganna, samvinnuhreyf- , til að leggja á sig hvers konar fyr- !er látinn fyrir nokkrum arum, fyr- ir aldur í'ram. Þau hjón voru með- al þeirra, er fyrst komu upp íbúð- arhúsi á vegum Byggingarsam- vinnufélags Reykjavíkur, rétt eft ir 1930 og hafa átt þar heima síð ingarmnar og Framsóknarflokks- irhöfn og erfiði fyrtr sameiginleg- ins. j an málstað ög aldrei kunni að Á meðan Guðbrandpr dvaldist ájtelja eftir verk sín, glaðan mann Akureyri um tvítugsaldur kynnt-J0g reifan, sem yljaði öðrum m,eð ist hann þar ýmsum af forystu- bjartsýni sinni, þegar á móti blés, .... mönnum fyrstu ungmennafélag- góðgjarnan úrræðamann, sem aldr an- M°rS ágæt listavcrk prýða anna hér á landi og varð fljótlega ei var raun að leita til, er vanda helmhl Þ.elrra’ einhum eftir meist einn helzti leiðtogi þeirra. Er suð-ibar að höndum, mann, sem fús-!arann Kíarvah sem er góðvinur ur kom, gekkst hann sjálfur fyrir lega flutti sáttarorð, ef með þurfti Guðbrands og hefir lengi verið, stofnun ungmennafélags í höfuð-'0g hvikaði þó ekki öðrum fremur enda hefir Guðbrandur mikinn á- staðnum og var sambandsstjóri frá því, er hann hugði rétt vera,! huSa a myndlist ekki síður en UMFÍ á árunum 1911—14. Án efa^ mann. sem jafnan flýtti sér að orðsins list. En hinir hávöxnu var það hugsjón ungmennafélag- fagna því, er honum þótti aðrir hlynir, sem nú breiða út krónur anna, sem vísaði honum veginn ’ vel gera, mann, sem engum var sínar á sumrin í garði þeirra austur undir Eyjafjöll á sínum1 viljandi óhollur, mann, sem átti tíma, þar sem hönd var lögð á það hugarfar, er til þess þarf að plóginn. Þaðan hvarf liann aftur; óska eftir og viðurkenna forystu til Reykjavíkur og varð þar þá nýrrar kynslóðar á nýjum tímum. einn af brautryðjendum við stofn Það sem nú hefír verið sagt um viðhorf G. M. til samherja og sam starfsmanna, er ekki bundið við þá eina. Löngun hans og hæfileikar til þess að verða öðrum að liði hafa aldrei átt sér pólitísk tak- mörk, hneigð hans til þess að við- urkenna það sem vel er gert ekki un Framsóknarflokksins. Greinar hans í fyrstu blöðum Tímans sýna, hvernig að því starfi var gengið af hans hálfu.Sá þáttur í ævi hans, er síðar gerðist austur í Hallgeirs- ey, varð færri mönnum kunnur, en hitt sem áður hafði gerst á al- hjóna, gefa til kynna, að draumur ungmennafélagans um að klæða landið skógi muni rætast er stund- ir líða. — G. G. UNGUR AÐ árum, aðeins rúml. 14 ára, hóf Guðbrandur prentnám í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði 28. maí 1901. Lauk þar námi vor- i'ð 1904. Fór til Akureyrar vorið 1905 og vann hjá Birni Jónssyni um skeið. Til Reykjavíkur er hann sinum, séra Jakobi Ó. Lárussyni og frú Sigríði konu hans. Á haust nóttum 1916 fer Guðbrandur til Reykjavíkur og vinnur þar, eins og í veri, aftur að prentiðn í ísa- foldarprentsmiðju, en meginástæð an var að verða sér úti um jarð- næði, enda er hann þá heitbund- inn orðinn og vill ckki eiga ábúðar rétt sinn undir þriðja manni. Jarð næði lá hins vegar ekki á lausu á þessum árum. í árslok 1916 er Framsóknar- flokkurinn stofnaður og fær hann þegar hlutdeild í stjórn. Þá er það sem Jónasi Jónssyni kemur í hug að leita á náðir Guðbrands um að hann taki að sér ritstjórn Tímans með því að fyrirhugaður frambúð- arritstjóri sé enn við háskólanám. Þessu játti G. M. með þeim um- mælum, að hann hefði þó þann kost að auðvelt yrði að losna við hann. Guðbrandur ætlaði sér að verða bóndi og varð það samhliða kaupfélagsstjórastarfi í Hallgeirs- ey 1920—1928. Það ár tók hann við forstjórastarfi Áfengisverzlun- ar ríkisins og hefir hafnað þar síðan. Ekki tók Guðbrandur tiltölulega mikinn þátt í félagslífi prentara meðan hann vann að prentstörf- um. Þó gegndi hann gjaldkera- störfum í Prentarafélaginu árið 1910. Um svipað leyti og Guðbrandur vann við prentstörf á Akureyri, er það að ungmennafélagshreyfingin berst til íslands. Fyrsta ungmenna félagið á íslandi var stofnað á Ak- ureyri á nýársdag 1906. Strax á öðrum fundi þess félags gekk Guð- brandur í félagið. Hugsjónir þær, sem ríktu í þeirri hreyfingu, tóku hug hans, starfslöngun og athafna þrá svo föstum tökum, að hann unni sér litillar hvíldar frá störf- um til eflingar þeim hugsjónum, er þar réðu ríkjum. Sama ár og Guðbrandur kom til Reykjavíkur, 1906, beitir hann sér fyrir stofn- un ungmennafélags í höfuðstaðn- um. Sá draumur rættist 3. októ- ber um haustið. Þá er stofnfundur Ungmennafélags Reykjavíkur hald inn. Fyrsta stjórn þess félags var skipuð Helga Valtýssyni, sem for- manni, Guðbrandi Magnússyni sem ritara og Jóni Helgasyni prentara sem gjaldkera. Því miður hafa glatazt gögn þau er sýna hverjir voru stofnendur aðrir en þeir, sem þegar eru taldir. Þó tel ég líklegt að Guðbrandur muni eftir ein- hverjum þeirra, ef hann hristir vel upp í hugarfylgsnum sínum. Ungmennafélagið dafnaði ört undir handleiðslu forgöngumann- anna og stóð með miklum blóma næsta áratuginn, enda bættust því strax á fyrstu árunum mjög að- sópsmiklir starfskraftar. Má þar m. a. nefna sr. Jakob Ó. Lárus- son, Tryggva Þórhallsson, Magnús Kjaran, Helga Hjörvar, Ársæl Árnason, Jónas Jónsson, Ásgeir Ásgeirssos, Guðmund Davíðsson, Sigurjón Pétursson, Egil Guttorms son, Guðmund Kr. Guðmundsson, Þórberg Þórðarson, dr. Björn Kar- el og fjölmarga aðra, sem allir unnu dyggilega að hugsjónamál- um félagsins. Einn af þeim sem mættu á stofnfundi félagsins var Jón Aðils sagnfræðingur. Hann gekk þó ekki í félagið, en mætti þar sem heiðursgestur. Eins og UMFR starfaði á þess- um árum hefði það engu síður ver ið réttnefni að kalla það vöku- mannafélag. Félagsmenn risu árla úr rekkju og fundir voru haldnir á sunnudagsmorgnum í Báruhús- inu uppi. Þá þekktist ekki sú tízka sem nú er alls ráðandi, að sitja á kvöldfundum í „svælu og reyk“. Þá var dagurinn tekinn snemma, enda fóru afköstin eftir því. Ungmennafélagið átti marga málsmetandi stuðningsmenn í höf- uðstaðnum, sem réttu því hjálpar- hönd í viðlögum. Má t. d. geta þess í því sambandi að Magnús Benjamínsson úrsmiður gaf félag- inu fánastöng, sem reist var á Báruhúsinu. Var bláhvíti fáninn dreginn þar við hún á hverjum sunnudagsmorgni kl. 8, þá daga sem fundir áttu að vera. I minningarriti UMFl 1907— 1937 er grein eftir Guðbrand, þar sem hann ræðir um vetrarharð- indi erlendrar yfirdrottnunar, að landið hafi fengið innlendan ráð- herra tveim árum áður en fyrsta ungmennafélagið var stofnað, um frelsisþrá og frelsishugsjónir landsmanna, framtíðarmöguleika og athafnir. — f þessari grein kemst hann svo að orði: „Félags- hugmyndinni sló niður norður á Akureyri. En hversu hún breiddist eins og af sjálfu sér um gervallt landið í einu vetfangi, sýnir bet- ur en nokkuð annað batann, sem kominn var. . . . Hann var fólg- inn í trúnni á þjóðina, landi'ð, framtíðina og endurminningunni um að hér hafði verið lifað frjálsu menningarlífi, og trúnni á, að við myndum þess umkomin að láta þá sögu endurtaka sig.“ Samband ungmennafélaganna var stofnað á Þingvöllum 1907, á sama tíma og Friðrik VIII. var þar staddur sem gestur þjóðarinn- ar. Stofnfundur sambandsins var haldinn undir berum himni. Fána stöng var stungið í jarðveginn og hvítbláinn dreginn að hún. Þetta atvik vakti nokkra ókyrrð og ótta í öðrum herbúðum staðarins. Sú saga verður þó ekki rakin hér. Á þriðja sambandsþingi ung- mennafélaganna, sem haldið var í Reykjavík 14. júní 1911, var Guð- brandur kosinn sambandsstjóri. Gegndi hann því starfi til 4. sam- bandsþings, er haldið var 12.—14. júní 1914. Þá kom í ljós, að of- vaxið þótti einum manni að gegna jafn yfirgripsmiklu starfi. Var þá eftir tillögu Guðbrands kosin þriggja manna sambandsstjórn undir forsæti Guðmundar Davíðs- sonar kennara. Eg kynntist Guðbrandi fyrst, er hann kom við á Seyðisfirði í utan för 1907. En fyrir alvöru hófust kynni okkar er við vorum sambýl- ismenn um áraskeið á Spítalastíg 6 og samverkamenn í ísafoldar- prentsmiðju, auk þess sem við unnum saman í UMFR eftir að ég kom til Reykjavíkur. Margs er að minnast frá þessum samverustund um, én þar sem mér er ætlað tak- markað rúm í blaðinu læt ég hér staðar numið. Eg óska Guðbrandi allra heilla með sjötugsafmælið. Vona ég að gæfa og velgengni fylgi heimili hans o'g sifjaliði á ókomnum ár- um. (Framhald á 8. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.