Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 15. febrúar 1957. 73 — Nei, það hef ég gert sjálf ur. Satt að segja datt mér það fyrst í hug núna. — Þá ættirðu að gleyma því aftur sem skjótast og þú skalt ekki hafa orð á því aft- ur. — Þú verður að afsaka, Arthur, en mér finnst þetta. Þið Rose yrðuð fyrirmyndar hjón. — Ég held þú þekktir mig betur en svo. Þetta er það kaldranalegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt þig segja — En hvers vegna? — Af því að það er svo. Og þetta ætti ekki að vera nauðsynlegt að útskýra fyr- ir þér. — Engu að síður vil ég gjarnan vita ástæðuna, sagði Joe. — Það er ekki einu sinni ár síðan Mildred dó og þú stingur upp á því að ég kvæn ist á nýjan leik. Og ekki nóg með það: Þú vilt að ég kvæn- ist systur hennar. Joe leit undan. Síðan sagði hann. — Ég hef sjálfur elskað stúlku sem dó; hún dó áður en ég gat kvænst henni. Samt var hún ástfangin í mér. Mað ur getur elskað tvisvar og það getur jafnvel liðið skammur timi á milli. Að sumu leyti ertu miklu betur gefinn en ég, en á hinn bóginn . . . Arthur, Rose hefur verið ástfangin í þér árum saman og mér finnst það fjandi óheiðarlegt af þér að láta hana pipra. Og það endar með því, það veiztu sjálf ur. Eða er nokkur sem leggur hug á hana? — Nei. Ekki svo ég viti. — Ojú, það veiztu. Vertu nú heiðarlegur. Rose g'erði sitt bezta til að bera sig vel þegar þú kvæntist Mildred . . . En leyfðu mér nú að spyrja þig að einu og lofaðu mér að þú skulir svara mér af einlægni: Elskarðu hana? — Já, sagði Arthtir. — Og þér likar ekki að hafa sagt mér sannleikann? — Nei, sagði Arthur. Alls ekki. Joe tók símann og sagði: — Gefið mér númer 64. — Hvað eru að gera? spurði Arthur. — Halló, Rose. Það er Joe Chapin. Arthur langar til að tala við þig. Hann stóð upp og rétti Arth ur símatólið. Arthur var ringl aður og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hann sagði: — Já, Rose, þetta er Arth ur . . . Nei það er ekkert að. Hann bað bara um númerið þitt og lét mig svo hafa sím- ann. Verðurðu heima í kvöld? .... Má ég líta inn? . . . Já, það er ágætt Vertu blessuð. — Þú ert alltof smámuna samur, sagði Joe. Alltof siða vandur. — Það er ekki hægt að segja þaö sama um þig. Ég var, svei mér þá, hræddur um að . . . — Mér datt það í hug og ég var að því kominn að gera það. En það er vitaskuld betur viðeigandi að þú segir henni það sjálfur, sagði Joe. Þetta getur líka kannski breytt við horfi þínu til peninga. — Hvað kom þér til að leika Amor? Það er alveg nýtt hlutverk fyrir þig. — Er það? Ég held maður fari strax að hugsa um þetta þegar maður hefur eignast dóttur. Þú ert of gamall fyr- ir Ann, jafnvel að verða full- gamall fyrir Rose. En þú ert samt tilvalið efni í eiginmann. — Og ertu nú alveg viss um að Edith eigi engan þátt í þessu? — Edith á engan þátt í því og þú skalt heldur ekki segja henni neitt um það. Ed- ith hefur allt aðra hugmynd um mig. Ég held að enginn þekki mig í raun og veru. Ef nokkur gerir það . . jæja. Arthur lagði höndina á öxl Joes. — Á ég að segja þér dálít- ið, Joe: þú ert góður maður. Joe leit á hendur sér. — Ekki meina af þessu tagi sagði hann. Arthur brosti og fór frá vini sínum án þess að líta um öxl. Síðdegis dag nokkurn í apríl 1917 sátu félagarnir tveir sam an í skrifstofu Arthurs. Þeir töluðu saman í klukkutíma eða meir. Að lokum dró Arth ur saman það sem sagt hafði verið: — Gott og vel: annar okkar fer, og eina ráðið til að á- kveða hvor það verður er að varpa hlutkesti um það. — Allt í lagi, sagði Joe. Þú kastar ,og ég vel. Arthur kastaði peningi upp í loftið og þegar hann féll niður hrópaði Joe: — Töluna. Kórónan kom upp. — Ég vann sagði Arthur. — Svona nú, augnablik, sagði Joe. Við áttum eftir að ákveða hvað það þýðir að vinna. * — Sá sem vinnur fer í her- inn, sagði Arthur. — Það höfðum við ekki á- kveðiö. Við verðum að kasta aftur. Ef kórónan kemur upp ferð þú, ef það verður talan fer ég. — Gott, sagði Arthur. Hann kastaði aftur. Kórón an kom aftur upp. — Ég tapaði þá, sagði Arthur. — Tvisvar sinnum ef þú vilt vera heiðarlegur, sagði Arthur. — Jæja, þessu verður kannski öllu lokið áður en þú kemst alla leið. Allir segja að Þjóðverjar gefist fljótlega upp fyrst við erum komnir með í spilið. — Þolirðu ekki að tapa? Kanntu ekki söguna um ref- inn og vínberin. — Þeir kæra sig víst ekki um menn sem orðnir eru 35 ára gamlir. — Ég er ekki nema 34. — Og allra sízt fóik sem er vant innisetum og ekki æfir neinar íþróttir. — Ég var rannsakaður ná- kvæmlega bæði utan og innan fyrir mánuði síðan og Billy English sagði að allt væri í bezta lagi með mig. Þú manst víst eftir að ég lét hækka tryggingarféð í líftrygging- unni, sem ég keypti og ánafn- aöi Rose. — Það var fallega gert af þér en þá peninga fær hún samt ekki. Farðu heldur að mínum ráðum og skrifaðu her foringjaráðinu sjálfu. Þú ger ir mest gagn í skrifstofum þess og þar verðurðu heldur ekki fyrir neinum. Að hugsa sér þig sem hermann. Hohh der Kaiser. Biturleiki Joes dvínaði að nokkru þegar það kom í dags ins Ijós hvaða kröfur voru gerðar til MrHenrys kapteins í herþjónustunni. Arthur var sendur til Evrópu, en styrjöld inni kynntist hann ekki nema af afspurn, ekki af eigin raun. Hann vann á skrifstofu í París og Tours, háði þar styrj öld með penna og bleki. Á meðan sat Joe heima og sá um hag fyrirtækisins. Bitur leiki hans breyttist í öfund, eins og hann játaði fyrir Ed- ith, og þá tilfinningu átti hann miklu hægara með að bera. Arthur var í Koblenz fram á vor 1919 og hann var einna síðastur manna frá Gibbsville til að verða óbreytt- ur borgari á nýjan leik . Joe hafði gert allt sem hægt var að ætlast til af óbreyttum borgara en hann var um alla eilífð útilokaður frá samtöl- um um hermennskuna og líf- ið þar. Honum hafði ekki auðn ast að kynnast stríðinu sjálf ur. Það leið nokkur tími áður en Arthur, sem ekki ól nein hugarfóstur um hetjuskap og fórnarvilja með sér, varð Ijóst, að Joe hafði ekki komizt sjálf ur í tæri við striðið og þessa sömu tilfinningu hafði sömu áhrif á hann og það hafði haft á einn bekkjarbræðrum þeirra að hann komst ekki í einn þrengsta stúdentafélags skapinn. Joe og Arthur höfðu á sínum tíma reynt að sann- færa þennan vin sinn um að þetta skipti í rauninni sára- litlu máli og nú reyndi Arthur á sama hátt að sannfæra Joe um að enginn blettur hefði fallið hvorki á föðurlandsást hans eða karlmennsku — en þessa tilraun geröi hann að- eins einu sinni. Þá varpaði hann fram svohljóðandi at- hugasemd í huggunarskyni: „Það var heimskulegt af okk ur að skiptast ekki á. Ég hefði getað verið hér helminginn af þessum tíma og þú í París á meðan.“ Aftur á móti forð- aöist hann vendilega að trúa Joe fyrir því að sjálfur hefði hann eitt sinn setið undir vél byssuskothríð óvinanna þótt 9 '■:f<iiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii[im"'MimminiiM«iHBiim JUh c mati nn ci einum Úrvals hangikjöt tveyKnus Símar 4241 og 7080 iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiu 1||1|!!|!||llllIinillIIIIIIIlllll(||.....................................................................................................................................................................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.