Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 26. felirúar 1957, í Sijórnarírv. um landnám og rækiun (Framh. af 1. síöu). iuu hafa dregizt aftur úr við ný- ræktina, og hætt við, að ekki verði almennt bót á því ráðin íiema til komi stuðningur og for- usta af þjóðfélagsins hálfu um- fram það, sem verið hefir. Þá . «r og gert ráð fyrir að hækka ríkisframlög til hinnar almennu nýbýlastarfsemi til verulegra muna og þá m. a. að greiða nokk urt framlag, óendurkræft, til í- búðarhúsa á nýbýium, sein ekki er gert ráð fyrir í gildandi lög- gjöf. Ef frv. verður að lögum, hækka föst framliig ríkisins til landnáms (nýbýla) og túnauka samtals um 8—9 millj. kr. á ári um nánar tiltekinn tíma.“ ÁætlaS framlag tii ræktunar „Lagt er til, að árlegt framlag ríkisins til ræktunarframkvæmda í byggðahverfum og nýbýlum ut- an byggðahverfa verði hækkað úr 2Vá milj. kr. upp í 5 milj. kr. og sé greitt fram til ársins 1981 í stað 1967. Verðlag hefir breytzt, og gert er ráð fyrir meiri ræktun en ráð er fyrir gert nú, í nýbýlalögunum. Nauðsynlegt er ; að gera áætlanir fram í tímann, byggðar á fyrirfram tryggðu rík- • isframlagi.“ Skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð ' í 14. grein eru ákvæði um skil- yrði fyrir fjárhagsaðstoð og er • greinin á þessa leið: 1. Til stofnunar nýbýla, sem hafa landumráð og búrekstrarskil- yrði, sem að lögum gilda um stærð lögbýla, að fengnu leyfi ’ nýbýlastjórnar til nýbýlastofn- unar, þó þannig: a. Að ræktanlegt land til tún ræktar, garðræktar eða akur- ! yrkju sé minnst 25 ha á ein- ; staklingsnýbýlum og býlum í byggðahverfum. b. Að því fylgi beitland, sem ■' að dómi nýbýlastjórnar er full- ■•' nægjandi með tilliti til þeirra búgreina, sem telja má, að hag- kvæmt verði að hafa á býlun- um og með hliðsjón af mögu- leikum til beitiræktar á því landi. SL Ef íveir eða fleiri bændur stofna til búskapar á sömu jörð með því að reka á henni félags bú, í stað þess að stofna á henni nýbýli, er heimilt að veita þeim aðstoð til ræktunar og bygg- inga þannig, að um sömu að- stoð til bændafjölgunar sé að ræða og veita bæri, ef nýbýla- menn ættu í hlut. Það er skil- yrði fyrir slíkri aðstoð, að á- búendur hafi með sér samn- ingsbundna samvinnu um bú- reksturinn, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð. 3. Til þess að endurreisa byggð á eyðijörðum og koma í veg fyrir, að jarðir fari í eyði, enda hafi jarðirnar eigi lakari skilyrði til búrekstrar en krafizt er fyrir nýbýli samkv. lögum þessum m. a. að því er varðar landsstærð og ræktunarhæfi lands. 4. Til garðyrkjubýla, er hafa minnst 2 ha lands til ræktunar og umráða jarðhita til gróður- húsaræktunar, er svari til þess, er þarf til að fullnægja hita- þörf 1000 m2 flatarmáls í gróð- urhúsi og 500 m2 'flatarmáls vermireita, enda svari hitamagn til minnst 1 sek./lítra af 85° heitu vatni á C. Slíkum býlum má því aðeins veita framlags- og lánaréttindi, að þau séu ut- an takmarka skipulagðra svæða kaupstaða, kauptúna eða sveita- þorpa. 5. Til smábýla í sveitum fyrir þá, er aðalatvinnu hafa af iðnaði eða handverki eða gegna föst- um störfum í almenningsþágu, enda eigi þeir umráð a. m. k. 6 ha ræktunarhæfs lands og til- svarandi beitarréttindi miðað við þær búgreinar, sem arðvæn- legastar teljast á staðnum. Greinargerð um ákvæði 14. gr. Lágmark ræktanlegs lands til túnræktar, garðræktar eða akur- yrkju er nú sett 25 ha., var áður 12 ha. á býli. Segir í greinargerð- inni að þetta ákvæði sé sett vegna jþess að reynsla hafi sýnt að býli, sem ekki er nema 12 ha. ræktan- legt land, liafi of litla útfærslu- möguleika. Þá er gert ráð fyrir að beitilönd verði í hlutfalli við ræktanlegt land. Um önnur ákvæði þessarar greina segir svo í greinargerðinni: „í 2. tölulið er algert nýmæli. í lögunum hefur verið heim- ild um byggðafélög. Hún hef- ur aldrei komið til fram- kvæmda. Heimildarákvæðin eru því felld niður, af því að ekki eru taldar líkur til, að þau komi til framkvæmda, sbr. skýringu við 11. gr. Hins veg- ar vill nefndin, að heimild sé til, að nýbýlastjórn geti veitt þeim mönnum fjárhagslegan stuðning á sama hátt og nýbýla mönnum, sem vilja búa félags bui á sömu jörð, í stað þess að skipta henni í nýbýli. Telur nefndin möguleika á því, að fjölskyldur og venzlafólk geti á þann hátt haldið saman og fullnotað jörð sína, án þess að fá aðfengið vinnuafl, sem nú á tímum er bæði dýrt og lítt fáanlegt. Með þeim hætti eru auknir möguleikar að standa undir kostnaði við fullkominn vélakost, sem mörgum smá- bændum og einyrkjum er alveg um megn. Hver bóndi, sem í félaginu er, getur átt ákveðinn hlut í jörðinni, þó henni sé ekki skipt. Einnig getur hver þeirra sem er haft sérstakt heimilis- hald, ef húsakostur leyfir, enda þótt búreksturinn sjálfur sé í félagi. Með þessu yrðu eigi meiru til kostað en ef hlutað- eigandi menn stofna hver sitt nýbýli, en að sjálfsögðu er eigi til þess ætlazt, að styrkur sé veittur nema út á bændafjölg- unina. Gæti þetta fyrirkomulag haft í för með sér bæði minni rekstrarkostnað og lægri stofn kostnað, og búskaparstörfin orð ið viðráðanlegri en ef um ein- yrkja er að ræða á aðskildum búum. 3. töluliður fjallar um endur byggingu á eyðijörðum og ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir, að jarðir fari í eyði. Er hér um að ræða viðfangsefni, sem gefa þarf gaum jafnhliða nýbýlafjölguninni, enda getur stundum verið mun ódýrara að koma í veg fyrir að jörð fari í eyði en að stofna nýbýli. 4. töluliður. Hér er um ný- mæli að ræða. í þessum lið eru ákvæði um, að garðyrkju- býli, sem hafa minnst 2 ha. af landi og 1 sek./lítra af 85° C. heitu vatni, geti fengið fram- lags- og lánaréttindi, ef þau liggja utan takmarka skipu- lagðra svæða, þorpa og kaup- staða. Nefndin lítur svo á, að hér komi heita vatnið í staðinn fyrir landsstærðina og að öll sanngirni mæli með því, að þessi býli njóti svipaðra hlunn inda og önnur nýbýli. 5. töluliður. Um þennan lið er svipað að segja og 4. lið. í honum er lagt til, að hand- verksmenn eða aðrir, sem gegna þjónustustörfum í al- menningsþágu, geti fengið stuðning til nýbýlastofnunar, þó þeir hafi ekki nema 6 ha. af ræktanlegu landi og beiti- land fyrir þann bústofn, sem hægt er að fullfleyta vetrar- langt á fóðri, sem fæst af þessu landi fullræktuðu. í sveitum er orðið tilfinnanlega fátt af handverksmönnum, en mikil at vinna fyrir þá þar. Það er því full nauðsyn að styðja að þvi, að smiðir og aðrir handverks- menn setjist að í sveitum og stundi atvinnu sína þar sam- hliða smábúskap. 24 milj. á 5 árum í 41. grein frumvarpsins er á- kveðið að ríkissjóður leggi fram 4 millj. á yfirstandandi ári og síðan 5 millj. á ári, næstu 4 árin til þess, sem í greinargerðinni er nefnt „stærsta nýmæli frumvarps ins“, en það er áætlunin um stuðn ing við þær jarðir sem hafa of litla ræktun, og hafa dregizt aftur úr. Segir, að ekki sé enn full- kunnugt um fjölda þessara jarða, eða hve marga ha. af túni þarf að rækta, en þó er talið að veru- legt átak að settu marki megi Fjölmenni sétti fund Framsóknar- félags Reykjavíkur á sunnudaginn Alþingismenn fluttu ágætr ræíur um þingstörf, atvinnumál og fjármál Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt félagsfund 1 Tjarnar- kaffi s. 1. sunnudag og hófst hann kl. 2 e. h. Formaður fé- lag'sins, Hjörtur Hjartar, setti fundinn og nefndi til fund- arstjóra Sigurjón Guðmundsson, framkv.stj. og til fundar- ritara Jón Kristgeirsson, kennara. Var fundurinn mjög fjöl- sóttur. og nauðsyn þess, að taka þau mál föstum tökum. En aðalefni ræðu hans, sem var mjög glögg og ýtar- leg, var um störf fjárveitinganefnd ar Alþingis. Ræddi hann marga Umræðuefni fundarins var þing- mál. Frummælendur voru alþingis mennirnir Gísli Guðmundsson og Halldór Sigurðsson. Ræður frummælenda. Gísli Guðmundsson ræddi störf Alþingis og drap á helztu mál, er þingið hefir haft til meðferðar. Alls hafa nú verið tekin fyrir 120 mál, 20 lög hafa verið afgreidd, þar af 13 fyrir áramót og þeirra meðal stórmál, sem stundum hafa reynzt tafsöm á þingi, ráðstafanir vegna framleiðslu- og efnahags- mála. Síðan ræddi Gísli Guðmundsson um aðgerðir til styrktar atvinnulíf inu, einkum skipakaup og ríkisút- gerð togara, og svo hið nýja frum- varp um landnám, ræktun og bygg ingar í sveitum og drap á ýmis fleiri mál. Verður raíða hans nán- ar rakin hér í blaðinu á morgun. Halldór Sigurðsson ræddi um viðhorfin í dýrtíðar- og fjármálum liði fjárlaga og útskýrði og gerði grein fyrir þeim hækkunum, sem nú verða á fjárlagafrv. og skýrði þær. Kom í Ijós, að margar þeirra eru bein afleiðing lagasetningar á fyrri árum. Var af fundarmönnum gerður mjög góður rómur að máli beggja frummælenda. Að loknum ræðum framsögu- manna hófust frjálsar umræður og tóku þessir menn til máls: Krist- ján Friðriksson, Björn Gpðmunds- son, Sigurjón Guðmundsson, Hann- es Pálsson, Guðmundur Þorsteins- son frá Lundi, Jón Ivarsson og Magnús Magnússon. I lok fundar- ins svöruðu framsögumenn fram- komnum fyrirspurnum. Fundur þessi var mjög ánægju- legur og allmargir menn gengu í félagið á fundinum. gera með ákvæðum þessa frv. og þeim fjárframlögum, sem það ger ir ráð fyrir. Framlög til byggingasjóðs og ræktunarsjóðs gerS óafturkræf í greinargerðinni er þetta tek- ið fram um fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar um framlög til bygg ingarsjóðs og ræktunarsjóðs: „Við meðferð fjárlaga fyrir árið 1957 hefur af hálfu ríkis stjórnarinnar verið lagt til, að heimilað verði að breyta í ó- afturkræft framlag stofnláni Byggingasjóðs samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 21. apríl 1948, að upphæð kr. 4.329000. 00. Á komandi árum mun þurfa að gera frekari ráðstaf- anir til að auka eigið fé sjóðs- ins eða jafna halla, sem verða mun á rekstri hans, og þarf að taka það til sérstakrar athugun ar á sínum tíma. Þá hefur einn ig við meðferð fjárlaga fyrir árið 1957 verið lagt til af hálfu ríkisstjórnarinnar,' að heimilað verði að breyta í óafturkræft framlag 22 millj. kr. láni til Ræktunarsjóðs íslands af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1955 og sömuleiðis tveim stofnlán- um samtals að upphæð samkv. skuldabréfum kr. 10296250.00. En rekstrarmöguleika Ræktun arsjóðs þarf einnig að athuga nánar á lcomandi árum. Sú breyting, sem getið er hér að framan, á ríkislánum til sjóð- anna í óafturkræf framlög, miðar að sjálfsögðu að því, að létta vaxtabyrði sjóðanna frá því, sem nú er.“ Mikill bálkur Frumvarp það, sem hér er laus- lega rætt um, er mikill bálkur. Lögin um Ræktunarsjóð íslands eru felld inn í frv.bálkinn óbreytt. Þótti það til hagræðis að öll á- kvæði um lán til framkvæmda í sveitum sé að finna í sömu lögum. Ætlast er til að frv. þetta verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Stjómmálamenn í Washington bjartsýn- ir, að viðunandi málamiðlun fínnist NTB—New NorK og London, 25. febr. — Fundi allsherj- arþingsins um refsiaðgerðir gegn ísrael er halda átti í dag, var enn frestað um óákveðinn tíma. Var þetta gert m. a. að tilhlutan Hammarskjölds framkvæmdastjóra S. Þ., en hann og Eban sendiherra ísraels sitja nú á fundum í New York. í gærkvöldi ræddi sendiherrann í þrjár klst. við Dulles ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Flutti Eban nýjar tillögur stjórnar sinnar. Fréttamenn segja, að Bandaríkin reyni að tefja fvrir því að tillaga 6 Araba og Asíuríkja um refsiað- gerðir komi til umræðu í þeirri von, að viðunandi málamiðl- \un finnist. unnar og yrði það þar um óákveð- inn tíma. Um Akaba sagði forsæt- ýsráðherrann að gilti svipuðu máli: fsraelsmönnum bæri að fara brott með her sinn, en jafnframt yrði Akabaflói lýstur alþjóðleg siglinga leið. Eftir að Dulles hafði rætt við Eban sendiherra, fór hann á fund Eisenhowers forseta. Snérust við- ræður þeirra um það, hversu langt Bandaríkin treysta sér til að_ ganga til móts við sjónarmið ■ ísraels- manna, án þess að fyrirgera vin- áttu sinni við Arabaríkin og þar með ef til vill kippa fótunum undan framkvæmd Eisenhower-á- ætlunarinnar svonefndu. Að áliti fréttamanna, voru stjórnmálamenn í Washington bjartsýnir um að takast myndi að miðla svo málum I dag héldu áfram stöðug funda höld fyrir luktum dyrum í aðal- stöðvunum. Það er Lester Pearson utanríkisráðherra Kanada, sem er potturinn og pannan í þeim ráða- gerðum og hefir hann lagt fram málamiðlunartillögu, sem hann reynir að fá alla aðila til fylgis við. Ræddi hann m. a. lengi við Sir Pierson Dixon aðalfulltrúa Breta í dag. Macmillan, forsætisráðherra Breta lýsti á þingfundi í dag yfir afstöðu brezku stjórnarinnar til þessa máls. Kvað hann stjórnina álíta, að ísraelsmönnum bæri að hverfa brott frá Gaza með her sinn gegn því, að S. Þ. tækju á- byrgð á öryggi landamæra ísraels á þessu svæði og jafnframt yrði herlið frá S. Þ. sent til Gazaræm-" og finna viðunandi lausn. Skuldir vegna harSinda og þurrafúa (Framh. af 1. síðu). umsagna og álits hlutaðeigancli sveitarstjórnar. Þá er lagt til að ríkissjóður taki að sér, eftir því, sem rannsókn leiðir í ljós að þurfa þyki, greiðslu á allt að 3,5 millj. kr. af lánum, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir vegna þurrafúa í skipum. Erindi húnaðarmálastj. Framhald af 12. sfðu). málastjóri á það, að horfast yrði í augu við þá staðreynd, að margt sveitafólk flytti brott til kaup- staða, vegna starfa og annarra á- stæðna. Þar þynntist því óhjá- kvæmilega á bekkjum, ef ekkert kæmi í skörðin. En það væri ekki fjarstæða að ímynda sér, að sveit- irnar gætu aftur sótt fólk í kaup- staðina. Fólk vildi gjarnan skipta um atvinnu og umhverfi, og það hefir komið í Ijós, að ýmsir borgar búar, t.d. í Reykjavík vilja gjarn- an hefja búskap, sæju þeir sér það fært og hefðu ástæður til. Með aukinni fræðslustarfsomi í Reykjavík um landbúnaðarmól, mætti stuðla að því, að fólk flytti þaðan til sveita, og þannig vinna aftur nokkuð af því, sem tapaðist. Hér væri um merkara mál að ræða en margur hygði. Viðhorf bæjar- búa til landbúnaðar hefði breytzt á seinni árum, og kvaðst búnaðar- málastjóri vilja benda á, hve land búnaðarsýningin 1947 hefði átt mikinn þátt í því. Ráðunautastarfið 100 ára. Loks vék búnaðarmálastjóri að þeim þætti, sem hann kvaðst vilja leggja alveg sérstaka áherzlu á í framtiðarstarfi B. í. En það væri leiðbeiningarstarfsemin. Það mun nú vera um heil öld síðan ráðu- nautur tók til starfa á vegum fé- lagsins. Það hefði frá upphafi ver- ið eitt aðalverkefni félagsins. Ár- angurinn af ráðunautastarfinu væri geysimikill, og árangurinn af því væri meiri en margir gerðu sér ljóst. Sannleikurinn væri sá, að ráðunautarnir ættu flestum mönnum meiri þátt í þvi, sem á- unnizt hefði. Búnaðarmálastjóri kvaðst hafa haft, og hafa enn, bjargfasta trú á hagnýti þess starfs. Það væri tími til þess kom inn að mínnast ráðunautanna með verðskuldaðri viðurkenningu. Það er ekki sízt þeim að þakka, að íslenzka bændastéttin hefir lært að hagnýta sér meira af hagnýtum nýungum í landbúnúaði s.l. hálfa öld en nokkurn gat grunað. En það eru að sjálfsögðu marg- ir veikir hlekkir í þessu starfi, og veikastir þar sem áhrifa B. í. hef- ir lítið eða ekki gætt í þessu ráð- gjafarstarfi. Þarf að fjölga ráðunautum. Ræddi búnaðarmálastjóri síðan nokkuð um ráðunautastarfið í ein stökum greinum landbúnaðarins og hvar helzt þyrfti aukningar og eflingar við, að kröfum nýrra tí.ma og breyttra viðhorfa. Kvaðst búnað armálastjóri að lokum leggja til, að ráðunautum væri fjöígað all- mikið, eða bætit við 5—6 ráðu- nautum. Lagði hann tfl, að ráðinn yrði einn ráðunautur til viðbótar í jarðrækt vegna ávaxandi verk- efna. Ráðnir yrðu 1—2 ráðunaut- ar til viðbótar í búfjárrækt. Þar kölluðu brýn verkefni að, sem þeir ráðunautar, sem fyrir aru, kæm- ust ekki yfir. Þá lagði hann til, að ráðunautur yrði ráðinn í hey- verkun og fóðumotkun. Reynsla síðustu ára sýndi, að bændur ræru nú í flestum árum vel færir uia að rækta gras, sve að grasleysis- ár væru að kalla úr sögunni. Hina vegar sýndu tíðir heybrunar, skemmdir á votheyi og fleiri gall ar á heyverkun, að þar þyrfti um- bóta við. Þá lagði hann til, að ráðinn yrði garðyrkjuráðunautur og byggingaráðunautur, er starf- aði í samráði við Teiknistofu land búnaðarins. Þetta kostaði að sjálfsögðu mik ið fé, en þetta fræðslustarf yrði ríkið að sjálfsögðu að greiða eins og aðra fræðslustarfsemi til efl- ingar atvinnuvegunum. Næsti fundur búnaðarþiogs verð ur kl. 9,30 árdegia í dag í TJarnar akffi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.