Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 4
4 T í M IN N, þriðjudaginn 12. marz 1957. Þegar Sígaunabarn fæðist í heiminn, er það ekki skráð í kirkjubækur. Enginn veit með vissu tölu þess landlausa lýðs, sem tilheyrir þessum merkilega ættflokki og reik- ar um álfuna frá Skandinavíu nyrðra suður til stranda Mið- jarðarhafsins. Áfkomendur Faraóanna Sígaunar eru stoltir af uppruna sinum. Aðspurðir segjast þeir vera afkomendur Faraóanna á Egypta- landi. Kynstofni sínum halda þeir hreinum og leyfa ekki dætrum sín- um að blanda blóði við almúga- menn af öðru sauðahúsi. En eins og títt er um ættstóra samir þeim ekki að inna venjuleg störf af hendi. Þeir eru listamenn, syngja og dansa og leika á hljóðfæri, eru fjölkunnugir, sjá örlög manna og gera magnaða drykki, hafa gott vit á búfé og enginn stenzt þeim snún- ing í hrossakaupum, og þeir eru hnuplóttir og víla hvergi fyrir sér að betla. Sumir halda því fram, að tilgangslaust sé að ætla Sígaun- um bústað í venjulegum húsakynn- um. Þeir kjósi heldur að lifa und- ir berum himni og orna sér við bál, þegar veður kólna. Þetta mun þó að ýmsu leyti rangt, því að til eru ríkar fjölskyldur og einstakl- ingar, sem auðgazt hafa á verzlun eða náð almennri hylli sem list- dansarar. Þessar undantekningar hafa að nokkru tileinkað sér lifn- aðarhætti venjulegra manna, en meirihlutinn dæmdur til að búa í grenjum eða hafast við á flakki. Fátæklingar, sem ekki vilja vinna, eru sjaldan velkomnir í nútíma þjóðfélagi. Adolf sáluga Hitler fannst þeir vera til óþrifnaðar og lét útrýma þeim í Þýzkalandi með- an honum vannst tími og hendur til. En Sígaunar eru vanir að þola ónot; þeir eru góðir fyrir sinn hatt og hlægja að þeim, sem afla brauðs ins í sveita síns andlitis. Flestum þykir gaman að sjá þá dansa og þeir, sem kynnast þeim og fá að skyggnast inn í ímyndunarafl þeirra, verða oft heillaðir. Þeir syngja með lostafullum trega og konurnar bera sig eins og gyðjur í dansi'. Augu þeirra eru stórir, svart ir speglar og tónar gítarsins heit- ur andardráttur. í Andalúcíu segja þeir að komi lítill púki upp úr jörðinni. Hann smýgur upp í fæt- ur manna, og þegar hann er kom- inn upp til hnjánna, fara þeir að dansa. Þá eru Sígaunar í essinu sínu, þegar þeir gefa sig dansinum á vald. Sígaunar á Spáni Sígaunar eru fjölmennir á Spáni. Þeir reika um landið frá suðri til norðurs og halda sínu sérstaka framferði. Þeir hittast á vegum úti með asna sína og bikkjur, slá sér niður í útjaðri borganna og hafast þar við í nokkra daga; svo eru þeir horfnir út í buskann. Menn kæra sig kollótta. Þetta eru bara Sígaun- ar. Enginn veit hvaðan þeir koma né hvert þeir ætla. Þeir gegna ekki herþjónustu og heyra ekki einu sinni undir landslög. Ef Sí- gauni drepur Sígauna, þá er það einkamál Sígauna og er látið af- skiptalaust. Sumir eru kaþólskir að nafninu til, en meirihlutinn dýrkar sína fornu guði eða gefur sig lítt að trúmálum. Þeir tala sérstakt mál, „caló“, sín á milli, og er það mjög frábrugðið spönskunni. Lög- reglan hefir þá á hornum sér og óttast þeir hana mjög. Fjölmenn- astir eru þeir í Andalúcíu og marg ir hafa þar fasta búsetu. Ættirnar halda fast saman, og elztu foreldr- arnir eru höfuð fjölskvldunnar á hverjum stað. Kóng höfðu þeir líka en sá er nýdauður og eru því kóng lausir í bili. Þeir eru skrautgjarnir og konurnar ganga í síðum, litfögr- «m kjólum og stinga blómum í hár- ið, en blóm eru ódýrir skartgripir á Spáni og fara vel við dökka lokka. Aðspurðir um hagi sína barma þeir sér oft af fátækt, en eiga líka til að svara glettnislega: „Kóngurinn er dauður og nú eig- um við engan að nema Franco“. Sígaunastelpa í Murcia talaði um svefnhagi þeirra kvenna og ráð- eldinum og golan þyrlar reyknum um herðar hans, þar sem hann stendur álútur og stjórnar dansi. Nóttin fer köld að. Við erum bú- in að sjá „fIamenco“, og við erum ævinlega velkomin. „Þegar ég eign ast tuttugu og fimm pesetur, skul- um við fá okkur flösku af víni og drekka skál“, segir húsbóndinn að skilnaði. „Við erum vinir“. Þegar kóngsdóítirin giíti sig A Sacromonte ;. Ekki eru allir Sígaunar fátækir. Dóttir kóngsins sáluga var að gifta sig á dögunum efnuðum fjárafla- manni úr sinni stétt. Brúðkaupið fór fram suður í Alicante, þar sem kastalinn Santa Bárbara gnæfir yf- ir bæinn. Boðsgestir, sem skiptu hundruðum, voru Sígaunar hvaðan æva af Spáni. Sagt er, að sumir hafi komið alla leið frá París. Hjónaleysin létu pússa sig saman í kirkjunni, og síðan var slegið upp veizlu, sem stóð í fjóra daga og fjórar nætur. Allar skárri venjur I Sígauna voru í heiðri hafðar og vín ' drukkið og dans stiginn meðan nokkur stóð uppi. Sagt er, að veizl- an hafi kostað á annað hundrað þúsund pesetur og að brúðinni hafi borizt gjafir, sem metnar eru á svipaða upphæð eða meira. Meðan hófið stóð yfir var næstum ómögu legt að ná í leigubíl í bænum, og stafanir til varnar næturkuldan-1 ber jörðma með hælunum. Hárið'það var skrafað í búðunum, að um: „Við breiðum teppi undir okk I sveipast um andlitið í næturgol- i konungsfjölskyldan greiddi vöruna ur á jörðina og Sígauninn leggst | unni; augun leiftra eins og stórar, i eins og kaupmönnum byði við pð ofan á“. Oft eru svör þeirra torráð- i svartar perlur og skugginn hennar i horfa. Að hófi loknu stigu þau ný- Amaya-kona viö hellisdyr á Sacromonte. I Suður í Granada, þar sem eitt frægasta Ijóðskáld Spánar, Garcia Lorca, bjó og reit Sígaunaljóð, 1 „Romancero gitano“, er Helgafell Sígaunanna, Sacromonte. Fjölskyld an, sem býr í hellum á sunnan- verðu fjallinu, hinir svokölluðu I ,,Amayar“ eru hreinræktaðir j Sígaunar. Þeir eru góðir handverks menn og smíða hljóðfæri, gera hag lega hluti úr kopar og blóm og veggskreytingar úr járni. Konurn- ar vefa litsterk sjöl og ábreiður, ! en þekktastir eru þeir fyrir dansa sína, „sambra“. og söngva, „jondo“. i Allt, sem þeir gera og segja er „flamenco". Hugtakið á við orð og athafnir, hugsunarhátt, söng, dans og klæðaburð Sígauna. Þeir eru kaþólskir, en ekki á sama bátt og aðrir, því að þeir eru Sígaunar. Og lengst, lengst uppi á fjalli, „þar sem Kristur týndi gitarnum sínum“, stendur kapellan hans Sankti Míkaels, en hann er vernd- arengili staðarins. Míkael býr í nokkurs konar turni. Hann er í hvítum und rkjól. en stundum sýn- ir hann á sér lærin. Stundum syngur hann i gluggunum. En það búa fleiri á fjallinu. Hann Sankti ÍJósep á þar heima líka, þó að jmyndin af honum sé í kirkjúnni ! niður í bæ. Það er Sankti Jósep á j fjalli. Stundum dansar hann við Maríu mey og hún leikur á kastaní- ettur. Þau gá oft að Sígauhunum, og það er alveg satt, að hann Jósep á heima á fjallinu, en ekkí niður í kirkjunni. Stundum skrifa þeir Baíchir Óskarsson: a II. SÍGAUNAR in og undarleg og hugmyndaflugið brýzt yfir öll takmörk. Og þeir eru 1 hjátrúarfullir og nefna vissa hluti ýmsum dulnefnum, til að forðast ógæfu, sem nöfn þeirra hafa í för með sér. Víð bálið Ef við göngum á fund Sigauna, taka þeir okkur opnum örmum. Þeir syngja og dansa fyrir nokkra skildinga, og sé þeim gefin flaska af víni, fær gleðin hamslausa út- rás. Fjölskyldan situr flötum bein- um umhverfis bálið, móðirin í miðju og krakkahópurinn til beggja handa, oft níu og tíu tals- ins og sitt á hverju árinu. Húsbónd inn er staðinn upp og hefir gætur á ferðum ókunnugra; reykinn legg ur upp af gömlum skóræflum, sem hann hefir tínt saman eða stolið einhvers staðar. Það er farið að rökkva og bjaTma frá eldinum slær á dökkbrún andlitin. Við tölum frjálslega um daginn og veginn, klöppum á kollinn á litlu börnun- um, sem verða að sofa úti berröss- uð og skólaus og þau segja okkur, að þeim sé kalt á næturnar. Og við spyrjum um meðlimatölu fjöl- skyldunnar og er sagt, að dæturn- ar séu átta talsins og tveir „barón- ar“, en það eru synirnir, þeir eru alltaf kallaðir „barónar“. Þau spyrja okkur, hvort þau eigi ekki að dansa, og áður en tími vinnst til svara eru allir staðnir á fætur. Þau raða sér hringinn í kring um bálið og klappa taktfastan rytma með heitum blæbrigðum. Það er „flamenco", sígaunadans. Og svo kemur hann upp úr jörðinni þessi litli álfur, sem smýgur upp í fæt- urna og lætur þá fara að dansa. Eða kom hann út úr eldinum? Það heyrist snöggur, spyrjandi kliður og elzta dóttirin stígur fram. Ilún lyftir örmunum yfir höfuð; kast- aníetturnar eru fpstar á þumalfing- ur með böndum, og hún.slær þær með hinum Jjóruin fingrum hvorr- ar handar. Líkaminn svignar og , nemur staðar á víxl meðan hún dansar langt út yfir sléttuna. Og svo dansa þau öll. Það yngsta lær- Sigaunar við tjaidbúð. giftu á skip og lögðu upp í brúð- honum bréf og biðja hann um eitt- hvað smálegt, og hann Jósep er alltaf viss til að gera það fyrir ir sporin um leið og það fer að | kaupsferð til Italiu. Veizlugestir vappa. Faðirinn hrópar þau upp j skildu eftir firnindi af tómum og áminnir þau um réttar hreyf-1 flöskum og bergmálið af söng jSígaunana. ingar, en skóræflarnir sviðna á i þeirra hljóðnaði í klettunum. Granada 1. íebrúar 1957. Kvenpresinr stígnr í stólinn — Engar anglýsingar í færeyska útvarpinu — Inn- og ótflutningor Færeyja og Græn lands — FlugferSir í Grænlandi — SkipuL fiskveiSar Kaupmannahöfn, 9. marz: Danska útvarpið sagði frá því í gær, að á miðvikudag hefði átt sér stað sögulegur atburður innan kirkj- unnar, því að þann dag stóð kven- prestur í fyrsta sinn í norskum prédikunarstóli. Hér var um að ræða danska prestinn, Helgu Jen- sen, sem flutti kvöldguðsþjónustu í kirkjunni í Kongsvinger. Prédik- uninni var veitt mikil athygli, og söfnuðurinn reis úr sætum, er Helga kom inn í kirkiima úr skrúð húsinu í prestshempu, í fylgd með sóknarprestinum og kapeláninum báðum í fullum skrúða. Norska blaðið „Morgenposten" skrifar: Þetta var sögulegur við- burður — ekki aðeins fyrir við- komandi kirkju, hcldur fyrir allan Noreg. Helga Jensen er prestur í Skive, sem er vinarbær Kongs- vinger. Þegar færeysku útvarpi var kom ið á fót fyrir skömmu, ákvað lands stjórnin, að útvarpið myndi flytja vissar tegundir tilkynninga gegn borgun, þó ekki beinar. auglýsing- ar. Utvarpsráðið, serq er skipað fimm mönnum, en af þeim eru fjórir starfandi blaðamenn, hefir samt ákveðið, að alls engar aug- lýsingar muni fluttar í færeyska útvarpinu. Fyrir liggur yfirlit um inn- og útflutning í Færeyjum og Græn- landi á þriðja ársfjórðungi 1956. Innflutningurinn í Færeyjum nam 22,7 miljónum danskra króna, en var hins vegar ekki nema 17,9 milj. á þriðja ársfjórðungi 1955. .Útflutningurinn nam 27,2 miljón- um en 18,4 milj. árið áður. Aukn- ing innflutnings er aðallega í elds- neyti, vefnaðarvöru og vélum, en aukning útflutningsins skapast af mjög aukinni sölu á saltfiski til Spánar og Brasilíu. Innflutningur íil Grænlands nam 27,5 milj. krónum á þriðja árs- fjórðungi 1955, en árið áður 17 milj. Utflutningurinn var 19,4 milj., en 15 milj. árið áður. Aukn- ing útflutnings er í blýmálmi og zinkmálmi til Belgíu og Lúxem- borgar, en sala krýolíts til Banda- ríkjanna hefir dregizt saman. f gær voru samþykktar áætlanir varðandi flugferðir til Grænlands í sumar. Áætlanir þær, sem gerð- ar höfðu verið um reglulegar ferð- ir til Grænlands, verða ekki við- teknar í ár, en tveir Katalína flug- bátar munu verða staðsettir í Græli landi, annar í austurhluta lands- ins, hinn í vesturhlutanum, og munu þeir sjá um farþega- og póst flug með ströndinni. Einnig eiga flugvélarnar að aðstoða við úraní- umleit og mælingar á fjörðunurn í kringum Meistaravík, en af þeim ^ er verið að gera nákvæm sjókort. ! ! í fyrsta sinn í sögu Austur-Græn lands kemur nú í ár rannsóknar- skip til Angmagssalik-strandarinn- ar, til þess að framkvæma reynslu- veiðar í þeim tilgangi að koma | betra skipulagi á veiðar íbúanna. í lok marzmánaðar mun líka verða ! haldin ráðstefna í Kaupmanna- höfn, sem á að fjalla um fisk- veiðimöguleika við Grænland. Þar verður m. a. rætt hvernig aðstoða megi íbúana í Angmagssalik og við Scoresbysund við að tileinka sér bættar veiðiaðferðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.