Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 7
T í M I N N, þriðjudaginn 12. marz 1957. beo ntíi.n aó begiouöum i Lanaoroi .. Seglbúðir, nafnið imyndunaraflinu strax Minnzt heimilisins í Segihúðum í Land broti og Gyðríðar Páísdottur hús- freyju, á 60 ára afmæli hennar í dag Secjlbúðir — a'Sains einn bær á landinu ber þetta fagra, svipmikla heiti. Hann er í lítilli sveit, Landbroti, Vestur-Skaftafeilssýsiu. Nafnið eitt kemur ímyndunar- aflinu strax af stað. Fyrir landi fljóta skrautbúin skip, færandi varning heim. Og í landi er líf og fjör, margt fólk á ferli, kaup og sala, ríkisbændur og héraðshöfð ingjar taka út á langar lestir, fá- tæklingar afla sér brýnustu lífs- nauðsynja. Auðugir stórbokkar rigsa um og sýna almúganum vald sitt, hefðarkonur skoða dýran varn ing, ungir elskendur leiðast út í bjarta vornóttina. En alit þetta er löngu liðin tíð, e. t. v. ímyndun ein, þótt óljósar sagnir séu til um, að skip hafi kom ið út í Sýrlækjarós, (Sýrlækur er skamrnt frá Seglbúðum.) og bæj arnafnið bendir til að þarna hafi einhverntíma verið segl við hún. Nú er Seglbúðir bara venjuleg •ur sveitabær, þar sem stundaður er búskapur eins og annarsstaður í sveitum landsins. Húsfreyjan í Seglbúðum, Gyðríður Pálsdóttir á sextugsaímæli í dag. Það er til efni þessarar greinar, því að ekki vil ég láta þetta tækifæri ónotað til að þakka henni vináttu og sam Starf undanfarna tvo áratugi. I. Gyðríður Pálsdóttir er fædd í Þykkvabæ í Landbroti 122. marz 1897. Foreldrar hennar voru þau Margrét Elíasdóttir frá Steinsmýri Og Páll Sigurðsson frá Eystra-Dal bæ. Bjuggu þau allan sinn búskap í Þykkvabæ mikiu myndarbúi, ertda voru þau bæði hagsýn og dugmikil. Varð Páll efnaður mað ur á þeirra tíma mælikvarða, ekki, sízt eftir að börn þeirra hjóna fóru að.komast upp, en þau gerðust öll kappsöm við vinnu og ráðdeildar- söm. Gy'öríður var elzt 7 systklna og vandist fljótt allri algengri vinnu í sveit á fyrirmyndarheimili. Hef ur, það reynst henni góður skóli. Ekki befur hún notið annarrar ménntunar en þeirrar barna- fráeðslu, sem veitt var á uppvaxt arárum hennar. En hún hefur not ið 'hennar vel og aukið hana 'með sjálfsmenntun, enda er hún vel að sér; les mikið, skrifar ágæta rit- hönd, vel málifarin og vel ritfær. Þann 30. maí 1918 giftist Gyðríð ur Helga Jónssyni, sem þá stóð fyrir búi með móðnr sinni í Segl búðum. Tók hún þar þegar við búforráðum og bjuggu þau þar unz Helgi andaðist vorið 1949. Helgi í Seglbúðum var mikill af- bragðsmaður, framfaramaður mik ili í búnaði, til einkaði sér fljótt allar gagnlegar nýungar og bætti jörð sína með byggingum, raf- lýsingu og ræktun, hafði gggn- samt bú og afburðagott. Hann tók mikinn þátt i öllum félagsmálum var afburðavinsæll, góður heim að sækja og allsstaðar velkominn. Hann lézt aðeins hálfsextugur að aldri og varð mikill harmdauði öllum sínum mörgu vinum. I II. | Við hlið þessa mikla mannkosta ; manns stóð Gyðríður í húsfreyju í stöðunni með mikilli prýði. Heim- ilið var fjölmennt — oftast 12—14 ; manns — gestakomur tíðar, bæði I sveitungar og langferðamenn. j Fjöldi manns átti erindi við hinn ! vinmarga húsbónda, oft var þar j góðra vina fundur, því að öllum j þótti ánægjulegt að dvelja á þessu ; heimili, þar sem glaðværð hús- bóndans og hlýja húsmóðurinnar mótuðu heimilisbraginn. Seglbúða heimilið varð líka fljótt víðkunn ugt fyrir gestrisni, hýbýlaprýði og hverskonar myndarskap, Þar ríkti; reglusemi og þrifnaður, svo að orð var á gert. Fögur umgengni og sönn heimilismennig gerðu garð inn frægan. Börn þeirra Helga og Gyðríðar eru fjögur, öll vel menntuð og mannvænleg. Systurnar þrjár, Margrét, Ólöf og Ásdís, eru allar giftar og búsettar í Reykjavík, en sonur þeirra, Jón,. stendur fyrir búi með móður sinni í Seglbúð- um. III. Enda þótt Gyðríður í Seglbúð um hafi eins og gefur að skilja haft ærið að starfa heima fyrir hefur hún ekki takmarkað sig við heimilisstörfin pg. húsmóðurum- sýslu. Ilún er mjög félagslynd kona og skilur manna bezt gildi heilbrigða samvinnu og félags- legra samtaka. í félagslífi kvenna í Vestur-Skaftafellssýslu hefur hún mjög látið til sín taka. Um ára- tugi hefur hún verið formaður í kvenfélagi sveitar sinnarar og hef ur unnið þar að framgangi margra góðra málefna. Ennfremur hefur hún verið fulltrúi kvennasamtaka sýslunnar út á við, á fundum Kven félagasambands íslands og hvar votna lagt góðum málefnum lið. Eitt af mörgum áhugamálum Gyðríðar í Seglbúðum er bindindis málið. Henni er það ákaflega vel ljóst, hvert böl stafar af áfengis nautninni og margur hefur lamað starfskrafta sína og glatað lífsgæfu sinni með ofnautn áfengis. Þess vegna hefur hún iengi verið áhuga samur liðsmaður í bindindissam tökum. Með óbilandi áhuga og þrautscigju hefur hún haldið uppi starfsemi í góðtemplarastúku í sveitinni og aldrei sparað krafta sína í þágu hennar. IV. En það, sem qg hygg þó að standi hjarta Gyðríðar Pálsdóttur næst, er hugsjón kristindómsins og starf kirkjunhár. í grein, sem Irún eitt sinn ritaSi um kirkju- og safnáoarlíf komst hún að or3i m. a. á þessa leij; „Það c.- mir. trú og sannfæring, aS heiil og hamingj •. Iivers þjóð félag',, Uvers kirkjufé’ags cg hvers einstaklings sé kamln undir iif- andi, starfandi trú og heilbrigðu siðfer3islifi.“ Þe:si orð lýsa Gyðrí3i í Segl- búðum vel og ál.ii hertnar á gildi kri .t nnar trúar fyr;r lif og hag þjóðarinnar. Þau eru líka í henn ar munni, me ra en orain tóm. Hún ber þeim órækt vitni i öllu lifi sínu. Em.lægrtari, sannari, bjartsýnni trúkcnu hef ég varla kymist. Gg le lun er á öflugri stuðningsmanni í kirkjulegri safn aðarstarfsemi. Sæti hcnnar er aldrei autt, þegar messað er í sóknarkirkju hennar. Hún veit sem er, að hollari stuðning er ekki hægt að sýna kirkjunni með öðru en þvi að rækja guðsþjón- usturnar af trúmennsku og stöð- uglyndi. V. Að lokum skal svo getið um einn þátt í starfi þessarar merku konu sem liklegur er til að hálda nafni her.nar lengi á lofti. Það er hve mjög hún ann hverskonar gróðri, umhyggja hennar fyrir trjám og fögrum blómum. Enginn kemur að Seglbúðum að sumardegi án þess að skoða garðinn hennar Gyðríðar. Litfagrar blómabreiður skarta þar í skjóli við há og fögur tré svo að unun er á að horfa. — Og ef maður heimsækir Gyðríði í Segl búðum þegar blómin úti í garðin um hennar hvíla köld og föl und- ir vetrarsnjónum, kemur maður ; inn í stofur, þar sem rósir og pela góníur prýða alla glugga og græn blöð stórra inniblóma vefjast um veggi og loft. Það er mikið starf — ótrúlega mikið — sem liggur í því að ann ast allan þennan fagra gróður, Iilúa að öllum þessum blómum úti og inni, gefa sér tíma til þess í önnum vors og sumars, gleyma því aldri að vernda þau gegn frostum og kulda vetrarins. — En við það starf hefur Gyðríður í Seglbúðum aldrei sparað krafta sína, aldrei séð eftir þeim tíma, sem í það fer. Hún hefur alltaf unnio það í þeirri trú að það skapi , manneskjunni mikinn „yndisarð að annast blómg aðan jurtagarð." Ég efast um, að hún hafi átt aðrar yndisstundir meiri en þær, þegar hún hefir „hvílt sig“ eftir annir dagsins vdð vinr.una í garðinum sínum á vor- og sumarkvöldum. Gyðríður í Seglbúðum hefur ver ið mikil gæfukona. Hún ólst upp | á góðu heimili og hlaut þaðan hið ! hezta veganesti. Hún eignaðist að lífsförunaut glæsilegan atgjörfis- : mann og reisti með honum fagurt ; heimili. Hún á að fagna miklu j barnaláni og hún nýtur vinsælda | og virðingar hjá samferðafólki | sínu. En erfiðleikar og harmur i hafa ekki sneytt hjá húsi hennar. , Lífið hefur gefið henni mikið. Það ! hefur líka mikils af henni kraf- ist. í lífi hennar hefur sannast, að: Enginn gengur ævibraut öllum skuggum fjærri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Það er afmælisósk mín til henn ar sextugrar, að í öllum erfiðleik um megi hún sjá fegurri og stærri sólskinbletti, því þjartari útsýn framundan, sem árin verða fleiri að baki. G Br. Gyðríður Pálsdóttir í Seglbúðum í garðinum sínum. I dag á einn af merkustu hús- freyjum V-Skaftafellssýslu 60 ára afmæli. Þessi kona er Gyð- ríður Pálsdóítir í Seglbúðum í Landbroti. Gyðríður er dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar og Margrétar Elíasdóttur, búenda að Þykkvabæ í Landbroti. — Þykkvibær er næsti bær við Seglbúðir, svo allt starf Gyðríðar hefir verið unnið á tiltölulega litlum hletti í sveit hennar, sem hún ann af alhug og fullri festu. — Ekki virðist það samt hafa orðið til þess, að nafn Gyðríður væri lítt þekkt utan sveitar sinnar, þó hún hafi unnið starf þroska- og fullorðinsáranna á næsta bæ við æskuheimilið. — Þvert á móti; nafn hennar er þekkt af hverjum manni í Skaftafells- sýslu, sem kominn er af barns- aldri, og víða um land annars- staðar, Ung að aldri fluttist Gyðríður að Seglbúðum og giftist þar ná- búa sínum, Helga Jónssyni bú- fræðingi, er þá var fyrirvinna móð ur sinnar þar. — Þá liefst starf hennar, sem ennþá er áfram hald ið, — húsmóðurstarfið á Seglbúð- um. Strax á fyrstu frumbýlingsár- um þeirra hjóna, varð heimilið og búskapur orðlagt fyrir myndar skap, höfðingslund og gestrisni og í þeim efnum var hlutur húsfreyj- unnar engu minni en hlutur hús- bóndans, og þurfti þó þar til nokk uð, því Helgi í Seglbúðum var þekktur um allt Suðurl. og víðar, fyrir höfðingsskap sinn, glaðværð og góðan og traustan félagsskap,. hvort sem hann var með háum eða lágum, á mælikvarða embætta eða metorða. Það sem fyrst hefir borið fyrir augu þeirra mörgu gesta, bæði skaftfellskra og víða annars stað- ar að, sem komið hafa á heimili Gyðríður í Seglbúðum, er hversu mikið hreinlæti og snyrtimennska ríkir hvar sem litið er á hennar verkahring, jafnvel í húsi, sem utan þess. Þegar ég fyrst kom að Seglbúð um, svo að ég hafði þar viðdvöl, fyrir 35—36 árum, vakti það at- hygli mína hversu mikið var í stofunni, af blómum, og víða annarsstaðar í húsinu. Fann ég það strax og sá, að húsmóðurinni þótti vænt um blómin sín og veitti þeim móðurlega umhyggju. En fljótlega kom að því, að blómun- um hennar Gyðríðar var of lítill bás markaður innan veggja, og það þótt húsakynnin stækkuðu — lét hún þá gera állstóran garð framundan húsinu. — Þar eru nú : allstór tré, sem skýla fyrir hinum þráláta austanvindi, sem þarna er , algengur. í skjóli trjánna eru svo skipulegir og vel hirtir reitir, sem að sumrinu skarta skrautblómum ; og nytjajurtum, bera blóm og ! garðbeð sama vitnisburð um j snyrtimennsku Gyðríðar og hús ; hennar þegar inn er komið. , Þótt Gyðríður hafi helgað heim- | ili sínu mest af starfskröftum sín ! um, hefir hún samt gefið sér tíma I til að sinna félags- og mannúðar- ; málum. — Hún hefir um langan tíma verið mjög framarlega í starfi kvenfélaganna í V-Skafta- fellssýslu og oft verið fulltrúi Sam bands skaftfellskra kvenna á lands og fjórðungsþingum kvenfélaga- samtakanna og ávalt fyllt sitt sæti þar með sóma, eins og hús- freyjustöðuna í Seglbúðum. Fyrir nokkrum árum missti Gyð ríður Helga mann sinn, var hann þá búinn að vera sjúkur um nokk urt skeið. — Helgi heitinn var harmdauði öllum Skaftfellingum og fjölda annarra manna víða um land, er þekktu þann vinsæla mann. Má af því ráða hversu það fráfall var þungbært fyrir Gyð- ríði og börn þeirra. — En þann harm bar Gyðríður með mikilli hreysti og hugrekki og mun í þeirri þungu raun, sem oftar, hafa verið henni mikill styrkur, að hún er mjög trúhneigð kona, sem treystir takmarkalaust handleiðslu skaparans, stjórnanda allra góðra hluta. Eftir lát manns síns, hélt Gyð- ríður áfram búskap í Seglbúðum, með aðstoð Jóns sonar síns, og búa þau þar ennþá með prýði og rausn. — Jón er stúdent að mennt un og gáfu- og myndarmaður. — (Framh. á 8. BÍðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.