Tíminn - 05.04.1957, Síða 5

Tíminn - 05.04.1957, Síða 5
TÍMINN, föstudaginn 5. aprfl 1957. Leikstjori: Indriði Waage Sízt skyldi því neitað, að það sé mikil raun að vera snauður. En þeir menn, sem af heiðarleik sinna listrænum efnum, hafa löngum tal- ið það svívirðing síns krafts að hokra um of að skildingum ekki síður en Þorgeir Hávarðsson leit á kvennafar forðum. Hið sama lög- mál gildir um menningarstofnun sem þjóðleikhús. Mér eru vel Ijós- ar þær röksemdir, sem forráða- menn Þjóðleikhússins hafa fært fyrir fjárhagslegu tjóni af sýning- um nokkurra leikrita í vetur, en þó að kassinn kunni að vera meira en hálftómur, má aldrei slaka á klónni um kröfur til listræns gild- is þeirra verka, sem sýnd eru. Sú kurteisi er að vísu óheiðarleg að líta mildum augum á það, þótt lít- ilsmegandi leikfélög taki úrkasts- bókmenntir til sýninga, en þó er fátækum áhugamannáfélögum meiri vorkunn í þeim efnum, þótt þau sníði sér nokkuð stakk eftir vexti. En það verða aldrei gerðar of háar kröfur til Þjóðleikhússins hvorki um meðferð né leikritaval. Við höfum nú í vetur fengið á fjalir Þjóðleikhússins tvö allgóð gamanleikrit, en að því er tekur til hinna alvarlegri viðfangsefna minn ist ég vart slíkrar ördeyðu í sögu legu skopi. Síðasti þáttur er að mörgu leyti beztur. Og grálega leikur höfundurinn mannlega.skyn semi, þegar gamli læknirinn, full- trúi heiðvirðleiks og raunsæis, tek ur að óttast um heilsufar sitt. Kannske bryddir þar á nokkurri ádeilu á það miskunnarlausa, sí- brjálaða áróðursöskur, sem aldrei hljóðnar í eyrum nútimamanna. Dolctor Knoek er mikill áróðurs- maður, sölumaður par exellance. Við könnumst við þessa pilta, sem af evangelisku sótthitabrjálæði troða hugsjónum, ímynduöum og raunverulegum, upp á fólk. Það ríkir víða sorglega fátækleg virð- ing fyrir heiðarlegu raunsæi. Ég held stundum, að við börn tuttug- ustu aldarinnar gætum jafnvel lært af þeim mönnum, sem uppi voru á síðari hluta þeirrar nítjándu. Mað- ur með sjálfstæða, heiðarlega skoð un er afskaplega háleitt fyrirbæri. Kannske það fallegasta á þessari fallegu jörð okkar. Það er hálf- gert slátrarastarf að reka áróður. Ibsen sagði í Kongsemnerne, að það væri stór synd að drepa fagra hugsun, en dæmalaust er lítil virð- ing borin fyrir skoðunum einstakl ingsins í áróðri nútímans. Um meðferð Þjóðleikhússins á Anna Guðmundsdóttir og Rúrík Haraldsson í hlutverkum sínum. stofnunarinnar. Það er hvorki sprottið af jætni né illvilja, þegar ég segi nú, að mér finnst, að ann- ars hefði verið meiri þörf á svið þess en að sýna Doktor Knock. Eins og ég af heilum hug óska þess, að Þjóðleikhúsið sigli brátt ! Úr þeim öldudal, sem það virðist í hafa í dvalið í vetur, hefði ég frem ur óskað eftir frumsýningu á leik- riti, er hefði meira bókmennta- gildi en velnefndur doktor. En skin og skúrir skiptast jafnan á. Vonandi er sólskin og listræn heið ríkja framundan í leikritavali Þjóðleikhússins. Doktor Knock er franskur gam- anleikur. Fyrir minn smekk ó- merkilegur. Verkið er ofhlaðið skrípagangi. Fyrsti þáttur lilýtur einhvern veginn lélegasta meðferð í sýningunni, og frá höfundarins hendi er hin síendurtekna læknis- skoðun í öðrum þætti gersneydd kómík. Að vísu kann það að vera dágott hlátursefni, hvort stutt er ofar eða neðar á kvið sjúklings eða klipið fast eða laust í mjaðmir og lær aldraðra kvenna, en svoddan tiltektir eru jafn víðsfjarri list- rænu gildi eins og eyðimörkin grónum akri. Vafalaust er tilgang- ur höfundar þessa verks ekki ann- ar en sá, að vekja hlátur. Og þótt ég vilji sízt agnúast við þau heil- brigðu og ánægjulegu liffæravið- brögð, sem hlátur er, geri ég mik- inn mun þess, hvort mönnum er komiö tii þess ao hlæja meö því að pota í magaim á einhverjum „dolí- kventi“ uppi á sviði eða færa hann úr buxunum, eða livort skellt er upp úr af góðri kímni og linytti- leikriti þessu á frumsýningunni í fyrrakvöld er ekki nema gott eitt að segja. Indriði Waage hefir sett leikinn á svið. Vel virðist mér hon um hafa tekizt að kalla fram á- hrif ferðalagsins í fyrsta þætti. Ljósbrigði skýjafarsins voru mæta eðlileg, og honum hefir vel tekizt að kalla fram hreyfingu í kyrr- stæða hluti. Svo mikla alúð virðist mér leikstjórinn hafa lagt við þessi ytri áhrif, sem auðvitað eru veigamikil, að leikur vill hverfa fyrir þeim, og því verða heildar- áhrifin ekki sterk af fyrsta þætt- inum. Leikhraði er góður og jafn. Rúrik Haraldsson leikur Knock, þennan óprútna og samvizku- Bessi Bjarnason og Rúrík Haralds- sem bumbusalagarinn og dr. Knock. lausa sölumann læknislistarinnar. Rúrik hefur áður gert svipuðu hlutverki mjög góð skil, og minnir doktor þessi um margt á hinn á- gæta leikhússtjóra Feilan í Silfur túngli. I-Iin hrjúfa og sterka rödd Rúriks hæfir vel hlutverkinu, mað urinn er glæsilegur og sannfærð- ur um köllun sína. Beztum leik fannst mér hann ná í síðasta þætti er hann túlkaði hina kolbrjáluðu hugsjón doktorsins. Lárus Pálsson leikur gamlan lækni, dr. Parpalaid. Þetta er fulltrúi heilbrigðra manna í þessu leikriti, og þó fer svo að lokum, að hann efast um heilbrigði sína. Lárus leikur dcktor þennan af hófstilling og nærfærni. Lárusi lætur öðrum betur að túlka smá- glettni, og fyrsta þátt ber hann uppi. Mjög góður er Indriði Waage í litlu hlutverki bílstjórans. Ind- riði hefur oft lyft smáum hlut- verkum í æðra veldi og svo fer enn hér, þótt fátt sé honum lagt í munn á sviðir.u. Frú Parpalad leikur Arndís Björnsdóttir og kenuir í hennar hlut að túlka þessa sérfrönsku gamansemi, sem göngur til náð- húss eru. Merkilegt, hvað franskir hafa gaman af klósetthómor. Arn- dís fer vel með hlutverkið. — Skemmtilegust fannst mér hún í aðstoð sinni við Smábrellur bónda síns í viðskiptum hans við Knock. Mousquet lyfsala leikur Baldvin Halldórsson. Skemmtilegur leikur, og stórlega broslegur er hann í lokaþættinum, er það virðist vofa yfir honuin, að Parpalaid setjist aftur að í gamla læknishéraðinu. Klemenz Jónsson leikur Bern- ard barnakennara. Hann hefur mjög gott gerfi og leikur hans er ágætur. Hinn bezti sem ég hef séð til hans. Gormæltur skal þessi karl vera og hæíir vel. Bumbuslagara leikur Bessi Bjarnason mjög vel. Svipbrigði hans er sérstaklega eftirtektar- verð. Sjúklinga leika þeir Flosi Ólafsson og Ólafur Jónsson og gera báðir vel. Hóflega skrípigera þeir þessi hlutverk, og það er yfir leitt lofsvert hjá leikstjóra Indriða Waage, hve lítt hann ýkir skrípa- ganginn. Lítið hlutverk hefur Helgi Skúla ÞRIÐJUDAGINN 12. febrúar 1957 gerðist sá skringilegi atburður, að nokkrir framtakssamir herrar í höfuðstað íslands kvöddu mennta- málaráð á sinn fund, auk þess menntamálaráðherra — minna mátti ekki viðhafa. Erindið var, að hinir virðulegu embættismenn skildu, fyrir hönd i Listasafns ríkisins, veita móttöku j málverki eftir franskan fýr, Au- j guste Herbin að nafni. Tilgangur hinna frómu garpa var (að þeirra: sögn) að koma vorum illa stöddu listamönnum í „beina snertingui við heimslistina". Þá hefir það verið gert. „Fjallið tók jóðsótt og fæddist mús“. Nei, ekki mús að þessu sinni, heldur lús. Ómerkilegri ó- skapnað hefir enginn íslendingur látið frá sér fara og er þá mikið sagt. GUNNLAUGUR Þórðarson hafði orð fyrir görpunum og kvað hann höfund „listaverksins" „meistara hafinn yfir alla gagnrýni". Þessi „spaklegu" orð Gunnlaugs, minntu' mig á útvarpserindi, sem Jón Þór- arinsson hafði þá nýlega flutt um Béla Bartók. J. Þ. fræddi okkur nefnilega um að Bartók væri „ó- umdeilanlegur“. Miklir menn er- um við, Hrólfur minn! Séra Bjarni kenndi mér nú raun ar undir fermingu, að guð einn væri „óumdeilanlegur" og „hafinn yfir alla gagnrýni". Hér eftir er víst bezt að taka ekki mark á hon- um séra Bjarna. Vafalaust er það sannmæli hjá G. Þ., að Málverkasafn ríkisins á ekki margt til að státa af og senni- lega er það vesælasta ríkislistasafn í heimi. Ekki er það þó að öllu leyti sök íslenzkra listamanna, held ur miklu fremur sök þeirra, er völdu fyrir safnið. Þó skal Matt- hías Þórðarson þar undantekinn. NÚ ER f KRINGLU Þjóðminja- safnsins yfirstandandi sýning á verkum Eggerts Guðmundssonar. Sýningin ber glögglega með sér á- gæta leikni, auðugt hugarflug og mikla starfsgleði, en fjarri fer því, að Eggert sé „hafinn yfir alla gagnrýni". f Morgunblaðinu síðastl. sunnu- dag „nöldrar“ Valtýr Pétursson nokkuð um sýningu Eggerts. „Fín- leika“ og „nostursama vinnu“,>tel- ur V. P. fjötur um fót hans. Margt er í mannheiminum furðu legt! Maður, sem telur sig lista- mann, veit ekki, að þrotlaus þjálf- un í fínleika og þrotlaus nostur- semi í vinnubrögðum ásamt gagn- rýni á sjálfum séf og glöggskyggni á fortíð og samtíð, er undirstaða allrar góðrar listar, hverrar teg- undar sem hún er. Sú eru sögunn- ar rök og sannast bezt á hátindum tímanna, svo sem gamla Grikk- landi og Barokktímabilinu. V. P. segir: Eggert Guðmunds- son er ekki í flokki þeirra lista- manna, sem skapað hafa myndlist, sem hæst ber meðal þjóðarinnar, og erfitt er að finna verkum hans' stað í þeirri þróun, er orðið hefir á undanförnum árum í myndlist héiiendis og erlendis. Þeir, sem fylgzt hafa með rit- smíðum V. P. í Morgunblaðinu, þekkja mat hans á myndlist. Mæli- kvarði hans er sá hinn savni og hinna fyrrnefndu, gjöfulu garpa. Þeirra braut liggur fjarri slóö Egg- erts. Myndir hans eru gersamleg andstæða við skyniskroppna múg- mennskuna. Eggert lætur ekki aöra hugsa fyrir sig, hann er fær um' það sjálfur. Þess vegna tókst eng- um tízkuhröppum að flæma hann inn í þokubakka þjóðlyganna. ÞEGAR BJÖRN TII. forðum lét Ijós sinna fræða skína gegn um útvarpið, ræddi hann stundum við listamenn, auðvitað þá, sem voru á sömu öldulengd og hann sjálfur. Einn þeirra var nýkominn frá Pa- rís, mig minnir að það hafi verið ; V. P. Samtalið var nokkuö kátlegt, það laut að nýjustu tízku í íranskri list, rétt eins og slcraddari spyr um nýjustu breytingar hjá Dior. Frakkar hafa að mestu stjórnað tízkusveiflum heimsins um langt árabil og tízkuverzlunin hefir fært þeim margan pening í pyngju, en óneitanlega nokkuð á kostnað franskrar menningar. MÉR ERU að nokkru kunnar und- anfarnar Olympíu-listsýhingar. Hvernig skyldi standa á því, að þegar Frakkar taka þátt í þess hátt ar alþjóðasýningum, skuli þeir ekki sýna sína nafntoguðu tizku- list? (Mér er sagt, að sama máli gegni um þátttöku þeirra í Feneyj- arsýningunni). Svarið er ofur einfalt: Engum er sú staðreynd kunnari en ein- mitt Frökkum, að list og tizka er tvennt, af tvenns konar toga, ger- samlega gagnstæðum. Tízkan er augnabliksins fyrir- bæri og þjónar því. En „listin er löng, lífið skammt“, svc sem Go- ethe sagði, og þetta er sjónarmið allra raunverulegra listamanna á öllum tímum. Ásgeir Bjarnþórsson. Ekki útlit íyrir greiðsluafgang lija nkissjooi stóasta ar Fjármálaráðfiera svarar fyrirspurn á Ai- þingi um rekstrarafkomu rikissjóðs Þóra Borg, Helgi Skúlason og Kristbjörg Kjeld í síSasta þætti. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra svaraði í fyrrad. á Alþingi fyrirspurn um afkomu rikissjóðs son og skilar vel, og sama er að segja um Kristbjörgu Kjeld og Sigríði Þorvaldsdóttur. Svartklæddan sjúkling leikur Anna Guðmundsdóttir mjög vel. Hlutverkið er ekki stórt, en hún ávaxtar trúlega sitt pund og svip brigði hennar og látæði er vel við hæfi hinnar hjárænulegu konu. Bláklæddan hefðarsjúkling leikur Regína Þór'oardóttir sömuleiðis vel og Þóra Borg fer með lítið hlutverk frú Remy. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar í eru góð. Bezt finnst mér í 1. þætti. ! Akurreinarnar og landslagið er i mjög eðlilegt. I Sýningin er vel unnin af hálfu léikara og leikstjóra. S. S. árið 1956. Utan dagskrár í sam einuðu þingi í fyrrad. bar Magnús Jónsson fram fyrirspurn um það hvort von væri á yfiriiti Um af- komuna. Fjármálaráðherra sagði að unnið væri að því að gera bráða- birgða uppgjör fyrir árið 1956 og yrði því verki væntanlega lokiS áður en þingi lýkur. SagSist ráð herra mundu gefa Alþingi upplýs ingar um það, þegar yfirlitið lægi fyrir. Eysteinn Jónsson sagði enn- fremur að þegar væri augljóst að greiðsluafgangur yrði enginn sliít- ur, að til mála kæmi að noltkuð yrði til ráð'stöfunar af greiðsLu afgangi. Það væri augljóst af þeim upplýsingum, sem þegar liggja fyrir um greiðsiur úr og' í rikis sjóð. Fjármálaráðherra sagðist að lokuni leggja áherzlu á að hægfc yrði að gefa Alþingi yfirlit um af- komu ríkissjóðs, óður cn þingj Iýkur. nrmwmuv^ Listi n er löng ÞjóðLeikhúsib: — Doktor Knock — Gamanleikur eftir Jules Romains

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.