Tíminn - 05.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.04.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 5. aprfl 1951, ATt&Efi/Mll/ Fatnaður í ferðaíögum Forstjóri ferðaskrifstofunnar Or- lofs lét þess getið í blaðaviðtali fyrir nokkru, að sá væri ljóður á ráði margra íslendinga, sem ferð- uðust til útlanda, að þeir hefðu alltof mikinn farangur með sér. Mikið af þessum farangri mun vera klæðnaður, a. m. k. hjá kvenfólk- inu og sannast bezt að segja tekur það nokkurn tíma að gera sér ljóst hverskonar fatnaður það er, sem bezt hentar til ferðalaga og hve miklu þægilegra er að hafa lítið meðferðis. Ef fara á t. d. mánaðar ferðalag til útlanda, ætti að vera óþarfi að hafa meðferðis meira en eina miðlungs stóra ferðatösku og það sparar ótrúlega marga aura, að þurfa ekki að kaupa burðarmenn til að flytja fyrir sig farangur, en geta auðveldlega haldið sjálfur á honum þegar verið er að skipta um farartæki og þvíumlíkt. Sá klæðnaður, sem þægilegast- ur er til ferðalaga, er tvímælalaust dragt úr ullarefni, sem ekki hrukk- ast. Nú er allalgengt, að tvö pils fylgi dragt, annað vítt, hitt aðskor- ið og er þá hægt að auka fjöl- breytni í klæðnaði með því að ullinni í helmingana, með því móti er fingurgómunum hlíft. Nú fást hér í verzlunum lítil gúmmístykki til að smeygja á borð- brún þar sem skrúfa á hakkavél eða berjapressu. Þetta gerir hvort tveggja, að verja borðið og að vélin verður stöðugri. Vilja ekki skyrtuverksmiðjurn- ar athuga, hvort ekkí er hægt að selja lausar ermalíningar og flibba með tilbúnu skyrtunum? Oftastnær sJitna líningar og flibbar löngu á undan bolnum og það er sjaldan hægt að fá sama efni til viðgerða, auk þess sem mikil vinna spar- ast, ef ekki þarf annað en sauma þessa „varahluti" á skyrturnar. Eldhúsið skipta um pilsin. Ein slétt peysa og tvær blússur, annaðhvort úr næloni eða poplíni, sem ekki þarf að strauja, eru nægilegur dag- klæðnaður í svona ferðalag. Einn snotur kjóll úr efni, sem ekki þarf að strauja, regnkápa, þægilegir, lág hælaðir skór og aðrir sparilegri skór, eru það nauðsynlegasta af ytrifatnaði. Nærföt til skipta eru sjálfsögð og þau þurfa hvorki að vera þung né fyrirferðarmikil nú á dögum. Munið umfram allt að fara ekki eingöngu með nýja skó. Fæt- urnir þrútna í hitum og á göngu um söfn og aðra staði, sem ferða- menn skoða sér til skemmtunar og fátt getur eyðilagt ánægju manns jafn fullkomlega og þreytt- ir og meiddir íætur. Ymislegt Þegar pottar eða annar er hreins- að með stálull, vill það fara illa með hendurnar — særa fingur- gómana. Ef til er ónýtur bolti, má skera hann í tvennt og stinga stál- Hér eru uppskriftir á nokkrum íburðarmiklum kökum, sem nota má hvort heldur vill með kaffi eða sem eftirrétti. Möndlukaka. 200 gr. smjör 4 matsk. sykur 5 dl. hveiti, er hnoðað vel sam- an og látið standa á köld- um stað í 1—2 tíma. 4 egg 150 gr. emjör 3 dl. sykur 200 gr. sætar möndlur og 5 bitrar möndlur Möndlurnar afhýddar og saxað- ar, egg, sykur og smjör hrært mjúkt og möndlurnar saman við. Fyrra deigið er breitt út í þunna köku og látið innan í vel smurt kökumót, alveg upp á brúnir. Möndludeigið látið ofan á og bak- að í hálftíma. Kakan má ekki verða brún að ofan. Bezt er að láta hana kólna í mótinu, jafnvel baka hana daginn áður en á að nota hana. Ofan á kökuna eru látnir ávextir, hráir eða niðursoðnir. Síðan er búið til hlaup úr appelsínu- eða sítrónudufti, heldur þykkara en uppskriftin segir til. Þegar það er farið að hlaupa, er því ausið yfir kökuna. Síðast er flísuðum möndl- um stráð yfir og kakan látin á kald an stað um stund áður en hún er borin fram. Ananaskaka. 6 egg, 250 gr. sykur 2 tesk. gerduft, 75 gr. hveiti 75 gr. kartöflumjöl. Egg og sykur þeytt vel saman, hveiti, kartöflumjöii og gerdufti sáldað útí. Bakað í tveimur nokk- uð djúpum mótum. Kökurnar kæld ar og klofnar í tvennt. 3 egg, 3 matsk. kartöflumjöl 3 tesk. kalt smjör, 6 dl. an- anassaft 2 dl. rjómi Allt þetta, nema smjörið er þeytt saman í botnþykkum potti yfir eldi, þar til það er orðið þykkt, en loftkennt. Má ekki sjóða, að- eins þykkna. Smjörið hrært í eftir að potturinn hefir verið tekinn af eldinum. Hrært í meðan kólnar. Bæta má bragðið eftir smekk með sykri og sherrý. Kremið látið milli kökulaga og smáskornum ananasbitum stráð í það. Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum. Gott er að láta kremið Kaffikaka. Orðið er frjálst (Framhald af 3. síðu). Af því sem að framan er lýst, sést að við erum nokkrum árum á eftir Bandaríkjamönnum á því sviði. Ekki er samt vert að átelja það eða að undrast það. Sennilegt er, að vandamál af því tagi hafi ekki verið landlæg hér fyrr en þá nú allra síðustu ár. Því að á með- an foreldrar og annað heimilis- fólk annaðist byrjunar lestrar- kennslu er líklegt, að allvel hafi verið hagað sér eftir þroska og þörf barnanna, og þá hinkrað við þar til rétti tíminn var kominn. Hins vegar er það augljóst mál, að við ættum að kappkosta öllu meir en verið hefir, að hafa bein tengsl við stóru þjóðirnar að því er snertir framfarir og uppgötvan- ir í skóla- og uppeldismálum. Október 1956. Jón Kristgeirsson LEIÐRÉTTING. Niður féll úr fyrri hluta greinar innar 23. þ. m.: Þegar unnin hafa verið lestrarnámsþroskapróf og hæfð . samkvæmt íslenzkum að- stæðum, verða þau auðvitað not- uð til hliðsjónar við athugun á börnum, en nokkur tími mun líða þar til þau verða öllum tiltæk. Bækur og höfundar (Framhald af 4. síðu). í lífsháska, þar sem herdeildin hafði verið bönnuð og bjargaðist naumlega til Englands. í styrjöld- inni særðist hann alvarlega (sárið átti sinn þátt í dauða hans 1950) og það mun, ásamt öðru, hafa stuðl að að bölsýni hans síðustu árin. Eftir reynslu sína á Spáni og Hitler-Stalín-sáttmálann, komst Or- well að þeirri niðurstöðu, að kom- múnisminn væri hið illa afl á okk- ar tímum. Þessa skoðun túlkar hann í bókunum, sem sköpuðu hon um heimsfrægð, Animal Farm (Fé lagi Napóleon) og Nineteen Eigh- ty-Four. Ævintýrið um uppreisn dýranna hlaut miklar vinsældir. Það jafnast þó engan veginn á við 1984, hvorki að listrænu gildi eða sem hrópandi aðvörun gegn því hvert stefnir. 1984 er annað og meira en áróður gegn kommún- isma; þar getur að lita blákaldan sanníeikann um það, hvað hrika- legt ríkisvald og öll fyrirlitning þess fyrir manninum getur leitt, hvert við stefnum, ef við látum leiðast í blindni af öfga- og ein- ræðisstefnum þótt þær heiti fylgj- endum sínum gulli og grærium skógum og jafnvel fullkomnu sælu ríki hér á jörð. Hér glímir Orwell enn við hið gamla vandamál sitt um manninn gagnvart valdinu, en í þetta skipti á slíkan hátt, að ó- gleymanlegt verður hvérjum sem les. „Guð er vald", lætur hann lög- reglufulltrúann segja. „Styrjöld er friður", „Frelsi er þrælkun", „Fá- fræði er styrkur", þannig hljóma slagorð flokksins alla bókina. 1984 mun hafa verið þýdd á ís- lenzku en vakti engan veginn þá athygli, sem hún verðskuldar, hverju sem það sætir. Bókin er mikið og máttugt listaverk. Og hún er ógleymanleg aðvörun til mannsins á atómöld. Orwell reyndi að vara okkur við að hinn óhugn- anlegi veruleiki þessarar bókar yrði ekki veruleiki okkar á morgr un. — í nokkrum tímum áður en kakan er borin fram. Kaffikaka. 175 gr. smjör, 175 gr. sykur 175 gr. hveiti 50 gri kartöflumjöl 4 eggjahvítur Sykur og smjör hrært vel, mjölið sigtað útí og stífþeyttar hvíturn- ar hrærðar í síðast. Bakað í með- alheitum ofni í vel smurðu móti, kakan klofin í þrennt, þegar hún er köld. 3 eggjarauður 3 dl. rjóma 1% tesk. kartöflumjöl 2 dl. sykur Hrært saman í potti yfir hægum eldi, þar til það þykknar, bragð- bætt með sterku kaffi, ein matsk. af smjöri hrærð útí. Kreminu skipt á milli kökulaganna. FERMINGA- SILFRÍÐ TIMAMOTIN á mörkum barnsára og fullorðins- aldurs eru mörkuð fermingunni og verða flestum minnisstæð allt lifið. MINJAGJAFIR á merkum og minnisstæðum stundum lífsins á að velja þannig að þær vari og minni á svipmót síns tíma. SILFUR OG GULL — kallað góðmálmar — hefir um allar aldir þótt kjörið til minja- gjafa — enda lifir fagur gripur úr góð- málmi ævi manns og öld af öld. LISTRÆNIR GRIPIR úr góðmálmi eru því kjörnir minjagripir. — En þá er einmitt að finna í verzlun vorri, því verkstæði vor hafa nú um skeið haft forustu um gerð slíkra gripa. FERMINGARGJÖFINA nefnum við t. d.: Armbönd — Hálsmen — Lokkar — Hring- ar — Silfur á þjóðbúninginn — Bókmerki — Pappírshnífar — Manséttuhnappar — Bindisnælur — ALLT FAGRIR GRIPIR úr góðmálmum unnir af listrænum smekk í svipmóti nútímans. „Fagur gripur er æ til yndis" jðn Sipunússön 'iiiortyripúverztua. " Elll.llllliilUÍ!ilIlillfllllllllIill!E|||[lli!llliri!lllllilll!llllllllllll[llllll!lll!lllillf!Ilt)[l!IIII!llllllll!!lllliIlllfl!iilllil!inK í Skrifstofust | óskast strax á skrifstofu í miSbænum. Þarf að kunna 1 | vélritun. Tilboð merkt „Ábyggileg" sendist blaðinu | | fyrir 6. þ. m. | ifiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimnuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniin Loftbelgur til mannflutninga á flugdegi í Reykjavík í sumar Flugmálafélag Islands hélt nýlega aðalfund og birti ráftagermr um almennan flugdag Flugmálafélag íslands hélt nýlega aðalfund sinn. Forseti félagsins Sigfús Guðmundsson gerði grein fyrir störfum fé- lagsins á s. 1. ári, en samkvæmt lögum þess er tilgangur fé- lagsins sá, að efla áhuga fyrir flugi og útbreiða þekkingu á flugmálum almennt. Hefur félagið í því skyni gefið út tímaritið Flug, en af því hafa nú alls komið út 7 árg., vandaðir að efni og frágangi. Það hefur nokkuð háð starfsemi Flugmála- félagsins undanfarin ár, að það hefur ekki haft fastan samastað, en nú hefur félagið frá s.l. áramót um fengið inni hjá Flugfélagi ís- lands í Túngötu 5. Verður af- greiðsla Flugs framvegis þar, og þangað geta menn snúið sér með allt sem varðar félagið. Forseti félagsins var kjörinn Hákon Guð- mundsson, hæstaréttarritari í stað Sigfúsar sem baðst undan endur- kjöri. Auk Hákonar voru kjörnir í stjórnina þeir Ásbjörn Magnús- son, forstjóri og Björn Pálsson, flugmaður. Auk þeirra eiga þar sæti þeir Páll B. Melsted forstj. Bréf frá Vilhjálmi (Framhald af 7. síðu). eins erindi til skólanémenda, held- ur allra fslendinga, og ef þessi orð væru í heiðri höfð, væru færri vandamálin á íslandi í dag: ___sýnum öll í vilja og verki vöxt og trú og bræðralag.... Bið að heilsa í bæinn. V. E. 3 dl. flórsykur 1 matsk. smjör 1 tesk. kakó Smjörið brætt og hellt út í syk- urinn, ásamt örlitlu af sterku, heitu kaffi. Hært vel og breitt yf- ir alla kökuna. Skreytt með klofn- um möndlum og doppum af smjór- kremi. og Björn Br. Björnsson, tannlækn ir. Hin nýkosna stjórn mun taka ýmis viðfangsefni til meðferðar. Gert er ráð fyrir því, að haldinn verði flugdagur í sumar og eru móguleikar á því, að þar verði til sýnis stór loftbelgur, sem mönn um gefst ef til vill kostur á að lyfta sér upp í. Hefur svo stór loffcbelgur ekki áður verið til sýnis hér á landi. Þá mun félagið innan skamms efna til almenns umræðu fundar um framtíð Reykjavíkur- flugvailar og önnur mál er miklu varða fyrir flugmál landsins. 15 náttúrulækn- ingafélögílandinu Heilsuverndarfélag Keflavíkur hélt aðalfund sinn í salarkynnum kvennfélagsins í Keflavík, 29. niarz s. 1. Heilsuverndarfélag Keflavíkur er eitt af 15 félögum innan vé- banda Náttúrulækningafélags ís-" lands. í stjórn voru koshir: Kristín Danívalsdóttir formaður. Meðstj.: Guðlaugur Sigurðsson, Einar Ólafs son, Hansína Kristjánsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir. f varastjórn voru kosnir: Pétur Lárusson, Geir Þórarinsson og Helga Einarsdótir.^ Endurskoðend- ur voru kjörnir: Árni H. Jónsson og Haraldur Magnússon. Mættir voru frá Náttúrulækningafélagi íslands Sigurjón Danivalsson fram kvæmdastjóri félagsins og Úlíur Ragnarsson læknir við Heilsuhæli félagsins í Hveragerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.