Tíminn - 05.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.04.1957, Blaðsíða 12
Veðrið I dag: ' , Þykknar upp með suðaustan kalda síðdegis. ^u- J ^ Fö^tudagur 5. apríl 1957. Hitinn kl. 18: 1 Reykjavík 4 stig, Akureyri 1, London 11, Kaupmannahöfn 8, París 16, New York 1. Minkurinn hefir þegar eytt fiigk- lífi víða og ógnar nu Mývatnssveit Kætt á Alþingi nm nýja löggjöí, þar sem -komið er bættri heildarskipan á baráttnna gegn refum og minknm í gær var til umræSu á fundi efri deildar Alþingis frum- varp til laga um eyðingu refa og minka. Var þetta fyrsta um- ræða málsins og fylgdi Hermann Jónasson, forsætis- og land- búnaðarráðherra málinu úr hlaði með ræðu, þar sem hann rakti ýtarlega breytingar þær, sem þessi nýja löggjöf kemur til með að hafa í för með sér og sagði frá því á hvern hátt frumvarpið er til orðið. Báðherra lagði áherzlu á að sem bezt yrði gengið frá skipulagi þess ara irtála og eyðing refa, minka og annarra meindýra um allt land samræmd undir umsjá og stjórn aðila, sem hafa þekkingu og reynzlu til þess að stjórna aðgerð- um, sem líklegar eru að gagna megi í baráttunni til útrýmingar á refum og minkum. En þessi dýr valda eins og kunnugt er yaxandi tjóni, svo að jafnvel til auðnar horfir á ýmsum stöðum íim vissar greinar hlunninda og fuglalífs. Nefnd skipuð til að undirbúa löggjöf. Samkvæmt þingsályktunartil- lögu, sem samþykkt var 22. marz 1956 var á liðnu sumri skipuð nefnd til að gera tillögur um skipulegri og samræmdari aðgerð ir til útrýmingu minka og refa. Flutningsmenn tillögunnar voru Gísli Guðmundsson, Karl Kristjáns son,. Andrés Eyjólfsson og Skúli Guðmundsson. í nefndina völdust Andrés Ey- jólfsson fyrrv. alþingismaður, Páll .Zóphóníasson alþingism. og Páll A. Pálsson dýralæknir. Samdi nefndin frumvarp það, sem nú er lagt fyrir Alþingi. f ræðu sinni rakti ráðherra helztu breytingarnar, sem felast í hinu nýja frumvarpi, og eru þær meðal annars þessar: Gert er ráð fyrir að sérfróður maður, veiðistjóri, verði skipaður til þess að hafa yfirstjórn þeirra mála, er lúta að eyðingu refa og minka, auk þess, sem hann skal hafa með höndum leiðbeiningar fyrir þá, er. veiðar þessar stunda, halda námskeið fyrir veiðimenn eftir því, sem við verður komið og auka þannig hæfni þeirra. Hann skal ennfremur sjá um að hentug áhöld til veiða séu ávallt tiltæk í landinu, gera tilraunir með nýj ar vinnsluaðferðir og aðhæfa þær erlendu veiðiaðferðir, sem líkleg- ar þykja til árangurs við islenzka staðhætti. Framkvæmdinni komið í betra horf. Þá er og til þess ætlast, að veiðistjóri afli eins fullkominna upplýsinga og unnt er um stærð og útbreiðslu minka og refa- stofnsins, svo að unnt sé að fylgj ast nákvæmlega með því, hvort baráttan gegn vargdýrum þess- um ber tilætlaðan árangur. Ef unnt reynisí að fá til þessa starfs vel menntaðan, ötulan og ein- beittan mann, má ætla að tak- ast megi að koma framkvæmd þessara mála í betra horf en nú er, og gera aðgerðir allar virk- ari og kostnaðarminni. Þess má geta hér, að í öllum nágrannalöndum okkar munu hag- nýtar dýrafræðirannsóknir í hönd um sérstakra stofnana, þar sem vinna sérmenntaðir dýraíræðing ar. Heyrir eyðing og vinnsla varg dýra og tilraunir, er að henni lúta oft undir þessar stofnanir. Rannsaka þarf nytjunar- möguleika hhmninda. Ef til vill væri eðlilegt, að ýmis önnur mál engu veigaminni en eyðing refa og minka, væru er fram líða stundir einnig látin heyra undir veiðistjóra, t. d. rannsóknir, er lúta að nytjum hlunninda ýmis konar, svo sem selveiða, fuglaveiða, nytjun bjargfugls, æðarvarps o. s. frv. Á öllum þessum sviðum bíða ÍFramhald á 2. síðu) Ýmsir farfuglar komnir Áður er sagt frá komu lóunnar hér í blaðinu. Hún sást fyrst hér sunnanlands 21. marz. Litlu seinna varð vart við skógarþresti hér í görðum. Norður á Akureyri sáust þeir 26. marz, og hinn 30. marz kom „ganga", segir Krist- ján Geirmundsson, forstöðúmað- ur Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri. Annars dvelst alltaf slang- ur af þröstum í trjágörðum Ak- ureyringa allan veturinn. Hinn 31. marz sáust urtendur við Leirugarð á Akureyrarpolli, en nokkrum dögum fyrr var lómur inn kominn. Heyrðist til hans j þar 26. marz. Fyrstu lóurnar í Eyjafirði sáust í Hörgárdal 1. i apríl. Nauðsynlegt að Lang holtsvegur verði aðalgata Þórður Björnsson flutti tillögu um það á fundi bæjarstjórnar í gær, að gera Langholtsveg að að- algötu. Minnti hann á, hve slysa hætta væri þarna mikil á gatna mótum einkum við Langholtsskól ann, enda hefðu orðið þar slys. Væri brýn nauðsyn að gera þessa aðalumferðagötu hverfisins að að- algötu, enda mæltu sérfræðingar eindregið með því. Umferðanefnd hefði hins vegar ekki viljað leggja það til enn, heldur talið, að gera ætti aðra götu austar aðalgötu. Geir Hallgrímsson upplýsti, að umferðanefnd hefði málið nú íil athugunar að nýju og væri álit hennar væntanlegt innan skamms. Mæltist hann til að tillogunni yröi frestað þangað til það lægi fyr ir, og var það samþykkt. Færeyingar ræða við Breta um land- helgim Fjölmennnr f undor FUF í Reykjavík nm verkalýðsmál í íyrrakvöld Fjörugar umræour fram yfir miðnætti í fyrrakvöld var haldinn fjölmennur fundur í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavik, og var umræðuefnið verka- lýðsmál. maður, Páll Lýðsson, skrifstofu maður, Örn Ólafsson, Rúdólf Páls son, stud. oecon, Einar Sverris son, viðskiptafræðingur Jón Snæ björnsson, skrifstofumaður, Krist inn Finnbogason rafvirki, Ingi- mundur Magnússon, iðnverkamað ur, Hörður Helgason, járnsmiður stjórnarmaður í FUF í Reykjavík og Jón Arnþórsson, sölustjóri, for maður félagsins. Eins og venja er á fundum í TUF var sýnd stutt fræðslukvik mynd í upphafi fundar og borið fram kaffi að loknum framsögu ræðum. Verkalýðsnefnd Framsókn arflokksins var boðin á fundinn. Til roáls tóku á fundinum auk framsögumanna: Einar Ágústsson trésmiður, Þráinn Valdimarsson, erindreki, Pétur Matthiassen, verk Þórshöfn í Eæreyjuni, 4. apríl. | Lögþingið feereyska samþykkti í dag, eftir að það hafði fellt til Iögu frá Þjóðveldisflokknum um að segja þegar í stað upp giid j andi Iandheigissamnin*i milli | Færeyja og Bretlands að skipuð I skyldi nefnd til að hefja samn-j in^aviðræður við Breta um stækk i un landhelíinnar. í nefndinni | mun eiga sæti af hálfu Færey- inga þrír fulltrúar frá útgerðar mönnum og einn frá landsstjórn inni. Færeyingar kríjast fjögurra mílna landhelgi, en þeir hafa mi þriggja mílna landhelgi. Hornafjarðarbáta flúðu til Austfjarða- hafna Hornafirði í gær. — Hér brim aði mjög í gær, svo að bátarnir komust ekki inn. Urðu þeir að flýja til Austfjarðahafna, Djúna 'vogs, Stöðvarfjarðar og Fáskrúðs fjarðar og landa þar. Afli var mjög mikill. Bátarnir gátu ekki dregið hema hluta af netunum en. fengu um 1800 fiska í trossu. Afli hefir verið mjög góður síðustu daga eða allt að 48 skip pund á bát. í dag eru bátarnir á suðurleið en geta ekki vitjað um nctin í dag. Herðubreið var hér í gær og komst ekki út vegna brimsins fyrr en í dag. Gerhardsen og H. C. Hansen ræddust við Oslo, 4. apríl. H. C. Hansen for sætisráðherra Ðana ræddi í dag við Einar Gerhardsen forsætis ráðherra Norðmanna og Lange utanríkisráðherra. Kom H. C. Hansen til Osloar í morgun með flugvél. Ræddu ráðherrarnir um bréf þau, sem þeim hafa borizt frá Bulganin forsætisráðherra Sovétríkjanna og hversu þeim skyldi svara. H. C. Hansen fór aftur heinileiðs í kvöld, en ekk ert hefir verið látið uppskátt um niðurstöður af þessum viðræð- um. SmetanakvaHM'hnn vi3 komuna til Reykjavíkur. — Ljósm.: V. Sigurgeirss. Smetaaiakvartettíim heldur tónleika í Reyk javík nm helgka Hefir veriU á hljómleikafer^ um Bandaríkin atJ undaníörnu og hlotitJ einróraa lof gagnrýnenda í kvöld og annað kvöld gefst styrktarfélögum Tónlistar- félagsins kostur á að hlusta á leik Smetana-kvartettsins, sem undanfarið hefir verið á hljómleikaferð um Bandaríkin og hlctið einróma lof. Næstkomandi mánudagskvöld heidur kvartettinn opinbera tónleika, þá einu hér að þessu sinní, því að hann fer heimleiðis á þriðjudagsmorgun. Ragnar Jónsson form. Tónlistar félagjliu sagJi í gær að tveir tónlistarviðburöir fyrri ára bæri hæst er lifci3 væri til baka. Heim- sóknir Prag- og Bujch kvartett anna. Tuti.agu ár eru nú liðin síðan Pragkvartettinn hélt hér hljóm leika en tíu síðan Busch kvartett inn var iíer. Nú er frægasti kvartett Tékkó slava kominn hingað til hljóni leikahalds. Kammertónlist hefir lóngum verið í hávegum höfð í Tékkóslóvakíu og í háfuðborginni Prag eru tíu kvartettar Starfandi. Þrír hafa haldið hljómleika utan Tékkóslóvakíu en gagnrýnendum ber saman um að Smetanakvartett inn sé þeirra beztur. Smetanakvartettinn hefir sem fyrr er sagt verið á hrjómleika- ferð um Bandaríkin, þar sem hann hélt 32 tónleika. Blaðaummæli um leik þeirra félaga eru mjög á einn veg: Túlkun þeirra á viðfangs efnum er talin með eindæmum góð. A stuttum fundi með tónlistar mönnum í gær, sögðu þeir, að naín kvartettsins væri ekki ein- ¦ göngu valið með það fyrir augum ! ao heiðra hinn látna tónsnilling, j heldur vildu þeir einnig túlka j tónlistina í anda hans. i Sem kunnugt er, var Smetana i einn af stórmeisturum tónlistar i innar og fyrir Tékka er tónlist hans það sama og tónlist Chopins 1 fyrir Pólverja. | Smetana var mjög þjóðlegur í : tónsmíðum sínum og það sama I vakir fyrir þeim er Smetanakvart j ettinn skipa. ! Smetanakvartettinn er tíu ára I gamall um þessar mundir. Þrír i núverandi meðlimir hafa starfað i í honum frá byrjun, en einn í ! rúmt ár. Þeir félagar fara heim I leiðis n. k. þriðjudag. Eftir tvær i vikur leggja þeir af stað í hljóm leikaför um V-Þýzkaland og seinna í vor leika þeir á tónlistarhátíð í Bergen. fFramhald á 2. sfðu). Nýjar ispplýsmgar um hvarf dasiska kommúiiisiaes Meecfe-Petersens Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram um hvarf danska kommúnistaleiðtogans Arne Munch-Petersen, en hann hvarf sporlaust 1938 eins og menn muna. Arvo Tuorminen finnskur kommúnisti, sem eitt sinn var mjög áhrifamikill og var m. a. félagi í Komintern, segir frá þessu í minningum sínum. Tuorminen nefnir bók sína Klukkur Kreml. Þar segir hann, að GPU hafi íekið Munch-Petersen höndum og ástæðan hafí verið vin- átta hans við Aksel Larsen, sem grunaður var um trotzkisma. Munch-Petersen var nánasti sam- starfsmaður Larsens og hefir greinilega fengið að súpa seyðið af trotzkisma danskra kommúnistaT foringja. Danska blaðið In- formation birti í gæí viðtal við konu Munch-Petersens, Elna Hjort Lorenzen yfirhjúkrunarkonu. Hún kveður upplýsingar Tuorminens heldur ótrúlegar og kveðst sjálf hneigjast að því eftir sem áður að maður hennar hafi ekki horfið í Moskvu, heldur í Austurríki vorið 1938, þegar Hitler tók völdin þar. Hvað sem öðru líður, segir frii Lorenzen, ætla ég nú að beina at- hygli utanríkisráðuneytisins að hin um nýju upplýsingum í máiinu. ASils.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.