Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 4
TÍ M I N N, föstudaginn 12. apríl 1957. , ^utniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnirnimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinH | HESTAMANNAFÉLAGIÐ | HÖROUR I heldur Áheyrendur hlýöa ineö arnygli á inálflul’ninginn. ar eru hvergi spöruð hin breiðu spjótin Heimsókn í réttarsal í háskólanum, þar sem félag lapnema heldur uppi æfingum i lög- yísi og málaflækjulist Mánudagskvöld. í háskól- ■ anum er myrkur í flestum gluggum, kennslu hætt í dag og skruddurnar lagðar tsl hiiðar. Samt eru þar einhverj ir á ferli, menn ganga inn einn og tveir saman og sum- ir hverjir ábúðarmiklir á bak svipirsn eins og þeim hvíli vandi nokkur á höndum. /EHa mætti að hér færu menn til gleðskapar eftir eri! og erfiði dagsins. Því er þó ekki að heilsa. Nei, hér ræð- ur aívara lífsins ríkjum; hér á að setja rétt og kveða upp dóm, sækja mál og verja. Þa‘ð er Orator, félag laganema, «em gengst fyrir þessari samkomu. Með þessu móti gefst laganemum kostur á að æfa sig í málflutningi Og dómum; Þeir fá reynslu, sem va:ntanlega á eftir að koma að góðu haldi síðar, þegar komið er úi á hinn hála skeiðvöll lögvísinn- ar fraitúni fyrir raunverulegri dóm- stól. Það er gengið til leiks af hæfilegri alvöru. Áheyrendur skipa sér í dómsalinn, málflytjendur ganga t >1 sæta sinna, blýantar .skrjáfa við minnisblöð. Dómsfor- seti ber í borðið: Rétturinn er sett- Ur. Að erfa eða erfa ekki Málavextir eru sem hér segir: Hjóniti Einar Einarsson og Björg Bjarnadóttir, sem voru barnlaus, gerðu erfðaskrá 1. jan. 1928. Skv. henni skyldi það hjónanna, sem lengur lifði, ,,taka við eigum bús- ins gervalls og fara með þær setn sínar eigur“. Síðan segir svo í erfða skránni: „Eftir lát þess okkar, sem lengur lifir, skal skipta eigum bús- ins í tvo jafna hluta. Rennur ann- ar hlutinn til lögerfingja hins skammlífara en hinn hlutinn til lögerftngja þess okkar sem lengur lifir“. Einar andaðist 1. júlí 1954, en Björg 1. des. s. 1. Björg gerði sér- staka erfðaskrá 1. júlí 1955 og arf- leiddi þá líknarfélagið Hjálp að bifreið, sem hún hreppti í happ- drajtti í ársbyrjun 1955. Má telja bifreið þessa 7 þús. kr. virði, en hrein eign búsins að öðru leyti er kr. 200 þús. ! Við lát Bjargar voru nánustu ' venslamenn hennar á lífi Kári , Kárason, kjörsonur Kára Bjarna- I sonar, látins bróður hennar, og ■ Kristín Haraldsdóttir, sem er dótt- I ir Haralds, föðurbróður Bjargar. I Nánustu vandamenn Einars á t lífi eru Ari og Árni, f. 1. júlí 1951 j og 15. júlí 1952, synir Bjarna, j bróður Einars. Átti Bjarni þá með iJónu Jónsdóttur, er hann bjó með Ifrá ársbyrjun 1950 íil dánardæg- urs. ! Hvernig á að haga arfskiptum, i ef allir þeir, sem til greina koma ! um arftöku, halda ítrasta rétti sín- ;um til streitu? Jarðneskur dómstóll og annar æSri Hér er sem sagt ekkert æsinga- mál á döfinni og þykir sumum súrt í brotið, enda hefir Orator áður fengizt við mál, sem báru meiri hneyksliskeim: bjófnaði, heitrof, meiðingar. En hver eða hverjir eiga að erfa og hversu mikið hver? Það er spurning dagsins. Mættir eru málflytjendur erfingj anna og gerir hver um sig stríðar kröfur fyrir hönd skjólstæðings síns. Auk þess teygir ríkisvaldið ógnandi hramm sinn inn í réttar- salinn: hér er nefnilega kominn fulltrúi Tryggingarstofnunar ríkis- ins og gerir kröfu til arfsins eins og hann leggur sig sakir þess að erfðaskrárnar séu báðar ógildar. Síðan er sótt af kappi og hvergi spöruð hin breiðu spjótin. Ekki skal út í þá sálma farið að rekja hér málflutning hvers og eins, en látið nægja að geta þess, að óvitr- um leikmanni virðist málflytjend- ur allir lögvitrir í bezta lagi. Þeir styðja mál sitt gildum rökum, vitna óspart í lögspekinga erlenda sem innlenda og erfðalöggjöf í öðr um þjóðlöndum, sldrskota til mann úðar og réttlætisskyns — og hnýfla hver annan fyrir hæpinn málflutn- ing, rangan málstað og dónalega umgengni við sannleika og rétt- Iæti. Dómararnir þrír sitja settir og alvarlegir, hjúpaðir skikkjum sínum og gæta þess að hagga sér sem minnst að virðuleikasvipurinn raskist ekki. Þar kemur að lokum að málflytj- Máiflytjaridi í ræSustól Dómararnir hugsa ráö sitt. endur hafa lokið máli slnu og gert síðustu athugasemdir hverjir við aðra. Þá er gert réttarhlé meðan i dómendur ráða ráðum sLnum. Menn reika fram um ganga líúss- ins og fá sér sígarettu. En dóm- endur eru ekki lengi að því sem lítið er, og senn er réttur settur aftur og dómur kveðinn upp: Það dæmist rétt vera, að erfingjar eigi allir rétta kröfu á hendur húsins; hver fær því sinn deildan skammt og líknarfélagið Hjálp heldur bíln- um. Er þá ekki öllu réttlæti full- nægt? Nei, aldeilis ekki. Eins og allir vita er til dómstóll æðri öllu jarð- nesku valdi. Og þessi dómstólþ á hér fulltrúa sinn í prófessor Ár- manni Snævarr, sem hefir búið málin í hendur ungviðinu. Hann stendur nú upp og gerir sínar at- hugasemdir, og það kemur upp úr kafinu, að mál þetta var ekki svo einfalt, sem virzt gæti í fljótu hragði. Þar leynast ótal gildrur og margur fallhleri í gólfi, sem virð- ist fellt og slétt. Og prófessorinn getur ekki fallizt á niðurstöður nemenda sinna elskulegra í einu og öllu. Hann réttir þeim vingjarn- jlegar eyrnafíkjur sitt á hvað og j kveður að lokum upp nýjan úr- jskurð ólíkan hinum fyrri. | Og þar með hefir réttlætið sigr- !að að eilífu. Menn standa upp og jyfirgefa þennan réttarsal. i jUpphaf að öðrum leik | Eins og fyrr greinir er það félag ; laganema, sem stendur fyrir því ! réttarhaldi, sem hér er nýlokið. ,Orator eí að margra dómi einna ! sprækasti félagsskapur liáskóla- ' stúdenta og gertgst fyrir marg- breytilegu félagsstarfi, má þar til dæmis riefna margfræga vísinda- leiðangra þess að vinnuhælinu á Litla-IIrauni. í sögu félagsins má finna heimildir uih hinn fyrsta málflutning þess, en hann fór fram árið 1923. Þar var deilt um rjóma- tertu í Kaupmannahöfn og örlög líennar, sem voru heldur raunaleg: hún hafnaði ofan í öðrum manni en réttmætum eiganda. Út af þessu hófust málaferli eins og eðlileg't má telja og fluttu þeir Sigurður Ólason og Gústaf Ólafsson málið, en Agnar Kl. Jónsson var dóms- forseti og me.ð horium fjórir með- dómendur. Síðan hefir naálflutn- í ingur verið fastur liður í starfi fé- | sína n. k. miðvikudag 17. þ. m. að Hlégarði og hefst hún | j| kl. 9 síðd.. —- Aðgöngumiða sé vitjað fyrir mánudags- = I kvöld til einhverra úr stjórninni eða Guðm. Agnars- i | sonar og Kristjáns Vigfússonar, Reykjavík. | = Stjórnin 3 .......................................................................................................................... •IIIIIlllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllIlllllIlllllljllllllllllIlllliillllllllllllllllllllllllUIHIB „Syngjandi Páskar Vogna sívaxandi aðsóknar og fjölda áskorana, hefir 3 verið ákveðið að halda sérstaka sýningu á morgun a (laugardag) kl. 2,30 e. h. í Austurbæjarbíói. Er um þetta eina tækifæri að ræða, fyrir þá, sem § ekki geta sótt miðnætursýningar. i Aðgöngumiðar fást hjá Eymundsen, Blaðasölunni, a Laugavegi 30 og í Austurbæjarbíói. s Tryggið yður miða, áður en það verður um seinan. | =5 FÉLAG ÍSLENZKRA I EINSÖNGVARA. Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimu UWJW.l'AWiW.VAVMrtiW.V/AWAW.W.-.WAV í í Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 2323 GA,AV.V*.VAVAWAVV//.V.V.,.V.V.".V.VV.,,,,AWL!WÍt ■.V/.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.VV.'.VAVV.V.V.V.V.V.V.'.VJ í ALLT A SAMA STAÐ r~ i Odýrt gler: Eftirtaldar rúðustærðir af 6 mm gleri, AA bezta teg- und, fsl sölu með 50% afslætti, ef keyptar eru 100 rúður eða fleiri: 40x65 kostaði 40x70 kostaði 45x75 kostaði 50x85 kostaði 50x105 kost. 60x80 kostaði 29,85 kostar nú 15,00 32,15 kostar nú 16,00 38.75 kostar nú 19,40 48.75 kostar nú 24,40 60,25 kostar nú 30,10 55,10 kostar nú 27,60 Kaupið glerið strax í dag, því svona tækifæri stendur ekki lengi. Hf. Egill Vilhjálmsson LAUGAVEGI 118 — SÍMI: 81812 vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv.vvvvv lagsins og hefir margur sá sem nú er frægur fyrir lögvísi háð sína fyrstu hildi þar. Það kann að þykja fáfengilegt að gera að umtalsefni í blöðum æf- ingar skólafólks jafnvel þótt há- skólastúdentar séu, og má vera að nokkuð sé til í því. Engu að síður er gaman að gefa því gaum, að námsmenn gera fleira en sitja undir fræðslu kennara sinna og nema allan fróðleik af þeirra murini; þeir geta einnig tekið kennsluna í eigin hendur í lifandi starfi. Málflutningur Orators er einmitt skemmtilegt dæmi um þetta. Og þeir sem gretta sig og þykir skömm til þessa lögfræði- léiks koma, mega hugsa til þess að eftir nokkur ár flytja kannska þessir sömu studiosi juris mál sín fýrir dómstólum landsins. Þá verð- ur gamanið úr leiknum, en alvap< an tekin við. Jó. d

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.