Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 12. apríl 1957. 5 i Ýmislegt úr skákheiminum RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON Nú hefir einvígið um heims- meistaratitilinn í skák staSið yf ir, síðan um miðjan marzmánuð og hafa þegar verið tefldar 14 skákir. Á þessu stigi einvígis- ins hefir Smyslov einni skák betur og samkvæmt þeim frétt- um, sem maður hefir heyrt síð- ustu dagana, virðist þetta for- skot hans engin tilviljun. — Smyslov er mun ákveðnari og öruggari en andstæðingur hans titilverjandinn og skákir hans hafa á sér heimsmeistaralegt yfirbrag, ekki síður en Botvinn iks. En einn vinningur í tutt- ugu og fjögurra skáka einvígi ber ekki vott um neina áþreif- anlega. yfirburði og styrkleika- munur keppenda, sé hann nokk ur, hlýtur frekar að liggja í-sál arástandi þeirra en taflmennsk unni sjálfri. Botvinnik hefir hins vegar verið í erfiðri að- stöðu áður og enginn getur sagt fyrir um úrslit einvígisins að svo komnu máli. Það verður því gaman að fylgjast með þeim 10 skákum, sem eftir eru, og víst er það, að þar verður ekkert gefið eftir. f ráði er að Skákþing íslend- inga í ár verði haldið á Akur- eyri og hefst það 18. apríl n. k. Er gleðilegt til að vita, að Ak- ureyringum skuli nú loksins vera falin framkvæmd þessa móts, því að Reykvíkingar hafa haft á því einokun um 20 ára skeið. Það er vitað mál, að und- irbúningur mótsins er ýmsum erfiðleikum bundinn, m. a. vegna þess, að flestir keppenda í landsliðsflokki eru frá Reykja vík, en það atriði skiptir minna máli en sú staðreynd, að mót- ið verður þarna mikil lyfti- stöng öllu skáklífi norðanlands. Búist er við þátttöku margra góðra skákmanna frá Reykja- vík, sem verða þeim norðan- mönnum efalaust þungir í skauti, því að ekki viljum við missa meistaratitilinn norður, alveg að óreyndu. Mótið verður því sýnilega spennandi og treystir vafalaust betur þau vin áttubönd, sem verið hafa á milli norðlenzkra og sunn- lenzkra skákmanna. Eg óska svo Akureyringum að síðustu allra heilla í sambandi við þetta mót, og vona, að þeim farist það vel úr hendi. Eins og við munum hafa ís- lendingar rétt til að senda tvo keppendur á svæðakeppnir þær sem nú fara í hönd á þessu ári. Þessir tveir keppendur tefla ekki í sama mótinu, heldur skiptast þeir á milli tveggja svæða, Austur-Evrópu og Vest- ur-Evrópu. Sá háttur að dreifa þannig keppendum einstakra þjóða milli svæða, hefir fyrst verið tekinn upp nú og er hafð ur til að auðvelda sterkum skák þjóðum að koma fleiri keppend um sínum áleiðis en ella. — Svæðakeppnir þær, sem íslend- ingar taka þátt í verða haldnar í Sofía í byrjun maí og í Am- sterdam í október. Nú hefir Skáksamband íslands valið keppendurna á mót þessi og urðu fyrir valinu, Ingi R. Jó- hannsson, sem teflir í Sofía og undirritaður, sem teflir í Am- sterdam. Því miður hefi ég ekki frétt um einstaka þátttakendur í mótum þessum, nema nokkra þá helztu í Amsterdam og má þar nefna þá Szabo, Ungverja- landi, Larsen, Danmörku, Ivkov Júgóslafíu og Darga V-Þýzka- landi. Úr báðum þessum mót- um fara svo 5 efstu menn í millisvæðakeppnina, sem vænt- anlega verður haldin í Svíþjóð á næsta ári. Ingi leggur af stað til Sofía 27. þ. m. og við'notum því tækifærið til að óska hon- um góðs gengis í þessari erfiðu keppni, sem hann á framundan. Nú að síðustu langar mig til að birta leiðréttingu á athuga- semdum, sem ég gerði við 4. skákina í einvígi okkar Pilniks. Eítir 19. leik hvíts var staðan sem hér segir: ib m !§#■ MÍM £ t £ m illi #: jíi.y 'yXy/, ý/Jzz . * 'wm. ^ mím Hveiíi 5 Ibs og 10 :■ Fíórsykur ■; Sírásykur V Skrautsykur ■“ Vaniílestangir ;■ Súkkat ■I Lyftiduít í/m. Hér lék svartur 19. —Dc6 og gaf þeim leik spurningarmerki. Rétta vörnin sagði ég var 19. ■—c4! Nú hefir hins vegar einn góður kunningi minn bent mér á, að þessi vörn er engin vörn. Hugmyndin Be3—f2—h4—f6 með máti á g7 nær sem sagt fram að ganga. Við skulum at- huga þá leið, sem ég kom með máli mínu tii sönnunar: 19. — c4, 20. Bfl—Hd7, 21. Bf2— Had8, 22. Bh4—Dc5+, 23. Khl —Hdl, 24. Bf6—Bxg2f, 25. Kxg2—H8d2f og svartur verð- ur á undan að máta hélt ég og lét þar staðar numið. En hvítur verður bara alls ekki mát! 26. Kf3 og hvað á svartur nú að gera? Hann getur skákað einu sinni til tvisvar, en síðan ekki söguna meira. T. d. 26. —DÍ2+ 27. Kg4—Dgl+, 28. Hg3. Eða 26. —Dd5+, 27. Kg3 Finnið þið nokkra betri leio fyrir svartan lesendur góðir? Eftir þessu að dæma virðist hvítur því ekki hafa aðra en 19. —f5, úr því að —c4 dugir ekki. Fr. Ól. Orðið er frjálst Sigurður Magnússon: ^ekopj VÖRUR KRYDÐ ■: Kókosmjöl ;■ Hnetukjarnar ■: Marmelafti ;■ Sultur, innlendar og % erlendar í Sýróp ■; Krydd alls konar í ;■ bréfum og boxum Kökuefni Kúrenur Rúsínur :■ Gráfíkjur »; Sveskjur ;■ og margt fleira ■; Urva! af m$urso$mim ;■ ávöxtum — 1 tilefni útvarpserindis — Eg las það í Tímanum í dag, að stuttur kafli útvarpserindis, sem ég flutti 18. f. m. hefði ruglað gamlan og góðan sveitunga minn, Alexander frá Stakkhamri, svo rækilega í ríminu, að það virðist rétt á takmörkum, að honum hafi lukkast að átta sig á því hver ég var, og tókst það raunar ekki fylli lega fyrr en það skilningsljós rann upp fyrir honum að ég væri orð- inn mikill „spekingur við það að sitja vellaunaður við kjötkatlana í Reykjavík“, en telur mig þó þar hafa gleymt ýmsum þeim fræðum, sem mér væri sæmilegra að kunna og segir, að mér hefði verið hollt að kynnast betur aðstæðum bænda áður en erindi þetta var flutt. Eft- ir að Alexander er þannig búinn að kynna mig og áminna tekur hann til við að ræða um karl- mennsku bændastéttarinnar og kröpp kjör, spyrst fyrir um það, hvort ég vilji að bændur búi við sömu aðstæður hvað húsakost og hita snertir og fyrir 40—50 ár- um, og fleira munngæti er á hans tungu að finna, sem ég nenni ekki að nefna, í stuttu máli: Fyrrver- andi sveitamaður arkar frá kjöt- katli sínum í Reykjavík upp í Rikisútvarp til þess að svívirða fá tækt og vinnuþreytt búalið þessa snjóþunga lands. Enn er þó einn ekki svo mergsoginn vestur á Snæ fellsnesi, að hann treystist ekki til að bregða stílvopni sínu, stéttar- bræðrunum til varnar, og raunar einnig sóknar í baráttunni við kjötkatlamenn, því að hann lýkur hugleiðingu sinni með því að eggja þá til að sækja rétt sinn til jafns við aðrar stéttir þjóðfé- lagsins, og mun þannig telja sig hafa jafnað eftirminnilega um gúlann á þessum þurrabúðarmanni að sunnan. Nú vona ég að minn ágæti Alex ander misvirði það ekki við mig þó að ég leiði það alveg hjá mér að reyna að svara honum skyn- samlega eða fari að skattyrðast út af þessum greinarstúf hans. Það tekur því nefnilega ekki. Mín vegna má hann gleðja sig við það, að ég sé orðinn burgeis suður í Reykjavík og mér er nákvæmlega sama, hvort hann trúir því, að ég sé spekingur eða fábjáni, og mér finnst honum það fremur vorkunn armál en tilefni ergelsis frá minni hálfu, að hann skuli vera svo úti á þekju, sem grein hans gefur til kynna, en vegna þeirra, sem hlust uðu ekki á erindi mitt, en kannast við Alexander að mörgu góðu, sem hann er kunnur fyrir, og eru af þeim sökum e. t. v. þeirrar skoð unar, að ég hafi gert mig sekan um einhverja goðgá, þá langar mig til að endurrita þennan kafla er- indisins. Eg sagði þetta: „Hin miklu snjóalög hafa víða valdið jarðbönnum og torveldað nauðsynlegar samgöngur, en af þeim sökum horfir nú sums staðar til hinna mestu vandræða. Þar sem menn þurfa að koma afurð- um daglega á markað verða lær- dómarnir þeir, sem draga má af reynslunni, að fleiri snjóbíla þurfi að afla til þess að betur megi fara þegar annar vetur kemur með nýj- ar tálmanir á þjóðvegum, og þeir, sem settu um of á guð og gaddinn í haust, munu minnasl þess næsta sumar, að sá síðarnefndi hefir enga miskunn uppi, en hinn hjálp- ar örugglegast þeim, sem leggja eitthvað af eigin mörkum til þess að náðin megi veitast. Mörgum hef ir þessi harðindakafli kennt það, að sá siður var góður, þótt forneskju legur þyki nú, að birgja sig svo vetrarforða á haustnóttum, að verða ekki uppiskroppa með útá- kast á þorra, en ýmsir hafa nú upp til sveita vanið sig af hreinni þarfleysu á þá tízku okkar þurra- búðarmanna, að kaupa daglega sina ögnina af hvoru, olíu í dag, kaffi á morgun, kvabbað á bílstjór um og staðið svo uppi með tóma könnu á kaldri eldavél, þegar hríð- in lokaði leiðunum.“ Þetta erindi var flýtisverk, og ég sé það núna, að eflaust hefði mátt orða þetta betur, og trúlega hefði ég gert það ef mér myndi hafa komið til hugar, að það yrði til þess að koma ágætum sveitunga mínuin úr jafnvægi, en fyrir mcr vakti það eitt, að vekja; athygli á þeirri staðreynd að | vegna hinna öru — og raunar oft- ast mjög öruggu samg'angna hafa alllof margir horfið frá því að birgja sig upp til nokkurra vikna í senn, en sótt í stað þess eftir hendinni það, sem þarf til dag- legra nauðsynja. Þetta er gott og (Framhald á 8. síðu). Gerið páskapöntunina tímanlega SENDUM HEIM WOb í ! Matvörubúðir ^iimumuuimmuuuuumumuiimmuuummmmmmimimuumiiimímuumiiisiiiiiiiiiiiimimiiimmiyi JT Arnesingar Nýtízku húsgögn 1 | verða t.il svnis og söiu á Ausfurvegi 13, Selfossi, föstiÞ | daginn 19. apríl og næstu daga. ir | Einnig gott úrval af húsgagnaáklæði. — Verð frá = kr. 65.00 metrinn. I Húsg-agnaverzíimin ¥ A L B J 0 R K ;; | | Reykjavík. 1 :nillll!ll!llllllllllllllllllllllliuimiiui!lllllllilllllillllllllllllllllimilllllllliui!umillllllll!illillll!)llllllllllllllllll|uu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.