Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 12. apríl 1957. Útgefandl: Framsóknarflokkurlna Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Skylduspamaður ungs fólks ' vegna heimilamyndunar 1 HINU nýja rrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hús- næðismálastjórn o. fl. er það nýmæli áreiðanlega merkast, að ákveðin er skyldusparnaður ungs fólks á aldrinum 16—25 ára og að því fé, sem þannig safnast, skuli renna í sérsjóð, er veiti lán til íbúðarbygginga eða til bústofnunar 1 sveit. Fé þeirra, sem eru búsettir í sveitum, skal ávaxtað í veð deild Búnaðarbanka íslands, en fé þeirra, sem búa í kaup túnum og kaupstöðum, skal ávaxtað í innlánsdeild bygg ingarsjóðs ríkisins. . Skyldusparnaður sá, sem hér um ræðir, skal nema 6% af launum. Reiknað er með því, að hann muni árlega nema 18—19 millj. kr. og muni 15 millj. af þeirri upp- hæð leggjast í innlánsdeild tayggingasjóðs ríkisins og 3— 4 millj. í veðdeild Búnaðar- bankans. í FRUMVARPINU hljóð- ar ákvæðið um skyldusparn aðinn á þessa leið': „Öllum einstaklingum á aldrinum 16—25 ára skal skylt að leggja til hliðar 6% af launum sínum, sem greidd eru í pengingum eða sambærilegum atvinnutekj - um, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða til bústofnunar í sveit. Fé það, sem á þennan hátt safnast, skal ávaxtað í inn lánsdeild byggingarsj óðs rík isins fyrir alla þá, sem bú- settir eru í kaupstöðum og kauptúnum, en í veðdeild Búnaðarbanka íslands fyrir þá, sem búsettir eru í sveit um. Fé það, sem skylt er að spara á þennan hátt, er und anþegið tekjuskatti og út- svari. Þegar sá, er safnað hefur fé í sjóð samkv. 1. mgr., hefur náð 25 ára aldri, eða gengur í hjónaband og stofn ar heimili, skal hann eiga þess kost að fá sparifé sitt endurgreitt að viðbættum þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar, sem greidd er af vísitölu- bundnum verðbréfum á inn lánstímanum. Enn fremur skulu þeir, að öðru jöfnu, sitja fyrir um lán til íbúða bygginga frá húsnæðismála stjórn, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt gerist þá, þó eigi yfir % hluta af matsverði viðkomandi íbúðar. Þessi forgangsréttux til lána er þó bundinn því skilyrði, að sparifjársöfnun þeirra, sem að byggingu hlutf|'ðeigandi íbúðar standa, nemi saman lagt að minnsta kosti kr. 25.000.00. Sérhverjum skal heimilt að leggja til hliðar í þessu skyni hærri hluta launa sinna en 6%, byrja sparnað inn fyrr en tilskilið er og halda honum áfram lengur. Þeir, sem lagt hafa fé í veðdeild Búnaðarbankans og vilja stofna bú i sveit, skulu njóta hliöstæðrar fyr irgreiðslu um lán til bú- stofnunar úr deildum Bún- aðarbankans. Heimilt er Búnaðarbanka íslands og húsnæðismálastjórn að semja um, að réttindi þessi verði gagnkvæm". UNDANÞEGNIR sparn- aðarskyldu verða þeir, sem hér eru taldir: a. gift fólk, sem hefur stofn að heimili, b. skólafólk, sem stundar nám í skóla 6 mánuði eða meira á ári, og iðnnemar, meðan þeir stunda iðn- nám, c. þeir, sem hafa börn eða aðra skylduómaga á fram færi sinu, þó ekki þeir, er hafa yfir 30 þús. kr. skattskyldar tekjur, enda hafi þeir ekki fyrir heim- ili að sjá. Heimilt er sveitastjórnum að veita tímabundna undan þágu frá sparnaðarskyldu þeim, sem verða fyrir veik- indum, slysum eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með framfærslu. Ákvörðun sveit- arstjórnar má áfrýja til fé- lagsmálaráðherra. TALSVERT hefur verið rætt um það undanfarið, að koma á skyldusparnaði í einni eða annarri mynd. Úr framkvæmdum hefur ekki orðið fyrr en nú. Rétt hefur þótt að byrja í smáum stíl og láta skyldu- sparnaðinn fyrst og fremst ná til unga fólksins. Skyldu sparnaður þessi verður líka því fyrst og fremst til hags- bóta, þar sem hann skapar því stórbætta aðstöðu til heimilamyndunar síðar. Þess ber fastlega að vænta að þessi ráðstöfun mælist vel fvrir. Með henni er það trvergt, að margt af ungu fólki, sem ella myndi ekki gera það, safnar nokkru fé, sem koma mun því að góðum notum síðar. Þeir, sem hefðu sparað hvort eð er, ættu ekki heldur að þurfa að kvarta, bví að þeir munu ekki eiga kost á’ að varðveita fé sitt á öruggari hátt, þar sem skvldusparnaðarfé verður vísitölutryggt og. allgóðir vextir verða greiddir af því. Með þessari ráðstöfun, hef ur núverandi ríkisstjórn vissulega stigið spor, sem ber ábyrgri fjármálastefnu ör- uggt vitni. Með þessu er jöfnum höndum heilbrigður sparnaður aukinn og dregið úr verðbólguhættu, sem fylgdi því, ef umrætt fé færi að verulegu leyti til eyðslu. Af öllum hugsandi mönnum hlýtur þessari ráð- stöfun að verða fagnað. ÁLIT ÞEKKTRA SÆNSKRA HERFRÆÐINGA: Vonlítið að leysi sitt Svíar geti varðveitt hlut- í nýrri Evrópustyrjöid Rússar myndu leggja allt kapp á aS ná NoríSur- Noregi og yfirráftunum yfir Eyrarsundi ÞRÁTT FYRIR þá stefnu Sví- þ.ióðar að vera utan allra hernað- arbandalaga, eru litlar líkur til að Svíþjóð geti staði utan við meiri- háttar átök stórveldanna. Þetta er rauði þráðurinn í bókinni ,,Öst och Vest och Vi“, sem nýlega er kom- in út í Svíþjóð fyrir forgör.gu Helge Jung, fyrrverandi yfirhers- höfðingja Svía, en bókin er byggð á samstarfi margra sórfróðra manna á sviði hermála og utanrík- ismála. Hér á eftir fer yfirlit um efni bókarinnar, byggt á frásögn í danska blaðinu „Information". — Bókin er bersýnilega byggð á nákvæmri athugun á ríkjandi á- standi í alþjóðamálum og stöðu Svíþjóðar í því sambandi. Það er stöðugt haft í baksýn, að Svíar standa einir og verða að marka stefnu sína í samræmi við það. Svíar þurfa kjarnorkuvopn Mjög hefir verið rætt um það í Svíþjóð, hvort Svíar ættu að taka upp kjarnorkuvopn. Bók Jungs svarar þessu hiklaust játandi. Verði Svíþjóð fyrir árás, mun á- rásaraðilinn haga sér mjög eftir því, hvort Svíar hafa slik vopn eða ekki. Hafi þeir þau ekki, getur árásaraðilinn gengið að því vísu, að vel undirbúinn skyndiárás muni fljótt ná tilætluðum árangri. Hann getur þá miðað árásina við hertöku þeirra staða, sem mikil- vægastir eru, og beint öllu afli sínu að þeim. Hafi Svíar hins veg ar kjarorkuvopn, verður árásin miklu torveldari, árásaraðilinn verður þá að halda liði sínu dreifðu og sigurvænleg skyndiárás verður þá ólíklegri. Einkum gildir þetta, ef reynt væri að hertaka Svíþjóð sjóleiðina. 1 bók Jungs er því haldið fram, að Svíar verði sjálfir að búa sig undir það að framleiða þau kjarn- orkuvopn sem þeir þarfnast. Að vísu væri ekki ósennilegt, að ein- hvert stórveldi væri fáanlegt til að láta Svía fá slík vopn, þegar styrjöld væri skollin á, en það gæti orðið ofseint til þess að koma að tilætluðum notum. heimsfjarðar. Með því tryggðu þeir sér hafnir fyrir kafbáta og gætu betur hindrað flugárásir frá Kanada og Grænlandi. Hin nýju vopn hafi mjög aukið hernaðar- lega þýðingu norðurhluta Skandin avíu. Með tilliti til þess má betur skilja þann áhuga, sem bréf Búl- ganins vitnar um varðandi það, I að Danir og Norðmenn fái ekki fiugsprengjur og kjarnorkuvopn. { Jung og sérfræðingar hans, halda því fram, að erfitt verið fyrí ir Rússa að hertaka Norður-Noreg allt til Þrándheimsfjarðar, nema þeir hefðu yfirráð yfir Norður- Svíþjóð. Mikilvægi Eyrarsunds Þá telja Jung og félagar hans, að það geti haft höfuðþýðingu fyr| ir Rússa að ná yfirráðum yfir Eyri arsundi og dönsku sundunum og| tryggja sér þannig aðgang að: Norðursjónum. Rússar hljóti því í upphafi styrjaldar að leggja allt kapp á að ná yfirráðum yfir þess ari siglingaleið. Vesturveldin hljóti að leggja jafn mikið kapp á að hindra það. Þessi átök eru lík leg til þess að verða svo hörð, aö þau kollvarpi hlutleysi Svíþjóð ar. Þessi átök eru einnig líkleg til að vara meira og minna meðan styrjöldin helst. Þannig vofir stóraukin hætta yf- ir Svíþjóð frá því, sem verið hefir ef til styrjaldar kemur. Barátta um Norður-Noreg og baráttan um Eyrarsund gera hlutleysi Svíþjóð- ar lítt hugsanlegt, ef til styrjaldar kæmi í náinni framtíð. Hervarnir Svía Allmikill hluti bókarinnar fjall- ar um það, hvort varnir Svía séu nægilega sterkar. Jung neitar ekki þeirri fullyrðingu sænska hermála- ráðherrans, að varnir Svía séu J U N G sterkari nú en 1950, þannig, að Svíar hafi treyst vígbúnað sinn á þessu timabili. Hann telur það hins vegar ekki skipta máli, held- ur hitt að Rússar séu nú miklu sterkari hernaðarlega en 1950 og herstyrkur Svía hafi ekki aukist í sama hlutfalli og herstyrkur Rússa. Hann telur því nauðsynlegt, að Svíar efli enn hervarnir sínar, eða haldi a. m. k. við núverandi herafla Svía og búi hann nýjum og fullkomnari vopnum, eins og flug- skeytum og kjarnorkuvopnum. Með því hjálpi Svíar til að styrkja hernaðarlegt jafnvægi í Evrópu, er sé helzta trygging þess að þar komi ekki til styrialdar. Bók Jungs hefir vakið mikla at- hygli og umtal í Svíþjóð. Það hef ir ekki dregið úr þessari athygli að rússnesk blöð hafa mjög hall mælt henni og mótmælt niðurstöð um hennar, þar sem árásarhættan sé að vestan, en ekki að aust- an. Þær fullyrðingar rússnesku blaðanna hafa ekki fengið undir- tektir í Sviþjóð, heldur miklu fremur stutt mál Jungs og félaga hans. 'BAÐSrorAN Það er talið mjög þýðingarmik- ið, að loftvarnir Svia verði treyst ar með sjálfstýrðum flugskeytum, bæði fyrir flugvélar og loftvarna- stöðvar. Vetnissprengjan ekki næg til að hindra styrjöld í bókinni láta hinir sænsku sér- fræðingar í ljós þann ótta, að Vest- ur-Evrópa komi til með að treysta um of á amerískar kjarnorku- og vetnissprengjur og dragi því meira úr öðrum vörnum en góðu hófi gegnir. Óhjákvæmilegt' sé, ef heið arlegt jafnvægi eigi að haldast á- fram, að Vestur-Evrópa ráði yfir nægum herafla, búnum algengum vopnum, en til viðbótar séu svo kjarnorku- og vetnisvopn. Ef Vestur-Evrópa víki frá þessari stefnu, muni það auka árásarhætt- una að austan. Mikil áherzla er lögð á það, að Vestur-Þýzkaland vígbúist og styrki þannig varnirnar í Mið- Evrópu. Rússar muni reyna að koma í veg fyrir þetta og þurfi því Vesturveldin að vera hér vel á verði. Aukin hernaðarleg þýðing Norður-Noregs Bent er á hina miklu hernaðar- legu þýðingu Noregs og Danmerk- ur. Talið er líklegt, að Rússar létu það verða eitt fyrsta verk sitt, ef til styrjaldar kæmi, að hertaka Noreg, a. m. k. suður til Þránd- Á BORÐINU liggja tvö bréf til Baðstofunnar um verðlag á vör- um, og er þar skýrt frá dæmum úr reynslu kaupenda, og ættu þau að verða ýmsum umhugsun- arefni. í öðru bréfinu, sem er frá trésmið, segir á þessa leið: Lækkaði um 8—9 þús. kr. „í OKT. S. L. pantaði ég hjá inn- flytjanda alldýra trésmíðavél, svonefnda geirneglingarvél. Sam- kvæmt þeim innflutningsreglum, sem þá giltu, átti að flytja hana inn á bátagjaldeyri, og var verð hennar áætlað með öllum gjöld- um um 24 þús. kr. Nú leið fram yfir áramót, og þá gerði ríkis- stjórnin ýmsar breytingar á inn- flutningsreglum, m. a. afnam báta gjaldeyriskerfið og setti á ýmsa nýja tolla og gjöid til hjálpar út- flutningsframleiðslunni. Ég bjóst. við, að vélin mundi enn hækka í verði, því að eftir frásögnum Morgunblaðsins og Visis virtist svo sem allar vörur mundu stór- hækka. Svo kom vélin til lands- ins núna í marzmánuði, og ég get ekki annað sagt en að ég yrði undrandi og fyndi þar greinilega fyrir gerðum ríkisstjórnarinnar. Og af því að reynsla min er dálít- ið á annan veg en frásagnir Vísis og Morgunblaðsins um stórhækk- un á öllum vörum, vil ég láta þetta koma fram. Þegar ég greiddi reikninginn fyrir geirneglingarvélinni kostaði hún rúmar 15 þús. kr. eða reynd- ist 8—9 þús. kr. lægri en gert var ráð fyrir með bátagjaldeyri. Auð- vitað efa ég ekki, að ýmsar vörur hækka vegna hinna nýju gjalda, en þetta sýnir óneitanlega, að það hækka ekki allar vörur. og mættu iðnaðarmenn t. d. minnast þess, að ýmsar vélar og tæki, er þeir nota, hafa lækkað í verði, eða svo finnst mér af þessu dæmi — Trésmiður". Verðmunur á kjólefnum. SVO ER HITT bréfið. Það er frá konu austur í Árnessýslu og er á þessa leið: „Ég dvaldi í Reykja- vík um tíma í vetur til lækninga, og áður en ég fór heim þurfti ég að gera ýmis minniháttar inn- kaup, sem sveitakonum eru nauð- synleg ekki síður en öðrum. Ég ætlaði t. d. að kaupa mér efni í einn eða tvo kjóla. Ég ræddi um þetta við kunningjakonu mína í Reykjavík og minntist á, hvort ekki mundi vera bezt að fara til þessara innkaupa í verzlun S í S í Austurstræti. „Þangað skaltu ekki fara“, sagði kunningjakonan. „Það er dýrasta verzlunin í bæn- um.“ — Svo fór nú samt, að ég fór í verzlun S í S, og þar fann ég kjólefni, sem mér líkaði. Keypti ég þar efni í morgunkjól, og verð ið á því kr. 20,00 metrinn. Einnig keypti ég í annan kjól, og kostaði það efni kr. 27,00 metrinn. Um leið og ég hélt heimleiðis, kom ég við í nokkrum kaupmannabúð- um og leit m. a. á kjólefni. í einni búðinni sá ég nákvæmlega eins efni, og ég hafði keypt í morgun- kjólinn hjá S í S, og spurði um verðið. Kr. 40,00 metrinn, var svarið. Ég sendi baðstofunni þetta bréfkorn um reynslu mína af „dýrustu búðinni í Reykjavík“. — Kona í Árnessýslu". — Ég færi lesendum þessi bréf og læt það nægja 1 dag. — HárbarSur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.