Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1957, Blaðsíða 9
89—* IIMINN, föstudaginn 12. aprfl 1957. 119 þegar mest lá við. Ég vildi bara óska að það væru fleiri republikanar af yðar gerð. Áð ur en við höldum lengra verð ég að biðja yður áð taka allt sem hér verður sagt sem trún aðarmál. Við sem hér sitjum erum allir raunhæfir stjórn- málamenn; við blekkjum ekki sjálfa okkur og heldur ekki hver annan. Við reynum að vera kurteisir eftir því sem okkur er unnt, en jafn vel það tekst ekki alltaf. Sem sagt við erum allir raunhæf ir stjórnmálamenn, og sann leikurinn er sá að- flokkur- inn stendur nú frammi fyr ir erfiðustu baráttu í sögu sinni. Það var ekki einu sinni erfiðara á tíma Wilsons. Hanh var kosinn forseti Bandaríkj anna, en hann beið ósigur í Pennsylvaníu. Demókrati hefur ekki verið ríkisstjóri hér síðan . . . ég held það hafi verið 1890. Það var Pattison. Og hann komst að af eintómri óheppni — af því að stór hópur kjósenda sveik beinlínis. — Yður finnst kannski undarlegt aö ég skuli vera aö rifja upp svona löngu liðna atburði. En ég geri þaö vegna þess að ef við vinnum kosn- ingarnar sem framundan eru yrði það með mjög litlum at- kvæðamun. Ég hef hér síð- ustu tölur um atvinnuleysis- styrki. Þær líta illa út, en sennilega þekkið þér þær þegar. Þær benda okkur til hinna mögulegu Pattisona. Við getum tapað þessum kosningum, hr. Chapin. Fólk hefur að vísu f'engið bjórinn sinn aftur, en núverandi for seti gefur þeim peninga líka. Margir segja að við séum mergsognir með sköttum, og þótt mér finnist það að vísu ekki sjálfum fellst ég fúslega á það áð flokkurinn béri allt of háa skatta. Það er ekki fögur hugsun, en ég held hún standist. — Þér hljótið því aö skilja að ég meina það bókstaflega að ->úð megum ekki missa eitt einásta atkvæöi. Forsetinn er að ginna frá okkur atkvæði með þ essum styrkjum sínum. Það liggur í augum uþpi ao viö getum ekki keppt við stjórn Bandaríkjanna í pen ingagjöfum þrátt fyrir allan styrk sem við fáum frá mönn um eins og yður. Það eina sem við getum vonast eftir er að við höldum hverju ein asta atkvæði sem við höfum haft hingað til og einhver bætist við af því að mönnum verði ljóst hvert forsetinn stefnir okkur í raun og veru þrátt fyrir öll gyiliboð. Vegna alls þessa verðum við að leggja fram sterkasta fram- bjóðendalista sem flokkurinn getur boðið. — Hr. Chapin, flokkurinn þarfnast yðar og manna aí yðar gerð. En í ár höfum viö ekki ráð á að bjóða fram mann sem ekki hefur sýnt fram á að hann geti unnið at kvæði. Þar sem ég veit að þér eruð sanngjarn maður og trúr republikani bið ég yð- ur aðeins um að draga yður í hlé frá mögulegu framboði til vararikisstjóra. — Þér þurfið ekki að svara þegar í stað. Þér getið komið til okkar boðum gegnum vin okkar Mike Slattery, til dæm is eftir viku. Við hittumst hér daglega að heita má, og Mike getur látið okkur vita begar þér hafið tekið ákvöröun yð ar. En nú viljið þér kannski segja nokkur orð við þá sem hér eru viðstaddir. Gerið þér svo vel: þér hafið orðið. Joe stóö á fætur, og það varð til að þeir héldu að hann æílaði að tala, máski halda ræðu. Þeir hrukkuðu ennið lítillega, en horfðu þó á hann og hagræddu sér í sætunum. Joe horföi á hvern einstakan þeirra og renndi augunum hringinn kringum borðið, síðast leit hann á Mike. Síðan leit hann á fund arstjórann og sagði: — Herrar mínir, ég dreg mig í hlé. Síðan gekk hann hratt út úr fundarherberginu þar sem mennirnir sátu steinundrandi eftir. Hann fór á ódýrt hótel og festi sér þar herbergi undir nafninu Jos'eph B. Champion, Cit.y. — Hafið þér nokkurn far- angur, hr. Champion? — Nei. Ég borga fyrir fram. Fyrir þrjá daga . — Það eru tólf dalir. Send ill, vísaðu. herranum í her- bergi við götuna. Hann fór á eftir sendlin um inn í lyftuna og þegar þeir komu upp gekk hann inn eftir ganginum þar til sendillinn opnaði dyrnar að herbergi sem vissi út að húsa garðinum og sagði: — Var það fleira fyrir herr ann? — Já, sagði Joe. Þú getur út vegaö mér tvær flöskur af skozku viskíi, Johnny Walker. — Ég get ekki farið af hó telinu fyrr en um vaktaskipt in, en ég get útvegað yður aðra tegund af skozku viskíi; átta dali flaskan. — Allt í lagi, láttu mig hafa þaö. — Viskíið er gott; það er bara ekki Johnny Walker. Ég á alltaf eina flosku ef fólk skyldi körna seint' heim og langa í viskí. — Komdu með tvær ef þú átt. Hér eru tuttugu dalir. — Má ég þá eiga afgang- inn? — Já, ef ég fæ tvær flösk ur. — Ég kem rétt strax aft ur. Hann kom fimm mínútum síðar með tvær flöskur; þaö voru mismunandi tegundir, en skozkt vískí var í þeim báðum. *’ — Ég kom líka með ís ef þér þyrftuð á honum að halda. — Þakk. — Var það nokkuð fleira, herra? — Nei, ekkert fleira. Tvo daga drakk Joe í þessu ömurlega herbergi. Þriðja daginn hringdi síminn og hann svaraði. — Við verðum því miður að ráðstafa herbergi yðar, hr. Champion. Þessir þrír dagar eru liðnir. — Þakk fyrir. Sendillinn útvegaði honum rakáhöld. Hann fékk sér bað, klæddi sig, fór og fékk sér egg og kaffi og nokkur glös og tók síðan lestina 4.35 til Gibbsville. 4.35 lestin kom til Gibbs- ville á hæfilegum tíma fyrir betri borgara bæjarins til að .kornast heim í matinn. Járn brautarstöðin var skammt i frá North Frederick Street, og Joe fór alltaf fótgangandl þennan spöl. j Edith sat og las Standard þegar hann kom heim; hún i leit til hans og síðan aftur á blaðið. i — Ég fór og drakk mig full an, sagði hann. | — Viltu fá að borða strax eða eigum við að tala fyrst. — Ertu svöng sjálf? Ef svo er ekki þá skulum við tala saman fyrst. Hún lét Mary vita að þau ætluðu að borða klukkutíma síðar en vant var. Á meðan blandaði hann sér viskí og sóda og settist í uppáhalds- stólinn sinn. — Mike Slattery hefur ver ið að reyna að ná í þig. Hann hefur hringt einum tvisvar ! sinnum hingað. f gær líka. Og í fyrradag. — Það var falleg umhyggja af honum .Hvað sagðirðu við hann? — O, ég talaði bara einu sinni við hann — það var í í fyrradag. Ég sagði að við byggjumst við þér heim um kvöldið. Mary eða Marian ! svöruðu í hin skiptin. Hann biður þig um að hringja í jsig. ! — Ég fór á hótel og drakk i mig þar fullan. j — Aleinn? J — Já . . . Þú meinar hvort ég hafi haft kvenmann með? Nei. Satt að segja datt mér það ekki einu sinni í hug. — Annars hefðirðu víst fundið þér einhverja, sagði Edith. — Nei, það held ég ekki Edith. Ég vildi ekki vera með neinum eins og mér leið. Sízt af öllu þurfti ég á vændis- konu að halda. — Og þaðan af síður á eig inkonu þinni. Og þér hefur víst ekki einu sinni dottiö í hug að við gætum haía gert okkur áhyggjur af ■ þér hér heima. Ég hringdi til Belle vue, en auðvitað varstu ekki þar. Mér datt líka í hug að 9 njiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiniii | Urvals hangikjöt ( | Símar 4241 og 7080 |llllOIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIII||||IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIlllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIlI | Frá sendiráði Tékkóslóvakíu j | SondiráðiS tilkynnir hérmeð að skrifstofur þess eru 1 | íiuttar frá Skólavörðustíg 45 að Smáragötu 16. Síma- | 1 númer er 82910. Verzlunardeildin er einnig flutt að I 1 sama stað. Símanúmer er 82823. Skrifstofutími er virka I | daga frá kl. 10—12 og 14—16, nema laugardaga 10—12. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinítuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuiiiiir V.W.W.'.VW.VAW.VW.WAVVAV.W.WWWVWWV lmm Öllum mínum vinum og vandamönnum færi ég mínar !■ !; beztu þakkir fyrir þá vinsemd, sem þeir sýndu mér á I; !; 70 ára afmæli mínu 3. apríl s. 1. með gjöfum, heilla- I; I; skevtum og heimsóknum. !!; «* Guð blessi ykkur öll. I* íj Runólfur Guðmundsson, I" I; Gröf. ■: v.v.v.v.v.v.vv.v.w.v.v.w/.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. 1 Þöltkum innilcga auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns rníns og föður okkar, Ingvars Bjarnasonar. Steinunn Gisladóttir, Svava Ingvarsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir. _ Innilea þakklæti fyrir auSsýnda samúð viS fráfall og jarðarför Önnu Jakobsdóttur frá Galtará. Aðstandendur. lnnilegt þakklæti fyrir aúSsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginmanns míns Ágústar Árnasonar, fyrrv. kennara. Fyrir hönd vandamanna. Ólöf Ólafsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.