Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 1
Fyigist með tímanum og lesið TÍM-'-iiIí. Áikriftarsímar: 2323 og 31330. Timinn fiytur mest og fjMbreyttast almennt lesefni. 41. árgantgur. Reykjavík, sunnudaginn 14. apríl 1957. Inni í blaðinu í dag: Þættirnir: Munir og minjar, Mál og menning og Lífið í kringum okkur, bls. 5. Skrifað og skrafað, bls. 7. Heimssýningin í Brussel, bls. 6. * 87. blað. Neskirkja í Reykjavík verður vígð með hátíðlegri athöfn í dag Neskirkja í Reykjavík verður vígð í dag við hátíðlega at- höfn. Hefst athöfnin kl. 11 fyrir hádegi með skrúðgöngu biskups, sóknarprests og presta þeirra er aðstoða við vígsl- ;ana í kirkju. Neskirkja er sérkenni'egt on svipmikið hús. Árangursríkar tilraunir með að sieppa s tálpuðum seiðum í veiðiár Sjóregnteogasilungur eftirsóttar göngtifiskur, sem líkt er við laxinn Fyrstir í skrúðgöngunni fara herrá biskupinn, Ásmundur Guð- mundsson, og sóknarpresturinn, sr. Jón Thorarensen. Þá Björn Magn- ússon prófessor, Jón Auðuns dóm- prófastur, séra Gunnar Árnason og séra Jakob Jónsson. Þá ganga for- maður sóknarnefndar, safnaðarfull trúi og sóknarnefnd og loks aðrir prestar sem við athöfnina verða. Eftir að sunginn hefir verið sálmur flytur biskup vígsluræðu sína. Síðan lesa fjórir prestar úr ritningunni en söngflokkurinn syngur á milli, og að bví loknu hefst vígsluathöfnin sjálf og flyt ur biskup vígsluorðin. Meðan prest ar lesa ritningarstaði og biskup flytur vígsluorðin skal söfnuður- inn standa allt þar til biskup les faðirvor og skulu þá allir taka undir. Að vígsluathöfninni lokinni verður sunginn sálmur og síðan flytur sóknarprestur prédikun. Að loknum blessunarorðum biskups syngur söngflokkurinn útgöngu- vers og biskup og prestar ganga skrúðgöngu úr kirkju. Er þá at- höfninni lokið. Fiskirækt fer nú mjög í vöxt víða um lönd og er skoðuð sem mikilvæg atvinnugrein, bæði vegna uppeldis neyzlufiskj- ar, svo sem regnbogasilungs og svo til uppeldis á fiski, sem sleppt er í vötn og straumvötn, þar sem stangaveiðar eru stundaðar. J Bandaríkjunum hafa að undanförnu Verið gerð- ar árangursríkar tilraunir með eldi sjóregnbogasilungs, sem byggjast að nokkru á rannsókn Þórs Guðjónssonar. Síðasta Búnaðarþing ræddi nokk uð um fiskeldi og fóðurtilraunir í eldistjörnum alifiska. Mælti þing- ið með því til Alþingis að veittur yrði ríkisstyrkur til að hefja til- raunir í þessu efni. Nýjar hugmyndir um fiskeldi. Á síðustu árum hafa skoðanir manna á fiskeldi breytzt mikið og nú er víða farið að stunda alifiska rækt sem sjáifstæða atvinnu og fyrsti vísir að slíkri starfsemi til orðinn hér á landi með ræktun regnbogasilungs. Margt mælir með því að þannig sé líka hægt að rækta með góðum árangri íslenzka bleikjustofna. Þá er uppeldi göngufisks ekki síður talið þýðingarmikið og mun árangursríkara að sleppa vel öld- um seiðum í veiðiárnar. Þetta á þó eítir að sannprófa hér á landi. í nýútkomnu hefti af ameríska vikuritinu Sports Illustrated er skemmtileg grein um sjóregnboga- silung, sem kallaður er steelhead á ensku. Sjóregnbogasilungurinn gengur í ár á vesturströnd Amer- íku. norður frá Alaska og suður til Kalifoníu. Hann þykir skemmtileg- ur sportveiðifiskur og er mikið veiddur. Hrygnir á vorin. SjóregKbogasilungurimi er mjög líkur laxinum í Atlants- hafinu á margan hátt, nema hvað hann hrygnir á vorin, og gengur oft fyrst í árnar á haustin eða Kirkjutónleikar í Kristskirkju í Landakoti í kvöld í kvöld verða kirkjutónleikar í Kristskirkju í Landakoti og verða þeir með nokkuð öðru sniði en algengast er með kirkjutónleika hér á landi. Hljómleikarnir hefjast klukkan hálf níu og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Verða þar eink uiln flutt verk miðaldameistar- anna, mest verk frá 15. og 16. öld. Þar verða flutt verk eftir Bach, Mozart Buxtehude, di Lasso og fleiri, og ennfremur verk eftir Pál ísólfsson. Blandaður kór syngur undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, með undirleik Páls ísólfssonar. í sópran og altröddum kórsins eru börn og unglingar á aldrinum 11 —18 ára ,en í tenor og bassarödd um níu söngmenn úr karlakórn- um Fóstbræðrum. Flestir úr kórn um eru úr Barnamúsikskólanum og nemendur úr ýmsum frarn- haldsskólum í Reykjavík. En allir hafa unglingarnir stundað nokk urt nám í tónmennt. veturna, og er hann þá veiddur. Það er því oft háskasamlegt að fást við að veiða hann, en fáir veiðimenn láta það þó aftra sér frá að renna. í Washingtonfylki eru 142 sjóregnbogasilungsár og hefir á- sókn veiðimanna verið mikil í þær eftir þessum ævintýralega fiski. Núverandi ásókn hefði vafa laust orðið sjóregnbogasilungs- stofninum hættuleg, hefði ekki veiðimálastofnun Washingtonsfylk- is undir stjórn Clarence Pautzke, fiskifræðings, gripið til nýstárlegs ráðs, sem nú er frægt orðið um Bandaríkin og víðúr. Ráðið var fólgið í því að ala seiði sjó- regnbogasilungs í eldisstöðvum þar til þau hafa náð stærð göngu- seiða og sleppa þeim síðan í árn- ar á göngutímanum. Ekki nóg að sleppa seiðunum í árnar. i Pautzke hugsaði sem svo, að ! fiskfa:ðan í ánum væri takmörk- uð og að það væri því til lítils að sleppa t. d. 2000 seiðum í á, sem aðeins gæti séð 1000 seiðum fyrir æti, þar sem helmingur | þeirra, myndi deyja eða öll seið- in yrðu dvergvaxin. I Þetta á við um seiði sjóregn- i bogasilungsins eins og seiði ann- arra silungstegunda. Sú spurning vaknaði þá, hvers vegna væri ekki hægt að ala seiðin í eldis- stöðvum þangað til þau væru til- búin að ganga til sjávar og nota þá árnar sem gönguleiðir fyrir seiðin til hins átuauðuga hafs og fá þaðnn aftur mergð hraustra sj óregnbogasilunga. Hægt að auka göngurnar. Þetta hefir tekist. Pautzke hef- ir í undirbúningsstarfinu haft stuðning af rannsóknum þeirra dr. Laurens R. Donaldson, próf- essors við fiskideild Washingtons háskóla og Þórs Guðjónssonar, er stundaði nám við þann háskóla og er nú veiðimálastjóri á íslandi. Sjóregnbogasilungsseiðin eru nú alin á einu ári í eldisstöðvum upp í göngustærð, en það tekur regn- bogasilunginn tvö ár að vaxa upp í þá stærð í náttúrunni. (Framhald á 2. síðu). Réttarhöldunum í Kaíró frestað um sinn LONDON, 13. apríl. — Réttar- höldum gegn fjölda njanna í Kairó — sakaðir um njósnir — hefur verið frestað um sinn. Meðal hinna ákærðu voru fjórir brezkir borgarar, sem hinn opinberi á- kærandi krafðizt dauðarefsingar yfir. Bretar leggja áherzlu á grundvallaratriðin 6 LONDON, 13. apríl. — Macmill- an forsætisráðherra sagði í dag, að brezka stjórnin liti svo á, að framkvæmd hinna 6 atriða, sem öryggisráðið hefði lagt til grund vallar í Súez-deilunni, væri það eina, sem tryggt gæti raunveru- lega lausn deilunnar. Bouman flytur há- skólafyrirlestur um Rembrandt Próf. A. C. Bouman mun flytja fyrirlestur um hollenzka meistar ann Rembrant þriðjudaginn 16. þ.m. kl. 8.30. Á siðastliðnu ári voru liðin 350 ár síðan Rembrandt fæddist í há- skólabænum Leiden. Af því tilefni voru haldnar sýningar á verkum hans víða um heim. í Hollandi voru það borgirnar Amsterdam, Rotterdam og Leiden sem geng ust fyrir sýlningum. Auk þess voru minningarhátíðir víða, svo sem í Leiden, er háskólinn þar stofnaði til, en þar hafði Rem- brandt stundað nám. Með fyrirlestrinum verða sýnd ar skuggamyndir af málverkuia og teikningum til skýringar á þroska meistarans. Sumar eru lit myndir, en það er nálega ógern. ingur að ljósmynda málverkin svo að litir og birta njóti sín til fulls. En reynt mun verða að lýsa og sýna í myndum umhverfi það í Amsterdam á 17. öld, sem. Rembrandt starfaði í. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Saud konungur Saudi-Arabíu. Saudi-Arabía hótar að stöðva skip Israels Lýsir því yfir, aí stjórn landsins muni aldrei sætta sig vií, aft innsiglingin í Akaba-flóa veríi gerð atS alþjóílegri siglingaleiÖ London, 13. apríl. — Stjórn Saudi-Arabíu hefir lýst því yfir að Tiran-sund, sem er innsiglingin inn í Akaba-flóa, sé lögleg eign Saudi-Arabíu og muni aldrei á það fallizt, að sundið verði gert að alþjóðlegri siglingaleið. aba-flói verði alþjóðleg siglinga- Ennfremur muni stjórnin aldrei leyfa skipum ísraelsmanna að sigla um flóann, ef þau geri til- raun til þess muni strandvirki Saudi-Arabíu hefja skothríð á þau. ALÞJÓÐLEG SIGLINGALEIÐ. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefir ítrekað fyrri stefnuyfirlýs- ingu Bandaríkjanna um að þau muni leggja á það áherzlu, að Ak- leið, opinn fyrir skip allra þjóða. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að engin tilkynning hefði birzt þess efnis, að Saudi-Arabía myndi með valdi hefta för ísraelskra skipa um flóann. Abba Eban, utanríkisráðherra fsraels sagði í gær, að ísraels- menn myndu neyta réttar síns, varðandi siglingar um Akaba- fló?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.