Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 12
Teðrið í dag: i Suðvestan kaldi, skúrir. Hitinn kl. 12 í gær: H Reykjavík 8 stig, Akureyri 9, New York 2, London 8, Kaup* mannahöfn 2, París 6. Sunnudagur 14. apríl 1957. Kaupfélagshúsið á Hvolsvelli ! ýtibú Bæjarbóka- safns í Hólmgarði Hið nýja og glæsilega verziunarhús Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. (Ljósm: G. S.) Guðmundur á Núpi, formaður Kaupfélagsins Þór á Helluí litur inn í nýja húsið hjá „nágrann- anum“. Afli frekar tregiir hjá trilliíbátiiffl Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Trillubátar hafa róið héðan frá Ólafsfirði flesta daga vikunnar, en afli er frekar tregur. Þó fékk ein trillan einn góðan róður á fimmtu daginn og fiskaði fimm þúsund pund. Ms. Gunnólfur landaði hér sídastliðinn miðvikudag þrjátfu og sjö iestum af fiski eftir viku útivist. Ms. Sigurður landaði 39 i lestúm í fyrradag. Afli er heldur að glæðast hjá togveiðibátunum. B.S. Safnhús Willnmsens, eins knnnasta lisf amanns Dana, vígt í Frederikssund I gær opnaði Bæjarbókasafn Reykjavíkur nýtt útibú að Hólm- garði 34. Safnið er á annarri hæð hússins og eru húsakynni björt og vistleg. Fyrst um sinn verð- ur safnið opið þrjá daga í viku. Bækur eru flokkaðar eftir efni og liöfundum innan hvers flokks, ,vo að auðveldar að finna bækur ,em beðið er um. Rúmgóð les- stofa er inn af bókaherberginu og eru þar sæti fyrir þrjátíu og tvo. — Yfirbókavörður Bæjarbóka safnsins, Snorri Hjartarson sagði1 að lesstofan væri aðallega ætluð börnum. Um fjögur þúsund bindi eru nú þegar í útibúinu að Hólm- garði en það verður fyrst um sinn opiö þrisvar í viku, a mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um, kl. 5—7 alla dagana. Ólafur Hjartar, sem lokið hefir bókavarðarprófi í London mun hafa yfirumsjón safnsins en Guð-; mundur Magnússon kennari sér j um lesstofuna og barnabækur sem 1 geymdar eru þar. Snorri Hjartarson sagði mikla vinnu liggja í því að koma slíku ; safni á fót. Byrjað hefði verið 'að undirbúa stofnun þessa útibús fyr ir ári síöan. Nokkuð er nú síðan Bæjarbókasafnið flutti í Esjuberg við Þingholtsstræti, og kvað yfir- bókavörður þau húsakynni hin á- kjósanlegustu. Auk hins nýja úti- bús í Hólmgarði 34 eru tvö önn- ur útibú starfandi. Annað að Hofs- vallagötu 16, en hitt í Efsta- sundi 26. Hægur en góður vorbati Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Jón Engillíerts listmálari vertJur vilSstaddur vigsluna af Islands hálfu Næstkomandi mánudag, 15. apríl verður vígt í Frederik- sund í Danmörku listasafn J. F. Willumsens, en ríkið hefir reist þetta safnhús yfir verk Willumsens, sem talinn er mesti meistari norrænnar myndlistar á þessari öld, ásamt Norð- manninum Edvard Munch. Þetta er eina safnið fyrir utan Thorvaldsenssafnið, sem danska ríkið hefir reist einstökum manni. f tilefni af vígslu safnsins verð- ur mikið um hátíðahöld, og hefur verið boðið til listamönnum frá öllum Norðurlöndum. Héðan hef- ur Jóni Engilberts listmálara ver- ið boðið, og fór hann utan á laug ardaginn, ásamt honu sinni, og verður gestur Dana við opnun safnsins. Jón mun flytja ávarp við vígslu safnsins, og hefur stjórn Banda- lags ísl. listamanna ennfremur falið honum að flytja þar kveðju frá íslenzkum listamönnum. ' J. F. Willumsen, sem safn þetta er helgað, er fæddur 1863 og er hann enn á lífi og dvelst nú í Cannet í Frakklandi. Það hefur löngum verið draumur listamanns- ins, að þetta safn kæmizt upp, og árið 1943 gaf hann danska ríkinu öll verk sín, er enn voru í eigu hans, og þau, sem síðar kynnu að verða tii, en Willumsen er kunnur á öllum sviðum myndlist ar, málverkum, höggmyndum, lito grafium, tréskurðarmyndum og svartlist, og hefur einnig gefið sig mikið að listiðnaði, svo sem kera mik, og teikningu að fögrum silf- Urmunum. Frægasta myndhöggv- araverk hans er talið vera „Hörup- monumentet“ í Kongens Have. Langan hluta listamannsæfi sinnar hefir Willumsen verið bú- settur í Frakklandi, Ítalíu og á Spáni, og lengst af í Nizza. Hann hefur víða ferðast, m.a. til Afríku og Ameríku. Um hann hefur stað ið styrr heima í Danmörku. Auk þess sem safn hans verður helgað hans eigin verkum — og það verður meginhiuti þess — þá verður það einnig deild fyrir verk ýmissa frægra evrópiskra meist ara, sem Willumsen hefir safnað á langri ævi, en þau gaf hann ríkinu einnig. Þessi umdeildi, en frægi meistari, sér nú draum sinn rætast, er safn hans verður vígt Forseti þingsins las upp kon- ungstilskipan um þinglausnir og nýjar kosningar 14. maí, og verði engin stórtíðindi mun þingið ekki koma saman fyrr en að kosning- um loknum. Kosið 21. maí í Færeyjum. Elkjær Hansen, ríkisumboðs- maður í Færeyjum hefir sam- kvæmt sérstökum lögum um þing Hér hefur þíðviðri haldizt að . mestu undanfarið, en lítilsháttar j næturfrost verið öðru hvoru. — I Snjór hefur sigið mikið og kom- I in nokkur jörð fyrir búfénað. Má ! segja að þetta sé hægur en góður vorbati. B.S. Skátaf élag stofnað í Kópavogi Eldri skátar og aðrir áhuga- menn um skátamálefni hafa ákveð ið að endurvekja skátafélagið Kópar í Kópavogi. Hafa þeir boðið til -fundar í barnaskólahúsinu við Skólastíg í dag. Er gert ráð fyrir, að eldri skátar mæti kl. 2 e.h., en yngri skátar 11—17 ára kl. 3,30 síðd. kosningar í Færeyjum, ákveðið að þar skuli kosningarnar fara fram 21. maí. í Færeyjum er bú- izt við lítilli þátttöku í kosning- unum, þar sem verulegur hluti hinna 18 þús. kjósenda þar, fiski- mennirnir, eru dreifðir á fjarlæg- um fiskislóðum um þetta leyti árs, einkum við ísland og Græn- land. — Aðils Danska þingið lýkur þingstöríum kjörtímabilsins meS körðum nmr. Kosningadagurinn ákveSinn 21. maí í Færeyjum Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn í gær. í gær lauk fólksþingið störfum og var slitið. Lauk þinginu með hörðum stjórnmálaumræðum. Er þar með lokið því þing- tímabili, sem hófst eftir kosningarnar 1953, og nú fara kosn- ingar í hönd og nýtt þing kemur saman að þeim loknum. Köífuuol i er o.om vinsæl iþroft hér á landi og er stunduó af mörgum. Fyrir nokkru síðan voru settar upp körfur í Vesturbænum, eóa nánar tiltekió hfá Se'svör. Þangað koma ungir Vesturbæingar og æfa sig. —* Myndin er tekin þarna vesturfrá fyrir nokkrum dögum. Ljósm: Jón Magnússon. Þeir leika körfubolta Emi ríkir mesta óvissa um raunveru- legan gang málanna í Jórdaníu Múgur á götunum hrópar ókvæ'ðisorð um Eisenhowers-kenninguna Amman - LONDON, 13. apríl — í morgun fór mikill fjöldi manna í mótmælagöngu um götur Amin an í Jórdaníu og hrópuðu marg- ir ókvæðisorðum um vestræn ríki sér í lagi um hina svoköll- uðu Eisenhowers-kenningu, sem gerir ráð fyrir stórfelldri efna hags- og hernaðaraðstoð til land anna við botn Miðjarðarhafsins. Ekki kom til neinna átaka. Enn er stjórnarkreppan óleyst og raunar ríkir hin mesta óvissa um hvað raunverulega er að ger ast í landinu. Hussain konungur mun hafa falið innanríkisráð- herranum í fyrrv. stjórn að gera tilraun til stjórnarmyndunar. —> Óvíst er um árangur. ---------------------- ^ Háskólatónleikar i kl. 5 í dag í dag, pálmasunnudag, kl. 5 e.h.„ verður fluttur í hátíðasal háskól- ans af hljómplötutækjum skólans síðari hluti Hámessunnar í h-moll eftir Bach. Hljómsveit, kór og ein- söngvarar frá Vínarborg flytja undir stjórn Hermanns Scherch- ens. Dr. Páll ísólfsson mun skýra verkið. — Öllum er heimill ókeyp- is aðgangur. ---------------------------1 Fulltrúi íslenzkra flugmanna sótti alþjóðlegt flugmannaþing til Aþenu Dagana 13. til 21. f. m. var haldið í Aþenu 12. ársþing al- þjóðasambands atvinnuflugmannafélaga, IFALPA, og sátu. það rúmlega 40 fulltrúar 20 þjóða. Alþjóðasamband þetta hefir innan sinna vébanda yfir 16000 flugmenn. Fulltrúi Fé- lags íslenzkra atvinnuflugmanna (FÍA) á þinginu var Ragnar Kvaran. Fjallaði þing þetta um hvers- konar öryggismál flugs, samræm- ingu á gerð og fyrirkomulagi ör- yggisútbúnaðar flugvéla og flug- valla, fjarskipta og veðurþjón- ustu. Fjallað var einnig um vanda- mál þau er skapast við rekstur þrýstiloftsflugvéla, og leysa þarf áður en slíkar flugvélar verða almennt notaðar í farþegaflugi, en þess má geta, að áður en þrýsti loftsflugvélar verða teknar í not- kun þarf að fullkomna mjög allan útbúnað flugvalla, gerbreyta fyrir komulagi og starfsaðferðum flug- umferðastjórnar, fjarskiptaþjón- ustu og veðunþjónustu. Þá lét þingið m.a. til sín taka hagsmunamál atvinnuflugmanna, stéttar. Á alþjóðavettvangi er félags- skapur þessi málsvari flugmanna og lætur æ meira að sér kveða. Hefur alþjóða flugmálastofnunin, ICAO, gefið honum vaxandi gaum, enda eru stöðugt starfandi að ýmsum viðfangsefnum sérfræði- nefndir flugmanna, sem sitja reglulega fundi á vegum ICAO, sem ráðgefandi fulltrúar. Flugfé- lögin sýna, sem vænta má, yfir- leitt áhuga fyrir starfsemi þess- arra samtaka, enda veita þau nær undantekningalaust fulltrúum og starfsnefndum launuð frí frá störfum og fríar ferðir í sam- bandi við starfsemi á vegum sam takanna. Þingið naut hinnar heztu fyrir greiðslu gríska flugmannasam- bandsins og grískra stjórnarvalda, og Flugfélag íslands og gríska flugfélagið TAE veittu fulltrúa FÍA ferðir til og frá Aþenu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.