Tíminn - 18.04.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323 og 81390. Tíminn ílytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni. 41. árgangar. Reykjavík, fimmtudaginn 18. apríl 1957. mni í blaðinu í dag: Viðtal við Baldur Edwins, listmálara, bls. 5. Bréf Gerhardsens til Bulganins, bls. 6. Pétur Sigfússon segir fréttir frá Yampadal, bls. 7. 90. blað. Mjög auknar vonir að semjist um afvopnun Samkomulag um Súez-skurð ekki enn vonlaust, segir Eisenhower Washington, 17. apríl. — Eisenhower forseti skýrði blaða- mönnum svo frá í dag, að hann hefði fengið fregnir frá Harold Stassen íulltrúa Bandaríkjanna á fundi afvopnunarnefndar S.Þ. í London þess efnis, að mjög vænlega horfði um að sam- komulag kynni að takast um afvopnun. Að minnsta kosti taldi Stassen öruggt, að þær umræður, sem nú færu fram um af- vopnun, færu fram í meiri alvöru og meiri einlægni en nokkru sinni síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. IWaður deyr af voða skoti í Jökulsárhlíð Það slys varð fyrir tveim dög um að Torfastöðum í Jökulsár hlíð, að ungur maður varð fyrir voðaskoti og beið bana. Hét hann Stefnir Jónsson, sonur bóndans á Torfastöðum. Hann var ókvænt ur. Menn vita ekki með vissu hvernig þetta hefir að höndum borið, en skotið mun hafa Ient í brjóstí mannsins og hann látizt þegar. Hann fannst á víðavangi nokkru siðar._________________ Dalvíkurbátar af la vel Dalvík 15. apríl. — Afli línu bátanna hefir yfirleitt verið góð ur síðustu viku, allt upp í 5,5 lest ir í róðri. Fyrir helgina veiddust 50 tunnur af loðnu hér austur með sandinum, og er hún notuð til beitu. Snæfell landaði hér s. 1. föstu dag rúmum 50 lestum af ísfiski til vinnslu í frystihúsinu. PJ Ríki þau, sem eiga fulltrúa í af- vopnunarnefndinni, eru Bandarík- in, Sovétríkin, Bretland, Frakkland og Kanada. Jules Moch, sem er fulltrúi Frakka í nefndinni, sagði fyrir nokkrum dögum, að hann teldi meiri vilja til samkomulags á f undum nef ndarinnar nú en áður hefði verið. Ekki þrautreynt við Egypta. Eisenhower ræddi einnig Súez- deiluna við blaðamennina. Hann kvað stjórn sína enn mótfallna því, að deilan yrði á ný lögð fyrir ör- yggisráðið, þótt svo kynni að fara að lokum. Hann teldi þó ekki útséð um það, að samkomulag næðist ekki Við Egypta um rekstur skurð- arins í þeim samningum, sem nú standa yfir milli Bandaríkíástjórn- ar og egypzku stjórnarinnar. Siglingar á Akabaflóa. Forsetinn kvað viðræður þessar fara fram á grundvelli þeirra sjón- armiða, sem samþykkt voru af ör- yggisráðinu á s. 1. hausti. Varðandi Akabaflóa og siglingar um hann, sagði forsetinn, að Bandaríkja- stjórn myndi styðja það að flóinn yrði alþjóðleg siglingaleði, svo framarlega sem alþjóðadómstóll- inn í Haag kvæði ekki upp úrskurð um að slíkt bryti í bága við al- þjóðalög. SéS til austurs af tindi Hattar. Næst sést hvass fjallrani en fjær sést út á Héraðsflóa. Þoka yfir hafinu. 10 menn úr Egilsstaðakauptóni íóni á Árshátíð Framsókn- snjébíl upp á Hött, 1108 m faáan I<eiíSangursmenn ur<$u þó aft ganga 150- metra sí'ðast á sjálfan tindinn -200 Frá fréttaritara TÍMANS á Egilsstöðum, 9. apríl. Um síðustu helgi fórum við, tíu íbúar héðan úr Egilsstaða- kauptúni í allsögulegt og óvenjulegt ferðalag, en það var fjallaferð á snjóbíl og ferðinni heitið upp á Hött, sem er 1106 metra hár og meðal hæstu fjalla hér á Austfjarðahálendinu, milli Héraðs og Fjarða. Stóraukin þörf í Bretlandi f yrir ! vísindamenn og verkfræðinga Bretar fæddir eftir 1940 þurfa ekki a$ gegna herskyldu. Dregið úr hergagnaframlei^slu Lundúnum, 17. apríl. — Landvarnamálaráðherra Breta Macleod gaf í dag brezka þinginu skýrslu um ýmislegt, er varðar breytingar á landvörnum Breta. Hann upplýsti, að þeir, sem fæddir eru 1940, myndu ekki kvaddir í brezka herinn, þótt þeir lagalega yrðu hins vegar áfram skyldir til þess. Bretar fæddir eftir 1940 myndu ekki verða skyldir lögum samkvæmt til að gegna herþjónustu. Hann tók einnig fram, að aðeins myndi þörf fyrir helming þeirra 570 þús. manna, sem nú væru skyldir til herþjónustu. Hins vegar yrði stór- aukin þörf fyrir vísindamenn og verkfræðinga. Káðherrann ræddi einnig þær breytingar, sem leiða myndu af Tvö innbrot ífyrrinótt Tvö innbrot voru framin hér í fyrrinótt. Brotizt var inn í sælgæt isbúð í Brautarholti og stolið það an vindlum, vindlingum og sæl gæti, þar á meðal nokkru af páska eggjum. Hitt innbrotið var í Coca Cola verksmiðjunni í Haga. Brotin var upp lítill peningaskápur og stolið þaðan fjögur hundruð krón um í skiptimynt. stefnu stjórnarinnar í landvarna- málum. Framleiðslan í flugvélaiðn- aðinum myndi dragast mjög saman og 15 þús. manna missa þar at- vinnu sína á næstu mánuðum. Sama myndi gerast í nokkrum öðr- um greinum hergagnaframleiðsl- unnar. Þetta starfsfólk myndi þó eiga auðvelt með að finna nýja at- vinnu, en það kynni að valda því nokkrum óþægindum í bili og marg ir kynnu að verða að flytja búferl- um til annarra staða. Flugskeyti handa Þjóðverjum. Selwyn Lloyd var einnig spurður um afstöðu brezku stjórnarinnar til þess að V-Þjóðverjar fái flugskeyti og önnur kjarnorkuvopn. Ráðherr- (Framhald á 2. síðu). Ekið var upp Fagradalsbraut og síðan út af henni utan við Egils- staðaháls. Þaðan var haldið inn all an Háls og austan við Rauðshaug, sem er vestan i hálsinum. Þaðan var tekin bein stefna inn Aura á Höttinn. Gengu síðasta spölinn. Ekki komst snjóbíllinn þó alla leið upp á fjallstind, og urðum við að ganga 150—200 metra síðast á tindinn sjálfan. Af tindinum var hið fegursta útsýni, veður hið bezta, logn og blíðviðri. Herðubreið blasti við í vestri, og fjallasýn til norðurs var sérlega góð. Við sáum allt norður að Námaskarði við Mý- vatn. Hrikalegt Austfjarðalandslag. í austri sást gerla hvernig f jöllin milli fjarðanna, Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar, Norðfjarðar og Reyð- arfjarðar, mynduðu hið hrikalega og margbrotna Austfjarða-landslag, því að við vorum í svo mikilli hæð, að vel súst niður í firði milli fjall- anna. Mannabein f innast í Gilsárteigi Fyrir fáum dögum fundust mannabein, að því er virðist mjög gömul, hjá bænum Gilsár teigi í Eiðahreppi. Þar hafði ver ið grafið fyrir húsi s. 1. haust, og í leysingum í vor hefir runn ið nokkuð úr grunninum, og komu beinin þá í ljós. Mun sýslu manni og fornminjaverði nú hafa verið tilkynnt um beinafundinn og verða þau vafalaust rannsök uð. Það, sem fundizt hefir, er hauskúpa af manni, leggir og fleiri bein. Ekki er vitað til að kirkja eða grafreitur hafi verið í Gilsárteigi. Til norðurs lá Fljótsdalshérað fyrir fótum okkar og gerla sást út á Héraðsflóa, en þoka lá yfir haf- inu. Ánægjuleg ferð. Ferðin var hin ánægjulegasta og í alla staði vel heppnuð. Bílstjóri á snjóbílnum var Gunnar Gutt- ormsson, en ljósmyndir þær, sem hér fylgja með, tók St^inþór Eiríksson. Þótt leiðangursmenn losnuðu að mestu við svita og strit, sem fjall- göngum fylgja venjulega, var þessi fjallkeyrsla ógleymanlegt ævintýr þeim, sem þátt tóku í henni. ES. arm. í Arnessýsfii Árshátíð Framsóknarmanna f Árnessýslu verður haldin í Sel- fossbíó síðasta vetrardag og heíst klukkan 9,30 stundvíslega. Dag skrá samkomunnar er sem hér segir: Ávarp flytur Ágúst Þor- valdsson, alþingismaður, einsöng ur Sigurður Ólafsson, ræða Síg urvin Einarsson, alþingismaður. Einnig verður sýndur leikþáttur og loks verður dansað. SigurðUr Ólafsson mun syngja með hljóm sveitinni. Fundur F. R. um húsnæðismálin Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund þriðjudaginn 23. apríl í Tjarnarkaffi kl. 8.30 siðd. Umræðuefni fundarins verða húa næðismálin og frumvarp það til húsnæðismálalöggjafar, sem nú. liggur fyrir Alþingi. Ftmdurina mun verða auglýstur nánar í úí varpi næsta þriðjudag. kemur ekki út næst fyrr en eftir páska, næsta blað kem- ur miðvikudaginn 24. apríi. Leiðangursmcnn á tindi Haffar Snjóbíllinn skríður upp bratfar hlíðar Hattar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.