Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 1
Fylgisí með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni. 41. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 19. maí 1957. Inni í blaðinu £ dag: **1 „Hreiðra sig blikinn og æðuria fer", bls. 5. Vaxandi álit Macmillans, bls. 6. SkrifaS og skrafað, bls. 7. i 111. blað. Sölnfélag garSyrkjumanna opnar sérverzlun með garðyrkjuvorur Fyrsta verzlunin sinar tegundar hérlendis í gær opnaði Sölufélag garðyrkjumanna nyja verzlun að Reykjanesbraut 6 hér í bæ. Þar verður verzlað með garð- yrkjuvörur eingöngu, og er þetta fyrsta sérverzlunin í þessari grein, sem hér starfar. Sjálfstæðismenn játa, að sérstjórn seðlabankans sé spor í rétta átt Bretadrottning og maður hennar á leið til Khafnar London, 18. maí. Elísabet Breta drottning lagði í morgun af stað frá London til Hull ásamt i'öru- neyti sínu. Þar dvelst hún í dag og skoðar borgina, en í kvöld gengur hún á skipsfjöl ásamt manni sínum, Filippusi prins, en þau fara með drottningarsnekkj Hamast gegn bankafrumvörpunum aðeins til þess a$ halda í óeolilega valdaaostöfoi Hermann Jónasson, forsætisráðherra, gerði grein fyrir bankafrumvörpunum við 1. umr. Bankamálafrumvörp ríkisstjórnarinnar voru til 1. umræðu í neðri deild í gær. Hermann Jónasson, forsætisráðherra, fylgdi þeim úr hlaði með ræðu, en síðan tók Ingólfur Jónsson til máls. Vakti það athygli í ræðu hans, að hann lýsti yfir, að Sjálfstæðismenn teldu að það væri spor í rétta átt til að ..... I trevsta íiármálakerfi þjóðarinnar að setia seðlabankann und- unm Bntanma 1 opmbera heim- . , , , ,., «, jí •**. *'V ¦*_•»•.* e%a sókn til Danmerkur. (ir serstaka stjorn. Þetta er emmitt aðalatnði frumvarps rikis- stjórnarinnar um Landsbankann. Sést þá, að andstaða Sjálf- stæðisflokksins gegn frumvörpunum er aðeins byggð á ótta ! þeirra við að missa völd sín yfir tveim aðalbönkum þjóðar- innar. Málefnalegri er andstaðan ekki. 1 Verzlunin er í nýju húsi, sem sölufélagið hefir látið byggja á undanförnum tveimur árum. Húsið er 600 fermetrar að stærð, með kæligeymslum í kjallara, rúmgóðu verzlunarhúsnæði og skrifstofum. Verzlunin sjálf er innréttuð að ný- tízkusniði, og er öllu þar haganlega fyrir komið. Þar verða hvers kyns garðyrkjuvörur á boðstólum, fræ, varnarlyf og garðyrkjuáhöld. Þessi nýja verzlun er hin fyrsta hérlend is sem eingöngu selur garðyrkju- vörur. Framkvæmdastjóri " Sölufélags garðyrkjumanna er Þorvaldur Þor- steinsson, og mun hann einnig veita hinni nýju verzlun forstöðu. Wyszynski sæmdur kardínálahatti Rómaborg, 18. maí. — Píus páfi XII. sæmdi í dag Wyszynski kardl- nálahatti, sem ný- kominn er til Rómaborgar til að þiggja hattinn. Hann var skipað- ur kardínáli árið 1953, en komst ekki til Róma- borgar, þá vegna þess að hann var handtékinn af kommúnistum skömmu síðar. S j álf stæðisflokkurinn skyldusparnaði til heimi Býr til yfirvarpstillögu um „frjálsan sparnaí" til íbuðabygginga en undanskilur a<S veftdeild < Bánaíarbankans fái hluta hans Önnur umræða um frumvarp stjórnarinnar um húsnæðis- málastofnun, byggingasjóð ríkisins, sparnað til íbúðabj'gginga 0. fl. var í efri deild í gær og lá þá fyrir álit minnihluta heil- brigðis- og félagsmálanefndar, Sjálfstæðismanna, sem þeir urðu að fá frest til að skila í fyrradag, en meirihlutinn hafði áður lagt frain sitt álit. — Það er merkilegast við þetta minnihlutaálit, að Sjálfstæðismenn leggjast gegn skyldusparn- aði til heimilamyndunar, en það atriði hefir einmitt fengið sér- staklega góðar viðtökur hjá almenningi og þótt hið merkasta nýmæli. leggst gegn lismyndunar Um þetta atriði segir svo í álit- inu: „Minnihlutinn telur ákvæði frumvarpsins um skyldusparnað ekki vænleg til að hafa sérlega mikla þýðingu fyrir útvegun fjár til íbúðalána". Þannig leggst Sjálf- stæðisflokkurinn gegn merkilegu nýmæli um að ungt fólk í sveit og við sjó tryggi framtíð sína og leggi nokkuð til hliðar í skyldusparnaði, sem er tryggður gegn verðfalli og geymdur á háum vöxtum, til þess að mynda heimili síðar. Unga fólkinu í sveitunum „gíeymt" ^Hins vegar kemur minnihlut- inn með sýndartillögu um svo- néfndan „frjálsan, samningsbund- irin sparnað til íbúðabygginga". Hins vegar er í breytingartillög- um þessum ekki gert ráð fyrir, að veðdeild Búnaðarbankans fái hluta af þessari sparifjársöfnun, og er því kippt burt þeim mögu- leika, að ungt fólk í sveitum safni sparifé til beimilismyndunar í veðdeild Búnaðarbankans og tryggi sér um leið rétt til veru- legra lána úr deildinni, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sýnir Sjálfstæðisflokkurinn þann ig ene einu sinei hug sinn til sveitanna og setur þær skör lægra en kaupstaðina. Bandaríkjastjórn kynnir sér afvopnun- ssa Washington, 18. maí. — Harold Stassen, aðalfulltrúi Bandaríkja- manna við afvopnunarumræðurn- ar í London, sem nú er kominn vestur um haf, ræddi í dag við Dulles utanríkisráðherra. Dulles lét svo um mælt, að fundi þeirra loknum, að Bandaríkjastjórn væri nú að kynna sér þær tillögur, er komið hefðu fram á fundi nefnd- arinnar, þ. á m. tillögur Rússa. Guy Mollet Hermann Jónasson, forsætisráð herra, minnti á, að bankamála- frumvörp þessi væru byggð á mál efnasamningi ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir breytingum á bankalöggjöf landsins fyrst og fremst þeim, að setja seðlabank- ann undir sérstaka stjórn, enda væri það aðaltilgangurinn með frumvarpinu um Landsbankann. Með því Væri seðlabankinn gerð- ur sjálfstæður, þaf sem honum væri sett sérstök stjórn. Um þenn an aðskilnað seðlabankans og við- skiptabankans hefði oft verið rætt áður, enda tíðkaðist það víða ann- ars staðar. Stjórn seðlabankans í frumvarpinu væri Landsbank inn þó ekki gerður að tveim stof n unum, sagði forsætisráðherra, heldur að tveim sjálfstæðum deildum. Seðlabankinn hefði sér staka stjórn, en yfir Landsbank anum öllum væri bankaráð fimm manna, f jögurra kosna af Alþingi og formanni skipuðum af ráð- herra. Þetta bankaráð réði síðan þrjá bankastjóra fyrir viðskipta- bankann, en í stjórn seðlabank- ans yrðu aðalbankastjórinn, sem skipaður er af forseta íslands að fengnum tillögum bankaráðs; bankastjóri, sem ráðinn er af bankaráði, og þrír menn sem skipaðir eru af ríkisstjórninni eftir tillögum bankaráðs. Meiri áhrif í peningamálum Með því að skilja þannig að stjórn seðlabankans og sparisjóðs- deildar Landsbankans, sagði for- sætisráðherra, væri ætlunin að tryggja það, að stjórn seðlabank- ans gæti betur en verið hefir beitt áhrifum sínum í peningamálum, enda væri stjórn bankans fengið mjög víðtækt vald í þessum efn- um, m. a. með valdi til eftirlits og íhlutunar um rekstur sparisjóða. Guy Mollet kreíst traustsyíirlýsingar viS afgreiðslu í járlaganna London, 18. maí. — Guy Mollet, forsætisráðherra Frakka, hefir farið þess á íeit við neðri deild franska þjóðþingsins, að hún samþykki traust á stjórnina í sambandi við fjárlagafrum-'félagið "útvegsbanki íslands varp hennar. I ræðu, sem Mollet flutti í sam- bandi við tilmæli þessi, sagði hann að ekki kæmi til mála að grípa til gengislækkunar. Undanfarið hafa ihægri flokkarnir ymprað á því að I gengislækkun væri óhjákvæmileg og síðustu dagana hafa slíkar kröf- ur orðið háværari. Mollet sagði, að gengislækkun myndi hafa mjög slæmar afleiðing- ar og kæmi verst niður á verka- lýðnum 0 Stjórn seðlabankans er samkv. framvarpinu allsjálfstæð, enda eru þessir trúnaðarmenn ráðnir þannig, að einn er skipaður af ríkisforseta, þ. e. ríkisstjórninni, annar ráðinn af bankaráði og þrír skipaðir af ríkisstjórninni eftir tillögum bankaráðs. Það væri því í raun og veru löggjaf- arvaldið sjálft, sem veldi fjóra þessara trúnaðarmanna, þar sem fjórir af fimm bankaráðsmönn- um eru kosnir af Alþingi. Vald stjórnar seðlabankans yrði þó f öllum stærri málum bundið sam- ráði við ríkisstjórnina. Kosið nýti bankaráð Forsætisráðherra taldi rétt afí taka það fram, að þar sem um all- víðtæka skipulagsbreytingu væri að ræða á Landsbanka íslands væri mælt svo fyrir í frumvarpinu að Alþingi kjósi nýtt bankaráð, þegar lögin hafa öðlazt gildi. Hið nýkjörna bankaráð sæi síðan um að framkvæmdastjórn bankans yrði komið í það horf, sem lögin mæltu fyrir. Af hinni breyttu skip an leiddi einnig að sjálfsögðu, að umboð núverandi bankastjóra hans féllu niður í því formi, sem það er nú. 1 Útvegsbankinn hreinn ríkisbanki Þá ræddi forsætisráðherra nokk uð um frumvarpið um Útvergs- bankann. Hann sagði, að bankinn hefði verið hlutafélag, en 87,69% af hlutafé bankans ríkiseign. Þar sem þessu fjiármagni fylgdi fullur atkvæðisréttur yrði reyndin sú, að ráðherra sá, sem fer með banka- málin, réði því raunverulega einn, hverjir væru kosnir í bankaráð og þá um leið hverjir verða banka- stjórar. í eigu bankans væru 8,11 % af hlutafé hans en í eingaeign aðeins 4,20%. Með hliðsjón af þessu væri eðli- leg't, að ríkið æ'tti allt hlut«-)féð og bankinn yrði ríkisbanki, eins og frumvarpið gerði^ ráð fyrir, en lyti þó sérstakri stjórn eins og aðrir viðskiptabankar. — Ríkisstjórnin beitti sér því fyrir þessari breyt- ingu. Þess vegna væru og í frumv. fyrirmæli um eignarnám á þeim hlutabréfum, sem eru í einkaeign, og ríkisstjórnin teldi nauðsynlegt, að þetta eignarnám færi fram þeg ar eftir gildistöku laganna og nluta hf. leggist niður, en hinn nýi ríkis- banki verði stofnaður. Á hið ný- kjörna bankaráð þá þegar að taka við stjórn bankans, en þegar bank inn yrði ríkisbanki væri nauðsya- legt að setja um hann heildarlög- gjöf sem slíkan, enda hefði lög- (Frambald á 2. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.