Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, suimudaginn 19. maí 1957, Otgefandl: FramióknarflokkwrlBM Ritstjórar: Haukur Sncrraso*, Þórarinn Þórarinsaon (ák). Skrifstofur í Edduhúsinu viB Lindargötu Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðaznenx). Auglýsingar 82523, afgreiBsla 2321 Prentsmiðjan Edda hf. Almenn lífeyristrygging SÍÐASTL. ffiiðvikud^g kom tillaga Framsóknar- manna um stofnun almenns lífeyrissjóðs til 1. umr. í Sameinuðu Alþingi. Ólafur Jóhannesson prófessor hafði orð fyrir flutningsmönnum og flutti glögga og athyglis- verða ræðu, eins og vænta mátti. Hér þykir því rétt að rifja upp nokkur atriði úr ræðu hans. Um málið almennt sagði Ólafur m. a: „Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur verði til að andæfa því, að það sé æskilegt og réttmætt, að landsmenn allir hvar í stétt sem standa geti notið lífeyristryggingar og þess öryggis, sem þeim er samfara, og þeirra hlunn- índa, sem þeim hafa fylgt og munu fylgja. Ég býst varla við, að nokkur dragi í efa, að hér sé um fullkom- ið réttlætismál að ræða. Og ég skal því ekkert fjölyrða um það hér. Hinu get ég frek ar búist við, að því verði svar að til, að almenn lífeyris- trygging landsmanna allra sé þegar komin á, hún eigi sér stað samkvæmt lögunum um almannatryggingar. Og ennfremur, að dregið verði í efa af öðrum, að þetta rétt- lætismál sé framkvæman- legt eins og sakir standa.“ ÓLAFUR minntist síðan hánara á þessi atriði. Hann sýndi fram á, að örorku- og ellilífeyrir almannatrygg- inganna nær of skammt. Hitt er svo rannsóknarefni, hve meira sé hægt að gera. Hann sagði síðan: „Þessi tillaga felur aðeins í sér ósk eða áskorun til rík- isstjórnar, að hún láti fram fara alhliða og gagngera at hugun á þessu máli. Til slíkr ar athugunar mundi væntan ]ega vera skipuð nefnd, sem fengi sér til aðstoðar og ráðu neytis sérfróða menn um þessi mál og hefði vafalaust samráð við stéttasamtökin. Vera má að niðurstaða þeirr ar athugunar verði sú, að ekki sé tiltækilegt eins og.sak ir standa að stofna til líf eyristryggingar fyrir lands- menn alla. Vera má að at- huguðu máli þyki réttara að stofna til þeirra trygginga 1 eins konar áföngum eins og átt hefir sér stað að und anförnu. En hvað sem um það verður, þá er ég fyrir mitt leyti alveg viss um, að þróunin stefni í þá átt, að hér verði teknir upp lífeyris- tryggingar fyrir landsmenn alla. Og það mun verða fyrr en seinna.“ AÐ LOKUM fórust Ólafi orð á þessa leið: „Þessi mál eru í deigl- unni víðar en hér. Er þess skemmst að minnast, að 1 einmitt nú standa yfir mikl ! ar umræður í Svíþjóð um , tryggingar. Má sjálfsagt eitt | hvað græða á því að fylgjast með og kynna sér hvernig málum þessum verður skip- að þar eða með öðrum þjóö um. Vera má að með tillögu þeirri, sem hér liggur fyrir sé stefnt hærra en þar. En íslenzk félagsmálalöggjöf mun einmitt vera í fremstu j röð. Og það væri vissulega ánægjulegt, ef íslendingar ' gætu gengið í fylkingar- brjósti í þessu efni og lyft merkinu hærra en aðrar þjóð ir. Verði talið framkvæman- legt að stofna nú til lífeyris sjóðs fyrir landsmenn alla, er tryggi þeim svipuð rétt- indi og sjóðfélagar njóta hjá hinum sérstöku lífeyris sjóðum, þá er ég ekki í vafa um, að stigið er stórt spor í jafnræðis- og framfaraátt. Aðalatriðið væri auðvitað hið almenna öryggi, sem mönnum væri tryggt í elli- inni og vegna fráfalls fyrir- vinnu. En jafnframt er rétt að vekja athygli á og leggja áherzlu á þá stórkostlegu þýð ingu, sem varanleg fjár- magnsmyndun h j á slíkum sjóði gæti haft. Lánveiting- ar úr honum gætu síðar létt undir með mönnum með hlið stæðum hætti eins og hinir sérstöku lífeyrissjóðir hafa létt undir með sjóðfélögum sínum. Slíkur sjóður gæti t. d. vafalaust létt undir hinu almenna veðlánakerfi. Bændur og framleiðendur gætu sjálfsagt, ef þeir væru tryggðir, notið hliðstæðra lána.“ Að ræðu Ólafs lokinni var tillögunni visað til allsherj arnefndar. Ber að vænta þess, að hún hljóti þar góðar undirtektir. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að afgr. tillöguna á þessu þingi. Margur heldur mann af sér MORGUNBLAÐIÐ ræðst harkalega í gær gegn nýju bankafrumvörpunum og kemst. m.a. svo að orði, að þar sé um „hreina ofsóknar- herferð“ að ræða. Tilgangur inn sé að leggja taankana und ir stjórnarliðið, koma gæðing um í stöður og nota bank- ana pólitískt. Allt er þetta að sjálfsögðu sagt út í bláinn, því að ekk- ert af þessu verður vitan- lega ráðið af frumvörpun- um sjálfum. Mest veltur að sjálfsögðu á framkvæmdinni og ætti Mbl. að spara sér alla slíka sleggjudóma, þang að til séð er, hver hún verð- ur. Um þessi skrif Mbl. virðist helzt mega segja, að marg- ur hyggur mann af sér. Það, sem Mbl. er að drótta að andstæðingunum, hefur Sjálf stæðisflokkurinn allt gert. Alit Macmillans hefur sívaxið síðan hann varð forsætisráðherra Sigurhorfur Verkamannafíokksies eru ekki eins bjartar nú og í stjórnartíð Edens Þó að Verkamannaflokk- urinn brezki hafi unnið nokk urn sigur í bæjar- og sveita- stjórnarkosningunum fyrir skömmu, ríkir ekki sama bjartsýni meðal forystu- manna flokksins eins og var eftir brottför Edens, er allt benti til þess, að stjórnin væri að leysast upp og riða til falls vegna innbyrðis ósam komulags. Ekki er þó erfitt að leita orsak- arinnar. Þar á hinn nýi forsætis- ráðherra Harold Macmillan megin hlutann og ekki verður annað séð en að ferill hans í embætti forsæt- isráðherra sé hinn glæsilegasti og árangursríkasti. Ýmsir segja, að hann stjórni Stóra-Bretlandi með aðstoð „þoku- kenndra yfirlýsinga“ og að hann sökkvi sér sjaldan niður i þau mál, er hann leggi fyrir brezka þingið. En ef til vill er þessi eiginleiki einn hinna mikilvægustu þátta, er gerir Macmillan kleift að vera bæði leiðtogi flokks og ríkisstjórn- ar. Macmilfan temur sér allt aðrar starfsaðferðir en Eden Óhætt er að fullyrða, að ekki lík ist Macmillan Eden að því leyti, að hann á það aldrei til að reyna að ákveða allt sjálfur eða að hringja til ráðherra sinna seint um kvöld eða um miðjar nætur til þess að vita hvort þeir hefðu staðið við skyldu sína, rétt eins og Stalin var vanur að gera. Macmillan ber hins vegar aðeins óskir sínar fram við ráðherra sína og lætur þá um að framkvæma hlutina og taka ábyrgð á þeim. Þetta er bandarísk venja, en sem kunnugt er var móðir Mae- millans bandarísk. Ef til vill er þetta eitt af því, sem hann hefir Iært af vini sínum, núverandi for- seta Bandaríkjanna, sem alltaf hef ir haldið fast við það sjónarmið að veita undirmönnum sínum eins mikið athafnafrelsi og mögulegt er, svo að þeir geti unnið sjálf- stætt. Macmillan forðast það einnig mjög að reyna of mikið á sig, en Eden hætti mjög til þess. Þannig hefir forsætisráðherrann mun betra tækifæri til að líta á vanda- málin í heild og kynna sér sjónar- mið þjóðar sinnar. Frægt er t.d. hvernig flokks- formaðurinn hefur notað völd og yfirráð Sjálfstæðis- flokksins yfir bönkunum til að koma tengdasyni, mági og öðru venzlaliði í æðstu stöður. Nokkurt dæmi um ráðstöfun Sjálfstæðismanna á lánsfé stofnana, sem þeir ráða, eru byggingalánin 24, sem Bjarni Ben. veitti Þor- leifi H. meðan hundruð manna gátu engan eyri feng ið til að eignast íbúð. Enginn sanngjarn maður mun harma, þótt það leiddi af hinni nýju bankalöggjöf, að eitthvað yrði dregið úr ofurvaldi þess flokks, sem hefur beitt því á slíkan hátt. Þeir menn, sem koma til með að ráða bönkunum í fram- tíðinni, munu vafalaust forð ast að taka sér þessa stjórn íhaldsins til fyrirmynd- ar, heldur láta klíkuskap þess og misbeitingu verða sér til varnaðar. Arartgur, sem Macmillan hefir þegar náð Macmillan hefir haft nokkra mánuði til að beita aðferðum sín- um, en ekki verður annað sagt en að árangurinn hafi orðið glæsileg- ur. Hin nýja varnarmálastefna Dun- can Sandys virðist ekki aðeins vera í samræmi við kröfur atómaldar, heldur einnig fjárhagsgetn lands- ins. í fjárlagafrumvarpi Thorney- crofte voru hátekjumönnum veitt- ar nokkrar skattaívilnanir og það hefir stjórnarandstaðan gagnrýnt harðlega. En menn eru yfirleitt sammála um, að fastlaunaðir menntamenn hafi til þessa orðið að bera ósann- gjaman hluta skattabyrðanna og það hafi verið tími til kominn að veita þeim skattaívilnun sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu. En síðast en ekki sízt hefir Mac- millan með viðræðum tekizt að bæta fyrir það skarð, er rofnaði í samskiptum Breta og Bandaríkja- manna, er Eden lagði í heríörina Bevan frægu til Egyptalands án þess að hafa nokkur samráð við banda- menn landsins aðra en Frakka. Hin bezta samvinna ríkir nú með Bandaríkjamönnum og Bretum um leið og báðir aðilar eru sammála um, að ekkert sé sjálfsagðara en að þeir myndi sér sjálfir skoðanir um hlutina, án þess að til sam- vinnuslita komi. Stærsta sigurinn hefir Macmillan þó unnið í sínum eigin flokki. Staða Macmillans í íhaldsflokknum íhaldsflokkurinn brezki hefir aldrei haft neina ákveðna og fast- mótaða stefnuskrá. Flokkurinn hef ir alla tíð verið eins konar valda- vél, sem haldið hefir verið saman af tryggðinni við hinn kjörna leið- toga. Ef þingmennina skortir traust til aðalleiðtogans, líður vanalega ekki á löngu þar til klofningur kemur upp í flokknum til tjóns og álitshnekkis. Til dæmis átti Eden í miklum Harold Macmillan erfiðleikum með hægri arm flokks ins. Eden varð að reyna að láta líta út sem hann væri íastur í sessi og bæri höfuð og herðar yfir alla aðra leiðtoga flokksins. Þess vegna treysti hann sér ekki til að víkja um þumlung fyrir kröfum Kýpur- búa um aukið sjálfsforræði. Staða Macmillans er hins vegar sú, að í hann þarf ekki að taka slíka af- stöðu. Þess vegna varð það hreint ekki svo alvarlegt áfall fyrir íhalds flokkinn, þó að Salisbury lávarð- ur segði af sér í mótmælaskyni við þá ákvörðun að látla Makarios lausan. Málið fellur í gleymsku innan skamms. Sama gildir um Súez-málið. Macmiillan skil- ur það, að það er honum og stjórn hans fyrir beztu að afleið- ingunum af ósigri Edens verði tek- ið sem fyrst, jafnvel þó að það kosti auðmýkingu fyrir Nasser og umheiminum. Þrátt fyrir nokkrar óánægju- raddir frá hægri armi flokksins leikur enginn vafi á því, að Mac- millan muni fá vilja sínum fram- gengt án þess að flokkurinn biði nokkurt tjón af. Vegur Bevans fer einnig vaxandi Ekki getur verkamannaflokkur- inn búizt við því að sigra fyrir- hafnarlaust í næstu kosningum og ekki verður sigurinn auðfenginn. En hér liggja aðrar ástæður að baki. Vegur Hugh Gaitskells, leið- toga stjórnarandstöðunnar hefir farið minnkandi að undanförnu í brezka þinginu vegna málefnalegs ósigurs í umræðum. Vegur An- eurins Bevans hefir hins vegar farið mjög vaxandi. Bevan er nýkominn úr ferðalagi til Indlands og hefir nú vakið mikla athygli á sér fyrir að halda ræður þar sem hann hefir ráðizt harkalega á Nasser. krafizt þess að vetnissprengjutilraunum verði hætt og að stáliðnaðurinn verði þjóðnýttur um leið og Verka- mannaflokkurinn komist aftur til valda. Margir eru á þeirri skoðun, að Bevan hugsi sér að færa sér í nyt ósigra Gaitskells að undanförnu og freista þess að ná forustunni í flokknum. Ef hann reynir það mun það vafalaust koma upp harð i vítugri valdabaráttu og Jclofningi, jsem gæti orðið Verkamannaflokkn j um dýrt og aukið sigurmöguleika • íhaldsflokksins að miklum mun. ' (Lauslega þýtt úr Information) Vertíðin í Þorlákshöfn varð svipaS og í fyrra og hásetahlutar Iíkur Vertíðinni hér í Þorlákshöfn lauk um síðustu mánaðamót. Heildaraflinn varð 3800 lestir en var 3600 í fyrra. Nú reru 8 bátar frá Þorlákshöfn en 7 í fyrra. Aflahæstur var Klængur með G18 lestir, en hæsti bátur í fyrra hafði 663 lestir. Síðasta hálfa mánuðinn var nær því aflaiaust. Á skírdag var af- bragðsgóður afli eða 27 lestir á bát til jafnaðar, en næsta hálfan mánuðinn aflaðist ekki meira á bát en þennan eina dag. ÞJ. Meðalafli á bát var 489 lestir, en meðalafli í fyrra var 539 lestir. — Meðalafli í róðri var 7,2 lestir á bát. Róðrarfjöldi var 523. Meðal- hásetahlutur á vertíðinni var um 24 þús. kr. og er það svipað og í fyrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.