Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 7
T f M I N N, sunnudaginn 19. maí 1957. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ - Fmmvörpin nm bankamáíin — Enn gerast forkólfar Sjálfstæðisflokksins berir aS því vilja halda í éeðlileg sérréttindi — Biskupssetur í Skálhoíti — Efling Menningarsjóðs og FélagsheimiIasjóSs — Langt þing, en athafnasamt — Róguiinn gegn Sogslánunum — Hin „önnur ráSu, sem Ingólfur bolaSi — Herför SjáífstæSisflol ksins gegn framleiSslunni i í fyrradag voru lög'ð fram ó Al- þingi þrjú frumvörp frá ríkisstjórn jnni um bankamálin og hefir etjórnin þá lagt fram öll þau mál, I er hún mun leggja fyrir þingið að þessu sinni. Frumvörp þessi fjalla um breytingar á lögum um Lands- j bankann, Útvegsbankann og Fram kvæmdabankann. I frumvarpinu um Landsbank- ann er stefnt að því, að aðskilja Beðlabankann meira frá sparisjóðs deild Landsbankans og tryggja það að hann geti haft meiri ó- Sirif en nú á þróun efnahagsmál- anna og stutt þannig að jafnvægii í peningamálum landsins. Með frumvarpinu wm Útvegsbankann er stefnt að því að gera hann að hreinum ríkisbanka, en hann er nú hlutafélag og á ríkið mikinn meiri hluta hlutabréfa. Oft liefir verið rætt um nauðsyn þessarar breyt- ingar og hún talin til bóta. Með frv. um Framkvæmdabankann er stefnt að því, að bankaráð hans verði kosið á líkan hátt og banka- ráð Landsbankans og Útvegsbank- ans. Með þeirri tiihögun, sem frum- vörpin gera á yfirstjórn bankanna,' eru auknar skorður reistar gegn | því frá þvi sem nú er, að minni-1 hlutaflokkur geti náð yfirráðum yfir helztu viðskiptabönkunum og jnisnotað þá aðstöðu sina pólitískt eða fjölskyldulega. Slík breyting, er vissulega til bóta. Af skrifum Morgunblaðsins virð ist mega ráða, að forkólfar Sjálf- Btæðisflokksins ætla að taka upp hatrama baráttu gegn fruinvörp- um þessum. Sú barátta er þó ber- sýnilega ekki sprottinn af áhuga á heilbrigðu bankakerfi, heldur af ótta við að hin nýja skipan, sem frumvörpin gera ráð fyrir, skerði eitthvað yfirráð Sjálfstæðisflokks- ins í umræddum bönkum. Barátta, sem er sprottin af slíkum rótum, mun ekki verða forkólfum Sjálf- stæðisflokksins til sæmdar. Hún er ný sönnun þess, hvernig forkólfar SjáJfstæðisflokksins reyna á allan hátt að halda í völd og sérréttindi, sem þeir geta ekki gert neitt sið- ferðilegt tilkall til. Öllum má vera augljóst, að flokkur, sem bæði er í minnihluta á þingi og hjá þjóð- inni, getur ekki gert tilkall til þess að hafa meirihluta í stjórn aðal- banka landsins. Það er hreint rétt lætismál, að slík sérréttindi séu brotin á bak aftur. Forkólfar Sjálf Btæðisflokksins auka ekki hróður sinn með því að reyna að sporna gegn svo sjálfsögðu máli. Endurreisn Skáiholts Merkileg tillaga var lögð fyrir Alþingi í síðastliðinni viku, þar Eem var tillagan um, að biskup landsins skuli framvegis hafa að- setur sitt í Skálholti. Aðalflutn- ingsmaður hennar er séra Svein- björn Högnason, en flutningsmenn eru alls átta og skiptast milli allra flokka þingsins. Viðleitnin til þess að endurreisa Skálholt, sem er góð og þjóðleg hugmynd, virðist and- vana fædd, nema Skálholt verði biskupssetur að nýju, enda mæla engin rök gegn því, að það sé ekki vel framkvæmanlegt í greinargerð þeirri, sem fylgir tiJlögunni, segir m. a. á þessa leið: „Það er heppileg ráðstöfun. að æðsta manni þjóðarinnar skyldu fengnir Bessastaðir til ábúðar. Og hið mikla endurreisnarstarf í Skál holti gerir það kleift að búa að öðru mesta og elzta virðingaremb- aetti þjóðarinnar þar á viðeigandi hátt. Ýmsum kann að finnast, að óhyggilegt sé að setja biskup ís- lands niður í sveit. Svo er ekki. Það er ein liður í því að gera kirkj Una óháðari ríkisvaldinu (enda ligg ur annar liður hér fyrir í frum- yarpi því um kirkjuþing og kirkju Líkan af kirkju og biskupshúsi í Skálholti. ráð, sem Alþingi fjallar um þessa dagana). Það er óhyggilegt, hættu- legt og vart viðeigandi að binda allar menningarmiðstöðvar við Reykjavík. Styrkur hefir það verið Svíum að halda Uppsölum og Eng lendingum Kantaraborg sem höf- uðstöðvum kirkna sinna. Og fyrir biskupsstólinn hér á landi mundi flutningur hans að þeim stað, er Alþingi á sínum tíma ákvað sem stólsetur, merka aukna virðingu og aukið sjálf'stæði. Með þeim flutn- ingi er bætt fyrir fornar syndir og mistök og biskupnum sköpuð við- eigandi aðstaða og aukin virðing.“ Undir þessi ummæli, er vissu- lega óhætt að taka eindregið. Efling menningarsjóSs og FélagsheimilasjóSs Þá voru lögð fram á Alþingi í seinustu viku þrjú frumvörp frá menntamálaráðherra, er fjalla um skemmtanaskatt, Menningarsjóð og Vísindasjóð. Aðalefni þessara frumvarpa er að skipta skemmt- anaskattinum hér eftir til helm- inga milli Þjóðleikhússins og Fé- lagsheimilasjóðs og að leggja nýtt skemmtanagjald á kvikmynda sýningar og dansskemmtanir, er renni í Menningarsjóð. Menning- arsjóður verji aftur nokkrum hluta af tekjum sínum til Vísindasjóðs, sem á að styrkja sérstakar vísinda- legar rannsóknir. Ef frumvörp þessi verða að lögum, munu tekjur Menningar- sjóð aukast um tvær milljónir króna árlega, en þær eru nú 500 til 600 þús. kr., aðallega áfengis sektir. Þetta mu stórbæta að- stöðu Menningarsjóðs til að gegna núverandi hlutvcrki sínu, sem er aðallega bókaútgáfa og listaverkakaup, og jafnframt gera honum mögulegt að sinna fleiri verkefnum. Menningarsjóður, er var stofnaður fyrir tæpum 30 árum að frumkvæði Jónasar Jónssonar, hefir gegnt merku hlutverki með góðum árangri. Því ber vissulega að fagna að lionum skuli nú séð fyrir auknu fjármagni til þess að geta fært út starfsvið sitt. Sama gildir um Félagsheimila- sjóðinn. Samkvæmt framannefnd um frumvörpum munu árlegar tekjur hans aukast úr 1,9 millj. kr. í 2,8 milij. kr., miðað við tekj ur af skemmtanaskatti á síðast- liðnu ári. Mikil eftirspurn er eft ir aðstoð sjóðsins og er því vel, að honum skuli séð fyrir auknum tckjuin. f stefnuskrá þeirri, sem banda lag umbótaflokkanna birti fyrir síðustu kosningar, var því Iofað að vinna bæði að eflingu Menn- ingarsjóðs og Félagsheimila- sjóðs. Menntamálaráðherra lief- ir þegar gert sitt til, að staðið verði við þessi fyrirheit, og mun Alþingi vafalaust ekki láta sinn lilut eftir liggja. Lengd þingsins og afköst þess Öll mál, sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir þingið að þessu sinni, eru nú komin fram, flest vel á veg komin, og sum orðin að lögum, eins og t.d. lögin um togar- ana og endurbætur á fiskverzlun- inni. Fastlega ætti að mega vænta þess, að störfum Alþingis geti orðið lokið fyrir mánaðamót. Stjórnarandstæðingar munu að sjálfsögðu gera veður út af því, hve langt þinghaldið er orðið. Því er heldur ekki að neita, að þing- haldið er orðið langt, þótt finna megi dæmi um álíka löng þing. í þessu sambandi má þó ekki líta á lengd þinghaldsins eina, heldur jafnframt á þau störf, er leyst verða af höndum. Niður- staðan mun vissulega verða sú, þegar upp verður staðið, að þetta verður með allra afkastamestu þingum og margt, sem það hefir gert, mun síðar meir talið meðal þess merkasta, er eftir Alþingi liggur fyrr og síðar. í sjávarút- vegsmálum má nefna lögin um stórfellda aukningu skipastólsins og eflingu Fiskveiðasjóðs. í land búnaðarmálum eflingu veðdeild- ar Búnaðarbankans og aukna að- stoð við stækkun minni býla og frumbýlinga. í félagsmálum má nefna hina nýju húsnæðismála- löggjöf og aðildina að jafnlauna- sáttmálanum. I menningarmálum má nefna eflingu Menningarsjóðs og Félagsheimilasjóðs. Með þess ari upptalningu eru aðeins nokk ur merkileg mál nefnd af handa- hófi, þar sem af mörgu er að taka. Síðast en ekki síst, er svo að nefna Iöggjöfina, er sett var til styrktar útflutningsframleiðsl unni um áramótin, og líkleg er til þess að skapa tímamót í efna hagsmálum, nema íhaldinu tak- ist að koma fram vcrulegri verð- hækkun og kauphækkun, er út- heimti nýjar ráðstafanir og enn fastari tök síðar. Þegar á þetta er litið, er ástæðu- laust að óttast þau eftirmæli, er þetta þing mun síðar hljóta, þótt ekki muni vanta viðleitni ihalds- ins til að ófrægja það. Vitnið í Wall Street Undirbúningi þess að hafist verði handa um byggingu hinnar fyrirhuguðu Sogsvirkjunar miðar vel áfram. Ef lán til virkjunarinn- hefði ekki fengist, myndi slíkur undirbúningur nú liggja niðri. Þá myndi ríkja vonleysi um það, að hægt yrði að koma fram þessu nauðsynjamáli, eins og ríkti í tíð fyrrverandi stjórnar, þegar lán til þessarar framkvæmdar reyndust hvergi fáanleg. Þegar menn hugleiða þetta, má þeim bezt vera ljóst, hve mikið fólskuverk leiðtogar Sjálfstæðis- manna hafa reynt að vinna, þeg- ar þcir voru að reyna að koma í veg fyrir að lán fengist í Banda ríkjunum til Sogsvirkjunarinnar. Fyrir því liggja nú ótvíræðar heimildir og þá ekki síst frétta- greinin fræga, sem „Wall Street Journal“ birti og Mbl. endur- birti án athugasemda. Sú grein upplýsti, að forkólfar Sjálfstæðis flokksins hefðu haldið því fram við Bandaríkjamenn meðan verið var að vinna að lántökunum vestra, að lán til íslands væru borgun á „aðgöngumiða komnuin ista að ráðherrastólunum“. — Sama grein upplýsti einnig, að Bandaríkjamönnum hafði verið hótað með því, að þeir myndu missa „vini“ hér, ef þeir veittu íslandi lán, og liggur í auguni uppi við hvaða „vini“ er þar átt. Þegar forkólfar Sjálfstæðisflokks ins hika ekki við að láta þetta koma fram opinberlega, þarf vissulega ekki að efast um, hvernig þeir hafa liagað sér bak við tjöldin.* Sá verknaður, sem forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa unnið hér, er sem betur fer einstæður. Sú stjórnarandstaða, sem reynir að eyðileggja lánstraust þjóðarinnar og skaða nauðsynlegustu fram- kvæmdir á þann hátt, til þess eins að ná sér niðri á ríkisstjórninni, getur ekki skorið annað upp en andúð og tiltrúleysi þjóðarinnar. nóvember síðastliðinn. Honum fár ust þá orðrétt ummæli á þessa ltið: » „Það verður að finna önnur ráð til þess að koma hæstvirtri ríkis- stjórn frá völdum, en það eitt að hún fái hvergi lán.“ Þessi önnur ráð eru nú vissu- lega komin til sögunnar. Þau eru viðleitni forkólfa Sjálfstæðis- flokksins til þess að koma af stað nýrri skriðu verðbólgu og kaup- hækkana. í þeim tilgangi voru iðnrekendur Iátnir veita starfs- fólki sínu óumbeðna kauphækk- un á sama tíma, og þeir biðja verðlagsyfirvöldin að leyfa sér að hækka álagningu vegna lé- legrar afkomu. f þeim tilgangí voru erindrekar Sjálfstæðisflokks ins sendir á fundi í Dagsbrún og öðrum verkalýðsfélögum og látnir ir reka þar áróður fyrir uppsögn kaupsamninga, verkfalli og kaup hækkunum. f þeim sama tilgangi hefir Mbl. verið látið reka hin liatramasta kauphækkunaráróður um Iangt skeið. Af fyrri ummælum og yfirlýs- ingum forkólfa Sjálfstæðisflokks- ins má vel ráða, að þeir gera þetta ekki af umhyggju fyrir launþegun um, svo ákaft og eindregið hafa þeir varað við ótímabærum kaup- hækkunum og sýnt fram á, að þær væru launþegum meira til tjóns en gagns. Vel er þeim líka ljóst, að eflir aflabrestin í vetur, þolir út- gerðin nú ver aukín rekstrarkostn að en nokkru sinni áður. Forkólfar Sjálfstæðisflokksina eru hér vitandi vits að reyna að koma framleiðslunni á kné í þeirri von, að þannig verði ríkis- stjórnin felld og vígi braskaranna elft og treyst að nýju. En þeim mun ekki verða að ósk sinni. Ef til vill geta þeir áorkað því, að við- reisnarráðstafanirnar, sem gerðar voru um áramótin, missi að ein- hverju leyti marks og frekari að- gerða verði því þörf. En þær verða þá því auðveldari og skiljanlegri sem íhaldið lætur verr, og því bat- ur mun þjóðinni verða ljóst að nú- verandi stjórnarsamstarf þarf að efla og styrkja. Úrbætur munu ekki fást með því að auka að nýiu völd þess flokks, sem er svo ó- þjóðhollur og ábyrgðarlaus, að hann hikar ekki við að reyna að koma framleiðslunni á kné, ef það gæti orðið honum til stuðnings í valdabaráttunni. Yfirlýsing Ingóffs Mönnum kom það hins vegar ekki á óvart, að leiðtogar Sjálf- 'stæðisflokksins myndu ekki aðeins reyna þetta, heldur fleira af slíku tagi. Ingólfur Jónsson hafði glapr- að þessu út úr sér í þingræðu 1. Moskvuskákir skýrðar f dag munu þátttakendur ís- lands í Ólympíuförinni í skák til Moskvu útskýra skákir sínar á tafl- fundi hjá Taflfélagi Reykjavíkur að Þórskaffi kl. 1,30 eftir hádegi. Þeir Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson munu byrja, en síðari taflfundum félagsins munu Baldur Möller, Sigurgeir Gíslason, Frey- steinn Þorbergsson og Arinbjörn Guðmundsson skýra skákir sínar á mótinu. Þá er í ráði bæjarkeppni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Teflt verður á tíu borðum. Á 1. borði teflir fyrir Reykjavík skák- meistari Reykjavíkur, Ingi R. Jó- hannsson, og gegn honum skák- meistari Hafnarfjarðar, Stígur Her- lufssen. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.