Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, sunnudaginn 19. maí 1957. Vilhjálmur Einarsson: V orþankar íþr óttamanns III. Þjálfun — frjálsíþróttanámskeiðin ÞETTA HUGTAK, þjálfun, er mjög afstætt, og misjafnt hvað menn meina með því. Aimennasti skilningúrinn er sá, að með þjálf- un séu íþróttaimenn að búá líkama sinn undir það, að geta náð sem beztum árangri í vissum þrautum, án þess að vera miður sín af of- þreytu dögum saman á eftir. ÞjáMun er einnig mjög mismun- andi undir einstakar greinar í- þrótta, og til þess að einfalda fyr- ir okkur dæmið, getum við fiokk- að íþróttirnar niður, eftir því hvað langan tíma greinin tekur; 10 km. hlaup tekur ca. Vz klst.; 100 m. Maup 10—12 sek.; þrístökk eða langstökk 5—7 sek.; kúluvarp ca. 1 sek., o. s. frv. Kúluvarpari og þoi hlaupari hefir sjaldan neina leift- ur snerpu. Æfingar þessara manna eru gjörólíkar. Ef kúlu- varparinn æfir nokkuð hlaup, þá hleypur hann í smá-sprettum, mæð ist venjulega fljótt. Á hinn bóg- inn eru æfingar þolhlauparans tímafrekar, hring eftir hring hleypur hann með sömu jöfnu skrefunum, jafnvel klukkustund- um saman á meðal-æfingu. Engar íþróttagreinar útheimta meiri tíma til þjálfunar en þolhlaup. Ef kast- arar eru vel sterkir og lagnir, geta þeir svo til æfingalaust náð hinum ótrúlegustu afrekum, en til þess að komast virkilega áfram í hvaða grein sem er, þarf alúð og tíma við æfingar. ÞAÐ HEFIR háð okkur mikið hér á landi 'hve breiddin í frjálsíþrótt- um er lítil. Það virðist svo sem okkur finnist ekkert að vinna, ef sigurmöguleikar í einhverri grein eru litlir. Oft lítur út fyrir að góð- ir menn í einstökum greinum fæli menn frá þátttöku, vegna þess, að ef fyrsta sætið næst ekki, þá sé ekki vert að vera með. Slíkan hugs- unarhátt þarf að uppræta, fyrst og fremst vegna þess, að menn ná ekki árangri nema þeir hugsi fyrst og fremst um sjálfan sig. Setji sér mark og vinni markvisst að því. Að vera að hugsa um of um aðra, hvað þeir nái langt, hvar mestu möguleikarnir séu að glansa o. s. frv. verður oft til þess að glansinn kemur aldrei. ANNAÐ ATRIÐI, sem ávallt mun standa okkur fyrir þrifum, og sem einnig byggist á því, hve fáir þátt- takendur í íþróttunum eru, er, að eftir að einn maður er „kominn á toppinn," getur hann án þess að leggja mikið á sig haldið því, og hæfileikar hans notast því aldrei eins og skyldi. Mig langar til að segja hér frá persónulegri reynslu Fyrir nokkrum árum var keppni rnilli Reykvíkinga og utanbæjar- manna og ég hafði verið valinn í lið utanbæjarmanna. Ég var með bezta árangur sumarsins í þrí- stökki, rúma 14 metra, næsti mað- ur með um 13.50. Ég þóttist því öruggur með sigur á mótinu, æfði ekki eina einustu æfingu tvær vik- ur fyrir mótið, kom suður, stökk * Þáttur kirkjunnar: Meiri eða minni guðrækni? Margir kvarta um skort á guð rækni, dvínandi trúarlíf og deyjandi kristindóm nútímans. En er þetta nú eins ægilegt og margir vilja vera láta? Auð- vitað er alitaf erfitt að gera sér réttar hugmyndir um samtíð sína. Ofurlítill samanburður gæti þó skýrt málefnin ofurlít- íð. Fyrir hundrað árum, jafnvel fram um síðustu aldamót, voru kirkjugöngur á messudögum ' siðferðileg og þjóðfélagsleg skylda. Þá voru bænarstundir og hús- lestrar daglegar venjur á hverju | heimili. Svonefndir „fríþenkj- | arar“ eða frjálshygg.jumenn voru taldir stórhættulegar per- sónur. I Trúmál voru almennt áhuga- mál og umtalsefni, sem snertu ii persónulegt frelsi og hjálpræði manna hér og annars heims. Kristin fræði og kirkjuleg trúfræðiatriði þekktu allir, og 1 þau voru rökrædd með áhuga og æsingi. Erfðasynd, réttlæting af trú, friðþæging, fyrirhugun, bók- i: stafsinnblástur, postulleg röð, meyjarfæðing, endurfæðing í skírn og fordæming óskírðra, allt þetta og miklu fieira voru | brennandi umtalsefni afa og ii ömmu forfeðra og formæðra. 1 En samhliða öllum þessum trúmálaáhuga ríkti takmarka- laus lítilsvirðing fyrir mann- réttindum og mannhelgi, tak- markalaust samúðarskortur ii gagnvart þeim, sem úti höfðu orðið í hretviðruin lífsins. r Börn voru þrælkuð, þeim var misþyrmt, þau voru rifin úr faðmi mæðra sinna eftir geð- þótta og álvktun valdhafa. Móð- urtilfinningar, sorgir, þjáning- ar og örvæni var að engu haft. Litið var niður á fátækt fólk i sem lægri manntegund, sem i ekki hefði mannlegar tilfinning ar. Oft voru hinir „réttlátu trú- menn“ verstu andstæðingar allra úrbóta og umbóta, sem verða skyldi fólkinu til heilla. Skepnur féllu úr hor og harð rétti flest vor, og sjúkdómar og raunir voru talin hegning hins réttláta algóða Guðs fyrir syndir og glæpi þeirra, sem fyrir því böli urðu. Smábörn, sem dóu óskírð, ; voru tafarlaust vistuð í vonda staðnum. Nú sækir fólk lítt kirkjur I eða öllu heldur hefðbundnar messur, húslestrar tilheyra i fortíðinni, mikið þekkingarleysi ríkir víða um heilög málefni kirkjunnar, prestar eru ekki taldir vinna fyrir sínu brauði á sanngjarnan hátt, aðeins ör- ; fáir skilja, hvað átt er við með hinum trúfræðilegu hugtökum, sem áður eru nefnd. En mundum við samt vilja skipta, þegar allt kemur til alls? ; Er ekki samtíðin kristnari í raun og veru en fortíðin? Aukinn skilningur á mannrétt indum og mannhelgi, meiri samúð með bágstöddum ríkir nú en áður. Vaxandi áhugi á ' bættum kjörum hinna snauðu, auknar kröfur um meiri lífs þægindi öllum til handa í fæði, húsnæði og hversdagslegri að- búð er einkenni nútímans. Forréttindi annars vegar og þýlyndi hins vegar hverfur nú óðum. Almennur skilningur ríkir nú fyrir jöfnum tækifær- um fátækra sem ríkra til menntunar og frama. Andi bræðralags, samstarfs, mannkærleika, samúðar og um burðarlyndis á nú miklu meira svigrúm en nokkru sinni fyrri. Við erum vitni að miklum vexti áhrifa Krists á hugarfar, i tilfinningar og vilja þjóðanna, þrátt fyrir al'lt, sem gjört er til að villa um fyrir fólki og gjöra | lítið úr starfi og hugsjónum | þjóna hans. Og séu áhrif hans kristinn dómur, þá er erfitt að fullyrða að guðrækni kristinna manna sé dvínandi. Hið gagnstæða blasir við augum. En ættum við þá að leggja árar í bát? Nei, aldrei er meiri ástæða til að herða sóknina, og breyta nú böli styrjaldaróttans, stærsta böli jarðar í mestu blessun, sem jarðarbúar hafa hingað til kynnzt. Ekkert nema andi hins i upprisna lifandi anda Krists fær unnið þann sigur gróand-1 ans í ríki mannlegrar ham- jh ingju. Hann er þar eini frelsar- |j inn. Og hann mun sigra. Árelíus Níelsson með harmfcvælum 13,70, var sem lemstraður af harðsperrum dögum saman á eftir, og hét því að með slíku undirbúningsleysi skyldi ég aldrei taka þátt í öðru móti. En þessi árangur, þótt óæfður væri, nægði til að tolla á toppnum. Ef ég hefðj ekki verið svo lánsamur að dveljast erlendis við nám í tvö ár, stundað þar jafnframt íþróttir og lært að mæla mig á miklu stærri málstokk, séð þannig hve lítill ég var í raun og veru, er mjög lík- legt að ég hefði staðnað að fullu við 14.50—14.80 í þrístökki. ÞETTA VAR NÚ eiginlega útúr- dúr, og ég ætlaði fyrst og fremst að gefa þjálfunarráð í þessum þætti, og vil ég þá byrja á þrí- stökki, en seinna fá aðra íþrótta- menn til samstanfs um aðrar grein- ar. Þó verður að taka allar slíkar ráðleggingar með miklum fyrir- vara, því það er svo misjafnt hvern ig menn æfa. Svo ég vitni í meist- arana: Sherbakov frá Rússlandi, sem á Evrópumetið, 16.46 m. segist ekki rnissa einn dag frá æfingum árið um kring. Da Silva frá Brasil- íu, heimsmethafinn, sem stokkið hefir 16,56 m. segist æfa 4 mán- uði á ári, og áldrei stökkva þrí- stökk nema í keppni. Þar sem við búum í norðlægu landi, og mikill munur er á sumri og vetri verður keppnistímabil mjög bundið við fáa mánuði, júlí ágúst, september. Þetta verður að leggja til grundvallar æfingum, og. haga þeim samkvæmt því. í maí-mánuði er mikilsvert að æfa af alúð, æfa 3 daga og hvíla einn og þannig koll af kolli. Sé þrí stökk æft, þarf að skipta æfingunni í tvennt: 1. hlaup, einkum með til liti til atrennunnar helzt hlaupa 5—7 atrennur á hverri æfingu, auk þess taka tvo til þrjá 50— 100 m. spretti. 2. Mikið af léttum stökkum og hoppum t. d. með því að klofast ákveðna vegalengd í eins fáum skrefum og unnt er, og komast þvert yfir knattspyrnuvöll í ca. 20 skrefum. Þetta æfir mið stökkið. Síðan æfa langstökk af gagnstæðum fæti við þrístökkið, Það gefur gott síðasta stökk þeg ar í þrístökkið kemur. Til þess að að fá heild í þrístökkið ætti að stökkva létt þrístökk með 10 m. atrennu einu sinni í viku, og halda áfram þar til hnjáliðirnir hætta að halda við. Atrennan verður að vera alveg sjálfvirk, þegar í keppn ina kemur, en ávallt verður að hafa það í huga að þótt atrennan skipti miklu máli, skiptir stökkið sjálft enn meira máli, og hættu legt er ef hraðinn í atrennunni gengur út yfir stökkkraftinn og nýt ingu hans. Dagana fyrir keppni á að létta allar æfingar, stökkva lítið, hlaupa atrennuna létt og liðka sig vel. Almennt held ég að stökkvarar og kastarar hvíli ekki nóg. Þó verður að taka fram að hvíld kemur ekki að notum nema kerfisbundnar æfingar hafi farið á undan. í þrístökki skyldu menn ekki keppa oftar en tvisvar eða þrisv ar í mánuði, stökkið reynir svo mjög á fæturna. Gott er þó að keppa oftar í langstökki, það æfir atrennuna og kemur að góðu gagni sem þrístökksundirbúningur, eink um ef langstökk er stokkið af gagnstæðum fæti og þrístökkið. Erfiðasta atriðið í þrístökkinu er fyrir flesta lendingin eftir fyrsta stökkið. Það má alls ekki teygja fótinn fram á við, heldur á að lenda á fótinn á þann hátt að hann sé á hreyfingu aftur á við og höggvi í jörðina án þess að bremsa ferðina niður. í síðustu grein gat ég um frjáls íþróttanámskeið í. R., sem hefjast mun næstkomandi mánudag kl. 5.30 á íþróttavellinum. Ég gat þess einnig að KR væri að byrja með annað námskeið. Nú hefur komið á daginn að KRingar eru þegar byrjaðir, og námskeiðið er haldið á KR-velIin um, bæði fyrir og eftir kvöldmat og lýkur laugardaginn 25. maí. Auk Benedikts Jakobssonar þjálfara KR munu beztu íþróttamenn ié lagsins annazt kennzluna í hinum ýmsu greinum. Betur væri ef foreldrar hvettu börn sín til þess að sækja þessi námskeið, hver veit nema það verði til þess að þeim hlotnast síðar frami á íþróttasviðinu hér heima og erlendis. V.E. Bækur og höfundar (Framhald af 4. síðu). sprengjunni. Það er gott hún skuli ekki minnast sprengjunnar nema síðast i annars ágætu ljóði. Það er búið að vera mikið þref um atómsprengjuna í íslenzkum skáld skap. Ég held að sá skáldskapur verði ekki langlífur. Bann við kjarnorkuvopnum mundi leiða það af sér, að sprengjuljóðin yrðu dægurflugur; nú og spryngi hún er allt komið til helvítis hvort sem er, sprengjuljóð og annað. Síðast í bókinni eru ljóðaþýðingar. Kann ég ekki frá þeim ljóðum að segja á frummálum og skal því þegja um þau. I. G. Þ. iniiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiti!iiiiiiiiiiiiitiuiiiiiimtuiiii!iuiitmuiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiitiiii| I | NÝ BÓK | HÓLASTAÐU | eftir Gunnlaug Björnsson Þann 14. maí í ár eru 75 ár liðin frá stofnun Bændaskólans á Hólum. Mun | þess veröa minnzt að Hólum í sumar. í tilefni þessara merku tímamóta hefir verið í það ráðizt að gefa út veglegt afmælisrit, og Gunnlaugur Björnsson bóndi í Brimnesi í Viðvikursveit og kennari við skólann tekið það saman. I I Áætlað er að bókin komi út í júnímánuði. i Þetta er mikið verk og fjölbreytt, 352 bls. í Skírnisbroti. Bókin skiptist í I 18 kafla, sem heita: i I = 1 1. Staðhæt.tir, 3. Sögulegt yfirlit, 3. Kirkjan, 4. Hólar í einkaeign, 5. íslend- 1 ingar hefja búnaðarnám, 6. Búnaðarskólar, 7. Stofnun Hólaskóla, 8. Yfir- § stjórn skólans — lög og reglugerðir, 9. Bújörðin, 10. Byggingar skólans, 11. Starfslið, 12. Kennsla, 13. Söfn og kennslutækni, 14. Nemendatal og kennara, I 15. Skólabúið, 16. Jarðrækt, 17. Fóðurtilraunir og hrossarækt, 18. Félags- | mál og mannfagnaður. | Eins og efnisyfirlitið ber með sér, er þetta viðamikil bók og merk. Auk I þess er hún prýdd fjölda mynda. 1 Bókaútgáfan Norðri heíir fyrir hönd skólans tekið að sér að annast útgáfu þessa verks og ekkert verið til sparað að vel mætti takast. Bókin mun kosta § | í búðum kr. 180.00 í góðu bandi, en til áskrifenda er verðið kr. 145.00. | Bókaútgáfan N0RÐRI | = a | BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI — PÓSTHÓLF 101 — REYKJAVÍK — SÍMI 3987 Ég undirrítaður óska, að mér verði send bókin HÓLASTAÐUR eftir (1 Gunnlaug Björnsson. Fylgja hér með kr. 145.00, sem er áskriftarverð bókarinnar og verði bókin 1 þá send mér burðargjaldsfrítt. Vinsamlegast sendið mér bókina í póstkröfu kr. 145,00 að viðbættu burðar- gialdi. (Strikið út bá setninsu. sem ekki á við). FRÁ NORÐRA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.