Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1957, Blaðsíða 12
Veðrið í dag: Austan og norðaustan gola, 1 skýjað Hitinn kl. 18: Reykjavík 6 stig, Akureyri 3, London 13, Kaupmannahöfn 17, París 20, New orlc 15. Sunnudagur 19. maí 1957. JT Tekjnr UtflutningssjéSs fyrsta árs- fjérðunginn svipaðar og báizt var við Samkvæmt yfirliti, sem blaðinu hefir borizt frá stjórn út- flutningssjóðs yfir tekjur og gjöld hans fyrsta ársfjórðung Jtessa árs, frá 1. janúar til 15. maí hafa tekjur hans numið um 111 miilj. kr., eða tæpum fjórðungi áætlaðra árstekna hans og eru því nokkurn veginn eins miklar og búizt var við. Tekjur af innflutningsgjöldum liafa numið ‘33,9 millj. kr., yfirfærslu gjald 35 millj. kr. og skattur af inn- fluttum bifreiðum, ferðagjáldeyri o. f'I. 4,9 millj. kr. í Framieiðslusjóði voru 7,5 millj. Gjöld sjóðsins á þessu tímabili hafa verið: Vegna framleiðslu 1957 62,2 anillj. kr. og vegna framleiðslu 1956, j’firtaka bátagjaldeyriskerfisins 48 0 jniilj. kr. þar af keypt B-leyfi 28,7 znillj. kr. og verðbætur á síld 19,6 jniilj. kr. Eins og sést á þessu yfirliti eru innflutningsgjöldin langstærsti tekju stofn Útfiutningssjóðs, en innflutn- ingurinn er misjafniega mikiff eftir árstíðum. Þannig hefir innflutningur inn fvrstu fjóra mánuði hvers hinna þriggja síðustu ára numið um fjórð- ungi heildarinnflutningsins á ári, en það þýðir að innfiutningurinn síðari hluta ársins, maí-des. er allmildu meiri að jafnaði. Segja má því, að tekjur Útflutningssjóðs til 15. maí lxafi verið nokkurn veginn eins og búizt var við, þegar til hans var stofn að um s. 1. áramót. Akurnesingar og Akureyring ar leika í ísiandsmótinu í dag Annar leikur íslandsmótsins verður leikinn í dag og leika J)á Akureyringar og Akurnesingar. Leikurinn hefst kl. 16.00. Æfingum er haldið áfram af fullum krafti hjá báðum aðilum. Leikarar leggja mikla áherziu á knattspyrnuna eins og sjá má á myndinni, Munu þer ætla að reyna að hefna ófaranna frá síðustu keppni. Þrátt fyrir mikla leynd yfir æfingum þessum hefir tekizt að ná nokkrum myndum. Þarna skorar Einar Pálsson glæsilegt mark, sem Valdimar Helgasyni tókst ekki að verja. Iþróttarevýan mikla 1957: Leikarar og blaðamenn keppa í fjöl- mörgum greinum auk skemmtiatriða Fjölmenni mikið var á fþrótta- vellinum á föstudagskvöldið, þegar liðin frá Hafnarfirði og Akureyri áttust við, og var leikurinn fjörug- «r og tvísýnn. Nú koma Akurnes- ingar til síns fyrsta leiks í mótinu og verður fróðlegt að sjá, hvort þeim tekst eins vel upp og á sunnu daginn var, er þeir sigruðu Reykja víkurúrvalið. Þótt of snemmt sé að upá nokkru um úrslit, þá eru allar 75 falla í Alsír París, 18. maí. — 70 uppreisn- armenn voru felldir í Alsír síðasta sólarhringinn í bardaga við franska Jhermenn. í viðureigninni féllu 5 líkur til, að baráttan í mótinu verði jöfn og hörð, jafnt um efsta sætið sem að forðast að lenda í hinu neðsta. Næsti leikur verður síðan á mánudag og verður það leikur KR og Vals í Reykjavíkurmótinu. Verð ur Valur að sigra til þess að halda möguleikum í mótinu. Nýtt heimsmet í 220 yards baksundi London-NTB, 17. maí. Hollenzki sundmeistarinn De Nohs setti í dag nýtt heimsmet í 220 -yards bak- Frakkar. Ástandið virðist fara sí-1 sundi. De Nohs synti vegalengdina versnandi í landinu. 1 á 2,38,5 á sundmóti í Blackpool. Myndlistarsýning Karls Kvarans Karl Kvaran opnaði vatnslita- og kiippmyndasýningu í myndlistarsalnum við Hverfisgötu 8 fyrir nokkrum dögum. Aðsókn hefir verið heidur dræm, og er þó um athyglisverðar myndir að ræða. Hins vegar hafa nokkrar tnyndir selst. Sýningin verður opin fram á miðvikudag. Tólf listiðnaðar- menn eiga einnig myndir og gripi til sýningar í salnum, svo sem keramik, silfursmíð, vefnað o. fl. (Ljósm.: Andrés Kolbeinsson). Reiptog milli leikkvenna og bla'Óamanna — Haraldur Björnsson, Rurik Haraldsson, Karl Isfeld og Thorolf Smith keppa í lyftingum — Stærsta sviðsetning á Islandi til þessa Blaðinu hefir nú tekizt að afla nýjustu upplýsinga um íþróttarevýuna miklu, sem fram fer á Melavellinum næsta sunnudag. Eins og blaðið hefir áður skýrt frá, er hér um stór- kostlega skemmtun að ræða og hinn merkasta viðburð í bæjar- lífinu. Dagskrá íþróttarevýunnar 1957 verður sem hér segir: Dagskrá: Kl. 2,30 lagt af stað frá Þjóðleik- húsinu. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir göngunni. Kl. 3. íþróttarevýan 1957 hefst. Brynjólfur Jóhannesson flytur setningarræðu. Kl. 3,15 Fimleikasýning. Kl. 3,25 Negralög. Jón Sigur- björnsson syngur. Lúðrasveitin Svanur leikur undir. Kl. 3,30 Pokahlaup kvenna. — Tvær fjögurra kvenna sveitir frá leikurum og blaðamönnum. Ræsir Arndís Björnsdóttir. Tímaverðir Edda Kvaran og Loftur Guðmunds son. Kl. 3,40 Gamanvísur. Kl. 3,45 Knattspyrna. Dómari Guðmundur Jónsson úr KR. Línu- verðir Kristinn Hallsson úr Val og Guðjón Einarsson úr Víking. Lið blaðamanna (talið frá mark manni: Guðni Guðmundsson, Jón Helgason, Gísli J. Ástþórsson, Þor- björn Guðmundsson, Gunnar G. Schram, Björgvin Guðmundsson, Vignir Guðmundsson, Hallur Sím- onarson, Sverrir Þórðarson fyrir- liði. Atli Steinarsson, Guðni Þórð | arson. — Varamenn Páll Beck, | Heimir Hannesson, Sigurjón Jó- hannson, Auðunn Guðmundsson og Þorsteinn Thorarensen. Lið leikara (talið frá markmanni) Valdimar Helgason, Vaiur Gísla- son, fyrirliði á velli, Þorsteinn Ö. Stephensen, Einar Ingi Sigurðsson, Ævar Kvaran, Rúrík Haraldsson, Helgi Skúiason, Bessi Bjarnason, Einar Pálsson, Steindór Hjörleifs- son, Guðmundur Pálsson. Varamenn: Ólafur Jónsson Bene dikt Árnason, Birgir Brynjólfsson Jóhann Pálsson. Kl. 4.00 Gamanvísur. Steinunn Bjarnadóttir syngur gamanvísur og Róbert Arnfinnsson ieikur undir á harmóníku. Kl. 4,10 Lyftingar. Haraldur Björnsson, Rúrík Haraldsson, Karl I ísfeld, Thorolf Smith. Kl. 4,15 Knattspyrna. Síðari hálf leikur. Kl. 4,30 Söngur. Kristinn Halls- son syngur og stjórnar fjöldasöng. Kl. 4,50 Reiptog milli leikkvenna og blaðamanna. Stjórnandi Lárus Salómonsson. Ræsir Henrik Otto- son. Lið leikkvenna: Emilía Borg, Þóra Borg, Emilía Jónasdóttir, Ingibjörg Steinsdóttir, Nína Sveins dóttir, Inga Þórðardóttir, Áróra Halldórsdóttir, (Hildur Kaknan). Lið blaðamanna: Bjarni Guð- Framh. á 2. síðu. Þrír drengir sinntu löggæzlustörfum með góðum árangri um síðustu helgi Fyi ii atbeina þeirra hafði lögreglan upp á drukkn- um ökumanni' sem haf <5i valditS árekstri Um helgina sem leið gerðist það hér í bænum, að þrír dreng- ir, tveir þrettán ára og einn fjórtán ára, komu í veg fyrir að ölvaður bifreiðarstjóri slyppi undan réttvísinni, eftir að hafa valdið árekstri, farið frá bifreið sinni og komizt undan í leigubif- reið. Er hér um óvenjulegan at- burð að ræða og saga drengjanna í málinu til fyrirmyndar. Ekið úr afmæli vinar síns Forsaga málsins er sú, að á laugardagskvöldið var bílstjórinn í afmælisveizlu hjá vini sínum. Kom liann þangað í bifreið sinni, en gerðist mjög ölvaður, þegar leið á kvöldið. Varð honum það á, þegar hann fór úr veizlunni, að taka bifreið sína og aka lienni. Mun liann hafa minnzt lítUs úr því ferðalagi, en sýnt er að hann hefir farið hægt og gætilega, þótt það dygði ekki sem skyldi. Maðurinn ók um Suðurgötu, en þar mætti hann bifreið og var þá þannig komið fyrir honum, að hann var öfugu megin á götunni. Báðar bifreiðarnar voru stöðvað- ar, þegar um tveir metrar voru á miUi. Sá ölvaði ók síðan af stað aftur, en þegar hann sveigði út á götuna, ók hann lítillega utan í hina bifreiðina. Hann hélt áfram eins og ekkert hefði ískorizt og ók niður Vonarstræti. Hjá Iðnó skildi hann bifreiðina eftir og náði sér í leigubifreið og ók á brott. Þrír menn voru í bifreiðinni, sem ekið var á. Tveir þeirra hlupu niður á Iögreglustöð, en einn fór inn í Herkastalann og hringdi þaðan í lögregluna. Tím- inn sem í þetta fór hefði nægt hinum ölvaða til undankomu, ef drengirnir þrír hefðu ekki kotnið til sögunnar. Þeir urðu vitni að atburðinum í Suðurgötunni og eltu bílinn niður Vonarstræti. Því næst fylgdust þeir með því hvaða leigubifreið maðurinn tók og gátu gefið lögfeglunni upplýs- ingar, sem leiddu til handtöku mannsins snemma nætur. Daginn eftir voru þeir beðnir að stað- festa hvaða maður hefði verið í bifreiðinni. Bentu tveir þeirra þegar á manninn, þar sem hann stóð í hópi sjö bifreiðastjóra, en þriðji drengurinn benti ekki á neinn, þar sem hann sagðist ekki hafa séð manninn það greinilega, að hann gæti með fullri vissu munað hvernig hann leit út. Allt ber þetta vitni um óvenjulega framtakssemi drengjanna og þakk arverða og jafnframt sést á því síðasta, að þeir hafa farið að öllu með gætni og ekki sagt meira en þeir gátu staðið við og sam- vizkan hauð þeitn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.