Tíminn - 07.06.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1957, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 7. júní 1957. 3ir\ Ötgefandl: Framiókurfl*kkarlBa Ritstjórar: Haukur Snorrasua, Þórarinn Þórarinssou (áfe). Skrifstofur í Edduhúsinu viö LisdarfiötB Simsr: 81300, 81301, 81302 (ritstj. ofi blaöamoxx). Auglýsingar 82523, afgreiösla 2221 Prentsmiðjan Edda hf. Framkvæmdin skiptir mestu BREYTINGAR þær, sem nýlokið Alþingi gerði á skipu lagi bankanna, eru nú komn ar til framkvæmda. Skipun bankaráða og bankastjóra hefur nú farið fram sam- kvæmt þeim. Yfirleitt hafa skipulags- breytingarnar sjálfar, þ. e. að auka sjálfstæði seðla- bankans og að gera Útvegs- bankann að ríkisbanka, mælst vel fyrir. Jafnvel stjórnarandstæðingar hafa talið þær stefna í rétta átt. Um einstök fyrirkomulags atriði má að sjálfsögðu deila, eins og t. d. það, hvort þörf sé fyrir marga banka og bankastjóra. Þar koma mörg sjónarmið til greina, og munu niðurstöður fara mjög eftir því, hvaða sjónarmið menn hafa helzt í huga. Þeir, sem hugsa mest um sparn- að, munu telja bankana og bankastjórana of marga. Hinir, sem telja miklu skipta, að bankavaldið dragist ekki um of í fáar hendur, telja hinsvegar aukna tryggingu í því að hafa fleiri banka og bankastjóra. Milli þessara sjónarmiða þarf að þræða meðalveg. FORSPRAKKAR Sjálf- stæðisflokksins eru bersýni- lega mjög gramir yfir breyt- ingunum á bankakerfinu, þótt Mbl. reyni að stilla sig. Ritstjórum þess er ljóst, að bæði stefna breytingarnar í rétta átt og við skipun banka ráða og bankastjóra er sýnd full sanngirni og stjórnarand staðan látin halda eðlilegum rétti sínum. Slíkt hefði á- reiðanlega ekki verið gert, ef forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins hefðu einir fjallað um mannaráðningar við bankana. Forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins vita líka, að fortíð in er þeim helsi um fót. Mis notkun þeirra á þeim óeðli- legu yfirráðum, sem þeir höfðu náð yfir aðalbönkun- um, hefur mjög ýtt undir þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar. Um þetta atriði segir réttilega í forustugrein Alþýðublaðsins í gær á þessa leið: „Það er bágt að láta mik- ið, þegar fortíðin æpir gegn manni. Þær breytingar, er gerðar hafa verið á stjórn bankanna, hefðu aldrei verið gerðar, ef íhaldið hefði ekki sýnt og sannað í verkum sín um, lánveitingum og fyrir- greiðslum, að það beitti hinni ósvífnustu hlutdrægni. Sömuleiðis getur það á engan hátt talizt lýðræðislegt, vit- urlegt né sjórnmálalega heil brigt, að meiri hluti banka stjóra sé tengdur fjölskyldu- böndum formanni stærsta stj órnmál.laflokksins, jafn- vel þótt ætt hans kunni öll að vera hin merkasta. Oft- lega „hefur verið á það bent, að sú braut sé mjög hæpin, svo ekki sé dýpra tekið í ár- inni“. Enda hefur það kom- ið á daginn. Því var að nokkru skipt um stjórn í bönkunum.“ MEÐ breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á bankakerfinu, hefur verið stefnt í rétta átt, hvað form ið sjálft snertir. Það eru hinsvegar fullkomin sann- indi, sem forsætisráðherra sagði á fundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík á þriðjudagskvöldið, að form ið sjálft skiptir ekki mestu máli. Það er framkvæmdin, sem er aðalatriði. Sú end- urskipun, sem hefur verið gerð á bankakerfinu, munu fyrst og fremst verða dæmd eftir því, hvernig fram- kvæmdin fer úr hendi. _____ Mikið verkefni og vanda- samt bíður nú þeirra manna, sem hafa valist til forustu í bönkunum. Þjóðin gerir sér vonir um miklar breytingar til bóta frá því, sem var með an íhaldið stjórnaði bönkun um. Lánveitingum til óreiðu- og sukkfyrirtækja verður að hætta og tryggja verður eðli legan forgangsrétt fram- leiðslunnar og heilbrigðra verzlunarfyrirtækja. Þannig verður að sjást í verki, að raunveruleg breyting hafi átt sér stað í stjórnarhátt- um bankanna. Þá verður að tryggja, að dreifbýlið, sveitir og sjávar- þorp, beri ekki eins skarð- an hlut frá borði við ráð- stöfun lánsfjárins og átt hef ur sér stað að undanförnu. Marshallhjálpin 10 ára UM þessar mundir er minnst tíu ára afmælis Marshallh j álparinnar svo - nefndu. Óhætt má telja hana til merkilegustu atburða sög- unnar. Aldrei áður hafði auð ugt stórveldi veitt óumbeð- ið og endurgj aldslaust stór- felda hjálp til viðreisnar lak- ar stöddum þjóðum. Hinum góða tilgangi varð einnig náð því að endurreisn Vestur- Evrópu eftir styrjöldina var mjög Marshallhjálpinni að þakka. Marshallhjálpin reyndist íslendingum mjög gagnleg. Henni var það að þakka að hægt var að byggja Áburðar verksmiðjuna, nýju orkunver in við Sogið og Laxá, auka framlög til ræktunar, fisk- iðnaðar o. fl. Af þeim ástæð- um standa íslendingar nú miklu betur að vígi en ella. í útvarpsræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason hélt í tilefni af framangreindu afmæli, sagði hann m. a.: „En Marshalláætlunarinn- ar verður ekki aðeins minnzt hér á íslandi og annars stað- ERLENT YFIRLIT: Kosningahorfurnar í Kanada Líklegt talicS' a<S Ihaldsmenn vinni á, en Frjálslyndir haldi þó meirihlutanum Á ANNAN í hvítasunnu fara fram þingkosn. í Kanada. Utan Kanada hafa þessar kosningar vak ið litla athygli, þangað til seinustu dagana. Svo öruggt var það talið, að Frjálslyndi flokkurinn myndi halda mcirihluta sínum, enda þótt hann sé búinn að vera einn við völd í 21 ár samfleytt. Nú er þetta hinsvegar ekki talið jafn öruggt og áður. Ástæðan er sú, að íhaldsflokkurinn hefur hlotið miklu meiri byr í kosningabarátt unni en búist hafði verið við. Lík legt þykir því, að hann muni vinna verulega á, en mikið þarf hins- vegar að breytast til þess, að Frjálslyndi flokkurinn missi meiri hlutann. Ilann hefur nú 167 þing menn af 256 alls. íhaldsflokkur- inn hefur 55 þingmenn, Samvinnu-1 og jafnaðarmannafl. (Cooperative Commonwealth Federation) 22 þingsæti og Social Credit-flokkur- inn 15 þingsæti. Ef Frjálslyndi flokkurinn tapaði nú, þyrfti að verða enn meiri breyting á- afstöðu kjósenda en varð 1911, en þá urðu mestu um skipti, sem orðið hafa í kosning- um í Kanada til þessa. Frjálslyndi flokkurinn fékk 86 þingsæti í stað 135 áður, en íhaldsflokkurinn jók þingsætatölu sína úr 85 í 133. SIGURHORFUR Frjálslynda- flokksins hafa verið byggðar á tvennu. Annað er það, að afkoma manna hefur verið góð í Kanada að undanförnu og framfarir mikl ar. Hitt er það, að Laurent forsætis ráðherra nýtur mikilla vinsælda. Afkoma ríkisins hefur verið góð og stjórnin traust og röggsöm á flestan hátt. Öll skilyrði virtust þannig fyrir hendi til þess, að Frjálslyndi flokkurinn ynni mik- inn kosningasigur að vanda. Þetta þykir nú hinsvegar ekki eins öruggt og áður. Ástæðan til þess er sú, að íhaldsflokkurtnn kaus sér á síðastl. hausti nýjan formann, sem hefur vakið á sér mikla athygli. Hann heitir John Diefenbaker og er mælskumaður mikill. Áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum hafði hann unnið sér mikið orð sem snjall málflutn ingsmaður í Saskatchewan. Hann er 62 ára gamall. Diefenbaker hefir deilt mjög hart á stjórnina á kosningafundum sínum. Hann hefir lagt megin- áherzlu á þá hættu að láta sama flokkinn vera of lengi við völd. Þá hefir hann talið skatta of háa og stjórnina fylgja of íhaldssamri stefnu í peningamálum, þar sem hún hafi seðlaveltuna of nauma, og leiði af því, að vextir séu of háir og óeðlilegur skortur á láns- fé. Stjórnin hefir talið heppilegra ar, einungis vegna þeirrar fjárhagslegu þýðingar, sem hún hefur haft. Hennar verð ur ekki síður minnzt vegna hins, aö á bak við hana lá það hugarfar samhyggðar og bræðraþels, sem eitt megn ar að laöa þjóðir heims til þess samstarfs, sem er öllu mannkyni lífsnauðsyn, ef það vill varðveita frið og far sæld.“ Vissulega er þetta rétt. Því ber að vænta, að haldið verði áfram því starfi, sem byrjað var með Marshall- hjálpinni, og hinar ríkari þjóðir miðli þeim, sem ver eru staddar meðan þær eru að koma fótum undir efna- hag sinn. Slíkt myndi öllum til góðs og auka frið og far- sæld í heiminum. Bandaríkin hafa vissu- lega með Marshallhjálpinni skráð einn glæsilegasta þátt sem til er í sögu nokkurs stórveldis. LOUIS ST. LAURENT JOHN DIEFENBAKER að taka heldur erlend lán en auka seðlaveltuna, því að það myndi auka verðbólgu. Fjárfesting er mjög mikil í Kanada eða áætluð um 27% af þjóðartekjunum á þessu ári. Verulegur hluti hennar byggist á erlendum lánum. Til viðbótar þessu hafa svo íhaldsmenn bent á, að Laurent forsætisráðherra sé orðinn 75 ára gamall og hljóti því brátt að verða að draga sig í hlé. Óvíst er hver eftirmaður hans verður, en þó er Pearson utanríkisráðherra oftast nefndur í því sambandi. íhalds- menn hafa alið talsvert á því, að Kátína í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið er að Ijúka starfs ári sínu, og eftir nokkra daga heldur hópur leikara þess til Norðurlanda, þar sem hann sýn ir Gullna hliðið í Kauprnanna- höfn og Ósló. En jafnframt býð ur Þjóðleikhúsið Reykvíkingum og öðrum, sem geta komið þvi við gestum í langa skemmtiferð, sem tekur stuttan tíma, suður í aust urrísku Alpana. Óperettan Sumar í Týról ber nafn með rentu. Yf ir henni er léttur og ósvikinn Týrói-blær. Músíkin er létt Vín- ariög, og þau svíkja mann ekki um að iétta skapiö. Efni óperett unnar er að vísu ekki stórbrotið enda er það ekki venja í síkum verkum. Það er hins vegar mjög léttur og spaugsamur gamanieik- ur, sem á stundum verður spreng hlægilegur. Vantar jóðl. í leiknum eru nokkur jóðllög ekta Týról-lög, einkum þau sem póstþernan syngur. Er það lítið en skemmtilegt lilutverk en á- kafiega vel með farið, en það skortir á, að hún jóðlar ekki, þótt hún fari allvei með lögin að öðru leyti. Sömuieiðis er það nokkur galli, að Bessi skuli ekki vera söngmaður góður. Hlutverk yfir- hann hafi verið of fylgisamur Bandaríkjunum í utanríkismálum. Það rétta er þó, að Pearson hefir , reynt að skapa Kanada nokkra sér- í stöðu á þeim vettvangi. FRAMAN AF kosningabarátt- unni voru forustumenn Frjáls- lynda flokksins mjög sigurvissir og fóru sér því mjög hóflega. Laur- ent forsætisráðherra deildi mjög lítið á andstæðingana og kom nánast sagt fram eins og ópóli- tískur þjóðhöfðingi. Þetta breytt- ist hins vegar eftir að bað kom í ljós, að aðsókn var mun meiri að kosningafundum Diefenbakers. Síðan hefir Laurent verið stórum skeleggari í málflutningi og fjölg- að kosningafundum sínum frá því, sem upphaflega var ráðgert. Auk Frjálslynda flokksins og f- haldsflokksins kepþa tveir aðrir flokkar um fylgi kjósenda. Annar þeirra er Samvinnuflokkurinn (Cooperative Commonwealth Fed- eration), sem hefir sambland af samvinnustefnu og jafnaðarstefnu á stefnuskrá sinni, og svipar á viss- an hátt til sósíaldemókrata á Norð- urlöndum. Þessi flokkur hefir lengi farið með fylkisstjórnina í Saskatchewan. Hinn er Sósíal Credit-flokkurinn, sem er algert kanadískt fyrirbæri, og hefir lengi haft fylkisstjórnina í Alberta. Ný- lega fékk hann einnig meirihluta á fylkisþinginu í British Colum- bía. Vafasamt er talið, að þessir flokkar auki verulega fylgi sitt, þar sem aðalátökin eru meðal Frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins á landsmálasviðinu. Hins vegar njóta þeir sín miklu betur í fylkiskosningunum, en þar geng- ur Frjálslynda flokknum yfirleitt illa og hefir hann ekki meirihluta nema á einu fylkisþingi, í Mani- toba. í Ontario og New Bruns- wick hafa íhaldsmenn meirihluta á fylkisþingunum, en í Quebec þjóðernissinnar, sem ekki taka þátt í kosningum til sambands- þingsins. Vinni Samvinnuflokkurinn og Sócial Credit-flokkurinn eitthvað á, skaðar það sennilega meira Frjálslynda flokkinn en íhalds- flokkinn og getur því stuðlað að meiri framgangi þess síðarnefnda. þjónsins er þannig, að í það þarf í senn afbragðsleikara og góðan söngvara, en slíkir menn eru því miður ekki margir í ís- lenzkum leikarahópi. Sá kostur hefir verið valin að bjarga við leikhlið hlutverksins, og skilar Bessi því með miklum ágætum, svo að ósvikið gaman er að. Leik ur og söngur hinnar sænsku leik konu er hins vegar meðmiklum ágætum hvort tveggja svo að ó- blandin unun er að. Léttir skapið. Það veitir ekki af að létta skap ið eftir vetrardrungann hér á norðurhjara, og satt að segja veit ég ekki ,hvað gæti gert það bet ur en fjörug óperetta í Týról- umhverfi með Vínarlögum, enda má sjá bros á hverri vör, þegar litið er yfir sætaraðirnar í Þjóö- leikhúsinu, sem er þéttsetnar á hverri sýningu. Stjórnandi hljómsveitarinnar er dr. Urbancic, og þarf ekki um að spyrja, að í heimi Vínarlag- anna er hann heima hjá sér, enda er meðferð hljómsveitarinnar öl! hin bezta, og borgar sig eingöngu vel hennar vegna að fara í sumar ferðina til Týról í Þjóðleikhús- inu. —Hárbarður. Þ.Þ. 'BAÐsromN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.