Alþýðublaðið - 30.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1927, Blaðsíða 3
/iL P \ t)uöLAtllt» 3 RÍTfflM X Olsem (( MsaæðirE tóflð Libby-mjólk aldrei vanta á Fæst í flestum verzlunum. Akureyri, FB., 27. ágúst. Kristnesshælið Þeir eru fleiri hér í borg, er kysu að vagga sér á bárum At- lantshafsins heim í skaut hinnar fennhvítu fjailanna roöður, en er fiugs varnað. Heilir heim! Berið kveðju frá hinum vængbrotnu samlöndum, sem ekki eiga afturkvæmt! Porf. Kr. Norskl ræðismaðurinn m. Frá Osló er FB. skrifað: Torkell I. Lövland, hinn nýi nohski ræðismaður i Reykjavík, tekur við starfi sínu þar l.sept. Lövland ræðismaðurer fæddur 1890 og er sonur fyrsta utanríkismálaráðherra Norð- manna, Jörgen Lövlands. Hann er 1 ögfræðiskandidat frá Oslóar-há- skóla og varð 1917 fulltrúi í. ut- anríkismálaráðuneytinu. Árið 1919 varð hann fyrsti fulltrúi utanrík- ismálaráðuneytisins. Árið 1922 fékk hann styrk til dvalar við erlenda háskóla. Torkell er þjóðkunnur maður í Noregi fyrix ritstörf og ræðu- snild. Frá því á stúdentsárum sín- um hefir hann iðulega ferðast víða um laridið og haldið fyrirlestra sögu- og stjórnmála-legs efnis og þar að auki skrifað inikið í blöð- in. Árin 1919—1923 var hann aðal- skrifari „Friðarfélags Noregs“ og 1921 í „Friðarsambandinu nor- ræna“. Á friðarsamkundum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi hefir hann verið fulltrúi og hald- ið fyrirlestra. Árið 1925, á 20 ára minningardegi skilnaðar Noregs og Svíþjóðar gaf hann út minn- ingar Lövlands ráðherra frá skiln- aðarárinu, en hefir auk þess síð- an sjálfur ekriíað mikið Um deilur Norðmanna og Svía fram að sam- 'bandsslitunum og um viðburði árslns 1905. K. F. Ennlend ííðindi. FB., 27. ágúst. Innfluttar vörur í júlímánuði voru kr. 5140 336,00, þar af til Reykjavíkur kr. 3 215- 196,00. (Tilkynning frá fjármála- rábuneytinu.) tekur til starfa 1. nóvember. Innbrot og smáþjófnaðir hafa átt sér stað hér undanfarið, en þjófamir eru ófundnir. Húsavjk, FB., 28. ágúst. Eggert Stefánsson söng í gærkvöldi í Húsavikur- kjrkju að viðstöddum fjölda1 fólks. Almenn hrifning. R. B. Akureyri, FB., 29. ágúst. Sjóskaðar af illviðri. Skip sekkur; menn bjargast. 1 óveðrinu á laugardaginn urðu mörg sjldveiðaskipin fyrir meiri og minni áföllum. Norska skip- ið ,Fiskeren“ sökk undir Ásmund- arstöðum á Sléttu, og björguðust mennirnir nauðulega í annað skip. Enn þá eru nokkur skip ekki komin fram. Veðrabrigði. 1 gær var aihvítt niður í miðj- ar hlíðar fjalla. I dag er aftur sumarblíða. Siglufirði, FB., 29. ágúst. Fimleikaflokkar Niels Bukhs héldu tvær sýningar á iftrureyri, og komust færri að en vildu. Fjöldi fóiks kom þangað í gær ofan úr sveitum til þess að vera við sýningu, er þar átti að vera í gær, en af henni gat ekki orð- ið, því að flokkurinn lagði af stað þaðan kl. 1. Hér hafa flokk- amir haldið tvær sýnmgar. Agæ't aðsókn og fó.Ik stórhrifið. Ung- mennafélag Siglufjarðar tókfram- úrskarandi vel á móti flokkunum. Viðstaddur. Frá Vesturheimi. Kosningar til fylkisþingsins í Manitoba eru nýlega um garð gengnar, og fóru þær þannig, að stjórnarflokkurinn, sem er bænd- flokkur, hefir 29 þingmenn, „Con- servative'Vflokkurinn 15, „Libe- raT'-flokkurinn 7, verkamenn 3 og „Óháðir" 1. [„Conservative"- flokkurinn er að nafni iil íhalds- flokkur, en „LiberaT'-flokkurinn frjálslyndur, en þar eru ' orðin hausavíxi á, þvi að „LiberaT'- flokkurinn þar vestra er hinn raunverulegi íhaldsflokkur, en „Conservative'-flokkurinn frjáls- lyndari.] (Frá FB.) Mussollni höfðar mái gegn sænskíi blaði. í Málmey í Svíþjóð gefa jafnað- armenn út blað, sem heitir „Ar- betet". Er það eitt af elztu ntál- gögnum jafnaðarmanna í Svíþjóð og nýtur mikils álíts meðal sænsku þjóðarinnar. Blaðið var stofnað af þektum, sænskum þingmanni, Axel Danielsson að nafni, sem var einnig einn allra fyrsti brautryðjandi alþýðusam- takanna þar í landi. Ritstjórar blaðsins hafa alt af verið hinir hæfustu menn sænskra jafnaðar- manna. Þar á meðai má nefna August Nilsson í Kabborp, þing- mann og alþektan rithöfund. Hann hefir skrifað margar skáldsögur undir dulnefninu „Kabborp". Enn fremur dr. Gunnar Lövgren og Arthur Engberg, sem nú er ritstjóri að aðalmálgagni jafnaðarmanna í Svíþjóð, Social-Demokraten. Með- al þeirra, er verið hafa starfs- menn blaðsins var Bengt Lidfoss prófessor, sem margir mentamenn kannast við. Það hefir alt af viljað brenna við hjá ,,Arbetet“, að það hefir sagt auðvaldinu skorinort og ó- vægilega til syndanna. Hefir það því oft orðið fyrÍT; barði auðvalds- laganna, senr sænska auðvaldið hefir reynt að verja sig með. Rit- stjórar blaðsins hafa oft orðið að sitja í fangelsi margar vikur í einu vegna þess að eins að hafa sagt sannleikann hreinan og án þess að vefja hann inn í bómull froðumælginnar. Snemma í vetur birtist i „Ar- betet" harðorð grein í garð sænskra svartliða og Mussolinis. Reiddust svurtliðarnir mjög og símuðu til hins ítalska föðurs, er reiddist einnig og svaraði með málssókn á hendur blaðinu. Um þetta mál stendur mikill stormur í Svíþjóð þessa dagana. Það er ekki útkljéð enn þá, og óvíst er hvernág það fer. Um dfflgimn ng weginn. Næturlæknir er i nótt Daníel' Fjeldsted, Lækjargötu 2, sími 272. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í kvöld og þrjú næstu kvöld kl. 81/4- Ungbarnavernd „Liknar“ er í Thorva 1 d sen sstræti 4. Op- in á miðvikudögum kJ. 2—3. Læknir Katrfn Thoroddsen. Forseti hæstaréttar verður Lárus H. Bjarnason næsta dómaraár, en það er talið frá septemberbyrjun til ágústloka. Laus prestaköll. Akureyrarprestakall er auglýst laust til umsóknar, einnig Staðar- hraunspestakall í Mýrasýslu. Um- sóknarfrestir eru til 4. okt„ og verða bæði brauðin veitt upp úr kosningu. Fimleikaflokkar Nielsar Bukhs koma hingað í kvöld með „Al- exandrínu drottningu". Annað kvöld kl. 7 halda þeir fimleikasýn- ingu á Iþróttavellinum. Völlurinn verður Iýstur upp með r^magns- Ijósum, svo að allir geti séð fim- leikana sem gerst. Á morgun verð- ur farið með fimleikaflokana austur að Ölfusárbrú, í Þrasta- skóg og að Sogsfossum. Sextugur er í dag' Guðmundur Gizurarson fiskimatsmaður, Lindargötu 13. 1 grein Þorf. Kr. í blaðinu í gær, 2. Ö„ 21. 1. a. n„ átti að standa: 8 Norðurlandabúar, en ekki 2, svo sem líka var bert af sambandinu. Veðrið. Hiti 12—6 stig. Stinningskaldr í Vestmannaeyjmn. Annars staðar Iygnara. Víðast þurt veður. Loft- vægislægð fyrir suðvestan land. Ufiit: Dálítið regn hér um slóðir í dag, en meira í nótí og þá all- hvöss suðaustanátt, og sennilega verður þá allhvast um alt Suður- land, og svo er og í dag á Suð- vesturlandi austan Reykjaness. Regn víða um land. Skipafréttir. „Aiexandxina drottning" er væntanleg hingað um kl. fö í kvöld. „GuJlfoss" fer héðan til Vestfjarða kl. 6 annað kvöld. Póstar. Aukapóstur fer hóðan til Vík- ur á fimtudaginn, en kemur þáð- an á föstudaginn. Sildárafiinn Á laugardaginn var, 27. þ. m„ var síidaraflinn orðinn sem hér segir: f ísafjarðarumdæmi: 4416 tn. saltaðar, 2436 tn. kryddaðar óg 137 400 hl. settir í bræðslu. í Siglufjarðarumdæmi: 87 781 tn.. saltaðar, 43 821 m. kryddaöar og 200 250 hl. settir í bTæðslu. í Ak- ureyrarumdæmi: 42 155 tn. saltað- ar, 6565 tn. knfedaðar og 181 023 hl. settir í bræðslu. í Seyðisfjarð- arumdæmi: 18 122 tn. saltaðar, en hvorki kryddað né sétt i bræöslu. Alís á íandinu: 152 474 tn. saltað- ar, 52 822 tn.. kryddaðar og 518- 673 hl. aettir í bræÖsíu. í Yyrra var sildaraflinn orðinn 29. ágúst: 73 590 tn. saltaðar, 23 925 tn. kryddaðar og 112 428 hl. settir í1, bræðslu. Sama dag 1925 var hann: 207 599 tn. saltaðar, 31 557 tn..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.